Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 7
_bækuc 26. nóvember 1985 - DAGUR - 7 beinandi. Að hafa stefnu í leik- ritavali. Ekki að hlaupa eftir upp- hrópunum og öðru slíku. Það þýðir ekki að tala um að þeir sem eru í leikfélagi geti aðeins leikið eitthvað sem þeim finnst gaman að fást við, það sem eru „fín“ verk og „fínt“ leikhús, ef enginn kemur til að sjá það. Að mínu viti er ekki til neitt leikhús án áhorfenda. Leikhús er tveir hlutir, annars vegar það sem fram fer á sviðinu og hins vegar áhorfendur. Leikhús segir ekkert ef það getur ekki sagt það nein- um.“ - Hver er hlutfallsleg þátttaka íslendinga í áhugaleikhúsi miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir? „Það er óhætt að fullyrða að áhugi er mjög almennur hér það er helst að Finnar séu álíka hvað áhuga snertir. ísland og Finnland eru sér á báti með almennan áhuga á þessu starfi. Hér eru sett- ar upp um fimmtíu leiksýningar á hverju leikári. Þaö er ekki frá- leitt að hugsa sér að 2500 til 3000 manns vinni að sýningu í áhuga- leikhúsi á hverju ári eða um 1% þjóðarinnar og að sýningargestir séu 35-40 þúsund.“ - Hefur ungt fólk í dag áhuga á að taka þátt í starfinu? „Ég er alveg viss um að áhugi ungs fólks á þessu starfi er vax- andi. í vetur var stofnað áhuga- leikfélag í Reykjavík, eingöngu af ungu fólki. Þetta unga fólk kallar leikfélagið sitt, „Veit mamma hvað ég vil?“, og það er einmitt hin brennandi spurning unglinganna í dag. Veit fullorðna fólkið hvað við viljum, hvað við erum og hvað okkur langar til að gera? Þetta unga fólk er með hugann fullan af því að skapa sér sjálfstæða tilveru og ákveðinn sess. Ár æskunnar hefur örugglega gefið unglingum í dag aukið sjálf- stæði. Umræðuefni ráðstefnu Bandalagsins sem haldin var í vor var einmitt: „Hvernig getum við lagað leikfélögin á íslandi að áhugasviði unga fólksins?" Þar lærðum við hin eldri mörg sann- indi.“ - Að lokum Einar er ekki geysimikið starf að vera formað- ur Bandalags íslenskra leikfélaga og varaformaður NAR? „Jú það verður að segjast eins og er að þetta er mikið starf. Mikil fundahöld eru þessu sam- fara og töluvert miklar bréfa- skriftir. Við í Bandalagi íslenskra leikfélaga þurfum að gera kjara- samninga t.d. við leikstjóra og leikmyndateiknara, semja við rit- höfunda og þýðendur um höf- undarrétt að verkum. Alltaf þarf töluvert mikið að sækja á fjárveitingavaldið, og seta í stjórn menningarsjóðs fé- lagsheimila og leiklistarráði fylgir t.d. því að vera formaður Banda- lags íslenskra leikfélaga. Fundir hjá NAR eru 3-4 sinn- um á ári og að langmestu leyti er- lendis. Svo þetta er mikið starf sem ég þarf að inna af hendi í mínum frítíma. Maður lætur þetta koma gffur- lega mikið niður á sinni fjöl- skyldu, maður krefst mikils oft á tíðum, til að hafa möguleika á að sinna þessu, sjálfsagt of mikils. Ferðalög og annað kemur einnig inn á vinnutíma, en ég hef verið svo lánsamur að hafa gott fólk í bankanum skilningsríkt og velviljað. Alltaf tilbúið til aðstoð- ar þegar þörf er á.“ IM Einar sem Herbert Aðalsteinn Líndal, bankastjóri, í „Ég vil auðga mitt Iand“, sem Leikfélag Húsavíkur færði upp 1975. Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri: A sióðum manna oglaxa Útgefandi: Skjaldborg. Laxamýri í S.-Þingeyjarsýslu er fræg af landsnytjum, mönnum og löxum. Höfundur er einn af merkum systkinahópi frá þessum bæ er virðist áskapað að uppfæða frægðarmenn hverja fram af öðrum. Hallgrímur rekur hér nöfn og háttu ábúenda Laxamýrar aftur í tímann. Hann rekur sögu feðra sinna og ættmæðra í héraði og móður sinnar, Elínar Vigfúsdótt- ur frá Gullberastöðum í Lunda- reykjadal. Faðir Hallgríms, Jón á Laxamýri, bjó um tíma á sjálf- um Bessastöðum á Álftanesi og flutti þaðan á enn fegurra höf- uðból sem hann var síðan við kenndur. Hér segir svo frá bú- skaparháttu, slysaferli ýmiss kon- ar og dulrænum atburðum. Veiði og veiðitækni í Laxá er stór þáttur, einkum kistuveiðin, en það var spauglaust að koma þeim fyrir með þátíma tækni. Það er mikill ljómi yfir æskudögum þessa höfundar á hinu forna frægðarsetri. En þess gætir að vonum að við þekkjum til margs þess sem hér er bókfest; svo mikið hefur verið um staðinn ritað og búendur m.a. af nánum ættmennum höfundar og ná- grönnum staðarins. En hér má segja að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin. Höfundur þessi er hagur vel á óbundið mál en miklu síður á bundið. Segja má að afburða góðar ljósmyndir gefi bókinni aukið gildi, má þar sjá margan stórlaxinn í tvenns konar merk- ingu, o.fl. o.fl. Áhugamenn um veiðiskap, þjóðlegan fróðleik og ættir fá nokkuð við sitt hæfi. Mér þykir dulfræðin alltaf áhugaverð og hér er enn sagt frá hinum fræga „Hlöðustrák“ er engum kálfi eirði áratugum, jafnvel öld- um saman. Hann drap þá vel- flesta eða ærði ef björguðust fyrir sérstakar ráðstafanir. Hvaða „vírus“ var svo lífseigur? Eða nær heift þeirra sem rangsleitnin neyðir til sjálfsvígs út yfir gröf og dauða? Sverrir Pálsson skráði: Birtan að handan Saga Guðrúnar Sigurðardóttur frá Torfufelli. Útgefandi: Skuggsjá. Það er ánægjulegt að fá í hendur bók sem þessa þar sem vörmum hagleikshöndum er farið um val- inn efnivið. Ævisaga Guðrúnar er sögð af henni sjálfri og bók- færð af Sverri Pálssyni skóla- stjóra. Hann gjörþekkti þessa einstöku konu og veit því vel að allt sem hún segir frá er lifað. Hún myndi aldrei hafa vikið frá því er hún hafði fyrir satt. En engum skal láð þó að hann spyrji: Hvernig má þetta vera? Sá sem aldrei hefur séð hulu lyftast frá heimi dularaflanna, aldrei trúað á annað aflsvið en vöðva sinna, í raun og veru, verður ekki ásak- aður þó hann rengi og hristi höfuð. Menn hljóta að undrast, svo víðfeðmar voru dulargáfurn- ar er féllu þessari konu í skaut. Heyrn hennar og sjón námu bylgjusvið er liggja oftast víðs fjarri skilningarvitum venjulegra manna. Hún heyrði og sá í gegn- um efnismúrinn og segir lesend- um frá hvað þar ber fyrir augu og eyru. Hún var kjörin til að flytja meðbræðrum sínum og systruin huggun og sálarstyrk og lækningu meina. Aðeins hreinum einum er falinn slíkur trúnaður. En honum fylgir mikil ábyrgð. Það má vera erfitt að sjá úr fjarlægð fyrir hvað hendir manns nánustu, vera kvödd að dánar- beði þeirra til að létta þeim skilnaðinn við þennan heim. En þeir sem trúa virðast þola allt. Persóna sem getur sagt af heilum hug eins og Guðrún: „Trú mín á annað líf og vissan um það er svo sterk, að engum getur tekist að leiða mig frá henni eitt einasta andartak.“ - Slíkri er flest fært. Guðrún Sigurðardóttir var fædd og uppalin í einum friðsæl- asta unaðsreit á íslandi, Eyja- fjarðardal, sunnan Leyningshóla. Hún var skyggn frá fæðingu, sá framliðna menn og dýr, einnig álfa og huldufólk og hún ræddi við þessar verur allar, jafnvel blómin hvísluðu að henni leyndarmálum sínum. (Einn at- hygliverðasti kaflinn er um sam- töl við afskorin blóm.) Guðrún var svo heppin að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu heima; og þetta lífslán hennar hélst allt til enda, því hún eignaðist mann og börn er einnig skildu hana. Hún komst og í samband við marga sér skylda að eðli. Stefán Eiríksson var henni mikill vinur og kom bókum hennar á framfæri og studdu þar fleiri að. Bækurnar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur og það Skálholtsfólk vöktu mikinn úlfaþyt og deilur á sínum tíma. Guðrún tók því öllu með mikilli ró, vissi sitt og það nægði henni. Bók þessi segir jöfnum hönd- um frá lífi Guðrúnar í þessari veröld okkar og hinni er hún átti lykil að. Þeir sem eru áhugasamir um dulræn efni munu þakka Sverri fyrir að færa svo merkilega sögu í skartklæði íslensk máls. Bók þessi er góð eign. Hún veitir syrgjendum huggun, eflir trú og eykur okkur þrek að þrauka dimma daga. Formáli Sverris og nokkrar fjölskyldu- myndir auka gildi bókarinnar. Bragi Sigurjónsson skráði: Skapti í Slippnum Uppvaxtar- og athafnaár Skapta Áskelssonar skipasmiðs. Útgefandi: Skjaldborg. Kristján frá Djúpalæk skrifar hurðarás um öxl. Er ég hafði les- ið bókina sýndist mér þessi ótti ekki óeðlilegur, efnið er svo viða- mikið. En óttinn reyndist ástæðu- laus. Bragi axlaði ásinn létt. Raunar má dást að þeim báðum, sögumanni og skrásetj- ara, fyrir hve vel þetta tókst, svo mikil eru vandamálin, einkum eftir að kemur að árum Skapta í Slippnum og þegar hann var hrakinn þaðan í miðju starfi. Vandamál er m.a. hvaða vild- armanna og hjálparhellna á að geta (og hversu rækilega), hvaða andstæðinga á að nefna og með hve beittum penna á að tjá sig um þá. Margir myndu búast við nokkuð brýndum rómi Skapta um þá er komu honum á kné. En þeir samstarfsmennirnir við bók- ina völdu besta kostinn: Hóg- værð í orði og á borði. Þetta gerir enda alla frásögnina trúverðugri. Og banabiti Skapta leynir sér ekki fyrir því, þ.e. „kerfið“, sein- læti þess, vantrú og vanþekking skrifstofuþræla á íslenskt manntak, annars vegar, og svo fjármála- og metnaðarleg afbrýði samkeppnisaðila. Án efa var Skapti ýtinn við öfl- un fjár til athafna. En hvernig er hægt að búast við að slíkur ákafa- maður við framkvæmdir sé ekki einnig harðsækinn á fé til þeirra? Maður sem kom hér upp aðstöðu til stórskipasmíða, var brautryðj- andi í smíði stálskipa í landinu og annaðist alls konar mannvirkja- gerð, allt af sinni jötunkynjuðu bjartsýni og athafnaþörf, hlaut að fara með gusti þar sem logn var fyrir. Duglegur við eitt, dug- legur við allt. Og hann var ekki að krefjast fjár fyrir sjálfan sig heldur í þágu lands og þjóðar og ekki síst bæjarfélagsins okkar. Slippstöðin á Akureyri er enginn föðurleysingi. í fyrri hluta bókar er gerð grein fyrir frændgarði Skapta, flutning- um milli staða, útgerð, smíðum og námi. Alltaf var ofurhuginn sigursæll, og kyrrt var þá yfirleitt kringum hann. Kominn nokkuð á fimmtugsaldur hefst athafna- tími hans fyrir alvöru: Uppbygg- ing Slippsins, sigrar, frumkvæði og brautryðjandastarf. En hann gleymir aldrei að gefa samstarfs- mönnum sínum dýrðina með sér. En svo kom íslenska óeðlið til skjalanna: Enginn má standa öðrurn framar. Það verður að lækka risið á kauða. Vaxandi óreiða ríkisfjármála og óséðar ytri uppákomur tóku að þrengja að ofurhuganum. Þá var stutt í að öxin yrði látin falla. Allnokkur sársauki er undir- alda þessarar frásagnar en ekkert öldurót. Ég dáist að kyrrlátri stígandi söguþráðar, og mér sýn- ist að svo sterk rök séu tilfærð um að utanaðkomandi öfl hafi brugðið fæti fyrir kappann Skapta, að ég dirfist að álykta að hér hafi bakari verið hengdur fyrir smið. Formáli Braga fyrir bókinni er mjög snjall. Myndir eru margar og góðar. Það er myndarbragur á þessu verki og öllum aðilum til sóma. Nafnaskrá fylgir, eru þar þeir skráðir sem nefndir eru í bókinni og einhver mannsbragur er að. Að lokum Skapti sæll: Þegar ég heyrði að Bragi Sigur- jónsson hefði tekið að sér að skrifa ævisögu Skapta Áskelsson- ar eftir frásögn hans sjálfs, þótti mér sem skáldið hefði nú reist sér Hægt er að falla en halda þó velli, hjartalag barnsins má rækta til elli. Enginn þig husjóna-eldinum rændi né ættgengum dyggðum. - Til hamingju, frændi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.