Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. desember 1985 Pað er ekki erfitt að taka helgarviðtal við karlar eða konur sem hafa mikið látið að sér kveða á einu eða öðru sviði. Að þessu sinni er í viðtali Helgi Bjarnason á Húsavík. Helgi er einn af þeim mönnum sem starfað hefur mikið, bœði að félagsmálum og í pólitík í sínum heimabœ, Húsavík. Hann er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, formaður laxveiðifélagsins Flúða og þá er Helgi einnig í nefnáum og ráðum tengdum verkalýðsmálum, jafnframt því að starfa sem verkstjóri í fullri vinnu hjá sláturhúsi KP á Húsa- vík. Foreldarar Helga eru Kristjana Helgadóttir er lést 1976 og Bjarni Ás- mundsson fyrrum saltfiskverkandi sem býr á Húsavík. Helgi er elstur 7 brœðra. Fjölskyldan bjó á Presthólum í Núpasveit í N.-Pingeyjarsýslu fyrsta æviár Helga, enflutti þá til Húsavíkur og hefur búið þar síðan. Helgi er giftur Jóhönnu Aðalsteinsdóttir frá Vað- brekku í Jökuldal og eiga þau 5 börn. Helgi hefur flest ár ævi sinnar verið sjómaður og iengstum í eigin útgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Einnig hefur hann verið mikill sportveiðimaður og prófað flestar þær veiðar sem hugsast getur í gegnum tíðina. En það er rétt að gefa Helga orðið og spyrja hann fyrst um sjómannsferilinn. „Ég byrjaði 14 ára gamall á sjó og stundaði sjómennsku stanslaust fram til ársins 1972. Ég var með eigin útgerð ásamt föður mínum og bræðrum frá 1949 og til ársins 1971. Okkar út- gerð hófst er við keyptum 17 tonna bát sem hét Svanur. Hann varalltaf kallaður Svarti-Svanur, fyrir það að skrokkurinn á honum var svartur. Hinir bátarnir sem við áttum voru þrír og hétu allir Helgi Flóventsson og voru frá 50-180 tonn- um að stærð. Fyrsti báturinn var 50 tonn og átt- um við hann frá því við seldum Svaninn 1955 og til ársins 1960. Helgi númer tvö var 105 tonn að stærð og eignuðumst við hann árið 1960, sá bát- ur sökk við Langanes 4. águst 1961, fullur af síld. Öllum skipverjum tókst að bjarga. Eftir það var keyptur einn bátur enn sem fékk sama nafn, hann var 180 tonn og gerðum við út á honum fram til ársins 1972, er hann var seldur og öll okkar útgerð lögð niður. Upp frá því gerðist ég verkstjóri hjá sláturhúsi KP, þar sem ég starfa enn.“ Glimrandi skálarœða í Danmörku - Kanntu frá einhverju skemmtilegu að segja í sambandi við ykkar bátakaup? „Einn báturinn með Helga nafninu var smíð- aður í Danmörku, en hinir tveir í Noregi. Fað var í Danmörku þegar við vorum að sækja Helga númer eitt og afhendingin fór fram með pompi og pragt, veisluhöld og svoleiðis, að for- stjóri skipasmíðastöðvarinnar hélt ræðu á dönsku. f>að var ágætis ræða og ég skildi það helsta sem hann sagði. Pá segja strákarnir við ntig; jæja nú verður þú líka að halda ræðu. Ég reyndi að mótmæla því og sagðist ekki geta það. Þeir þjörmuðu að mér þar til ég stóð upp og fór að halda ræðu á dönsku. Þetta var alveg glimrandi ræða og mikið klappað fyrir henni þegar ég var búinn. Ég fór svo að spyrja strák- ana hvort þetta hafi ekki verið góð ræða hjá mér. Jú þeir sögðu að þetta hefði verið helvíti góð ræða, en þeir skildu ekki eitt einasta orð af henni. Pað sem verra var, Danirnir ekki heldur. En ræðan var góð og þjónaði alveg sín- um tilgangi. Pessar skálaræður eru sennilega ekki oft upp á marga fiska.“ - Nú ert þú með ólæknandi laxveiðidellu, hvenær byrjaðir þú að stunda það sport? „Ætli það hafi ekki verið í kringum 1965 sem ég byrjaði í laxveiði og varð alveg veikur strax. í dag er ég formaður laxveiðifélasins Flúða á Húsavík og hef verið það í 12 ár. Enn þann dag í dag eru þeir með okkur strákunum við veiðar, þeir sem stofnuðu Flúðir, einn orðin 85 ára og tveir 84 ára. Sami veiðifélaginn frá 6-7 ára aldri Ég hef aðallega verið við veiðar í Laxá í Aðal- dal og alltaf með sama veiðfélaganum, Birgi Lúðvíkssyni. Við erum á sama aldri og saman höfum við átt alveg dásamlegar stundir við Laxá. Við byrjuðum að veiða saman þegar við vorum strákpollar, lontur í Búðaránni, og ætli megi ekki segja að við séum búnir að veiða saman frá því við vorum 6-7 ára gamlir. Við þekkjum orðið hvorn annan svo vel að það ligg- ur við að við vitum hvað hvor er að hugsa við veiðarnar. Það hafa oft verið góðir tímar við ána en einnig komið slæm tímabil, eins og núna í sumar. Við vorum svo óheppnir með veður í sumar Húsvíkingarnir, að það var með ein- dæmum. T.d. núna í júlí síðastliðnum áttum við Birgir að veiða við Hólmavaðsstífluna, en veðrið var svo snarbrjálað að við reyndum ekki einu sinni að veiða þann dag. Þegar svo er kom- ið þá er veðrið orðið slæmt. Þetta gerist nú sem betur fer sjaldan.“ - Hversu stóran lax hefur þú veitt á þessum árum? „Við höfum nú aldrei fengið neina heljar- laxa, en stærsti laxinn sem ég hef fengið var 28 pund, veiddur í Stórafossi í Laxá. Það var á maðk og gekk mjög vel, ætli ég hafi ekki verið um 20 mín. að ná honum. Aftur á móti hef ég fengið marga flugulaxa sem eru um og yfir 20 pund og þá reynir á hæfileika veiðimannsins, ég tala nú ekki um þegar slímburðurinn er mikill í ánni og möguleikar fisksins miklu meiri. En það gefur manni miklu meira að veiða á flugu, eftir að maður hefur náð tökum á því, heldur en á maðkinn. Mig minnir að ég hafi ekki veitt fyrsta flugulaxinn fyrr en 5 árum eftir að ég eignaðist fyrstu flugustöngina. Ég hef nú verið að hugsa það núna seinni árin, hvað Birgir hafði mikið jafnaðargeð gangvart mér, því það var alveg sama hvað ég barði og barði með flug- unni fyrstu 4-5 árin, án þess að fá nokkuð, alltaf stóð hann hjá án þess svo mikið að segja eitt einasta orð við mig. En í dag veiðum við báðir flesta okkar laxa á flugu. Man flesta laxa sem ég hef misst En það er eins með laxinn og okkur mennina, þeir hafa sína skapgerð og hafa verið misjafn- lega erfiðir og stundum hefur maður farið á bólakaf í viðureiginni við þá. En það er ein- kennilegt að ef maður veiðir lax á flugu og er fljótur að afgreiða hann þá gleymir maður því fljótt. Aftur á móti ef maður er lengi að berjast við lax sem sleppur svo, þá man maður það alla tíð. Þannig er það með mig, ég held ég muni flesta laxa sem ég hef misst.“ - Þú hefur stundað fleira sport í gegnum tíð- ina en bara laxveiði? „Já ég held að ég hafi prófað flestar sport- veiðar sem hugsast getur, eins og t.d. hrein- dýraveiðar, selveiðar og rjúpnaveiðar svo eitt- hvað sé nefnt. Ég hætti hreindýraveiðum fljót- lega, vegna þess að mér fannst þær ekki nógu áhugaverðar og þá aðallega vegna þeirrar að- ferðar sem beitt er við veiðarnar. Ég fór nokkr- ar ferðir á hreindýraveiðar með mági mfnum, bróður konunnar minnar, sem er hreindýraeft- irlitsmaður á Fljótsdalsheiði.-Hér áður fyrr tók ég þátt í nánast hvaða sportveiði sem var og þá gerði maður sér ekki alltaf grein fyrir því hvað þetta var stundum ómannlegt í þá daga. Svo er líka aldurinn farinn að segja til sín. Mér þótti hreindýraveiðarnar ekkert eiga skylt við sport- veiði lengur eftir að stóru rifflarnir komu til sögunnar. Þá var farið að skjóta dýrin af svo löngu færi að vonlítið var að drepa þau á mannúðlegan hátt svo ég hætti þeim veiðum alveg. Ég get sagt þér eina sögu í því sambandi sem skeði á svokölluðum Þrælahálsi á Fljóts- dalsheiði. Við vorum þar þrír saman ég, Aðal- steinn Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku og Sigurbjörn Sverrisson er þá var sjómaður á Húsavík. Við Sigurbjörn vorum með litla riffla, en Aðalsteinn var með stóran og mikinn riffiK Við sáum dýr austan megin á hálsinum svona um 60 stykki og það er þannig með hreindýr að þau eru miklu viðkvæmari fyrir lykt, heldur en að þau sjái vel. Það var eiginlega alveg logn og ég man að Aðalsteinn tók þurra mold og henti henni upp í loft til að sjá hvort nokkur vindur væri. Síðan segir hann við okkur Sigurbjörn: „Þið farið hérna að vestanverðu, en ég fer að þeim að austanverðu." Hann segir svo við okk- ur áður en við leggjum af stað, að við skulum ekki skjóta dýrið sjálft, heldur sem næst því í moldina, hann skuli sjálfur skjóta dýrið með stóra rifflinum. Við förum síðan í aðra áttina og Aðalsteinn í hina. Við förum á okkar til- tekna stað og bíðum eftir fyrsta skoti frá Aðal- steini. Svo byrjar hann að skjóta og það er þannig með hreindýrin að við fyrstu skotin hlaupa þau öll í einn hnapp, á meðan þau eru að átta sig á hvaðan hættan kemur. Þau fara svo öll í hnapp og Aðalsteinn skýtur nokkur dýr áður en þau sem eftir eru hlaupa af stað og í átt til okkar. Við skjótum í moldina fyrir framan þau eins og um var talað, en það hafði enginn áhrif á þau og þau héldu bara áfram vestur af og hurfu. Við fórum þá að skoða verksum- merki þar sem Aðalsteinn hafði skotið á dýrin og það voru 7 dýr sem lágu og öll dauð og ágæt- lega skotin. Það var gengið frá þeim til bráða- birgða og síðan héldum við í humátt á eftir hjörðinni sem hafði horfið rétt áður. Aðal- steinn hvarf, en við röltum áfram skamma stund og þá sjáum við hvar dýr liggur skammt frá og greinlega sært. Þá segi ég við Sigurbjörn að það sé best að stytta því aldur. Tarfurinn datt dauður við tærnar á mér Við gengum síðan að dýrinu og þá sá ég að það blæddi mikið úr neðri skoltinum á því. Ég legg þá riffilinn að krúnunni á dýrinu og skýt en sennilega talið mig of vissan, því við skotið rís dýrið á fætur og ætlar að leggja í mig. Þetta var stór tarfur með mikil og stór horn og hann hefði örugglega ráðist á mig, en Sigurbjörn var fljót- ur að átta sig og lagði sinn riffil að krúnunni á honum og skaut og við það steinlá tuddi, beint við tærnar á mér. Þegar við fórum að skoða dýrið á eftir kom í ljós að fyrsta skotið hafði farið í gegnum neðri skoltinn á honum og svo var hann fótbrotinn. Það er mjög mikilvægt að þeir menn sem fylgjast með þessum veiðum láti engin dýr sleppa særð úr svona átökum. Þetta varð líka síðasta hreindýraveiðiferð mín, mér þótti þessi reynsla alveg nóg fyrir mig. En ég er aftur á móti ennþá við rjúpnaveiðar. Ætli ég hafi ekki verið 5-6 ára þegar ég byrjaði að elta pabba í rjúpur en byrjaði síðan að fara einn til rjúpna svona 14 ára gamall.Ég hef mest fengið 84 yfir einn dag en þá var ég orðinn skot- færalaus rétt um hádegið, enda kannski eins gott því það var alveg nóg að koma þessum 84 til byggða. í dag förum við oftast saman til rjúpna, ég og Sigurður Hallmarsson skólastjóri (Diddi Hall), en það er nú ekki mikið. Þegar við förum svona um helgar er oft farið að nálgast hádegi, því okkur þykir báðum svo gott að sofa fram eftir, þegar við eigum frí. Stakkst á bólakaf í sjóinn Nú svo er það selveiðin. Ég man eina sögu úr einni slíkri ferð. Það var fyrir um 10 árum að við fórum á skytterí inn að sandi ég og Sigurður Sigurðsson skipstjóri á Erninum.Við vorum á átta tonna trillu sem Sigurður á. Þetta var í aprílmánuði og við ætluðum að hyggja að sel. Þegar við komum undir Skjálfandafljótsós sáum við allstóran sel sem okkur sýndist vera kampselur. Við komumst strax í færi við hann og ég skaut á hann. Hann gerði slétt við skotið (þ.e. hann var dauðskotinn). Við höfðum með- ferðis skutulstöng með skutli í. Nú keyrði Sig- urður að selnum, en ég hljóp fram á hvalbakinn á trillunni og ætlaði að reka skutulinn í se'linn þegar við kæmum að honum. Þegar ég nú hugðist reka skutulinn í selinn, hryggjaði undir bátinn, og skipti það engum togum að ég stakkst á hausinn út í sjó og á bólakaf. Fljótlega skaut mér þó upp aftur og flutum við þá þrjú þarna við bátinn, ég, selurinn og skutulstöngin. Sigurður valdi þá þann kostinn að hirða mig fyrst upp í bátinn. Ég var mikið klæddur, því Sigurður Hallmarsson og Helgi 1 - Helgi Bjamason, verí söngvarí, leikarí, sjóarí c með meiru, í Gr er kominn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.