Dagur


Dagur - 16.12.1985, Qupperneq 11

Dagur - 16.12.1985, Qupperneq 11
bækuL 16. desember 1985 - DAGUR - 11 VISNA r . GATUR fyrir fulloröna eftlr SIGURKARL STEFÁNSSON Vísnagátur eftir Sigurkarl Stefánsson fyrrum menntaskólakennara Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Vísnagátur eftir Sigurkarl Stefánsson fyrrum menntaskólakennara. Á bókar- kápu segir: Fyrr og síðar hefur það verið vinsæl dægradvöl hjá Islendingum að ráða gátur í bundnu máli. Þessi bók verður án efa mörg- um kærkomin þar sem lengi hef- ur verið mikil vöntun á slíku efni. Þetta er skemmtileg bók sem þroskar mál og hugsun og svo er einnig til nokkurs að vinna, því verðlaun eru í boði fyrir réttar ráðningar á tíu gátum af þeim 157 sem í bókinni eru. Svo sem að framan segir þá er höfundur bókarinnar Sigurkarl Stefánsson fyrrum menntaskóla- kennari. Allir þeir mörgu sem þekkja Sigurkarl vita að frá hon- um er aðeins að vænta þess besta. Bókin Vísnagátur er sett og prentuð í prentstofu G. Bene- diktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápu teiknaði Sigurþór Jak- obsson. Framhaldslíf fömmanns - Endurminningar Hannesar Sigfússonar skálds Út er komin hjá Iðunni bókin Framhaldslíf förumanns eftir Hannes Sigfússon. Höfundur segir hér frá ævi sinni frá því að hann heldur til Svíþjóðar haustið 1945, ungt skáld og óráðið, og allt til þess að hann tekur að leiða hugann að eigin æsku, roskinn maður í Noregi. Þar á milli eru meira en þrír áratugir sem ein- kennast mest af eirðarlausri leit skáldsins að staðfestu í lífi sínu. Hannes segir hér margt af skáldbræðrum sínum og vinum. Hann bregður upp eftirminnileg- um myndum af Steini Steinarr sem var áhrifamesti lærimeistaTi hans cins og fleiri ungra skálda um miðbik aldarinnar. Meðal annarra sem hér koma við sögu eru Magnús Ásgeirsson og Jón úr Vör. - Hannes lýsir utanferðum sínum, flökti úr einum aðset- ursstað í annan, þátttöku í stjórnmálum, og umfram allt skáldskapariðju sinni. í kynningu forlagsins segir m.a.: „Frá allri þessari marg- brotnu reynslu segir Hannes af hreinskilni og hispursleysi. Frá- sögnin er jafnan lipur og lifandi. Gildi hennar ræðst ekki síst af því hvern hlut höfundurinn átti í róttækustu umsköpun íslensks skáldskapar á öldinni. Sá nýi Ijóðstíll er sprottinn upp í því andrúmslofti sem varð til eftir stríð þegar kalda stríðið geysaði. Hannes Sigfússon varð mjög snortinn af sviptingum í alþjóða- stjórnmálum á þessum árum. Mestu skiptir að honum tókst að vinna úr þeim hugmyndum per- sónulegan og leiftrandi skáldskap sem að myndauðgi og málgáfu tekur fram flestu í skáldskap samtíðarinnar.“ Iöunn hefur áður gefið út æskusögu Hannesar, Flökkulíf, svo og Ljóðasafn hans. Fram- haldslíf förumanns er prentað í Odda hf. Kápan er hönnuð á auglýsingastofunni Octavo. Ekki kjafta frá - Ný unglingabók eftir Helgu Ágústsdóttur Komin er út hjá Iðunni bók eftir Helgu Ágústsdóttur útvarps- mann. Nefnist hún Ekki kjafta frá og er kynnt á þessa leið á kápubaki: „Hvernig er að vera hrifin af þeim sem vill mann ekki eða uppgötva leyndarmál for- eldra sinna? Hvað gerist í skólan- um, frítímum og forboðnum partíum? Hvernig upplifa ungl- ingarnir foreldra sína og hverjar eru leyndustu hugsanir þeirra? Hvernig á að bregðast við ást- inni? Höfundurinn, Helga Ágústsdóttir, leiðir lesandann inn í heim reykvískra unglinga í dag. Atburðarásin er hröð og spennandi frá upphafi til enda. Varpað er nýju Ijósi á heim ungl- inganna, þeim er fylgt eftir í sorg- um og gleði þegar átökin við lífið eru að hefjast." Oddi hf. prentaði. Auglýsinga- stofan Octavo hannaði kápu. Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ Fómareldur Glæsilegir barnagallar frá Patrick. 3 gerðir. Vesti, bakpokar. JOLAGIAFIRNAR I SPORTHUSINU HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 wr'Tirrgj eftir Mary Stewart Fórnareldur nefnist ellefta bókin sem út kemur á íslensku eftir Mary Stewart en henni er einkar lagið að skrifa bæði rómantískar og spennandi sögur með óvænt- um endi. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Gianetta, fyrrverandi ljósmyndafyrirsæta, kýs að eyða sumarleyfi sínu á friðsælum stað, Þokueyjunni. En á fjallahótel- inu, Gamasunay, hittir hún fyrr- verandi eiginmann sinn, rithöf- undinn Nicholas Drury. Er það tilviljun eða hefur hann fylgst með henni og ætlar að ná ástum hennar á nýjan leik? Magnað andrúmsloft eyjarinnar hefur djúp áhrif á þau bæði en Gianetta er ekki viss um tilfinn- ingar sínar. En það loga eldar í hlíðum Bláa fjallsins, teygja sig upp í náttmyrkrið og kalla ógn yfir Þokueyjuna er lík ungrar stúlku finnst við bálköstinn og skartgripum raðað í kring. Líkt og eldur læsir skelfing sig um friðsæla fjallabyggðina og Gian- etta spyr sig hvort einhver hótel- gesta hafi framið þennan dular- fulla glæp og hvers vegna óhugn- anleg tákn finnast innan veggja hótelsins. Hefur eitthvað það gerst er útilokar að ást þeirra geti kviknað á ný? Iðunn gefur út. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Kápa er hönnuð á auglýsingastofunni Octavo. Oddi hf. prentaði. fyjfátöTV Kökuform 03 skreytingar Sprautusettin eru komin. Borðapantanir í síma 22970. Staðfestingar óskast fyrir fasta nýársgesti. (>eisla{>olu 14 Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Óskum að ráða nú þegar eða frá áramótum starfsmann í sérverkefni. Æskilegt er aö viðkomandi hafi reynslu af vinnu meö þroskaheftum, geti unniö nokkuð sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar á skrifstofu svæöisstjórnar Stór- holti 1 eöa í síma 26960 milli kl. 10 og 16. Framsóknarmenn Akureyri Einnig aukastútar og fleira. Grýta ji Sunnuhlíð 12 sími 26920. Framsóknarfélag Akureyrar Fundur mánudaginn 16. desember kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 6. Rætt verður um fjárhagsáætlun bæjarsjóös fyrir árið 1986. Áríðandi að sem flestir mæti!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.