Dagur - 28.11.1985, Blaðsíða 15

Dagur - 28.11.1985, Blaðsíða 15
28. nóvember 1985 - DAGUR - 15 Einar Eggertsson - Nokkur kveðjuorð - Sumarið 1954 er eitt lengsta sum- ar sem komið hefur á Norður- landi um langan tíma. Sláttur hófst um 10. júní og ég minnist mikillar heyhirðingar á þjóðhá- tíðardaginn. Þó er fyrsta minning mín um þetta sumar ekki tengd sól og sumaryl þótt hún sé upp- hafið að þessu langa sumri sem þó varð undarlega fljótt að líða. Hún er frá súldarlegum degi síð- ast í maí. Faðir minn stóð upp frá morgunkaffinu og ég barnið spurði hvað hann ætlaði að fara að gera. Ég ætla að fara upp að fjóshlöðu, sagði hann. Mér fannst það ekki alveg fullnægjandi svar og spurði, til hvers. Til þess að rífa hana, sagði hann og and- litið á mér þandist af undrun og spurningu. Þótt torfhúsin sem ég sex ára hafði þekkt og átt minn undraheim í skúmaskotum væru ekki neitt merkileg, hafði ég aldrei heyrt um að byggingar væru rifnar. Ég varð víst fljótur út og fylgdist með því af miklum áhuga hvernig hlaðan hvarf, stór jarðýta sléttaði burt öll ummerki um hana og skildi eftir sig flöt og stóra moldarhauga. Það kom líka timburstafli og daginn eftir mætti Einar Eggerts með smíðakistuna sína. Það er í mínum huga hið eigin- lega upphaf sumarsins og timbur- staflinn tók fljótlega á sig nýjar og ótrúlegar myndir. Það voru þó ekki fyrstu kynni mín af Ein- ari. Hann hafði smíðað eitthvað áður fyrir foreldra mína og ég var ekki hár í loftinu þegar ég man fyrst eftir honum. Hann kom, trúlega til að gera eitthvert viðvik og hann dró upp úr kistu sínní heimasmíðaðan svan úr tré og fékk mér. Þvílíkt leikfang hafði barnið aldrei augum litið. Á hjól- um og þegar það var dregið eftir gólfinu blakaði svanurinn vængj- unum og hneigði höfuðið. Ég hef aldrei efast um að Einar smíðaði svaninn sjálfur. Svona leikföng voru ekki algeng fyrir rúmum 30 árum og hann bar mjög vott um eiginleika og aðalsmerki Einars, gott hugvit og listilegt hand- bragð. Ég dvaldi oft í fjósgrunninum, sem síðar varð tóft og loks hús með þaki, gluggum og hurðum og hreinlegri steinsteypulykt sem minnti lítið á fjósdauninn í gamla moldarkofanum. Það voru mörg handtök á leiðinni frá timbur- stafla við moldarhaug til full- smíðaðs fjóss en þó aldrei fleiri en svo að ekki ynnist tími til að rabba við sex ára drenginn og rétta honum hjálparhönd við að byggja hans eigin hús úr afskurð- arkubbum, smásteinum og mold. Ég held að ég hafi ekki þekkt annan smið sem tók að sér svona alveg óbeðinn hlutverk barna- píunnar á meðan hann handlék smíðatólin. Trúlega hefur hann stundum fylgst með barninu svona í laumi á meðan hamars- hausinn hitti eins og sjálfkrafa á naglann. Þótt starfað væri að fram- kvæmdum sem verða að halda sínu striki frá degi til dags var Einari svo ríkulega í blóð borið að gefa gaum að hinum smærri atriðum, að hann lét þau hvergi framhjá sér fara og kunni þá list að flétta saman verk sitt og þær aðstæður sem upp kunnu að koma. Mörgum árum síðar, var Einar enn að byggja fyrir for- eldra mína, í þetta skipti hlöðu og steypubílar og vélkranar voru komnir til sögunnar. Steypubíll- inn var mættur en það vantaði einhvern hlut til þess að unnt væri að hella steypunni niður í mótin. Einar skrapp norðan úr Arnarneshreppi til Akureyrar á „Grána gamla“, sótti það sem vantaði og var mættur þegar steypubíllinn var búinn að snúa sér við og bakka undir kranann. Ekki veit ég hvort hann ók alveg á löglegum hraða. Það skipti heldur ekki máli. Það varð að bregðast við aðstæðunum og greiða úr. Það þoldi enga bið. Seinni árin kenndi Einar sér heilsubrests nokkurs sem gerði það að verkum að hann varð að hægja dálítið á ferðinni. Tak- marka þann vilja og dugnað sem hann nánast þjáðist af og hlífa sér ögn. Ég hygg að það hafi stund- um reynst honum erfitt. Hann þurfti helst að vera þotinn af stað þegar honum fannst hann hafa verk að vinna. í fjósgrunninum forðum átti ég tvær spýtur sem Einar hafði sag- að fyrir mig. Önnur var dálítið lengri og sú styttri var lögð ofan á. Ég átti síðan að negla þær saman. Ég fékk að stinga hend- inni eins oft ofan í naglapakkann og ég þurfti og ég kepptist við að negla, snéri spýtunni við og hnykkti og negldi meira. Ég held það hafi ekki verið orðin nein leið að ná spýtunum sundur jafnvel þótt kúbein væri við hendina. Eins var um tengsl Ein- ars við fjölskylduna á Ásláks- stöðum. Ég hygg að ekkert kú- bein hefði náð að ganga þar á milli. Reykjavík, 20. nóv. 1985. Þórður Ingimarsson. „Silfuitunglið“ skín hjá L.A. - Frumsýnt 24. janúar Það er stutt milli stríða hjá leikurum og öðru starfsfólki Leikfélags Akureyrar, því strax að lokinni frumsýningu á „Jólaævintýri“ eftir Dick- ens var hafist handa við æfíngar á „Silfurtunglinu,“ eftir Halldór Laxness. Allir leikarar úr „Jóla- ævintýrinu" koma fram í „Silf- urtunglinu. Haukur J. Gunnars- son er leikstjóri sýningarinnar, auk þess að vera hönnuður bún- inga. Örn Ingi gerir leikmynd og Ingvar Björnsson er ljósa- meistari. Auk þeirra og leikar- anna koma fjölmargir við sögu, því mikið verk er að koma upp einni leiksýningu eins og flestir vita. Myndin er tekin eftir fyrsta samlestur á „Silfurtunglinu." í aftari röð eru Guðbjörg Krist- insdóttir, Þórey Aðalsteinsdótt- ir, Örn Ingi, Pétur Eggerz, Ingvar Björnsson. í fremri röð eru Marinó Þorsteinsson og Haukur J. Gunnarsson. Fyrir aftan hann er Árni Tryggvason, þar næst Erla B. Skúladóttir, Sunna Borg, Barði Guðmunds- son, Vilborg Halldórsdótt- ir,Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson, (með hanska). gej- „Það vantaði bara snjóinn" „Þetta tókst stórkostlega vel, ég er viss um að slík vélsleða- sýning verður árlegur við- burður hjá okkur framvegis. Eini gallinn var sá, að það vantaði snjóinn. Ef hann hefði verið til staðar hefði verið meira fjör í viðskiptun- um. Menn hefðu veifað veskjunum ef þeir hefðu get- að prófað gripina. Þrátt fyrir það seldist talsvert af notuð- um sleðum og ég held að öll umboðin hafí selt eitthvað.“ Þetta sagði Vilhelm Ágústs- son hjá Höldi, þegar forvitnast var um gengi vélsleðasýningar- innar um síðustu helgi. Það var bílasala Hölds hf., sem sá um i sýninguna. „Upphaflega ætluðum við | eingöngu að hafa vélsleðamark- í að, þar sem nýlegir en notaðir sleðar yrðu boðnir falir og síðan gætu eigendur þeirra braskað sín á milli eins og hestamenn gera gjarnan á hestamannamót- um. Síðan bað eitt vélsleðaum- boðið um að fá pláss og loka- niðurstaðan varð sú, að öll vél- sleðaumboðin voru þarna með sinn bás. Útkoman varð stærsta vélsleðasýning, sem hefur verið haldin á íslandi,“ sagði Vilhelm. Hann var að lokum spurður um aðsóknina? „Það var stanslaus straumur fólks til okkar alla helgina og! við erum mjög ánægðir með Það er sko töggur í honum þess- um, skal ég segja þér. hvernig til tókst. Það komu þarna fleiri þúsund manns og umboðsmenn vélsleða að sunn- an vildu ólmir koma á hlið- stæðri sýningu syðra. En það er þeirra mál að sjá um það. Og fólk kom langt að til að sjá sýn- inguna; frá Siglufirði, Ólafs- firði, Mývatnssveit og Húsavík, svo einhverjir staðir séu nefndir. Ég frétti jafnvel af mönnum, sem komu á sýning- una langt að báða dagana. Auk vélsleðanna sýndum við ýmiss konar útilegubúnað, fatn- að og annað í þeim dúr. Og svo fengu allir hressingu, kaffi og kökur frá Brauðgerð KEA, þannig að ég held að allir hafi farið ánægðir frá okkur,“ sagði Vilhelm í lok samtalsins. - GS Nú vantar mig ekkert annað en snjóinn og ef til vill örfáar krónur til að kaupa þennan villikött. Hver skyldi nú eiga þennan rennilega sleða?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.