Dagur - 13.12.1985, Síða 5
Jijátrú eða hvaðZ
13. desember 1985 - DAGUR - 5
Frá lesendum
Lesendur eru farnir að taka við sér
og er það gleðilegt. Það er því
ástæða til að hvetja ykkur öll sem
ætlið að hafa samband við þáttinn en
hafið bara gleymt að póstleggja
bréfið, að vera með. Einnig er hægt
að hafa samband við mig símleiðis,
og ekki þarf að taka fram að það er
að sjálfsögðu gæfumerki að leggja
þessum þætti lið.
Utanáskrift þáttarins er: Dagur, Strandgötu 31,
pósthólf 58, Akureyri. Hjátrú - eða hvað?
Onyx
Onyx steinn ljónsins er varasamur
steinn. Á arabísku heitir hann el
Jasa sem þýðir sorg. Sá sem vill bera
onyx ætti að gæta þess að bera við
hlið hans hinn appelsínugula sard-
stein sem eyðir illum áhrifum hans.
í Kína fornaldar var steinninn álit-
inn svo ægilegur að erfitt var að fá
menn til að vinna í námum þar sem
líkur voru á að rekast á hann. Þeir sem báru onyx voru enn held-
ur ekki álitnir með öllum mjalla, enda kölluðu þeir yfir sig, að
áliti Kínverja, hræðilega drauma, efasemdir, deilur og lagaflækj-
ur.
Ekki eiga elskendur láni að fagna ef þeir bera onyx. Þó svo að
steinninn sé óskaplega fallegur, settur svörtum og hvítum
röndum, þá kælir hann allan ástarloga. Það er ef til vill vegna
hinna skörpu andstæðna sem eru ósættanlegar, valda deilum og
að lokum fullum viðskilnaði elskendanna.
Sem betur fer er steinninn ekki alslæmur. Onyxinn getur haft
heillavænleg áhrif fyrir ófrískar konur. í kirkju einni í Englandi
var til hnefastór onyx-hnullungur og var hann notaður til að lána
þeim konum sem áttu erfiða fæðingu í vændum og kom að góð-
um notum samkvæmt samtíma heimildum.
Krysolit
Sólarsteinninn er steinn vogarinnar.
Hann er gullinn að lit en sums staðar
vottar fyrir grænni slikju. Áður fyrr
var hann álitinn mjög verðmætur.
Egyptar fundu fyrstir manna stóra
krysolit-námu á „Slöngueyju“ í
Rauða hafinu. Faraóarnir urðu yfir
sig hrifnir af steininum og settu á
hann konunglega einokun. Svo varir
voru þeir um sig að öflugur hervörður var hafður á eynni og hinir
konunglegu eðalsteinaslíparar máttu aðeins stunda vinnu sína
um hábjartan dag og undir ströngn eftirliti.
Krossfararnir höfðu mikla ágirnd á steininum og rændu oft
staði þar sem hann var að finna. Þá leiðina hefur margur kryso-
litinn farið ofaní fjárhirslur evrópskra kirkna og er enn í dag hægt
að sjá nokkra úrvalssteina þannig fengna í dómkirkjunni í Köln.
Fólki á miðöldum féll hinn sindrandi gullni litur krysolitsins vel
í geð og trúði því að rétt eins og sóþn hefði hann mátt til að vinna
bug á myrkraöflum.
Hann var mjög öflugur verndargripur gegn nornaásókn, ef
hann var greyptur í gull og geymdur í hægri hendi. Einnig gat
hann losað fólk við hégómaskap og aðra vitleysu ef hann var
bundinn með asnahári um vinstri úlnlið.
Carnelian
Mánaðarsteinn meyjunnar er hinn
rauðbrúni carnelian. Það er gott
hlutskipti því að steinninn er einhver
sá elskulegasti sem um getur. Það er
sagt að hann geri eiganda sinn
ánægðan í hvívetna og það er einnig
fullyrt að „sá sem ber carnelian þurfi
ekki að óttast að neitt hrynji ofan á
hann, t.d. hús eða veggur“. í Babyl-
on og Grikklandi var því trúað að hann færði fólki heppni og
hamingju.
Carnelian steinninn er nátengdur Múhameðstrú. Spámaðurinn
sjálfur bar hring með honum og sagði fylgismönnum sínum að sá
sem bæri carnelian mundi njóta hamingju og blessunnar. Mú-
hameðstrúarmenn trúa því enn að steinninn auki á jafnaðrgeð
manna í erfiðum aðstæðunr, eins og heiftúðlegu rifrildi o.s.frv.
Vinsældir carnelian sem happasteins voru ekki aðeins bundnar
við austrið. Á nítjándu öld átti Napóleon III átthyrndan carneli-
an stein sem festur var við úr hans. Hlutur sem honum var bölv-
anlega við að skilja við sig. En þrátt fyrir þennan ágæta grip
missti hann hásætið.
Steininn gaf hann syni sínum sem gekk með hann um hálsinn
að ósk föður síns. Prinsinn hlaut því iniður svipleg endalok.
Hann var í reiðtúr í óbyggðum Suður-Afríku þar sem nokkrir
Zulu stríðsmenn sendu hann yfir í annan heim. Aðdáendur carn-
elian steina benda aftur á móti á að steinninn hafi aldrei fundist
á líkinu og prinsinn því líklegast verið án hans á skapadægri sínu.
K \ If / *** \ 1
1 fe w* 4 /' 1 V
SJ. UL' ‘I
30% útborgun
mjög hagstætt i/erð
Verslun Iðnaðardeildar býður nú mokkaflíkur á mjög hagstæðu
verði, með aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar í þrennu lagi.
Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta ganga sér úr greipum.
Tökum við greiðslukortum. Einnig staðgreiðsluafsláttur.
^ VERSLUN IÐNAÐARDEILDAR
SAMBANDSVERKSMIÐJUNUM GLERÁREYRUM OPIÐ 12-17
OPIÐ Á MORGUN LAUGARDAG FRÁ KL. 10-18.
í dag föstudag bjóðum við
tilboðsverð á nautavöðvum
Kynningu á smákökum
og jólaávaxtaköku
frá Kristjáni Jónssyni.
Kynningu á Bensdrop súkkulaði
★
A morgun laugardag
verða kynningar á
smákökum og jólaávaxtaköku
frá Kristjáni Jonssyni
og
súkkulaði frá Bensdrop.
Verið velkomin.
Um fjögurleytið verða hinir síkátu
jólasveinar á ferð.
HAGKAUP Akureyri