Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. nóvember 1985 Pað er nokkuð vinsælt um þessar mundii að frægar konur úr kvikmynda- eða tón- listarheiminum velji til fylgilags við sig sér yngri menn. Jafnvel hálfgerða gutta. Byrjum á Britt Ekland hinni sænsku. Feriliinn í stuttu máli: Giftist Peter Sellers sem var þó nokkuð mikið eldri en hún, á með honum 21 árs gamla dóttur. Son, Nicolai 12 ára með Lou Adler. En nú hef- ur hún alfarið snúið sér að lambakjötinu, því 41 árs að aldri gifti hún sig „Slim Jim“ McDonell 23 ára gömlum trommuleikara. Pað var allt saman voða skemmtilegt, allir í bleiku og svoleiðis. Einhverjum varð að orði að hún gæti verið móðir hans og að dóttir hennar ætti nú heldur að vera í spor- um hennar. En Britt svarar slíkum hug- leiðingum: „Þegar þú verður ástfangin, Frægar konur og ungir strákar þá skiptir aldurinn engu máli. Petta er bara eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Viðhorf Jims: „Britt er sú kona sem ég elska, ekkert annað skiptir máli.“ Pá er það Joan hin fræga Collins, 52 ára og trúlofuð Peter Holm 37 ára. Hefur ver- ið gift þrisvar áður og vonar að ganga fljót- lega upp að altarinu í fjórða sinn. „Mér hefur aldrei liðið betur,“ segir hún. „Nú hef ég einhvern sem virkilega elskar mig og er jafnframt besti vinur minn.“ Um Peter segir Joan: „Hann er mjög góður við mig, er sexy, sterkur og hefur góðan húmor.“ Er aukin heldur fyrr- verandi poppstjarna frá Svíþjóð og þau eru bæði sammála um að aldurinn skipti engu máli. Olivia Newton John og Matt Lattanzi eru bæði sæt og góð. Um samband þeirra sagði Olivia við vin sinn: „í fyrstu var ég ákaflega áhyggjufull um hvernig fólk myndi bregðast við því að Matt er svona miklu yngri en ég. Eg hélt að fólk yrði óvinsamlegt, en það var þvert á móti.“ Pau Olivia og Matt hittust við gerð myndarinnar Xanadu, Matt er 25 ára, en Olivia 36, þau hafa sömu áhugamál. „Ég hef aldrei fundið að neinn aldurs- munur væri á okkur,“ segir Matt hinn ungi. „Meira að segja finnst mér stundum að ég sé eldri en hún.“ Við endum þessa upptalningu á Raquel Welch og hennar manni Andre Weinfeld 38 ára gömlum. „Ég ætlaði ekki að gifta mig,“ segir hann. Raquel: „Á okkar aldri skiptir ekki máli þó maðurinn sé nokkrum árum yngri en konan, og ég kalla það ekki að ég sé með mér yngri manni. Ándre er það mikilvæg- asta í lífi mínu, ég er ákaflega mikið hrif- in af honum.“ # Jafnrétti Félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem skýrt er frá skipan Jafnréttis- ráðs til næstu tveggja ára. Það vekur oneítanlega at- hygli þegar sú liðsskipan er skoðuð að i ráðinu sitja nú sex konur og einn karl- maður. Hlutfall karlanna er örlftið betra þegar vara- mannaiiðið er skoðað, því þar eru karlmennirnir tveir að tölu en konurnar ekki nema fimm. Ég veit ekki hvað þér finnst um þetta „jafnréttí“ lesandi góður, en skrifara þessara lína finnst þetta skondið jafnrétti og jafn- vel gys. • Flóðáflóð ofan Það eru vfðar flóð en úti í hinum stóra heimi. Flóð þau sem nú ganga yfir ís- land eru ekkí mjög alvar- legs eðlis og valda varla manntjóni. En mikil hætta er híns vegar á því að fjár- hagur einhverra verði fyrir skakkaföllum. Hér er verið að tala um þau flóð sem eru árlegir gestir hér á landi, nefnilega jólabóka- flóðið og hljómplötuflóð með sama forskeyti. Það síðarnefnda er óvenjulega stórt f sniðum í ár. Nú þegar er búið að tilkynna útgáfu um 40 fs- lenskra hljómplatna og Hafnfirðingar eru farnir að ganga reglulega á fjörur, því það sagði þeim ein- hver að jólabókaflóðið hæfist alitaf um þetta leyti árs. Ætli sumir útgefendur séu ekki farnir að sjá eftír þvf nú þegar að hafa ekki val- ið sér annan útgáfutíma? # lllgirni Þegar talað er um jóla- bókaflóðið rifjast upp fyrir ritara S&S góð saga af „jólabókaútvarpsauglýs- ingu“ sem lesin var oft á dag á hverjum degi í gömlu góðu gufunni fyrir nokkrum árum. Þannig var að út kom bók sem fjallaði um náttúru- hamfarir á íslandi. Bókin bar það ágæta nafn „Skriður og snjóflóð“. ( auglýsingunni var fólk hvatt til að láta þessa bók ekki fram hjá sér fara og auglýsingin endaði alltaf á hvatningarorðunum: „Skriður og snjóflóð inn á hvert heimílí.“ Þokkaleg jól það, eða hitt þó heldur! á Ijósvakanum Mánudaginn 25. nóvember klukkan 14.00 byrjar Þorleifur Hauksson að lesa minningar eftir sænska fræðimanninn Sven B. F. Jansson, „Sögur úr lífi rnínu". Bók þessi kom út í Svíþjóð árið 1982 og hefur Þorleifur sjálfur þýtt hana á tslensku. Sven B. F. Jansson er mörgum íslending- um að góðu kunnur. í heimalandi sínu er hann þekktur sem sérfræðingur í rúnaristum og hefur unnið gríðarmikið starf á þeim vett- vangi. Hann var þjóðminjavörður og prófess- or við bókmenntaakademíuna þar til 1971 þegar hann fór á eftirlaun. Mestallt ævistarf hans hefur verið unnið í Svíþjóð. Samt er það svo að þegar hann skrifar þessa endur- minningabók sína gerist hún að meira en hálfu leyti á Islandi. \sjónvarp[ MANUDAGUR 25. nóvember 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 20. nóvember. 19.25 Barnaþáttur. Tommi og Jenni, Hananú, brúðumynd frá Tékkó- slóvakíu og Dýrin í Fagra- skógi, teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvakíu. 19.50 Fróttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Móðurmálið - Framburður Sjöundi þáttur: Um tvíhljóð, það er hljóð eins og Æ, EI, AU, Á og Ó. Umsjónarmaður: Árni Böðvarsson. 21.00 Pokadýrið með bangsasvipinn. (Koalas - Out on a Limb). Áströlsk heimildamynd um hina fallegu og vinsælu kóalabimi en skæður sjúk- dómur ógnar nú stofni þeirra. Þýðandi: Óskar Ingimars- son. 21.55 íþróttir. 22.30 í leit að sól. (Pá jakt efter solen í -r30°C). Finnskt sjónvarpsleikrit. Leikstjóri: Per-Olof Strandberg. Aðalhlutverk: Eero Saarin- en og Lilli Sukula- Lindblom. Veturinn í Finnlandi er bæði kaldur og dimmur og ungum manni finnst langt að bíða vorsins. Hann þráir að komast í sól og yl - og óbeint rætast óskir hans. Þýðandi: Kristín Mántylá. (Nordvision - Finnska sjónvarpið). 23.20 Fróttir í dagskrárlok. \útvarp\ MANUDAGUR 25. nóvember 11.10 Ur atvinnulífinu - Stjómun og rekstur. UmsjÖn: Smári Sigurðssoi og Þorleifur Finnsson. 11.30 Stefnur. Haukur Ágústsson kynni tónlist. (Frá Akureyri). 12.00 Dagskrá • Tilkynning ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam . vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns son. 14.00 Miðdegissagan: „Sög ur úr lífi mínu'1 eftir Sver B. F. Jansson. Þorleifur Hauksson byrjai lestur eigin þýðingar. 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Á ferð með Sveini Einarssyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.50 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið Meðal efnis: „Ivik bjam- dýrsbani" eftir Pipaluk Freuchen. Sigurður Gunnarsson þýddi. Guðrún Guðlaugs- dóttir les (2). Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugardegi í umsjá Ásgeirs Blöndal Magnússonar. 17.50 Síðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Kristín Waage félags- fræðingur talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Ég á crðið einhvern veginn ekkert föðurland. Ágúst Vigfússon flytur síðari hluta frá9agnar sinnar. b. Kórsöngur. Sunnlenskir karlakórar syngja. c. Úr endurminningum Árna Jónssonar á Akur- eyri. Jómnn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum les. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Ðorgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (21). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Rif úr mannsins síðu. Þáttur í umsjá Sigríðar Árnadóttur og Margrétar Oddsdóttur. 23.10 „Frá tónskáldaþingi." 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin, 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fróttir • Tiikynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Malín og gler- brúða gömlu konunnar." Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sína á ævintýri eftir Knut Holten. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfróttir. 10.00 Fróttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Mar- grétar Jónsdóttur frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum ámm. \rás 21 MANUDAGUR 25. nóvember 10.00-10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjómandi: Hildur Her- móðsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Ásgeir Tómas- son. Hlé. 14.00-16.00 Út um hvippinn og hvappinn. Stjómandi: Inger Anna Aikman. 16.00-18.00 Allt og sumt. Stjómandi: Helgi Már Barðason. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.