Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. nóvember 1985 Fjögur ráð tO að gera konur hamingjusamar! Að gera konur ánægðar og hamingjusamar er miklu auðveldara en flestir karlmenn halda. Þetta segja tveir ónefndir sérfræð- ingar. Og hér koma fjögur óbrigðul ráð til að gera konur hamingjusamar: Númer 1: TALAÐU VIÐ HANA. Láttu hana vita hvað þú ert að hugsa. Talaðu við hana um vini þfna, fjölskyldu eða áhuga- mál! Taktu frá nokkra tíma á viku bara til að tala, það skilar árangri. Númer 2: HLUSTAÐU Á HANA. Og hlustaðu! Ekki bara þykjast hlusta, sífellt segjandi ha! Spyrðu spurninga til að sýna að þú hefur áhuga á því sem hún er að segja. Hafðu áhuga á skoðunum hennar. Númer 3: KOMDU HENNI TIL AÐ HLÆJA. Hlátur er góður og gerir fólk ánægt. Spilið og hafið gaman. Saman. Reyndu að hlæja með henni að minnsta kosti einu sinni á dag. Lítið á spaugilegu hliðar tilverunnar eða rifjið upp eitthvað skemmtilegt úr fortíðinni. Númer 4: SNERTU HANA - MIKIÐ. Að snerta konu kemur henni til að finnast hún þráð. - Og þetta getur leitt til mikillar hamingju. Sérstaklega er mælt með að strjúka henni aftan á hálsinum og niður eftir baki, halda í hendur hennar, eða sparka góðlátlega í hana undir borðum (svokallaður ,,fætingur“). Þetta allt eru frábærar leiðir til að gera konur hamingju- samar - að áliti sérfræðinga sem rannsakað hafa málið gaumgæfilega. Er sjónvarpið byrjað að sýna Löður aftur? En gaman. Muniði eftir Jessicu, þegar hún . . . Eða þegar Burt varð ósýnilegur óg . . . Nei, því miður. Sjónvarpið ætlar ekki að sýna Löður aftur. Myndin er bara af einhverju óþekktu leikaraliði í ein- hverri óþekktri sápuóperu. Það virðist samt vera dálítið gaman í þessari óþekktu sápuóperu . . . „Hann er fullkomlega ham- ingjusamur svo lengi sem hann heldur að fótboltinn sé á.“ „Þetta var páfagaukurinn að kenna honum í dag.“ • Eins dauði er annars brauð Hér eru smá upplýsingar handa Dallassjúkllngum. Upphaflega var ekki á dagskrá að láta Jock gamla deyja í þyrluslysi. En leikarinn sem lék hann, gerðist svo ósvífinn að deyja drottni sfnum - og þáttaröðin ekki hálfnuð. Nú voru góð ráð dýr. Á meðan handrfts- höfundarnir voru að hugsa sig um var pabba gamla haldið volgum með símtölum við miss Ellý við og við. Og svo kom snjallræðið. Þyrluslys! Og allir þeir þættir sem komið hafa síðan tengjast þessu slysi á einn eða annan hátt. Og allt þetta vegna þess að lelkarinn dó! Svona má lengi telja. Nei, má ég þá heldur biðja um íslensku hljóðfræðiþætt- ina... • Albert Albert hvítþvoði sig af Hafskipsmálinu á Alþing) á dögunum. Hann þvertók fyrir, að hann hafi setíð beggja vegna borðsins, sem stjórnarformaður Hafsklps og bankaráðs- formaður Útvegsbankans. Síðan er hann nefndur Engilbert. # Af hverju...? „Mamma, af hverju er pabbl sköllóttur?“ „Það er vegna þess að hann hugsar svo mikið, elskan min. Skalli er merki um gáfur.“ „Af hverju er þú þá með svona sítt hár?“ „Þegiðu stelpa og haltu áfram að borða!“ Helgarpósturinn segir frá því á tveimur stöðum í síðustu viku, að Erna Ind- riðadóttir eigi að verða fulltrúi Sjónvarpsins á Ak- ureyri. Þetta er ekki rétt, þar sem Ólafur H. Torfa- son hefur verið ráðinn í starfið. Ólafur er flinkur fjölmiðlamaður og fengur fyrir Sjónvarpið að fá hann í fréttaslaginn. Að öllum líkindum mun Sam- ver áfram sjá um hljóð- og myndatöku. Því má svo bæta við, að Ema Indriða- dóttir mun að líkindum verða aðili að „magasin- þætti“, sem Ómar Ragn- arsson og Agnes Braga- dóttir hefja vinnslu á eftir áramótin. Sá þáttur verð- ur með blönduðu efní, að einhverju leyti i beinum útsendingum af vettvangi. Þessi þáttur verður klukkustundar langur og mun hann verða á dag- skrá vikulega. _á Ijósvakanum. Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis“, eftir Mariv Gripe. Þriöjudaginn 26.11. Sagan Elvis! Elvis! eftir Maria Gripe er sjálf- stætt framhald bókarinnar Elvis Karlsson. En hann er ári eldri en hann var þegar sagan hófst. Eftir að hafa setið einn dag í skólanum ákveður hann að hætta skólagöngu að sinni, hann hafi alls ekki byrjað í skóla sjálfur held- ur mamma. Elvis heldur áfram baráttunni fyrir sjálf- stæði sínu, réttinum til að vera hann sjálfur - ekki Elvis í litasjónvarpinu og ekki heldur eftirlíking af íþróttahetjunum hans pabba. Maria Gripe er með þekktustu og virtustu barnabókahöfundum Svía og hefur skrifað á þriðja tug barna- og unglingabóka. sjonvarpi ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 18. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. 13. þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur í 13 þáttum um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.45 Heilsað upp á fólk. Brandur í Vík. Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri heim- sækir Brand Stefánsson í Vík, brautryðjanda í sam- göngum um vegi og veg-, leysur í Skaftafellssýslum. Stjóm upptöku: Óli Öm Andreassen. 21.35 Til hinstu hvíldar. (Cover Her Face). Þriðji þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum gerð- ur eftir sakamálasögu P.D. James. Aðalhlutverk: Roy Mars- den. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunað- ur er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.35 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður: Guðni Bragason. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. \útvarp\ ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Úr söguskjóðunni - Upphaf vélbátaútgerðar 1902-1910. Umsjón: Sumarliði ísleifs- son. Lesari með honum: Þóra Sigurðardóttir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Sög- ur úr lífi mínu“ eftir Sven B. F. Jansson. Þorleifur Hauksson les eig- in þýðingu (2). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér. - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.50 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabók- um. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 20.30 Aðdragandi sprengj- unnar. Flosi Ólafsson les fyrri hluta erindis eftir Margar- et Gowing um ástæður þess að kjamorkusprengj- um var varpað á japönsku borgimar Hírósíma og Nagasakí 1945. Þýðandi: Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur. 20.05 íslensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (22). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Berlínarútvarpið kynnir unga tónlistar- menn á tónleikum 25. apríl í vor. 24.00 Fróttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Finnski úlfurinn og rússneski refurinn". Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrri hluta þýðingar sinnar á ævintýri eftir Christinu Andersson. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. I rás 21 ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 10.00-10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjómandi: Hildur Her- móðsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00-16.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00-17.00 Frístund. Unglingaþáttur. Stjómandi: Eðvarð Ing- ólfsson. 17.00-18.00 Sögur af svið- inu. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.