Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1985, Blaðsíða 3
25. nóvember 1985 - DAGUR - 3 „Vonlaust að fá fullt verð fyrir kartöflumar“ - Guðmundur Þórisson telur að það hafi verið rétt að slá af verði til að forða framieiðslunni frá skemmdum „Það er rétf, ég lýsti því yfír að ég myndi ekki vinna að fram- gangi þessarar tillögu, en ég gerði það áður en hún var samþykkt, einfaldlega vegna þess að ég veit að það er von- laust verkefni að ætla sér að fá fullt verð, að viðbættum vöxtum, fyrir innlegg haustið 1984.“ Þetta sagði Guðmundur Þóris- son, bóndi í Hléskógum og for- maður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð, vegna fréttar sem höfð var eftir Sveinbergi Laxdal í blaðinu á fimmtudaginn. Þar var sagt frá fundi hjá Félagi kartöflu- bænda, þar sem samþykkt var til- laga frá Stefáni Kristjánssyni. í henni var þess krafist, að stjórn félagsins hlutaðist til um að kart- öflubændur fái fullt verð, ásamt áföllnum vöxtum, fyrir innlegg frá haustinu 1984, en stjórn Kaupfélags Svalbarðseyrar hefur samþykkt að greiða 90% af grundvallarverði. „Þetta var ekki hitafundur, eins og Sveinberg vill vera láta,“ sagði Guðmundur. „Það voru aðeins 5 manns, Sveinberg og skyldulið, sem lögðu orð í belg, og hygg ég að ágreiningur þeirra við stjórnina sé fremur persónulegur en málefnalegur. Tillaga þeirra var að vísu sam- þykkt með miklum meirihluta, en hver vill ekki fá fullt verð fyrir sína framleiðslu? Það er erfitt að greiða atkvæði gegn slíku. Það er hins vegar vonlaust að vinna að framgangi þessa máls og það vita Sveinberg og hans menn ósköp vel. Þegar kartöflureikn- ingurinn hjá Kaupfélagi 3val- barðseyrar var gerður upp, þá var það verk fjögurra manna. Þar af voru tveir frá Félagi kartöflu- bænda. Þeir sáu um að fá það verð fyrir kartöflurnar, sem mögulegt var. Það er því tómt mál að taka þetta mál upp aftur hjá félaginu. Hins vegar hefðu Sveinberg og hans menn getað kosið nefnd til að sjá um þetta verkefni, en það gerðu þeir ekki. Það virðist því ekki liggja mikil alvgfa þarna að baki. Vissulega höfum við orðið fyrir vaxtatapi, en við fengum þó fulla vexti á þá framleiðslu sem við lögðum inn eftir 1. júní. Ástæðan fyrir þessu vaxtatapi er sú, að það lá fyrir offramleiðsla á kartöflum í fyrrahaust. Þá áttu kartöflubænd- ur um það að velja, að láta vinna eins og hægt væri í kartöfluverk- smiðjunni á Svalbarðseyri, til að bjarga kartöflunum undan skemmdum, eða þá áð framleiða samkvæmt sölu, en þá hefði mik- ið magn af kartöflum orðið ónýtt. Fyrri kosturinn var valinn og þá vissu allir, að það þýddi ein- hverja lækkun á verði og vaxta- tap. Þetta samþykktu nánast allir þeir félagsmenn sem talað var við. Ég held að þetta hafi verið rétt tilhögun, því við höfum t.d. mun hærri söluprósentu heldur en kollegar okkar syðra. Þeir fengu að vísu fullt verð fyrir þær kartöflur sem þeir seldu, en stór hluti af framleiðslu þeirra varð ónýtur. Auðvitað eru allir óánægðir með að fá ekki fullt verð fyrir sína vöru, en vegna offramleiðsl- unnar 1984 urðum við að slá af. Það var samþykkt þá, þannig að r Mikill hiti á fundi eyfirskra kartöflubænda É Neitar formaðurinn að fylgja eftir samþykkt aðalfundarins? II hiti var í fundarmönnum 1i Fplaat kartnflu- ist til um það að kartöflubændur I rar Guðmundur Þórisson for- | fylgja eftir samþvkktum aðal- ^^J^^g^^j^yjj^jj^^jjjjdur^glagsins^Ad^sogi^veii^^Lindai^^agd^winben^^^^ Landssamband iðnaðarmanna: Varar við stórfelldri hækkun vörugjalds Fjármálaráðherra hefur nýver- ið lýst þeirri stefnu, sem hann hyggst fylgja á næstunni í fjár- málum ríkissjóðs. Af þessu til- efni vill framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðar- manna koma á framfæri eftir- farandi athugasemdum: Landssamband iðnaðarmanna telur áform fjármálaráðherra um nokkurn niðurskurð á ríkisút- gjöldum og erlendum lántökum virðingarverð, þótt vart geti það talist nema mjög lítið skref í bar- áttu við sífellda útþenslu ríkis- báknsins. Landssamband iðnaðarmanna lýsir hins vegar vonbrigðum sín- um yfir, að þessi niðurskurður skuli látinn bitna verulega á framkvæmdum, þrátt fyrir fyrir- sjáanlegan samdrátt í ýmsum at- vinnugreinum, þar sem áhrifanna gætir hvað mest. Meðal þes, sent ætlunin er að skera niður, eru framlög til vöru- þróunar- og markaðsdeildar Iðn- lánasjóðs. Landssamband iðnað- arntanna bendir á, að ráðstöf- unarfé sjóðsins er þegar það tak- markað, að hann getur ekki sinnt á viðunandi hátt álitlegum verk- efnum iðnfyrirtækja á sviði vöru- þróunar og útflutningstilrauna. í þessum niðurskurði á framlögum til sjóðsins felst því þversögn við þá yfirlýstu stefnu ríkisstjórnar- innar, að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Áformaðar breytingar á tolla- skrá eru í meginatriðum til bóta. Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarntanna mótmælir hins vegar harðlega ráðagerðum unt stórfellda aukningu á skatt- heimtu í fornti nýs vörugjalds. Vörugjald er í eðli sínu afar órökræn skattheimta, þar sem það leggst á suma vörutlokka en aðra ekki og hefur þannig óeðli- leg áhrif á neysluval almennings og samkeppnisstöðu hlutaðeig- andi framleiðenda. Þannig er t.d. óviðunandi, ef leggja á vörugjald á brauðmeti, sem er viður- kennd hollustuvara, en jafnframt verði flest önnur matvæli án vörugjalds hér eftir sent hingað til. Landssantband iðnaðarmanna ntinnir á samþykktir 41. Iðnþings íslendinga, sem haldið var ný- lega, en þar kont m.a. fram, að við endurskoðun á óbeinum sköttum ríkissjóðs væri nauðsyn- legt að líta á þá skatta í heild sinni, til þess að skattheimtan geti orðið rökræn og sanngjörn. í þessu felst m.a., að breytingar á tollskrá, sem m.a. fela í sér að dregið verði úr mismunun milli atvinnugreina, missa ntarks, ef þeim fylgir stórfelld hækkun vörugjalds, sent leggst á suntar vörur en aðrar ekki. það dugir ekki að kúvenda núna. Þá kom fram önnur tillaga frá Sveinbergi og félögum á þessum fundi. Hún fól í sér vítur á stjórn félagsins fyrir að gera samninga við Einingu um kaup og kjör unglinga við kartöfluvinnu. Þessi tillaga var kolfelld. Eining óskaði eftir því að þessi samningur yrði gerður, þar sem margar kvartanir hefðu borist um laun og aðbúnað hjá Sveinbergi Laxdal og Hauki Laxdal. Stjórn félagsins varð við þessum óskum og samkomulag náðist. Það hefur væntanlega orðið til þess, • að í haust barst ekki ein einasta kvörtun varðandi kaup og kjör hjá kartöflubænd- um,“ sagði Guðmundur Þóris- son. - GS Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup i nýju versluninni Raf í Kaupangi. /^8^1 M ■ NÝLAGNIR (®)Knr sr Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. Yerslunarpláss til leigu strax. 100 fm verslunarpláss til leigu að Hafnarstræti 88. Ný standsett. Upplýsingar gefur Stefán á Hótel Stefaníu sími 26366. Ping Pong Ný tískuvöruv/erslun. Mýjar vörur viKulega. Ping Pong Strandgötu 11, sími 26565. Notendur hitaveitu Þeir aðilar sem ætla að setja upp hitahlutfallsmæl- ana frá KOSAN - Brunata í janúar, þurfa að láta vita fyrir 29. nóvember. Pantanir verða afgreiddar í sömu röð og þær berast. . j Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði liiaUS sími 91-651585 og á kvöldin í síma 91-53114.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.