Dagur - 16.12.1985, Side 8

Dagur - 16.12.1985, Side 8
8 - DAGUR - 16. desember 1985 __bækuc mmmmmmmmmmmmm Slökkvitæki i miklu úrvali. Eldvarnarteppi og reykskynjarar. Allt tilvaldar jólagjafir. 1M1 Eyfjörð . .v!v Hjalteyrargotu 4 • sími 22275 Húsvíkmgar - Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Pað er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529. BjOrn Sfuxðuon. Baldunbrekku 7. Slmar 41534 441666. Sórleyfuferöir. Hópferdir. Sactaferðir. Vöruflutningar Húsavik - Reynihlíð - Laugar - Akureyri SéRLEYFISFERÐIR: 10.12.85 - 07.01.86 Frá Frá Húsvík flkureyri Föst ud. 13. 12 85 •• 09. oo M 17. oo Lauaard. 14. 12 85 •• 09. oo M 17. oo Surtnud. 15. 12 85 - 18. oo H Mánud. 16. 12 85 •• 09. oo H 17. oo Þniá i ud. 17. 12 85 •• 09. oo M 17. oo Miávikud. 18. 12 85 •• 09. oo H 17. oo Fimnit ud. 19. 12 85 •• 09. oo " 17. oo Föst ud. £0. 12. 85 •• 09. oo •• 17. oo Lauaard. 21. 12 85 •• 09. oo •• 17. oo Sunnud. ,Op 1 p 85 Enain ferá Mánud. 23. 12. 85 •• 09. oo •• 17. oo Þnic3 iud. £4.12. 85 Ena i n fer<3 Miávikud. 25.12. 85 Ena i n fer<3 ♦Firnmt ud. 26. 12. 85 •• 18. oo •• •21-00 Föst ud. £7.12. 85 •• 09. oo •• 17. oo Lauaard. £0.12. 85 Enq i n f er<3 Sunnud. £9.12. 85 Er«a in f er<3 Mánud. 30. 12. 85 •• 09. oo •• 17. oo Þr i«3 i ud. 31.12. 85 Ena i n f er<3 M í <3v i kud. 01.01. 86 Ena i n f erá F írnrnt ud. 02.01. 86 •• 09. oo " 16. oo Föst usd. 03.01. 36 •• 09. oo " 17. oo Lauaard. 04.01. 86 Ena i n fer<3 Sunnud. 05.01. 86 •• 18. oo " Sl.oo Mánud. 06.01. 06 Ena i n ferá Dr i«3 i ud. 07.01. 86 •• 09. oo 16. oo * Ferdin £6.12.85 er bundin lágmarks >»átttöku, vicjsarnlega panti«3 meá góáum fyrirvara i símum 41140 — £4442 e<3a 41534 fiTH. Vörur sern flytja á frá flkureyri berist fyrir kl. 14. oo á afgreióslu ríkisskip viá Sjávargötu sími 23936 MYVfiTN - LfiUGflR - OKUREYRI Frá Frá Frá Myvatni Laugum flkureyri Föst ud. 13.12.85 k 1. 08. oo k 1. 09. oo — k 1. 17. oo Föst ud. 20.12.85 " 08. oo 09. oo 17. oo Föst ud. £7.12.85 •• 08. oo •• 09. oo •• 17. oo Föst ud. 03.01.86 " 08. oo •• 09. oo •• 17. oo Siáan ekiá sarnkvæmt vet raráiet 1 un. Sér leyf isbi freiáar' Björn Sigurdsscm fikureyrar. Sér1eyfishaf i . Það hemst tilshilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ . Guðlaugur Arason: Sóla, Sóla Mál og Menning. Að skrifa ritdóm um bók eins og þessa eftir einn hraðlestur væri goðgá. Rithöfundur sem sveitist blóði í tvö, þrjú ár við að skrifa skáldverk virðist mega gera kröfu til að gagnrýnandi eyði þrem vik- um í að kynna sér hana áður en dómur er felldur. Aðalsöguhetjan, Hjálmar Hjálmarsson rithöfundur segir framtíðinni, í líki barns í móður- kviði, sögu fortíðar og samtíma síns. Gamla konan Sóla leggur honum til efni úr fortíðinni, sjálf- ur fræðir hann barnið um baksvið þess í samtíðinni. Bæði tímabilin eru undir oki hins svarta galdurs er ræður sálarlífi manna á öllum tímum svo og náttúrufari þessara tröllabyggða sem við hrærumst í. Seyður sá er lífi okkar er soðinn á hverri öld fyrir sig er af mis- munandi art, en við erum á valdi hans. Við gerum það sem við vilj- um ekki, hitt sem við viljum fer í handaskolum. Líf okkar kviknar og vex í heimi óskapa. Ótrúlega þykir mér höfundi takast vel að tvinna saman hinn rauða, snúðharða þráð nútíma og það loðband í sauðarlitum sem fortíðin er í okkar hug. Og tvennt þori ég að fullyrða: Bókin verður mikið rædd og stíl sem þenna, skrifar aðeins snillingur. Emil Björnsson: Minni og kynni, frásagnir og viðtöl Örn og Örlygur. Hér ræðir séra Emil við menn og skrifar um aðra, alls 12 persónur öllum kunnar, lífs og liðnar. Þær eru: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Brynjólfur Bjarnason, Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Laxness, Hendrik Ottósson, Jóhanna Eg- ilsdóttir, Jónas Jónsson (frá Hriflu), María Maack, Ómar Ragnarsson, Sigurður Nordal, Vigfús Pórðarson. Suma þessara þátta hefur áður borið fyrir augu og eyru, aðra ekki. Þátturinn um Laxness er að því leyti bestur, hvað karlana varðar, að Emil rekur af miklu hispursleysi þær ávirðingar sem fólk bar þessum margfræga höf- undi á brýn allt fram að Nobels- verðlaunum. Pá varð hann góður. En það er feitt á fleiri stykkjum. Greinin um séra Vig- fús í Heydölum, prestinn hans Emils í æsku, er hlý og eftir lestur hennar, skilur maður betur snemmþroskað frjálslyndi hans og víðsýni. Ætli margir prestar núna myndu taka undir þessi um- mæli Emils um séra Harald Ní- elsson?: „Andríkasta kennimann þjóðarinnar að fornu og nýju, að meistara Jóni Vídalín undan- skildum." Yfirleitt eru greinarnar um menn betri en viðtölin við þá. T.d. er kaflinn um Jónas Jónsson meistaralega unninn, innblásinn hrifningu, gallar þó greindir. Höfundur óvílsamur. En best- ur er Emil er hann ritar um konur. Greinarnar um Guðlaugu móður hans, Mariu Maack og Jóhönnu Egilsdóttur, eru ljómandi lesning. Pólitíkusarnir Hriflu-Jónas og Brynjólfur Bjarnason standa fyrir sínu hjá þessum höfundi. Þegar ég kynntist Emil Björns- syni fyrst 1937 var hann skáld og orti í anda Einars Ben. Nú er hann hættur hjá sjónvarpinu og ætti að fitja upp á bættum brag. Nei annars, af eldri skáldum er einskis að vænta, segja snillingar nútíma. Erlingur Davíðsson skráði: Með reistan makka, sögur af hestum Skjaldborg. Þetta er fimmta bindi af hinum læsilegu bókum um þjóninn þarfa, vininn góða. 14 hestamenn segja frá hestum og ferðum með þá. Allt gott og blessað eins og í fyrri bindum. En hér er þó eitt sem af ber: Snældu-Blesi. Myndin af þessum fræga hesti, nýfæddum undir vanga móður sinnar, er ekki tek- in á merkilega myndavél, en hún sýnir fegurð og unað ástar milli móður og barns betur en margt annað. Og glæstur Blesi fullorð- inn. En það er saga hans eftir hið dularfulla slys, fótbrotið, sem hrífur mann mest. Eigandi Snældu-Blesa, Magni Kjartans- son í Árgerði, er einstakur maður, slíkra er guðsríkið. Um- hyggja hans og þrek að bjarga vini sínum á sér víst fá dæmi. Og það sem best er: Tugir manna, leikra og lærðra hafa hrifist með hugsjóninni fögru, að bjarga lífi. Að gera það sem mér hefur alltaf verið sagt að ekki sé hægt: Að græða brotið bein hrossa. Góð- hugur Magna hefur vakið hið sama afl í tugum sálna. Pessi fyrsti þáttur bókarinnar hans Erl- ings setur hana á stall með djásnum. Hann má vera glaður að hafa ritstýrt honum á bók. Margar myndir prýða bók þessa Kristján frá Djúpalæk skrifar eins og hinar fyrri af mönnum og hrossum. En ég man aðeins Snældu-Blesa og eiganda hans. Ella Dóra Ólafsdóttir: TröIIagiI og fíeiri ævintýri Skjaldborg. Mikið varð ég glaður, eins og Sunnlendingar segja, er ég las þessi hugljúfu ævintýri. Séu hugir manna, einkum unglinga, orðnir gruggugir af myndvarpsglápi, þar sem ljótleikinn er yfirgnæfandi, þá ætti tærleiki þessara daggar- dropa að hreinsa þá ögn. Pað þykir ekki nútímalegt að skrifa bókmenntir sem þessar. En mik- ill skelfinga misskilningur er það. Ljótleikinn getur ekki fegrað neitt því eðli hans er að lita allt í sínum eigin lit. Fegurðin málar sjálfa sig eins. Og hvort kjósa menn? Eg vildi óska að ungir og aldnir læsu þessa litlu bók. Þeir myndu eiga léttari drauma nótt- ina á eftir. Ókunna kona, Ella Dóra, blessuð skrifaðu meira af slíku! Þú kannt mál, stíl og átt barnið óspillt í brjóstkassanum. Við þurfum á þeim að halda í heimi bergþursa og bombukastara. Engu barni má eyða. Ég missti af því að sjá Halley-halastjörnuna vegna lestrar hinna fögru ævin- týra. En það gerir ekkert til. Ég sé hana bara næst. Bragi Sigurjónsson ritstýrir: Göngur og réttir þriöja bindi Skjaldborg. Þetta bindi spennir yfir Hnappa- dalssýslu, Dali, Vestfirði, Strend- ur og Húnavatnssýslur. Bragi skrifar merkan kafla um selfarir í upphafi og bókarauki er eftir unga stúlku um Fljótsdalagöngur fyrir nokkrum árum, og fróðleg- ur kafli er um erfiðleika við smöl- un 1963 á Eyvindarstaðaheiði og eftirleitir. Alla fýsir í göngur og betra að lesa um þær en ekki. Myndir eru hér og mikill glaumur rétta, mikill sviti og hrossamóða, tilhlökkun og gleði en líka strit. Og það besta er eftir: Okkar sveitir. högnL Rétt og rangt skilið. Fróðir menn fullyrða að það sé sínu á Pálmholt. Hún kom að hvor um sig hinn aðilann geggj- slæmur skilningur þessi mis- máli við formann Pálmholts- aðan. skilningur. Vissulega getur nefndar og bar upp vandræði Að sjálfsögðu upplýstist mál- þetta verið svo, á stundum, en sín, - hún þyrfti svo nauðsyn- ið að lokum og höfðu allir hreint ekki alltaf. Það getur lega að „koma honum Steina nokkra skemmtun af. meira að segja hent, að mis- mínum á Pálmholt". Nema svo Og meira um skemmtilegan skilningur sé blátt áfram vildi til að barna - barnið hét í misskilning: Um síðustu jól brá skemmtilegur. Auðvitað er mis- höfuðið á afa sínum. Nefndar- heimasætu á fermingaraldri, mikil ástæða fyrir misskilningi, formaðurinn vissi einungis um heldur betur í brún þegar hún og stundum getur hann bók- afann, - hélt að um hann væri opnaði jólapakka. Innihaldið var staflega verið „skiljanlegur". að ræða. Dró hann þá rökréttu bókin, Aldnir hafa orðið. Um Þetta kom upp í hugann um ályktun, að þessi hugulsama sama leyti var amman, 87 ára daginn, þegar ég heyrði sögu amma væri snarrugluð, að ætla gömul að opna annan pakka, um svolítinn misskilning. að fara troða bónda sínum, hátt sem innihélt einnig bók: Fimmt- Það var á fyrstu árum barna- á sextugs - aldri, á barnaheimili. án ára á föstu. í jóla - annríkinu heimilisins „Pálmholt". Aðsókn- hafði gefandinn ruglast á inni- in vargífurleg og komu færri en Af nærgætni og tillitssemi, haldi pakkanna. vildu bömum sínum á þennan ræddi hann sem minnst við Vonandi hendir það engan í eftirsótta staö. Ein félagskonan konuna, sem fannst aftur á móti jóla - annríkinu, að ruglast á í félaginu, sem hrinti þessari framkoma nefndarformannsins innihaldi jólanna. Það væri þarfa - stofnun af stað, vildi á þann veg, að hann hlyti að dæmi um alvarlegan misskiln- gjarnan koma barna - barni vera eitthvað skrítinn. Hélt svo ing. Högni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.