Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 12
Smiðjan minnir á leikhústílboðið
Sæsniglasúpa.
Lambahnetusteikur með kryddjurtasósu.
Kaffi og konfekt.
Verð kr. 600,-
Smiðjan opnuð kl. 18.00.
Misdyrt
að hringja
- Dýrara að hringja tii Akureyrar frá
Hrafnagiii en frá Reykjum í Fnjóskadai
Ibúar í Hrafnagilshreppi eru
óánægðir með það að þeir
þurfa að greiða hærra gjaid
fyrir símtöl til Akureyrar en
t.d. íbúar í Fnjóskadal eða
Öxnadal.
Að sögn Gísla Eyland hjá
Pósti og síma er ástæðan fyrir
þessum mismun sú að íbúar
Hrafnagilshrepps þurfa að fara
með sín símtöl í gegn um sím-
stöðina á Hrafnagili á meðan íbú-
ar í Fnjóskadal, hluta Önguls-
SVÁi
Far-
gjöld
hækka
Fargjöld með strætisvögnum
Akureyrar hækka um u.þ.b.
9% um næstu áramót ef bæjar-
stjórn staðfestir tillögur stræt-
isvagnastjórnar þar um á fundi
sínum í dag.
Að sögn Stefáns Baldurssonar,
framkvæmdastjóra Strætisvagna
Akureyrar, eru ástæður þessarar
hækkunar fyrst og fremst þær
að kostnaður við rekstur strætis-
vagnanna hefur aukist með
hækkun verðlags og launa svo
eitthvað sé nefnt.
Sem dæmi um fyrirhugaðar
hækkanir má nefna að einstök
fargjöld fullorðinna hækka úr 22
kr. í 25 kr., fargjöld barna hækka
úr 7 kr. í 8 kr., 20 ferða kort full-
orðinna hækka úr 360 kr. í 400
kr., 20 ferðakort barna hækka úr
90 kr. í 100 kr. og 20 ferða kort
aldraðra hækka úr 180 kr. í 200
kr. -yk.
staðahrepps, Svalbarðsströnd,
Glæsibæjarhreppi, Arnarnes-
hreppi, Hörgárdal og Öxnadal
eru tengdir beint inn á símstöð-
ina á Akureyri. Peir sem hringja í
númer innan sömu símstöðvar
borga Iægsta gjald en um leið og
símtalið fer í gegn um aðra sím-
stöð hækkar gjaldið til muna.
Þannig er t.d. dýrara að hringja
til Akureyrar frá Hvammi í
Hrafnagilshreppi sem er 5 kíló-
metra frá símstöðinni á Akureyri
en frá Reykjum í Fnjóskadal.
Þegar símstöðin var sett upp á
Hrafnagili var ekki unnt, fjar-
lægðarinnar vegna, að tengja
sveitirnar sunnan Akureyrar
beint inn á stöðina á Akureyri en
með nýrri tækni er nú hægt að
tengja t.d. allan Fnjóskadal inn
á stöðina á Akureyri.
Það þyrfti því að breyta öllu
gjaldtökukerfi símans ef koma
ætti á jafnri stöðu allra símnot-
enda á þessu svæði. Þess má að
lokum geta að fyrir Alþingi hefur
verið lagt frumvarp þess efnis að
landið allt verði gert að einu
gjaldsvæði í áföngum. -yk.
, víT.J,
iimunSCttMb
Skyldi vera bræla? Eða bara frí?
Mynd: KGA
Atvinnuleysisbætur í S.-Þingeyjarsýslu:
260 einstaklingar
fá 1800 þús. krónur
er
„Þetta
vinnuleysi
miðað við
ovenju mikið at-
í nóvembermánuði
undanfarin ár og
Jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla:
Engin fjárveiting
Samkvæmt vegaáætlun er eng-
in fjárveiting til framkvæmda
á næsta ári við göng í gegnum
Ólafsfjarðarmúla.
í sumar var grafið og sprengt
frá væntanlegum munnastæðum,
sitt hvorum megin fjallsins og
voru það að sögn Helga Hall-
grímssonar hjá Vegagerð ríkisins
lokaaðgerðir á vettvangi áður en
gerð ganganna sjálfra hefst. Lítils
háttar fjárveiting er á árinu 1987
til hönnunarvinnu en ekki verður
byrjað á göngunum fyrr en árið
1988. Það ár eru áætlaðar 50
milljónir króna til verksins.
Vegaáætlun verður endurskoð-
uð eftir ár og þá kunna að verða
einhverjar breytingar á fyrirhug-
uðum hraða verksins en ljóst er
að ekkert gerist á næsta ári. -yk.
Tíminn útrunninn? Eða rétt að
Mynd: KGA
horfurnar fyrir desember eru
ennþá dekkri,“ sagði Snær
Karlsson hjá Verkalýðsfélagi
Húsavíkur í samtali við Dag í
gær.
Þar verða í dag greiddar at-
vinnuleysisbætur fyrir nóvember.
Alls verða greiddar um 1800 þús-
und krónur til 260 einstaklinga
vegna 2755 atvinnuleysisdaga í
nóvembermánuði. Þar af eru á
Húsavík 227 skráðir atvinnulaus-
ir, samtals í 2220 daga. Að sögn
Snæs Karlssonar er atvinnulaust
fólk þar í bæ að langmestu leyti
starfsfólk Fiskiðjusamlagsins sem
sagt var upp er togarinn Kol-
beinsey fór frá staðnum.
í hreppunum var ástandið
þannig að í Reykjahreppi var
einn atvinnulaus í 21 dag, tveir í
Fnjóskadal í 63 daga, 6 á Tjör-
nesi í 60 daga, tveir í Reykjadal í
27 daga, 7 í Aðaldal í 26 daga og
14 í Skútustaðahreppi í samtals
208 daga. - IM
Ný framleiðsla:
Vélsmiðjan Atli
framleiðir toghlera
Vélsmiðjan Atli á Akureyri
hefur í samvinnu við Haföldu
hf í undirbúningi framleiðslu
og sölu norska toghlera sem
Hafalda hefur fengið einka-
leyfi á. Starfsmenn Atla hafa
unnið að þvi undanfarið að
þróa og styrkja hlerana þannig
að þeir henti stórum togskip-
um.
Hierarnir reyndust of veikir til
veiða á stórum togskipum eins og
þeir komu frá framleiðendum í
Noregi. Eftir að starfsmenn Atla
höfðu endurbætt teikningar og
smíði hleranna voru þeir prófaðir
á Svalbak EA og reyndust nokk-
uð vel þó að þeir hafi ekki verið
með öllu gallalausir. í næstu
veiðiferð Svalbaks kemur vænt-
anlega í ljós hvort tekist hefur að
komast fyrir alla þá galla sem á
hlerunum hafa fundist. Ef svo vel
tekst til verður væntanlega farið
að undirbúa framleiðslu og sölu
á fyrstu toghlerum sem fram-
leiddir hafa verið á Akureyri eftir
að farið var að hafa þá úr stáli.
-yk.
Saurbæjarhreppur:
Sýktfé
á einum bæ
I haust voru tekin heilasýni úr
öllu fullorðnu fé sem slátrað
var frá 15 bæjum í Saurbæjar-
hreppi til þess að kanna hvort
riðuveiki leyndist á einhverj-
um þessara bæja.
Tvær kindur frá einum bæ,
Villingadal, reyndust vera sýktar
en þar kom fram riðuveiki í fé
fyrir þremur árum, að sögn Ólafs
Vagnssonar ráðunautar. Mörg
ár höfðu þá liðið án þess að
vart yrði við riðu á þessu svæði en
allt í einu kom hún fram á þrem-
ur bæjum. -yk.