Dagur - 13.12.1985, Side 11

Dagur - 13.12.1985, Side 11
13. dssember 1985 - DAGUR - 11 >•» !>að er svarað: „Tónlistarskólinn góðan dag.“ - Er Antonia Ogonovsky á staðnum? - „Augnablik," er sagt. Það líður augnablik og rétt rúmlega það. Svo er svarað með enskum hreim. - „Halló, þetta er Antonia.“ - Sæl vertu. Er mikið að gera hjá þér? - Sem betur fer er alveg nóg. »Það er gott að hafa nóg að gera. gera. - Hvað kennir þú í Tónlistar- skólanum? - Ég kenni á píanó, tónfræði og söng. - Er það þess vegna sem þú varst fengin til að syngja Lúsíu í kirkjunni? - Ætli það ekki. Ég spilaði fyrst undir í söng hjá Atla Guð- laugssyni sem stjórnaði. Hann bað mig svo að syngja og ég sló til. Við höfun verið að æfa að undanförnu. Við syngjum svo í kvöld, annað kvöld og sunnu- dagskvöld. Þetta er dálítið mik- ið að fara beint úr kennslunni á æfingu. En þetta lagast allt um jólin. - Nú ert þú ensk. Ætlarðu heim um jólin? - Nei, ég fer ekki heim. Mig langar bæði og. Þó vil ég heldur hafa hvít jól. Mér þykir það fal- legra en rauð jól.“ - Eru þetta fyrstu jólin þín á íslandi? - Þetta eru önnur jólin. Ég var á Dalvík í fyrra. Var hjá hjónum sem tóku mig inn á heimilið. Það var gaman. - Pú hefur þá þurft að halda jól upp á íslenskan máta. - Já, ég gerði það. Það voru mikil viðbrigði. Ég er vön ensk- um og kaþólskum jólum. Þau eru öðruvísi en ykkar jól. - Að hvaða leyti? - Aðaldagurinn hjá okkur er 25. desember. Þá er borðaður kalkún. Það er ekki hægt annað en borða kalkún, hann er jóla- steikin okkar. Annars er kannski ekki mikið öðruvísi en hjá ykkur hér. Fjölskyldan safn- ast saman og hefur það eins gott og mögulegt er. Allir reyna að slappa af. „Ég vil helst hafa hvít jól“ - Antinia Ogonovsky, tónlistarkennari, söngvari og Lucia á línunni - Heldurðu að þú saknir ekki ensku jólanna og kalkúnsins? - Aldeilis ekki, því nokkrir Englendingar og Skotar sem búa hér í bænum ætla að halda ensk jól á jóladag. Þá verðum við að sjálfsögðu með kalkún, Christmaspudding (jólabúðing), allt upp á enska vísu. Það verð- ur örugglega gaman. - Er rétt að þið Bretar notið 24. desember til að drekka ykk- ur fulla? Hláturgusa skvettist út úr tól- inu: Þaðgeturvel verið. Auðvit- að eru margir sem gera það. Sumir hafa það fyrir venju. Ékki ég. Ég fer í kirkju kl. hálf tólf það kvöld, til kaþólskrar messu. Það eru sungnir jólasálmar frá kl. hálf tólf til tólf, þá byrjar messan og hátíðin hjá okkur. En ég fer sko ekki á fyllerí. - Pú talar um að það verði að hafa kalkún í jólamatinn í Bret- landi. Hvað borðaðir þú á þín- um fyrstu íslensku jólum? - Það var nijög rnikið, allt of mikið: Svínakjöt. kjúklinga og hangikjöt. Reyndar mikið fleira. - Hvernig þótti þér hangi- - Ekkert sérstakt í fyrstu. En nu þykir mér það gott. - Ertu ekki að kenna í dag? - Jú. jú. alveg á fullu. Á svo að syngja í kvöld og næstu kvöld. - Pá ætla ég ekki að trufla þig lengur. Ég þakka fyrir spjallið og ég vona að þér gangi vel í kvöld. - Já.blessogtakkfyrir. gej- Það kemst til skila í Deqi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ Vanti þig eitthvað nytsamt í jólapakkann þá kemur þú við Eium öll af vilja gerð til að leysa hvers manns vandræði. Kjörorðið er • ódýrt en gott! Opið á morgun laugardag kl. 10-18. Eyfjörð Hjalteyrargotu 4 - simi 22275 mbh i$$}* JóIatré og greinar Skógræktarfélag Eyfírðinga auglýsir af- greiðslutíma á sölu jólatrjáa og greina 1985. 1. í göngugötu við hlið H-100, alla virka daga frá kl. 13-18. Aðra daga eins og verslanir í göngugötu. 2. í Gróðrarstöð í Kjarnaskógi alla virka daga frá kl. 9-18, sunnudaginn 15. des. kl. 13-18, sunnudaginn 22. des. kl. 13-18. 3. Sendum tré og greinar um allt land. Pan tan- ir í síma 24047. Komið í Kjamaskóg og veljið jólatré í réttu umhverfí Verslið þar sem úrvalið er mest. Styrkið Skógræktina í starfí. Allur ágóði rennur til skógræktar í sýslunni. Orðsending til eigenda fasteigna á Akureyri Hvað eftir annað hefir komið í Ijós að brunabótamatsverð fasteigna á Akureyri er ekki í samræmi við verðgildi þeirra. Hér er þó um mikilvægt atriði að ræða þar sem bæt- ur vegna brunatjóns og náttúruhamfara (frá Viðlaga- tryggingu) eru byggðar á brunabótamati. Lögum samkvæmt ber Akureyrarbær ábyrgð á brunatryggingu fasteigna í bænum og því hefir ver- ið gert samkomulag við Brunabótafélag Islands um endurmat á öllum fasteignum í bænum. Þess er vænst að fólk taki matsmönnum vel og greiði götu þeirra við framkvæmd verksins. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bruna- bótafélags íslands, Glerárgötu 24, sími 23445. Akureyri, 11. desember 1985. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.