Dagur - 28.11.1985, Side 7

Dagur - 28.11.1985, Side 7
28. rióvember 1985 - DÁCílíR - 7' Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri. Hjörtur E. Þórarinsson stjórnarfor- Karl Gunnlaugsson kaupfélags- maður KEA. stjóri. hverjir verði hreinlega gerðir upp og bú þeirra tekin til gjaldþrota- skipta. Tvö einbýlishús upp í reikning Það eru ekki bara einstakir við- skiptamenn félagsins sem skulda því mikið heldur eru líka starfs- menn í þeim hópi. Karl kaupfé- lagsstjóri og Máni Laxdal gjald- keri skulda þannig samanlagt um 8 milljónir króna. Þessar skuldir eru fyrst og fremst þannig til komnar að þeir hafa báðir verið að reisa sér hús á Svalbarðseyri og hafa tekið efni og annað vegna byggingar húsanna út úr kaup- félaginu. Karl mun ekki einu sinni hafa haft fyrir því að taka húsnæðismálastjórnarlán vegna byggingar síns húss. Líklega mun kaupfélagið hirða bæði húsin upp í skuldir og er talið að þau séu á mörkum þess að duga fyrir skuldunum. Einn starfsmaður til viðbótar hefur einnig fengið mikið lánað hjá kaupfélaginu vegna bygging- ar síns húss en talið er að hann geti haldið því og greitt skuldina með því að leita eftir eðlilegri fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum. Kjöt og franskar gerö upptæk Helstu lánardrottnar Kaupfélags Svalbarðseyrar eru Samvinnu- bankinn, Sambandið, KEA, Ol- íufélagið hf, Áburðarverksmiðja ríkisins og ríkissjóður. Sambandið lagði hald á kjöt- birgðir Kaupfélags Svalbarðseyr- ar eftir sláturtíðina í haust. Meg- inhluti skulda félagsins við SÍS er vegna afurðalána frá síðasta ári og átti Sambandið veð í kjötinu til tryggingar á endurgreiðslum afurðalánanna. Nú þarf kaupfé- lagið nánast að staðgreiða allt kjöt sem það tekur úr eigin frysti- geymslu til kjötvinnslunnar. Samvinnubankinn hefur lagt hald • á söluverðmæti franskra kartaflna sem Grænmetisverslun landbúnaðarins dreifir fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar. Nú í vikunni var hráefni kartöfluverk- smiðjunnar á Svalbarðseyri á þrotum og var ákveðið að kaupa kartöflur af sunnlenskum bændum. Grænmetisverslunin hugðist tryggja sunnlenskum bændum greiðslur fyrir hráefnið og ætlaði að ná þeim inn með því að halda eftir samsvarandi upphæð af verði frönsku kart- aflnanna. Samvinnubankinn kom í veg fyrir þessar ráðagerðir og gæti því farið svo að vinnsla stöðvaðist í kartöfluverksmiðj- unni. Stjórn Kaupfélags Sval- barðseyrar þykir þessar aðferðir bankans helst til harkalegar og hyggst kanna hvort þær séu lög- legar. Aðrir lánardrottnar hafa ekki gripið til sérstakra aðgerða til að innheimta sitt fé og bíða líklega átekta á meðan í ljós kemur hver árangur verður af viðræðum kaupfélaganna tveggja við Eyja- fjörð. Fá bændur afurðir sínar greiddar? Margir bændur eru uggandi um að þeir fái ekki fullt verð fyrir innlegg sitt í Kaupfélag Sval- barðseyrar. Það hefur m.a. kom- ið fram í því að í haust varð þó nokkur samdráttur í sauðfjár- slátrun á Svalbarðseyri frá því sem verið hefur síðustu ár. Mun minna hefur verið lagt inn af kartöflum í haust en reikna hefði mátt með að öllu eðlilegu. Þar kann að ráða nokkru sú stað- reynd að kaupfélagið taldi sér ekki fært að greiða fullt verð fyrir uppskeru ársins 1984 og margir bændur vilja heldur bíða og sjá hverju fram vindur áður en þeir leggja kartöflurnar inn. Einn þeirra bænda sem ótrauð- ir hafa lagt sínar kartöflur inn í Kaupfélag Svalbarðseyar er Guð- mundur Þórisson í Hléskógum, formaður Félags kartöflubænda og stjórnarmaður í kaupfélaginu. í samtali við Dag benti hann á þá staðreynd að það hefur aldrei komið fyrir að bændur fengju ekki fullt verð fyrir sínar afurðir þó kaupfélag færi á hausinn. Viðræður að hefjast Bæði KEA og Kaupfélag Sval- barðseyrar hafa skipað þriggja manna viðræðunefndir sem er ætlað að sjá um samningaviðræð- ur vegna hugsanlegrar samein- ingar. í nefnd KEA sitja Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Hjörtur E. Þórarinsson stjórnar- formaður og Jóhannes Sigvalda- son varaformaður stjórnar. Hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar hafa verið valdir í viðræðunefnd þeir Karl Gunnlaugsson kaupfélags- stjóri, Tryggvi Stefánsson stjórn- arformaður og Guðmundur Þór- isson í Hléskógum. Til stóð að fyrsti viðræðufundur nefndanna yrði haldinn í þessari viku. Ef stjórnir félaganna ná sam- komulagi um sameiningu félag- anna þarf að bera þá samþykkt undir fulltrúafundi í báðum fé- lögum og þurfa tveir þriðju hlut- ar fulltrúa að fallast á samein- ingu. Þá þarf að halda fundi í öll- um deildum beggja félaga og kjósa fulltrúa á nýjan fulltrúa- fund þar sem aftur þarf samþykki tveggja þriðju hluta fulltrúa til að sameiningin geti orðið að lögum. Kjötvinnsla Kaupfélags Svalbarðseyrar hefur getið sér gott orð og þaðan er framleiðsla flutt víða um land. Mvndir: - KGA. <i.r ..... —— iii ........ ............................. n ii Basar - Basar - Basar Styrktarfélagar vangefinna heldur muna- og kökubasar í Húsi aldraðra, laugardaginn 30. nóv. kl. 14.00. Nefndin. Iðjufélagar Myndasýning úr sumarferð Iðju 1985 verður sunnud. 1. desember í Alþýðuhúsinu 4. hæð og hefst stund- víslega kl. 20.30. Félagar og gestir velkomnir. Kaffiveitingar. Ferðanefnd. Iðntölvukynning - Námskeið Kúlulegusalan hf. -Tölvusalan hf. standa fyrir kynn- ingu og námskeiði á iðntölvum dagana 28., 29. og 30. nóv. n.k. í samkomusalnum Áin, Skipagötu 13. Fimmtud. 28. nóv. frá kl. 13-18. Kynning. Föstud. 29. nóv. Námskeið á Tl 100 iðntölvum. Laugard. 30. nóv. frá kl. 9-12 og 13-17. Kynning. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast og sjá það nýjasta á þessu sviði. Námskeiðsþátttaka tilkynnist Árna Friðrikssyni Raf- tákni hf. sími 96-24766 eða til Tölvusölunnar hf. sími 91-84779 Kúlulegusalan hf. - Tölvusalan hf. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Blönduós: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Kópavogur: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562. "TF" Ingvar Helgason hf. ARLI IMISSAIVI Vetrarskoðun sem framkvæmd skal á þjónustuverkstæðum Nissan og Subarn í nóvember og desember. 1. Rafgeymasambönd athuguð. 2. Viftureim athuguð. 3. Rafgeymir og hleðsla mæld. 4. Vél þjöppumæld. 5. Skipt um platínur. 6. Skipt um kerti. 7. Skipt um bensíndælu. 8. Vél stillt (kveikja, blöndungur, ventlar). 9. Frostþol vélar mælt. 10. Kúpling yfirfarin. 11. Ljósabúnaður yfirfarinn. 12. Loftsía athuguð. 13. Bremsuvökvi athugaður. 14. Hemlar reyndir. 15. Rúðuþurrkur athugaðar. 16. Frostvari á mðusprautur. Verð: Kr. 2.900.- Innifalið í verði: Kerti, platínur, bensínsía, frostvari á rúðuspraut- ur, rúðuskafa, frostvari í læsingar. Bifreiðav. Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 a • S. 22520

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.