Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 25. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSáON, MARGRÉT Þ. ÞÖRSDÓTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari________________________ Vanhugsuð skattheimta Að koma saman fjárlögum er ekkert áhlaupa- verk enda er ríkiskerfið stórbrotið fyrirtæki og margsamsett. Að mörgu er að hyggja og allir þurfa sína sneið af kökunni. Það sem hefur skapað stærsta vandann við að ná endum saman í ríkisbúskapnum undan- farin ár er að æ stærri hluti af kökunni hefur farið í bein rekstrargjöld og afborganir af er- lendum lánum á kostnað framlaga til nýfram- kvæmda. Þannig myndast hin frægu fjárlaga- göt. Og þá þarf að grípa til skurðlækninga. Einhvers staðar verður að skera niður og oft- ast verður ofan á að draga úr fjárveitingum til framkvæmda og finna nýjar fjáröflunarleiðir í formi skattheimtu. Ekki er þó sama hvar borið er niður því einstaka þjóðfélagshópar eru svo illa settir fjárhagslega að þeir mega ekki við frekari álögum. Nýlegt dæmi um vanhugsaða skattheimtu er frumvarp um 30% vörugjald á brauð og kökur. Landssamband bakarameistara hefur mótmælt þessu frumvarpi harðlega og bent á að brauð er einhver hollasta fæða sem mönn- um er tiltæk og að neysla brauðmetis bæti heilsufar og sé liður í fyrirbyggjandi heilsu- verndarstarfi. Það sem vekur mesta athygli er að brauði er skipað á bekk með sælgæti, gos- drykkjum og öðrum óþarfa. Flestir gera sér hins vegar ljóst að brauð er ekki munaðar- vara. Bakarar hafa fram til þessa stillt brauðverði í hóf, enda hafa stjórnvöld haldið á lofti nauð- syn þess að „vísitölubrauðin“ svo kölluðu hækki ekki umfram það sem nauðsynlegt get- ur talist. En nú ætla stjórnvöldin sem sagt að ríða á vaðið með stórfellda hækkun þessara brauða. Ef frumvarp þetta nær fram að ganga er ljóst að erfiðleikar þeirra sem verst eru settir aukast til muna. Auk þess er afkomu brauð- og kökugerðar teflt í tvísýnu, en sú atvinnu- grein er stærst matvælagreina á landinu og veitir 700 manns fulla atvinnu. Nú þegar hafa bakarameistarar gripið til stórfelldra upp- sagna til þess að mæta fyrirsjáanlegum sam- drætti í iðninni. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði nú þegar ákvörðun sína um 30% vörugjald á brauð og kökur. Stundum er sagt að maður- inn lifi ekki af brauði einu saman og vissulega er það rétt. En brauðið þarf hann engu að síð- ur og þar getur ekkert komið í staðinn. BB. -viðtal dagsins.. Takmarkið er 2 milljónir í vinning á viku - Birna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Getrauna í viðtali dagsins Ætli ttestir hafí ekki hugsaö til þess hvcrnig þaö er að fá millj- ón í happdrætti. Margir bíða mánuöum, árum og jafnvel áratugum saman eftir þeim stóra. Þaö er þá tengt svo- kölluðum stórum happdrætt- um. Undanfarin ár hefur fólki gefíst kostur á að taka þátt í þægilegu happdrætti sem er Is- lenskar getraunir, sem tengjast íslenskri íþróttastarfsemi. Það skemmtilega við Getraunir, eins og þær eru kallaðar, er að þú getur sjálfur ráðið nokkru, hvernig þú telur líklegast að fá þann stóra. Birna Einarsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri Getrauna. Hún var á ferð á Akureyri um helgina. Þess vegna var upplagt að fá hana í viðtal. „Eg er nýbúin að taka við starfi framkvæmdastjóra Getrauna. Enda rétt búin með viðskipta- fræði frá Háskóla íslands." - Var það knattspyrnuáhugi sem varð til þess að þú sóttir um starf sem framkvæmdastjóri Get- rauna? „Nei reyndar ekki. Ég taldi að starfið væri skemmtilegt. sem það er. Þess vegna sótti ég um það." - Nú er alltaf talað um eigin- menn sem sitja yfir ensku knatt- spyrnunni í sjónvarpinu á laugar- dagseftirmiðdögum og gera þannig konum sínum gramt í geði. Af því leiðir, ætla menn.að karlar stjórni öllu í sambandi við getraunir. „íþróttahreyfingin er mikið karlaveldi. Þess vegna er ég alltaf eina konan á þeim fundum sem ég sit með forystumönnum hennar. Það þýðir samt ekki að kona geti ekki stjórnað Getraun- um. Enda kemur þetta ekki knattspyrnu við á nokkurn hátt. Getraunir eru reknar sem fjár- öflunarleið fyrir íþróttahreyfing- una í landinu og er því fyrirtæki sem þarf að reka vel." - Tekur starfsfólk Getrauna þátt í leiknum? „Ég geri það ekki. Hins vegar banna ég ekki öðru starfsfólki að gera það. Þar er líka um einn og einn seðil að ræða, en ekki kerfi eins og er algengt hjá þeim hörðustu. Það væri auðvelt að verja það ef starfsmaður Getrauna ynni, því það er ekki möguleiki að svindla í þessu." - Þú nefnir kerfiskarla. þá sem leggja talsverðar fjárhæðir á viku hverri í seðlakaup. Er mikið af slíku? „Töluvert er uni það. Þó er meirihluti sem kaupir einn og einn seðil. Það eru um 60% af lausum seðlum, hitt er í kerfum sem menn pæla í.“ - Má ég forvitnast um það hvað þú ert að gera hér á Norður- landi? „Fyrst og fremst er ég að kynna starfsemi Getraúna og jafnframt að reyna allt sem mögulegt er til að auka sölu á getraunaseðlum. Það er tak- markið að ná vinningspottinum yfir 2 milljónir." - Nú hafa Oft heyrst óánægju- raddir þess efnis aö fólk sitji ekki við sama borð þegar þarf að skila getraunaseðlum. Skila þarf seðl- unt fyrir hádegi á fimmtudögum á landsbyggðinni, en fyrir hádegi á laugardögum í Reykjavík. Er von á breytingum í þessu efni? „Þetta er mál sem mikið hefur Mynd: - KGA. verið rætt hjá Getraunum. Það má segja að málið sé í athugun eins og sagt er í þinginu. I alvöru talað, þá er verið að skoða þessi mál. Það er mikið atriði að finna góða lausn á þessu máli því inn- koma Getrauna skiptir verulegu máli fyrir íþróttafélög landsins. Innkoman skiptist þannig að 50% fara í vinninga, 25% til íþróttafélaga sem selja seðlana, 3% fara til héraðssambanda inn- an ÍSÍ og afgangur í rekstur ÍSÍ, KSÍ, UMFÍ og Getrauna. Þess má geta að 58% aukning hefur verið á Akureyri og aukning á landinu 40%.“ - í lokin burt frá Getraunum. Hvernig er að vera komin til Ak- ureyrar í stutta heimsókn? „Mjög gaman. Fyrir utan að vera aó vinna, þá skrapp ég í Sjallann, það er gaman að koma þangað. Það er alltaf talað um Sjallann og Akureyri í sömu andrá. gej- Viðtalið við Birnu er endurbirt, þar sem slæm mistök urðu við vinnslu þess í blaðinu á fimmtu- daginn. Við biðjum Birnu og les- endur velvirðingar á því. í? M O ■ M A N U O A G O R Eg veðjaði á rangan hest - Pálmi Guðmundsson, blaðaútgefandi, í viðtali dagsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.