Dagur - 13.12.1985, Síða 3

Dagur - 13.12.1985, Síða 3
13. desember 1985 - DAGUR - 3 r-myn dlis t___________ Nú er hlé - Um sýningu Guðrúnar Svövu í Lundi Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir um þessar mundir 23 mál- verk í Gamla Lundi, sjö olíu- málverk og sextán vatnslita- myndir. Guðrún Svava nam á sínum tíma við Myndlistaskólann í Reykjavík og seinna við Stroga- nov-akademíuna í Moskva. Sýningin í Gamla Lundi er sjö- unda einkasýning Guðrúnar. Auk frjálsrar myndsköpunar hefur Guðrún lagt stund á myndskreytingar og leikmynda- gerð. Pað er augljóst þeim sem skoðar sýningu Guðrúnar Svövu í Gamla Lundi, að þar fer listamaður sem kann til verka. Fyrirmyndir þeirra verka sem prýða veggi Gamla Lunds eru allar sóttar til eyjarinnar Krítar, en þar dvaldi Guðrún Svava um skeið á síðastiiðnu sumri. Það skyldi því engan undra þótt mikið sé af sólskini í myndum Guðrúnar. Mér sýnast þær vera í ætt við frásögn, fremur en skapandi skáldverk; nokkurs konar myndskreytingar við ferðalag. Áður hef ég séð málverk frá hendi Guðrúnar Svövu, mál- verk sem voru túlkun á þáttum í lífi hennar, full af tjáningu og tilfinningum. Pá persónulegu tjáningu finnst mér vanta í þess- ar myndir. Pað er að sjálfsögðu tilætlun- Guðrún Svava. Ragnar Lár skrifar arsemi af minni hálfu að búast við öðrum myndum frá hendi Guörúnar en þeim sem hún sýn- ir okkur að þessu sinni. En ég get ekki neitað því að sýning hennar olli mér nokkrum von- brigðum. Ég átti von á því að sjá þann persónulega skáldskap og þá tilfinningaríku tjáningu sem ég hafði áður kynnst, en þess í stað sá ég áferðarfallegar staðarlýsingar frá fjarlægri eyju. Árið 1982 kom út Ijóðabókin „Pegar þú ert ekki“ eftir Guð- rúnu Svövu. Bók þessi vakti mikla athygli fyrir óvenju kjark- mikla hreinskilni í tjáningu eig- in tilfinninga, en Guðrún hafði þá beðið skipbrot í einkalífinu. Peir eru áreiðanlega ekki marg- ir sem hafa á slíkan hátt opin- berað tilfinningar sínar og boð- ið öðrum þátttöku í þeim. Máski er það þess vegna sem ég ætlast til átakameiri hluta frá hendi Guðrúnar en sanngjarnt mætti telja. Pví vil ég líta svo á að nú sé hlé á útrás tilfinninga. Storminn hefur lægt og ríkir nú sól og blíða. Samt bíð ég eftir verkum þeirrar Guðrúnar Svövu sem öðrum betur kann að túlka til- finningar í eigin verkum. Sýningu Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur lýkur sunnudag- inn 15. desember. WWQÐ/AÍV Umf. Arroðinn Félagsfundur Umf. Árroðans verður haldinn í Freyvangi sunnudaginn 15. des. kl. 20.30. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Vorum að fá hvíta leðursportskó með frönskum lás. Stærðir 34-45. Verð kr. 870 - 895,- ★ Jólagjöf eiginmannsins fæst hjá okkur og ef hún er ekki til jtá er lausnin GJAFAKORT Opið á morgun laugardag kl. 10-18. Akureyringar - Norðlendingar Höfum opnað raftækjaverslun að Brekkugötu 7, Akureyri. Fjölbreytt úrval af rafmagnsvörum til heimilisnota. Auglýsing frá Kotinu Mikið úrval af vörum til jólahalds og jólagjafa. Hinar vinsælu PODY 5I10F gjafavörur fyrir stelpur, stráka, konur og karla. Ilmvötn Ilmolíur Ilmkerti Ilmkúlur Ilmsápur Ilmpúðar THE 'PObY' '5H0F. Snyrtivörur Reykelsi Ilmpokar Eingöngu unnar úr náttúrlegum hráefnum. Þekktar víða um heim vegna ágætis síns til snyrtinga og lækninga Leðurvesti. Leðurmottur Leðurtuðrur Leðurveski Freyðibað. Á laugardag: Aldrei meira úrval af okkar marg eftirspurðu bastvörum og gardínum. Nýstárlegar gjafaumbúðir, niðursuðudósir í jólabúningi. Nú breytið þið til og gefið jólagjöfina í niðursuðudós. Komið í Kotið ocy crerið góð kaup. Hátíðarklæði á ótrúlegu verði. Hafnarstræti 88, sími 23450. Yfír 30 ára þjórusta við Norðlendinga. ^ Verið velkomin. 1^1 Ingvi R. Jóhannsson, löggiltur rafverktaki, Brekkugötu 7, sími 26383 og Óseyri 6, sími 24223. Afar vandaðir skautar , JÖLAGIAFIRNAR I SPORTHÚSINU —! HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 Það kemst tilskilaíDegi Áskriit og auglýsingar S (96) 24222^^

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.