Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 11
26. nóvember 1985 - DAGUR - 11
JDækuL
í smásögur
færandi
Út er komið smásagnasafnið í
smásögur færandi.
í bókinni eru átta sögur. Þær
heita: Litli maðurinn, Gömul
kona, Lítil og ljót saga um frelsi,
Jafnrétti og bræðralag, Allsber
maður og konur í buxum, Saga
lögfræðingsins, Um bílamál Jóns
Jónssonar fulltrúa í viðskipta-
ráðuneytinu, Atburðir dagsins og
Innreið tækninnar.
Höfundurinn er ungur Reyk-
víkingur, Eiríkur Brynjólfsson.
Þetta er fyrsta bók hans en áður
hafa birst eftir hann smásögur í
tímaritum.
Aftan á bókarkápu segir meðal
annars: „Eiríkur kveður sér
hljóðs sem þroskaður og sérstæð-
ur höfundur. Mesta athygli vekur
skemmtileg hugkvæmni hans,
nýstárlegur stíll, einstök fyndni
og markvís ádeila.“
Útgefandi er Skákprent. Bókin
er 80 blaðsíður.
Rimar, Ijóð og
lausavísur úr
Svarfaðardal
Út er komin ljóðabókin Rimar,
ljóð og lausavísur úr Svarfaðar-
dal. í bókinni eru ljóð og lausa-
vísur eftir níu Svarfdælinga.
Gunnlaugur V. Snævarr sá um
útgáfuna og valdi ljóðin í bókina.
Jón Trausti Steingrímsson
myndskreytti bókina.
Höfundar eru: Birna Friðriks-
dóttir frá Melum, Gunnlaugur
Gíslason á Sökku, Halldór Jó-
hannesson á Dalvík, Haraldur
Zophoníasson á Dalvík, Hj'alti
Haraldsson Ytra-Garðshorni,
Jónas Þorleifsson í Koti, Júlíus
Friðriksson í Gröf, Óskar Karls-
son í Dalbæ, Sigrún Eyrbekk á
Dalvík.
Þetta er fyrsta bók þessarar
gerðar sem gefin er út með ljóð-
um Svarfdælinga og er í undir-
búningi að gefa út 2 bækur til við-
bótar síðar meir.
Á Dalvík verður bókin seld af
nemendum Grunnskólans og á
Akureyri í bókabúðum.
Þá má einnig panta bókina hjá
útgefanda í síma 611240 á Sel-
tjarnarnesi.
Exocet-
flugskeytin
- Ný bók á íslensku
eftir Jach Higgins
Út er komin hjá Hörpuútgáfunni
á Akranesi bókin Exocet-flug-
skeytin eftir Jack Higgins, höf-
und bókarinnar Örninn er sestur
og fleiri metsölubóka.
Á bókarkápu segir m.a.:
. . . Úr lofti virtist kletturinn
ókleifur, en við nánari athugun
sást erfið leið frá fjörunni. Hann
tók handsprengju úr vasanum,
kippti út pinnanum með tönnun-
um og fleygði sprengjunni niður
Útgáfa Smells
gengur vel
Vegna teikningar Ragnars Lár
í Degi mánudaginn 25. nóvem-
ber og raunar fréttaviðtals
nokkru áður í blaðinu við
Pálma Guðmundsson, blaða-
útgefanda á Akureyri, er rétt
að koma á framfæri Ieiðrétt-
ingu, vegna þess hversu auð-
velt er að misskilja hvort
tveggja.
I áðurnefndu viðtali við Pálma
var aðallega rætt um það að hann
hefur keypt blaðið Smell, sem
birtir efni tengt dægurtónlist og
poppstjörnum, ásamt fleiru.
Fyrsta tölublaðið var komið út og
í tilefni þess var viðtalið. Hins
vegar var fyrirsögnin ekki í sam-
ræmi við þetta meginatriði, held-
ur var vísað til þess sem Pálmi
sagði um hljómplötuútgáfu sína
sem af ýmsum ástæðum gekk illa
og taldi hann sig þar hafa veðjað
á rangan hest.
Ragnar Lár tekur síðan fyrir-
sögnina og notar til að teikna eft-
ir mynd. Af myndinni má skilja
að Pálmi telji sig hafa veðjað á
rangan hest er hann hóf útgáfu
Smells, en á myndinni sést Pálmi
og hrossræfill sem merktur er
nafni tímaritsins.
Þar sem svo auðvelt er að mis-
skilja þetta er leiðréttingu komið
á framfæri. Pálmi telur sig ekki
hafa veðjað á rangan hest með
því að fara að gefa út tímaritið
Smell, heldur gengur útgáfa
blaðsins mjög vel og fyrsta tölu-
blaðið selst vel. Enda gefur það
auga leið að sú reynsla er vart
komin á tímaritaútgáfu Pálma að
hann geti farið að gefa henni
þessa einkunn.
Myndin var því hreint út sagt
út í hött enda var fyrirsögnin ekki
í neinu samræmi við meginefni
viðtalsins. Er Pálmi Guðmunds-
son því beðinn velvirðingar
vegna þessa.
Ritstjóri.
brekkuna . . . Það varð ærandi
sprenging, síðan nístandi kvala-
vein . . . Það var skelfing í svip
hermannanna . . . Kúla hitti
Leclerc í gagnaugað og splundr-
aði beininu, þegar hún kom út
fyrir ofan hægra eyrað . . . Ann-
ar liðþjálfanna skaut kúlugusu úr
vélbyssu sinni . . . Enn var löng
leið að flugvélinni . . . Beinskefti
hnífurinn, sem Stavrou hafði
geymt í hægri erminni, rann fram
í lófann. Það heyrðist smellur og
blaðið skaust í áttina að mjúku
holdinu undir hökunni á Vill-
iers . . .
Bókin Örninn er sestur gerði
Jack Higgins á svipstundu að
metsöluhöfundi. Hún varð stór-
sölubók hér á íslandi, sem annars
staðar í heiminum og þúsundir
manna sáu samnefnda kvikmynd
hér á landi. Aðrar bækur Jack
Higgins hafa flestar orðið met-
sölubækur víða um heim. Á síð-
asta ári var bókin Exocet-flug-
skeytin sem nú kemur út á ís-
lensku oftsinnis í efstu sætum á
listum yfir metsölubækur.
Þetta er fyrst og fremst harð-
soðin spennubók. Bók sem þú
lest í einni lotu.
Exocet-flugskeytin er 195 bls.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Bók-
in er prentuð í Prentstofu Guð-
mundar Benediktssonar, bundin
í Bókfelli hf. Káputeikningin er
eftir Kristján Jóhannsson.
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
Plng Pong
Ný tískuvöruverslun.
Hýjar vörur vikulega.
Ping Pong
Strandgötu 11, sími 26565.
Málarar
Vandvirkir og áreiðanlegir málarar
með réttindi og reynslu við veggfóðrun - teppa- og
dúkalagnir óskast til starfa í Noregi.
Mikil vinna.
Upplýsingar í síma 9047-2-869069 Osló,
eftir kl. 20.00 að íslenskum tíma.
Húsvíkingar -
Þingeyingar
Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg
Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif-
ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið.
Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi-
björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval.
Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá
auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór-
afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé
nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu.
Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225.
Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof-
unni á öðrum tímum.
Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.
Húsgögn í unglingaherbergið
í miklu úrvali
Komið og skoðið