Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 13.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. desember 1985 mannlíf Ekki var nóg með að mikill has- ar væri á sjálfum vellinum, held- ur var ekki minni hamagangur á áhorfendapöllunum þar sem þeir sem ekki kepptu í einstök- um greinum hvöttu sína skóla- félaga til sigurs. Mikill fjöldi unglinga mætti í Höllina enda keppt í mörgum greinum. Alls voru greinarnar 10, blak, handknattleikur, skjóta önd af kletti, reiptog, bandí, skófluboðhlaup, knattspyrna, körfuknattleikur, badminton og hástökk. Keppnin stóð yfir heilan dag og þegar upp var staðið hafði Gagnfræðaskólinn nælt sér í flest stig. Stefnt er að því að gera þennan dag að árvissum viðburði og er það vel, því ekki var annað að sjá og heyra en að krakkarnir skemmtu sér hið besta. Það var mikið fjör í íþróttahöll- inni fyrir skömmu er haldinn var íþróttadagur 7., 8. og 9. bekkjar Oddeyrarskóla, Glerárskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar. , 4 Myndir og texti: Krístján Krístjánsson • Gamla aðferðin í hástökki. Tþróttahátíð grunnskólanema - > • Hart burist í blakkeppninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.