Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 9
13. desember 1985 - DAGUR - 9 Texti: Kristján Kristjánsson Bjarnason á hreindýraveiðum. 'calýðsforingi, veiðimaður, )g knattspymuáhugamaður afarbakka Húsavík í helgarviðtal. það var mikið frost þennan dag. Sonur Sigurð- ar, Eiríkur, var einnig með okkur í förinni og fóru þeir að drasla mér upp í bátinn og var það ekki létt verk, en einhvern veginn tókst þeim þó að veita mér um borð. Nú var farið að huga að selnum og reyndist hann vera enn á floti. Var nú gripinn langur goggur sem var á trillunni og borinn í selinn og honum drauað upp í bátinn. Þetta reyndist vera tveggja ára kampselur, al- veg spikfeitur. Síðast var svo skutulstöngin hirt. Eftir það dreif ég mig niður í lúkar þar sem heitt var á kabissunni, fór úr hverri spjör og vatt, því mér var satt að segja orðið andskoti kalt.“ Skugga-Sveinn á 20 ára fresti - En snúum okkur að öðru; þú hefur verið við- riðinn starfsemi Leikfélags Húsavíkur og leikið þar bæði stór og smá hlutverk. - „Já, fyrsta hlutverkið sem ég lék var í verki sem Völsungur setti upp. Félagið setti upp leikritið Prjá skálka undir leikstjórn Ingibjarg- ar Steinsdóttur. Pað tókst mjög vel og féíagið hafði bara dágóðan pening upp úr þessu. Ann- ars er það ekki mjög mikið sem ég hef leikið. Ég hef þá aðallega verið í grófari hlutverkum. Ég lék Skugga-Svein með leikfélaginu árið 1953 og aftur 1973 og ætli ég leiki hann ekki næst 1993. í fyrsta skipti sem ég lék hann stjórnaði Júlíus Havsteen og var virkilega gaman að vinna með honum. Ég man sumar æfingarnar eins og þær hafi gerst í gær, en Júlíus lifði sig fullkomlega inní þjóðsöguna og ég held að aldrei hafi verið neinn vafi hjá honum um sann- leiksgildi hennar, þ.e. um útilegumenn o.fl. þess háttar. í seinna skiptið leikstýrði því Sig- urður Hallmarsson. Svo hef ég svona þvælst einstaka sinnum með í seinni tíð með smáhlut- verk. Sjáfsagt hefði ég snúist meira í kringum leikfélagið ef ég hefði ekki farið á allar þessar vertíðir, til Reykjavíkur, Sandgerðis og Kefla- víkur, en þær vertíðirnar urðu alls 25. - Börnin ykkar hafa getið sér gott orð í íþróttum, hefur þú fylgst með þeim á því sviði „Við Jóhanna gerðum okkur það snemma ljóst að það væri bráðnauðsynlegt að krakkarn- ir okkar tæku þátt í starfsemi Völsungs og þau gerðu það öllsömul mikið. Enda hefur það nú líka verið þannig að í Grafarbakka hafa Völs- ungar oft verið í stórum hópum og það eru ein- hverjar skemmtilegustu stundir sem til eru. Ég sjálfur var svolítið í fótbolta áður en ég fór að stunda sjómennsku fyrir alvöru. En í sambandi við krakkana okkar, þá hvöttum við þau til að starfa með Völsungi eins mikið og þau gátu. Og ég held að svona félag eins og Völsungur, sé það besta sem til er fyrir ungt fólk í svona litlu bæjarfélagi sem Húsavík er. Stofnanir og ann- að þvíumlíkt geta aldrei komið í stað Völsungs og mér finnst menn ekki gera sér grein fyrir því hvað starf þessa félags er mikilvægt. Þeir menn sem gagnrýna þessa starfsemi mest vita hvað minnst um hlutina. Strákarnir mínir, Hafþór og Helgi tóku snemma ástfóstri við knattspyrnuna og náðu þar ágætisárangri, urðu meðal annars íslandsmeistarar með Víkingi meðan þeir voru við nám í Reykiavík. Ingibjörg yngri dóttir okkar varð líka Islandsmeistari með Víkingi í blaki er hún var við nám í Reykjavík og árang- ur sinn eiga krakkarnir Völsungi að þakka frá fyrri tíð. Menn ættu að styðja vel við bakið á íþróttahreyfingunni hvar sem er á landinu. Er forfallinn knattspyrnuáhugamaður Ég get látið það fylgja með, að sjálfur er ég for- fallinn knattspyrnuáhugamaður og er mættur út á völl hvort sem það er meistaraflokkur eða einhver yngri flokkanna sem er að spila og mér finnst alveg nauðsynlegt að fylgjast með. Það er nú stundum sagt að þegar stórleikur sé á Húsa- vík éti ég öll strá sem eru í kringum völlinn. Það stafar af því að mér gengur óskaplega illa að vera kyrr á sama stað á meðan leikur fer fram og geng því í kringum völlinn á meðan og gríp svona eitt og eitt puntstrá og naga það. En ég öskra nú samt af lífsins sálarkröftum á mína menn og læt ekki mitt eftir liggja á þeim vett- vangi, kannski er það vegna taugaveiklunar" - Börnin ykkar fimm hafa öll farið í lang- skólanám, hafið þið haft einhver áhrif á það? „Auðvitað höfum við haft áhrif þar, þetta gerist ekki nema með góðri samvinnu á heimil- inu og allir hjálpist að. Ég held nefnilega að fólk geri sér ekki grein fyrir því hverslags voða- legur aðstöðumunur er á menntunarmöguleik- um landsbyggðarfólks og hinna. Það kostar mikla peninga að fara suður til Reykjavíkur til náms og foreldrar barna sem fara í burtu til náms gera ekki stóra hluti á meðan. Pað eru fá sófasett keypt og lítið teppalagt á meðan, því tekjurnar sem maður hefur eru ekki það miklar. En auðvitað verður hver og einn að gera það upp við sig hvernig hann vill eyða pen- ingunum sínum. Við Jóhanna völdum þann kostinn að hjálpa okkar börnum eins og við gátum og erum mjög hamingjusöm með það.“ Snemma í pólitík - Pólitíkin hefur verið ofarlega á baugi hjá ykkur hjónunum í gegnum árin. Hvenær fórst þú að hafa áhuga á pólitík? „Ég fékk mjög snemma tilfiningu fyrir póli- tík og varð ósjálfrátt vinstri sinnaður. Ætli það hafi ekki tengst því að ég er elstur af bræðrum mínum og þurfti að fara snemma að vinna. Og ég gerði mér þá fljótlega grein fyrir því hvað andstæðurnar voru miklar í pólitíkinni á Húsa- vík. Annars vegar voru það verkamenn og sjó- menn og hins vegar menn sem töldu sig eitt- hvað meiri en aðra og þá höfðu þeir náttúrlega aðrar pólitískar skoðanir en við. Það voru eig- inlega skarpari skil í pólitíkinni þá en í dag. En á meðan ég var í burtu gat ég lítið skipt mér af pólitík, aftur á móti hefur konan mín Jóhanna Aðalsteinsdóttir verið í bæjarstjórn fyrir Al- þýðubandalagið í 14 ár, en hætti á þeim vett- vangi í fyrra. Það hefur leitt til þess að mörg mál hafa verið rædd í eldhúsinu okkar í Grafar- bakka og húsið okkar hefur alltaf staðið opið fyrir þá sem þangað vilja koma. Okkur hefur nú ekkert verið hossað fyrir okkar pólitísku skoðannir, en við höfum ekkert þurft að gjalda fyrir það heldur. Ég hef svo sem verið kallaður ýmsum nöfnum, eins og landráðamaður og annað slíkt, vegna minna skoðana. En ég hef látið það lítil áhrif hafa á mig vegna þess að mín reynsla er sú, að þeir gala hæst sem minnst vit hafa á hlutunum. Ég hef alltaf litið á málin þannig að sé mönn- um veitt starf eða stöðuhækkun innan fyrirtæk- is séu, í allflestum tilfellum, notaðar tvær að- ferðir; menn fá annars vegar góða vinnu vegna eigin ágætis, þrátt fyrir pólitískar skoðanir, en hins vegar eingöngu vegna pólitískra skoðana. Við höfum séð það í kringum okkur að póli- tískum stöðum er úthlutað, hvernig svo sem menn eru í stakk búnir til þess að takast á við þau verkefni sem þeirra bíða. En sé mönnum falin ábyrgðarstörf þrátt fyrir sínar skoðanir, þá finnst mér menn metnir að verðleikum. Þetta er mín persónulega skoðun og reynsla í gegnum lífið. - Þú hefur löngum þótt mikill söngmaður Helgi, hvenær fórst þú að syngja fyrir alvöru? „Söngurinn hefur alltaf fylgt mér, ég fékk góða söngrödd sem krakki. Nú ég hef tekið þátt í kvartett söng, blönduðum söng, karlakór og svo verið einn að syngja. Ég byrjaði í karla- kórnum Þrym þegar ég var ungur og var þar meðan ég gat, en varð að hætta því þegar ég fór að fara í burtu vegna vinnunnar. En það var nefnilega þannig að þegar ég var fyrir sunnan á vertíðunum, þá lærði ég alveg ógrynni af söng- lögum sem ég kann enn þann dag í dag, sjó- manna- og alþýðusöngva. Og það var þannig í Sandgerði á vertíðunum, að ljósin í bröggunum hjá okkur voru slökkt klukkan 10 á kvöldin og þá var alltaf farið að syngja og sungu menn þar bæði tví-, þrí- og fjórraddað, því margir karla- kórsmenn voru á bátunum í þá daga. Eins var sungið mikið á bátunum sjálfum, sérstaklega ef menn voru leiðir. Eftir að ég kom heim hélt þetta áfram. Ég söng í kvartettum og svo einn og það er eitt lag sem hefur fylgt mér eins og grár köttur í gegn- um tíðina, en það er lagið um undrahattinn eft- ir Ása í Bæ. Það lag hefur orðið eins og bæjar- söngur Húsvíkinga þegar þeir eru að skemmta sér. Ég hef sungið þetta lag mikið fyrir fólk á árshátíðum, en er orðin óskaplega þreyttur á því í dag.“ - Ekki er hægt að ljúka viðtali við þig, án þess að ræða aðeins um verkalýðsmál, þar sem þú ert nú formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur. Pykjumst góðir ef 70-100 manns mœta á fundi „Ég fékk snemma mikin áhuga á verkalýðsmál- um og strax eftir að ég fór í land fór ég að starfa í verkalýðsfélaginu. Fór í stjórn þess og var varaformaður fyrst, en tók við formennsku 1975 og hef verið það síðan. Þetta er aðvitað fyrir mann sem er í fullu starfi, geysilega mikið aukaálag. Ég held að á síðasta ári hafi ég setið á milli 70-80 fundi á vegum Verkalýðsfélagsins, stjórnarfundi, félagsfundi og í nefndum fyrir fé- lagið og allt er þetta í aukavinnu. Sannleikur- inn er nú sá að það er ekki hægt standa í þessu af neinu viti nema að vera starfsmaður hjá við- komandi félagi, eða þá að maður hafi þeim mun betra fólk sem hægt er treysta 100% fyrir þeim hlutum sem um er að ræða. Það er nú eins hjá okkur og öðrum félögum, að fundarsókn er léleg. Þetta er 850 manna félag og við þykjumst góðir ef 70-100 manns mæta á félagsfund. En kjarninn í félaginu er mjög gott fólk og bera hreinlega þetta félag uppi. Þá er rekstur skrif- stofunnar í mjög góðum höndum og alveg til fyrirmyndar. Öll stærri mál eru borin undir fé- lagsfund en annars eru það stjórn og trúnaðar- ráð sem fara með mál félagsins," sagði Helgi að lokum. Helgi ásamt konu og börnum. Frá vinstri eru: Ingibjörg, Hafþór, Jóhanna kona Helga, Aðalsteinn, Helgi Bjarnason, Helgi og Kristjana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.