Dagur - 16.12.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 16.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 16. desember 1985 Birna Björnsdóttir hin stórefnilega sund- kona úr Óðni setti glæsilegt íslandsmet í 50 m skriðsundi á Desembermóti Óðins í gær. Birna synti á 30,80 sek. en gamla metið var 31,00 sek. Nánar verður sagt frá mótinu í blaðinu á morgun. ísland sigraði Spán - Stórleikur Kristjáns í markinu í gærkvöld léku ísland og Spánn landsleik i handbolta. Var það síðari viðureign liðanna í undirbúningi fyrir HM í Sviss á næsta ári. Leikið var í íþróttahúsi Digranesskóla og lauk leiknum með sigri íslands 19:17. Leikurinn var jafn í byrjun og staðan 2:2 eftir nokkrar mín. Þá kom góður kafli hjá ís- lenska liðinu og þeir náðu góðri forystu. Sá- ust tölur eins og 5:2, 7:3 og 9:4 fyrir ísland. 1 hálfleik var staðan 10:5 fyrir ísland. Síðari hálfleikur var jafnari í heild en þó náðu Spánverjar að minnka muninn niður í 2 mörk um miðjan hálfleikinn. Þegar tæplega 1 mín. var til leiksloka var staðan 18:16 og þá tókst íslenska liðinu að skora sitt 19. mark. En fyrir mikinn klaufaskap íslenska liðsins tókst Spánverjum að skora 17. markið um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur því ísland 19, Spánn 17. Kristján Sigmundsson átti stórleik í marki íslands í gærkvöld, einnig voru þeir Páll Ólafsson og Þorgils Óttar góðir. Mörk íslands: Sigurður Gunnarsson 5, Þorgils Óttar 5, Páll 4, Guðmundur Guð- mundsson 3 og Steinar Birgisson 2. ______________íþróttÍL___________ íslandsmótið 3. deild: Fyrsti heimasigur Völsunga staðreynd „Að mínu áliti var það andinn og baráttugleðin í liðinu sem öðru fremur var á bak við þennan sigur okkar í kvöld. Einnig það, að menn höfðu virkilega gaman af þessu,“ sagði Arnar Guðlaugsson leikmaður Völsungs í hand- bolta eftir frækilegan sigur á UMFN í 3. deildinni á föstu- dagskvöld. Fyrri hálfleikur var hnífjafn allan tíman en þó voru Njarðvík- ingarnir ávallt fyrri til að skora. í hálfleik var staðan 9:8 Njarðvík í vil og komu 3 síðustu mörk hálf- leiksins á síðustu 40 sekúndun- um. Pálmi þjálfari Völsunga gerði sig sekan um mikla fljót- færni í fyrri hálfleik og skaut í tíma og ótíma en flest skot hans lentu í varnarvegg Njarðvíkinga. Þegar um 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik komust Völs- ungar í fyrsta skipti yfir í leiknum og náðu á tímabili 4ra marka for- ystu. Þegar 1 mín. var eftir höfðu Völsungar 3ja marka forystu 24:21 en þá tóku Njarðvíkingar maður á mann og náðu að skora 2 mörk á síðustu mín. úr hraða- upphlaupum. Völsungar voru þó ekki á því að gefa eftir sinn fyrsta heimasigur og sigruðu 24:23. Bestir í liði Völsungs voru, Birgir Skúlason sem átti stórleik og skoraði mörg glæsileg mörk, Sigmundur Hreiðarsson, Birgir Micaelsson markvörður, Bjarni Bogason og Pétur Pétursson þeg- ar hann loks kom inn á. í liði Njarðvíkur voru þeir Jó- hann Gunnarsson markvörður og Guðjón Hilmarsson bestir. Mörk Völsungs: Bjarni Boga- son 6, Sigmundur Hreiðarsson 5, Birgir Skúlason 5, Pétur Péturs- son 3, Arnar Guðlaugsson 3 og þeir Sigurður Þrastarson og Pálmi Pálmason 1 mark hvor. Flest mörk UMFN skoruð Guðjón Hilmarsson 6 og þeir Snorri Jóhannesson og Arinbjörn Þórhallson 5 mörk hvor. Leikinn dæmdu þeir Stefán Arnaldsson og Aðalsteinn Sig- urgeirsson og gerðu það mjög vel. Kristján með Geisla? Dagur hefur fregnað að knatt- spyrnudeild Geisla i Aðaldal hafi beðið Kristján Olgeirsson knattspyrnumann á Húsavík að taka að sér þjálfun á liði félags- ins. Er ætlun þeirra Geisla- manna að taka þátt í 4. deild- inni á næsta ári. Ef Kristján tek- ur að sér að þjálfa liðið myndi hann jafnframt leika með því. Birgir Skúlason einn besti leikmaður Krístjár ísl Það var ekki reisulegur leik- ur sem leikmenn Islands og Spánar buðu áhorfendum í Laugardalshöll upp á á föstu- dagskvöld. Sóknarleikur beggja liða var þunglamalegur og lítið var um fallegt spil. Þau tilþrif sem sáust voru annað hvort í vörn eða markvörslu. íslenska liðið byrjaði leikinn nokkuð vel og komst í 2:1 með mörkum frá Páli Ólafssyni og IS sigraði KA í öllum leikjunum A föstudagskvöld iéku lið KA og ÍS í 1. deild kvenna í blaki í íþróttahúsi Glerárskóla. Leiknum lauk með öruggum sigri ÍS 3:1. Hrinan sem KA- stelpurnar unnu var sú fyrsta sem þær vinna á þessu keppn- istímabili. Fyrstu hrinuna unnu ÍS-stelp- urnar örugglega 15:4 en KA þá næstu 15:12 og léku KA-stelp- urnar mjög vel í þeirri hrinu, sem og hinum þremur þrátt fyrir tap. Þriðju hrinuna unnu IS-stelp- urnar 15:4 og einnig þá fjórðu. Daginn eftir léku þessi sömu lið aftur og einnig þá fór ÍS með sigur af hólmi, 3:0. í fyrstu hrin- unni komust KA-stelpurnar í 4:0 en ÍS jafnaði, tók forystuna og sigraði örugglega 15:6. í annarri hrinunni tóku iS-stelpurnar for- ystu strax en KA-stelpurnar sýndu góða baráttu og voru ná- - í blaki um helgina lægt því að jafna. Það tókst þó ekki og ÍS sigraði 15:12. Þriðja hrinan stóð stutt og lauk með ör- uggum sigri ÍS 15:3. Var í þeirri hrinu mikið um misheppnaðar uppgjafir hjá KA. KA-liðið er nokkuð jafnt að getu en í liði ÍS var Auður Aðal- steinsdóttir best. Á undan leik stelpnanna á laugardag léku karlalið sömu fé- laga og þar var sama upp á ten- ingnum, öruggur ÍS sigur 3:1. Fyrsta hrinan endaði 15:6 fyrir ÍS. KA sigraði í annarri hrinunni 15:7 en þá sögðu ÍS-menn, hing- að og ekki lengra og sigruðu í tveimur síðustu hrinunum, 15:3 og 15:10. Uppistaðan í liðum ÍS bæði í karla- og kvennaflokki eru frá liðum ÍMA og UMSE. Fólk sem var við nám í MA fyrir nokkrum árum. Hrefna Brynjólfsdóttir „smassar“ með tilþrifum í lciknum gegn ÍS á laugar- dag. Mynd: KGA Körfubolti 1. deild: Þórsarar úr leik að sinni - eftir tap gegn Fram Á föstudagskvöld léku Þórsar- ar fyrri leikinn við Fram í 1. deildinni í körfubolta um helg- ina. Leikið var í íþróttahöll- inni á Akureyri og lauk leikn- um með sigri Fram 85:72. Má segja að þar hafi vonir Þórs um sæti í Úrvalsdeild að ári endan- lega slokknað. I fyrri hálfleik var mikil barátta í báðum liðum. Þórsarar höfðu undirtökin til að byrja með og náðu um tíma 10 stiga forystu 28:18. Þá breyttu Framarar um varnaraðferð, úr maður á mann vörn í svæðisvörn. Við það náðu þeir betri tökum á leiknum og söxuðu smám saman á forskotið. í hálfleik var staðan 40:39 Þór í vil og höfðu þeir Konráð og Jó- hann farið á kostum í hálfleikn- um og skorað bróðurpartinn af stigum Þórs. I síðari hálfleik var leikurinn jafn fyrstu 10 mín. en þá náðu Framarar góðum spretti og kom- ust 10 stig yfir á næstu mín. og staðan orðin 70:60. Munurinn hélst svo til óbreyttur til loka leiksins og staðan í leikslok, 85:72 Fram í vil. Þórsarar lentu enn einu sinni í villuvandræðum og þeir Konráð, Jóhann, Björn og Eiríkur þurftu að yfirgefa völlinn í síðari hálf- leik með 5 villur. Bestir Þórsara voru eins og áður sagði þcir Konráð Óskars- son og Jóhann Sigurðsson en að- eins í fyrri hálfleik. í liði Fram var Símon ólafsson langbestur og einnig stigahæstur með 28 stig, Þorvaldur Geirsson skoraði 11 stig, aðrir minna. Stig Þórs: Konráð 21, Jóhann 14, Hólmar Ástvaldsson 13; Ei- ríkur Sigurðsson 9, Ólafur Adolfsson 8, Björn Sveinsson 5 og Halldór Arnarson 2. AE/Reykjavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.