Dagur - 28.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 28.11.1985, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 28. nóvember 1985 28. nóvember 1985 - DAGUR - 9 i í Texti: Helga Björk Eiríksdóttir og Helga Kristjánsdóttir Myndir: Gísli Tryggvason. tonleikum a Jakob Jóhannsson, Tómas F. Guðmundsson, Jón Gústafsson, Sigurður Kristinsson, Hermann Ingólfsson, Trausti Ingólfsson og Viðar Sveinbjömsson. Tvö í axjón. „Sirkusdútl" var meö mjög frum- lega tónleika í Mööruvallakjallara M.A. „Sirkusdútl" samanstendur af hljómsveitinni Kukl og súrreal- ismahópnum Medúsa. Prógramm þeirra hófst kl. 9.30 og stóö yfir í um tvo tíma. Óhætt er að segja að þetta hafi verið al- gjör „sirkus". Áheyrendahópur- inn náði að vísu ekki hundraði, en var þó fjölbreyttur. Á tónleikunum fengu áheyr- endur afhentan bækling, þar sem eftirfarandi skilgreining á súrreal- isma kom meðal annars fram: „Innan á handlegg mínum ber ég váboða, blátt „M“ sem ógnar mér. Við erum þátttakendur í sameiginlegu ævintýri sem heitir Súrrealismi og hófst með grunin- um um að ekki væri allt með felldu. Við berjumst fyrir frelsi mannsins til að lifa og deyja á sama hátt og hann dreymir. Það ætti að vera fullljóst að núverandi þjóðskipulag fullnægi þessari kröfu engan veginn." o.s.frv... Við tókum sirkushópinn tali eft- ir að tónleikunum lauk. - Hverjir skipa „Sirkusdútl" og hvernig skiptið þið hlutverkunum á milli ykkar? Guðlaugur Óttarsson: Gítar- Sþil, ummyndanir í sífellu o.fl. Þór Eldon: Véfréttir, málæði og vísdómsorð o.fl. Sigtryggur Baldursson: Særir óþægilega anda úr viðstöddum með því að klappa þeim á belg- inn o.s.frv. Einar Melax: Tottar vindla, kremur hljóma úr andrúmsloftinu og sönglar af öllu afli o.s.frv. Jóhamar: Slítur sundur skot- heldar setningar, lyftist frá jörðu o.s.frv. Birgir Mogensen: Slær á þunga strengi og gróðursetur með eld- ingarhraða o.fl. Björk Guðmundsdóttir: Blæs í varaliti, vekur upp raddir o.s.frv. Sjón: Bullar, borðar fólk, fer í sendiferðir o.fl. - Eruð þið ánægð með undir- tektirnar sem þið fenguð hér í kvöld? „Ja, það voru færri en við bjuggumst við, - en létu eins og fleiri. Okkur fannst ofsalega gam- an á þessum tónleikum." - Eruð þið á tónleikaferð um landið? „Við erum á þriggja daga sirk- usferð - um hnöttinn!" (Egils- staðir-lsafjörður-Akureyri) - Stefnið þið að einhverju sérstöku? „Kukl gefur út plötu á að- fangadag, - hún verður „30 cm stór“, á henni verða átta lög. Einn okkar er líka að gefa út Ijóð og annar á bók sem er á leið- inni. - Svo stefnum við að því að fá friðarverðlaun Nóbels." - Er hægt að lifa á þessu hljómsveitarbraski? Starfið þið ekki eitthvað annað að auki? - Á að halda fleiri? „Já, það ætlum við að gera.“ - Hvenær var þessi hljóm- sveit stofnuð? „í september 1982.“ - Á hvað stefnið þið? „Við ætlum að reyna að byrja á plötu, helst strax eftir áramót. Og svo náttúrlega fylgja vel á eft- ir henni með góðu myndbandi." - Eigið þið dygga aðdáendur? „Ja, vonandi. - Við eigum hver annan.“ Við þökkum Art fyrir skemmti- legt spjall og vonandi tekst þeim að gefa út plötu eftir áramót. Sjón. Tommi. Sjón flytur verk við undirleik. „Það má segja að viö lifum öll einungis á þessu." - Hvort finnst ykkur betra aö spila á böllum eða tónleikum? „Við spilum ekki á böllum bara tónleikum, en það hefur gengið ágætlega. Við höfum spilað á böllum erlendis, það er mjög gaman, fólkið er allt mikið akt- ívara." - Hafið þið farið langt út fyrir landsteinana með tónlist ykkar? „Við ferðuðumst um Evrópu og héldum fjörutíu tónleika þar sem við spiluðum í allt fyrir um 100.000 manns. Undirtektir voru góðar." - Er nokkuð sem þið viljið bæta við að lokum? „Ja.. það eru fallegar stúlkur á Akureyri." Þessir tónleikar voru afmælis- tónleikar Bjarkar, en hún varð hálf fertug þennan dag. Við óskum Björk til hamingju með daginn, þökkum fyrir spjallið og höldum heim í háttinn. Algjör sirkus. Hljómsveitina skipa þeir Viðar Sveinbjörnsson, á syntheseizer, Tómas Guðmundsson söngvari, Hermann Ingólfsson á synthe- seizer. Jakob Jóhannsson á gítar og syntheseizer, Sigurður Kristins- son á syntheseizer og trommu- heila og þeim til aðstoðar á tón- leikunum var Trausti Ingólfsson sem spilaði á trommur. [ hléinu gripum við þá glóð- volga og dembdum yfir þá nokkr- um sígildum spurningum. - Hvernig eru tónleikarnir? „Við erum mjög ánægðir með tónleikana hingað til og við erum mjög hamingjusamir." Síðasta fimmtudagskvöld, þann 21. seþt., átti unga fólkið á Akur- eyri og nágrenni kost á að fara á tvenna tónleika í bænum. Ann- ars vegar á tónleika með Art frá Akureyri og hins vegar með Sirk- usdútl frá Reykjavík. Við mættum að sjálfsögðu á hvoru tveggja tónleikana. [ leikhúsinu spilaði Art fyrir nær fullu húsi við góðar undirtektir. Þeir spila vandaða, fremur létta tónlist og sviðsframkoma þeirra var til fyrirmyndar. Sviðsuþþsetn- ing var sniðug og þeir voru allir mjög flott klæddir. Sviðsframkoma til fyrirmyndar. 9999 ■ ■ ■ ■ ALLT spyr I þetta sinn svarar Anna Birna Sæmundsottir af- greiðslustulka i Kjörbuð KEA við Byggðaveg spurningum um þjofnaði a vinnustað sínum. - Er miklu stolið her i buð- inni? ,.Eg hef ekki tekið mikið eftir þvi." - En er það einhver akveð- Arna Birna Sæmundsdottir. inn aldurshopur sem stundar það helst? ..Maður tekur mest eftir skólakrökkum - samt held ég að þeir séu ekki endilega versti aldurshópurinn“ - Hvað gerið þið ef þið standið einhvern að verki? „Við biðjum hann vinsamleg- ast að skila vörunni. Við sekt- um folk ekki ne köllum a lög- regluna." - Nu er talað um rýrnun (a verslunarmali). Er hun nokk- uð of mikil i þessari verslun? „Nei, það hefur ekki verið." - Hverju er helst stolið? „Ymsu, - það er miklu stolið af is." - Skiptir staðsetning vör- unnar einhverju máli? „Nei, en stærðin skiptir miklu mali, - mest er stolið af sma- vöru." Við þökkum Birnu fyrir og vonum að einhver láti sér segjast i þessum efnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.