Dagur - 16.12.1985, Síða 1
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 16. desember 1985
164. tölublað
„Munum gera það
sem við getum“
- tii að liðka fyrir vatnsútflutningi AKVA
segir Freyr Ófeigsson formaður vatnsveitustjórnar
„Stjórn Vatnsveitu Akureyrar
vill á allan hátt aðstoða Akva
h.f. við að koma vatnspökkun-
inni í framkvæmd og mun gera
það sem í hennar valdi stendur
til að liðka fyrir því máli á allan
hátt,“ sagði Freyr Ófeigsson
formaður vatnsveitustjórnar í
samtali við Dag.
Á fimmtudag var haldinn fund-
ur í vatnsveitustjórn og þar var
fyrirhugaður útflutningur Akva
h.f. á neysluvatni til umræðu.
Svo virðist sem forsendur fyrir
vatnsútflutningnum séu örlítið
breyttar að því leyti að Akva h.f.
vill nú eingöngu fá vatn úr einni
tiltekinni lind Vatnsveitunnar,
svo kölluðum Heisivallalindum.
Fyrsta vatnssendingin fer á
Danmerkurmarkað og ákvæði í
dönskum tollalögum gera það að
verkum, að nauðsynlegt er að til-
greina nafn vatnslindar á umbúð-
um, því ella fer varan í margfalt
hærri tollaflokk.
„Ég lít þannig á að Akva h.f.
hafi ekki þurft að sækja um leyfi
til Vatnsveitunnar þegar þeir ætl-
8 árekstrar
Alls urðu 8 bifreiðaárekstrar á
Akureyri á föstudag og laugar-
dag. 5 á föstudaginn og 3 á
laugardag. Flestir árekstranna
voru vægir og engin meiðsl
urðu á fólki.
Þó var einn áreksturinn á laug-
ardaginn nokkuð harður og
skemmdust báðir bílar nokkuð
mikið. Hann atvikaðist þannig að
bíll sem var að koma af vestustu
Eyjafjarðarárbrúnni skall á öðr-
um sem var á leið upp á brúna.
-yk.
uðu sér að nota þetta venjulega
veituvatn beint úr krananum.
Hins vegar þarfnast það sérstakr-
ar athugunar ef þeir þurfa vatn úr
ákveðinni lind. Um það verður
að sækja sérstaklega til Vatns-
veitunnar, því búst má við að
gera þurfi einhverjar tilfæringar
til þess að slíkt verði fram-
kvæmanlegt," sagði Freyr.
í þessari viku munu fara fram
viðræður milli Akva og Vatns-
veitu Akureyrar en Freyr ítrek-
aði að Vatnsveitan mundi gera
það sem hún gæti til þess að leysa
þessi mál á farsælan hátt. BB.
Bæjarstarfs-
menn lögðu
niður vinnu!
Fimmtudaginn 5. desember
s.l. lögðu félagar í Starfs-
mannafélagi Siglufjarðar nið-
ur störf hjá Siglufjarðarbæ
þar sem þeir höfðu ekki feng-
ið greidd þau laun sem þeir
áttu að fá um mánaðamót.
Að sögn Óttars Proppé,
bæjarstjóra á Siglufirði, var
þetta mál leyst samdægurs og
fengu starfsmenn bæjarins sín
laun daginn eftir. Óttar sagði að
greiðslustaða Siglufjarðarbæjar
væri mjög erfið og hefði verið
svo um margra ára skeið. Ekki
væri gott að sjá vænlegar leiðir
út úr vandanum því erfitt væri
að fá lánum breytt og auk þess
væri það ekki sérlega hagstætt
miðað við þann fjármagns-
kostnað sem það hefði f för með
sér. „Pegar greiðslustaða er
svona erfið má ekkert út af bera
hjá bæjarsjóði til að hann ráði
ekki við þær greiðslur sem hon-
um ber að standa skil á,“ sagði
Óttar.
Enn á bæjarsjóður töluvert
útistandandi af ógreiddum
gjöldum hjá einstaklingum og
þó sérstaklega fyrirtækjum.
T.d. sagði Óttar að þeir ættu
eftir að fá óvenju mikið af fast-
eignagjöldum sem voru öll
gjaldfallin 15. maí í vor. Hann
taldi að þetta endurspeglaði
ástandið í undirstöðuatvinnu-
vegum þjóðarinnar, þó að hann
ætlaði ekki að fara að afsaka
vanskilamenn. -yk.
Margraddaður söngur ómaði í göngugötunni í gær. Jólasveinarnir voru mættir og tóku lagið. Ahorfendur fjölmargir
tóku hressilega undir, flestir af yngri kynslóðinni. Mynd: KGA
„Leiðrétta þarf gengið“
- en koma í veg fyrir verðbólguholskeflu, segir Valur
Arnþórsson, um kröfurnar um gengisfellingu vegna taprekstrar fiskiðnaðarins
„Að mínum skilningi þarf ekki
að fella gengið, hcldur að leið-
rétta skráningu gengisins til
samræmis við þær staðreyndir
sem við okkur blasa,“ sagði
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri, þegar hann var inntur
álits á þeim kröfum nær allra
aðila í fiskiðnaöi að gengið
verði fellt til þess að bregðast
við því tapi sem nú blasir við í
grunngreinunum.
„Þessar staðreyndir eru þær,
að fiskiðnaðurinn er rekinn með
halla, ríkissjóður er rekinn með
bullandi halla og það er halli á
viðskiptunum við útlönd, sem
hlýtur þá að leiða til aukinnar
skuldasöfnunar við útlönd og
versnandi lífskjara í framtíðinni.
Pað þarf því að leiðrétta gengið
til samræmis við þær staðreyndir
sem orðnar eru.
Hins vegar stendur það enn
óbreytt sem ég sagði í haust, að
það verður mikið áfall fyrir
atvinnuvegina ef hér fer í gang ný
verðbólguholskefla. Það verður
því með samræmdum aðgerðum
allra aðila, stjórnvalda, fyrir-
tækja og stéttasamtaka, að koma
í veg fyrir það að ný verðbólgu-
holskefla verði. í þessu sambandi
vil ég gjarnan leggja áherslu á
þá gífurlegu nauðsyn sem er á því
að leiðrétta rekstursgrundvöll
grundvallaratvinnuveganna, þann-
ig að þeir geti tryggt áframhald-
andi bærileg lífskjör í landinu.
Það geta þeir ekki ef þeir eru
blóðmjólkaðir eins og núna er,
að meðaltali fyrir landið. í þessu
sambandi vil ég vísa í orð Bjarna
Einarssonar, aðstoðarforstjóra
Byggðastofnunar, sem hann
sagði í viðtali við Dag, að hag-
vöxturinn verði ekki til í Austur-
stræti, heldur í framleiðslu
atvinnugreinunum út um
landið."
„Gæti þetta ekki leitt til þess
að gengið yrði ennþá nær
launþegum í landinu?"
„Nei, það þarf ekki að ganga
nær launþegum í landinu heldur
en búið er að gera, sannarlega
ekki, en það þarf að taka mið af
þessum staðreyndum í komandi
kjarasamningum," sagði Valur
Arnþórsson. Hann sagði enn-
fremur að athuga þyrfti injög al-
varlega peningapólitíkina. Það
væri t.d. mikil þensla samfara því
hvernig ríkið tekur til sín fjár-
magn og með hvaða hætti, þ.e.
með því að yfirbjóða peninga-
markaðinn. Með því væri stuðlað
að allsherjar vaxtahækkun í land-
inu. HS
Kröflu-
eldum
lokíð?
„Það þorir nú enginn að af-
skrifa Kröfluelda alveg, en
mér flnnst flest benda til þess
að þeim sé nú lokið, a.m.k. í
bili,“ sagði Armann Pétursson
á skjálftavaktinni í Mývatns-
sveit í samtali við Dag.
Lítil sem engin hreyfing hefur
komið fram á skjálftamælum í
langan tíma og land hefur ekkert
risið frá því í vor. Þá reis það ör-
lítið en seig svo aftur. Strax eftir
að síðasta gosi lauk reis landið
nokkuð skarpt í nokkurn tíma en
náði þó ekki þeirri hæð sem það
var í þegar gaus og nú er sem sagt
allt með kyrrum kjörum í Mý-
vatnssveit og hefur verið það
óvenjulengi. -yk.
Mikil ölvun:
Meiðsli og
rifin föt
Mikil ölvun var á Akureyri um
helgina og þurfti löreglan af
þeim sökum að hafa margvís-
Ieg afskipti af fólki. Mest bar
þar á slagsmálum og eftirmál-
um þeirra.
Á föstudagskvöldið þurfti
tvisvar að flytja mann á sjúkra-
hús úr H-100 til að láta gera að
meiðslum sem þeir hlutu í slags-
málum. Annar þeirra fékk að
fara strax heim en hinn var lagð-
ur inn. Þegar Dagur hafði sam-
band við lögreglu í gær var ekki
vitað hvort maðurinn reyndist al-
varlega meiddur en þó var talið
að svo væri ekki.
Þrir rnenn kornu á lögreglu-
stöðina, einn á föstudagskvöld og
tveir á laugardagskvöld, með föt
sent rifnað höfðu í átökum og til-
kynntu að þeir hyggðust leggja
frant kærur vegna fataskemmd-
anna.
Á laugardagskvöldið var brot-
inn upp stöðumælir á Ráðhús-
torgi og stolið úr honurn þeim
peningum sem þar voru. Það
upplýstist fljótt hverjir voru að
verki og vísuðu þeir lögreglunni
á peningana sem þeir höfðu falið.
-yk.