Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 7
3. desember 1985 - DAGUR - 7 Myndir og texti: - mþþ ir I strætó. Jól á Oxford Strcet. Borðað með prjónum. A kínversku veitingahúsi, Reuter. ssa blöðin uppi á hótelherbergi. Það er Anna Björk Sigurðardóttir sem sökkvir sér ofan les. hvaða fréttir fara hvert. Sumar fréttir eru ekki sendar til þriðja heimsins, þær sem ekki þykja eiga þangað erindi. Það er á valdi ritstjóranna að velja hvaða fréttir við fáum og hverjar ekki. Yfir- maðurinn neitaði því ekki að- spurður að þetta væri heims- valdastefna í fréttaflutningi. Og að Reuter hefði þarna góða að- stöðu til að móta heimsmynd manna. Eftir að hafa skoðað fréttastof- una var haldið út á Fleet Street og þar dreifðist hópurinn. Menn fóru að skoða London í smáhóp- um, kíkja í búðir og svoleiðis nokkuð. Við herbergisfélagi minn vorum svo heppnar að sjá Beðið eftir lestinni. Á heimleið. sjálfa drottninguna. Til hennar var að koma í heimsókn einhver Arabahöfðingi og í tilefni af því var lúðrablástur og sýning á hest- um drottningar. Voða gaman. Miðvikudagurinn 13. nóvem- ber og IBA (Independent Broad- casting Authority) á dagskránni. Aðstoðarmaður í rannsóknar- deild IBA er J. M. Wober, okkur að góðu kunnur, hafandi lesið eftir hann ýmsar greinar um sjón- varpsgláp og áhrif þess. Wober talaði stanslaust í tvo og hálfan tíma, ákaflega skipulagður mað- ur og fumlaus. IBA er eftirlitsaðili með út- sendingum frjálsu sjónvarps- og útvarpsstöðvanna í Bretlandi og er fjármagnað með því að leigja út senda til þessara aðila. Rann- sóknardeildin hefur aðallega ein- beitt sér að sjónvarpsrannsókn- um. í Bretlandi eru fjórar sjón- varpsstöðvar, BBCl, BBC2, ITV og Channel 4. Ekki eru leyfðar auglýsingar á rásum BBC, en stöðvarnar fjármagnaðar með því að selja leyfi. Um 21 milljón litasjónvarpstækja er í eigu Breta og kaupa þeir leyfi fyrir upphæð sem er samtals 950 milljón pund á ári. ITV og Channel 4 eru fjár- magnaðar með auglýsingum, en IBA setur um þær ákveðnar reglur. Auglýsingar mega t.d. ekki vera lengur en í 7-9 mínútur á hverri klukkustund. Stöðugt er unnið að því að kanna sjónvarpsnotkun Breta og var Wober með glænýja rann- sókn sem hann sagði okkur frá. Sjónvarpsrannsóknir eru mis- munandi þær geta beinst að áhrif- um þess á einstaklinginn, að fjöldanum og hegöun hans, þaö er hægt að kanna vinsældir ein- stakra jrátta og svo mætti lengi telja. Aöur en sagt er bless viö Wober er gaman að segja frá því að langvinsælasta sjónvarpsefni í Bretlandi eru þau hjónin Karl og Díana. Enginn þáttur, ekki einu sinni East Enders sem er vinsæl- asti sjónvarpsþátturinn í Bret- landi um þessar mundir, kemst með tærnar þar sem þau Kalli og Lady Di hafa hælana. Á fimmtudaginn þann 14. átt- um við að hitta William Deeds ritstjóra Daily Telegraph. Gam- all refur í bransanum, sagði ein- hver. Deeds er ábyrgur fyrir rit- stjórnarstefnu blaðsins, sér um leiðaraskrif jafnframt því sem hann skrifar pólitískar greinar. William Deeds er fyrrverandi þingmaður íhaldsflokksins og er málkunnUgur þeim er í innstu valdahringum bresku stjórnar- innar standa. í*að kemur málinu kannski ekki beint við en Deeds spilar golf með Dennis Thatcher, eiginmanni Margrétar. í Ijósi þessa þarf engum að koma á óvart að blaðið er aðal- málsvari bresku stjórnarinnar og heldur uppi vörnum fyrir stefnu hennar. Ekki svo slæmt þar sem blaðið er gefið út í um einni millj- ón og þrjú hundruð þúsunda upplagi dag hvern. Blaðamenn á Daily Telegraph eru um tvö hundruð og í snöggri ferð um ritstjórnina sýndist tækjakostur og aðbúnaður heldur fornfálegur. (A.m.k. ef miðað er við ónefnt blað langt norður í Ballarhafi!) Öll helstu blöð sem gefin eru út í Bretlandi hafa aðsetur við hina frægu götu Fleet Street. „Mad street,“ sagði William Deeds og tróð sígarettunni sinni í langt munnstykki. í klukkutíma talaði Deeds um blöð og blaða- mennsku, ^n ég týndi möppunni minni niðri í anddyri þessa stór- blaðs þannig að ég skrifaði ekk- ert niður eftir honum. Kominn út á „Mad street“ lagði þrettán manna hópurinn af stað upp í Soho, hvar snæða skyldi kínverskan mat. Það rigndi lítillega þetta fimmtudags- kvöld í London. Kínverskir þjónar voru á nál- um í kringum okkur Islendinga- hópinn, enda gild ástæða til. Þetta var rétt áður en stóra stundin í lífi þjóðarinnar íslensku rann upp. Nefnilega rétt áður en Hólmfríður Karlsdóttir var kosin „Ungfrú Heimur". Spennan var þarna í hámarki og hafði einn Kínverjanna veðjað 55 pundum á Hófí okkar. Sagðist myndi græða 300 pund ynni hún. „Ef hún vinnur býð ég ykkur öllum í mat á rnorgun." sagði hann glað- beittur. Réttirnir á kínverska veitingahúsinu voru sjö, auk súpu. Við vorum því í ágætu ástandi er við gengum heim á hótel í rigningunni. I herbergi 496 hittumst við öll og fylgdumst með beinni útsend- ingu frá Royal Albert Hall og hvöttum okkar konu óspart. Það var ekki svo árangurslaust því á daginn kom að hún þótti falleg- ust. í tilefni af því voru opnaðar þrjár kampavínsflöskur og menn gerðust glaðir. Plássins vegna lýkur hér frá þessari ferð að segja. Við áttum enn eftir þrjá Ijúfa daga í London og notuðum þá til að komast í jólastemmningu. Á Oxford Street voru jólasveinar á kreiki og búið að koma upp viðeigandi skreytingum. Þetta var um miðj- an nóvember. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.