Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 3
3. desember 1985 - DAGUR - 3
Kaupfélagsstjórafundur:
F
Veltuaukning SIS 34%
fyrstu 9 mánuöi ársins
- miðað við sama tíma 1984
Árlegur kaupfélagsstjórafund-
ur var haldinn i Reykjavík 22.
og 23. nóvember. Fundinn
sóttu nær allir kaupfélagsstjór-
ar landsins, og einnig stjórn
Sambandsins, framkvæmda-
stjórn, framkvæmdastjórar
samstarfsfyrirtækja og nokkrir
starfsmenn sambandsins.
Erlendur Einarsson forstjóri
flutti að vanda yfirgripsmikið er-
indi um rekstur Sambandsins
fyrstu níu mánuði þessa árs.
Hann vék þar einnig að fram-
vindu efnahagsmála landsmanna
í ár og rifjaði upp að um sama
leyti í fyrra hefði verið gert ráð
fyrir nokkrum bata í efnahagslíf-
inu, sem þó væri ekki enn farinn
að koma fram í rekstri fyrirtækja.
Vextir væru enn þung byrði, og
ljóst væri að samvinnuhreyfingin
hefði ekki bætt stöðu sína, heldur
væru það líklega • einna helst
fjármagnseigendur í landinu sem
hefðu hagnast á efnahagsbatanum.
Hann skýrði einnig frá því að
heildarvelta Sambandsins fyrstu
níu mánuði ársins hefði orðið
8.539 milljónir króna, sem væri
heldur yfir áætlun og aukning um
34% frá sama tímabili á síðasta
ári. Mest aukning er í Sjávar-
afurðadeild, um 50%. Af heild-
arveltu er útflutningur 4.741 millj-
ón og hefur aukist um 38%. í
lokin vék Erlendur að horfum í
efnahagsmálum sem hann taldi
dökkar. Verðbólga væri hækk-
andi og atvinnureksturinn stæði
ekki undir núverandi vaxtabyrði,
svo að nauðsyn bæri til að auka
tekjur og draga úr kostnaði í
rekstrinum.
Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra ávarpaði
fundinn. Hann ræddi einkum
efnahagsmál í ávarpi sínu og
rifjaði upp að á undanförnum
árum hefðu menn sótt fram af
mikilli bjartsýni, sem hefði leitt
af sér að atvinnuvegunum hefði
blætt og vöruskiptajöfnuður orð-
ið óhagstæður í mórg ár. Við
þessum vanda hefði verið brugð-
ist vorið 1983, og taldi ráðherra
hætt við að menn hefðu fyllst of
mikilli bjartsýni og talið að meiri
árangri væri náð en raun bæri
vitni. Nú væri mjög mikil hætta á
að verðbólgan væri að fara úr
böndunum, en hún væri nú 30-
34% og margt benti til þess að
við værum að festast í þessum
verðbólguhraða. Ráðherra sagði
að ekki þýddi að gefa fólki vonir
um aukinn kaupmátt á næsta ári,
og líka yrði að reka ríkissjóð
hallalausan og draga mjög úr öll-
um óarðbærum fjárfestingum
hins opinbera. Þá sagði hann
ljóst að nú væri uppi í þjóðfélag-
inu mikil stefna um það að sam-
keppni ætti að ríkja, og þetta
skapaði samvinnuhreyfingunni
erfiðleika því að hún væri öflug-
ust þar scm byggðin er dreifðust.
Þó væri greiniiegt að víða mætti
reka smáeiningar saman í stærri
einingum en nú væri gert.
Á fundinum var ákveðið að
leggja Markaðsráð samvinnufé-
laganna niður í núverandi mynd
og stofna í staðinn Verslunar-
nefnd. Það var Hreiðar Karlsson
formaður Markaðsráðs sem flutti
skýrslu þess á fundinum, og kom
m.a. fram í máli hans að ráðið
hefði á síðasta ári mótað tillögur
um endurskipulagningu á því
starfi sem unnið er á þess vegum.
Aðalsteinn Vestmann listmálari sýnir um þessar mundir verk sín í Útvegs-
bankanum á Akureyri. Þar sýnir Aðalsteinn 11 myndverk sín og er um að
ræða olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin er opin á opnunartíma
bankans. —. ,, , .
Mynd: - KGA.
JJ
Unga Akureyri
íí
- Upplýsingarit æskulýðsráðs
um tómstunda- og félagsstörf
Æskulýðsráð Akureyrar hefur
gefið út upplýsingarit um fé-
lagsstarf ungs fólks á Akur-
eyri. Ritið sem ber heitið
„Unga Akureyri“ er borið í
hvert hús í bænum.
Ritinu sem kemur nú út í nýj-
um búningi er ætlað að minna á
málefni ungs fólks á einn eða
annan hátt og er það von æsku-
lýðsráðs að það komi sér vel fyrir
börn og unglinga sem þurfa á
upplýsingum að halda vegna
áhugamála, svo og fyrir foreldra
til þess að afla sér upplýsinga um
möguleika barna þeirra á tóm-
stundastarfi í bænum.
í ritinu er kynning á öllum fé-
lögum í bænum sem hafa á
dagskrá sinni starf fyrir börn og
unglinga, og má nefna í því
sambandi íþróttafélögin, kristileg
félög, félagsmiðstöðvarnar og
fleira og fleira.
UE'PLýSfNGAFUT UM FÉLAGSSTAnF
UNGS rOLKS Á AKUREY«I
W
AFSLffmm
AFLAMBAKJÚTI
Enn er 20% afsláttur af heildsöluverði lambakjöts, þó fer að síga á seinni hluta afsláttartímabilsins.
Allflestir landsbyggðarkaupmenn virðast hafa látið afsláttinn ganga til neytenda
samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar í nokkrum verslunum fyrir og eftir verðlækkun.
Hér sjáið þið dæmið svart á hvítu ásamt útreikningum okkar (miðdálkur) á því hvað verðið á nýju
dilkakjöti ætti að vera í viðkomandi verslunum miðað við verðið fyrir verðlækkunina:
Akureyri, Svalbaröseyri Læri m beim fyrir lærkun Læri m beim 20°o Læri m beini • utsolu- verö Hryggur fynr lækkun Hryggur 20% Hryggur utsolu- verð Supu- kjot fyrir lækkun Supu- kjot 20% Supu- k|Ot utsolu- verö Koti- lettur fyrir lækkun Koti- lettur 20% Koti- lettur utsolu- verö
Hagkaup. Noröurgótu 62 279 290 232 232 216 172 172 327 261 261
KEA. Brekkugotu 1 361 289 272 295 236 236 232 185 171 254
KEA. Byggöavegi 98 340 272 295 236 236 221 177 171 317 254 254
KEA. Hafnarstræti 20 340 272 272 295 236 236 214 171 171 317 254 254
KEA. Hrisalundi 5 272 295 236 236 214 171 317 254
KEA. Hoföahlið 1 340 272 272 355 284 236 221 177 171 317 254 254
KEA. Ránargotu 10 340 272 272 295 236 236 214 171 171 317 254 254
KEA. Sunnuhliö 14 340 272 272 295 236 236 221 177 171 317 254 254
Kaupfelag Svalbaröseyrar 349 279 266 290 232 228 216 172 169 327 261
Matvörumarkaðurmn Kaupangi 317 254 271 257 206 234 203 162 170 272 218 252
Verls. Brynja. Aöalstræti 3 .215 172 172 284 227 227
Meðalverð 341 273 272 296 237 235 217 174 171 311 249 199
Lægstaverð 317 254 266 257 206 228 203 162 169 272 218 174
Hæsta verð 361 289 279 355 284 236 232 . 185 172 327 261 209
Mismunurá lægsta og hæsta verði % 13.9 13.9 4.9 37 8 37.8 3.5 14.1 14 1 1.8 20.1 20.1 16.1
GRÍPIÐ LAMBAKJÖTIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST
A 20% LÆGRA VERÐI.
FRAMKVÆMDANEFND BÚVÖRUSAMNINGA