Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRfMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nokkrar grund- vallarspumingar Jeiðari.________________ Nú þegar árið 1985 er að renna sitt skeið á enda, velta því margir fyrir sér hver hafi orðið vegferð ís- lensku þjóðarinnar á þessu stutta skeiði í lífi hennar. Ekki verður sagt að miklar sviptingar hafi orðið á árinu. Engar veru- lega miklar breytingar hafa orðið, hvorki til hins verra né til hins betra, þótt mál hafi að sjálfsögðu þróast ýmist til góðs eða ills. í efnahagsmálum - þessum málum málanna í velferðarríkinu íslandi — hefur ekki orðið sú breyt- ing til batnaðar sem menn höfðu vonast til að yrði. Þrátt fyrir að ýmsu leyti hagstæð ytri skilyrði má segja að staðið hafi verið í stað. Verðbólguhjöðnun varð ekki sú sem menn vonuðust til, erlendar skuldir hafa aukist fremur en hitt og viðskipti okkar við útlönd eru óhagstæð. íslenska þjóðin hefur enn eitt árið eytt umfram efni. Einar Ágústsson, sendi- herra í Kaupmannahöfn, svarar spurningu Dags um þessi efni í viðtali í jólablaði, að ekki verði hjá því komist að taka eftir því, að árið í ár muni verða mesta aflaár um langt skeið, en á sama tíma séu mjög miklir erfiðleikar hjá almenningi við að halda í horfinu - og takist ekki í mörgum tilvikum. „Mér finnst, svona úr fjarlægð séð, að nú sé að verða meiri stéttaskipting á íslandi, þ.e. fjárhagsleg, heldur en ég man eftir. Af hverju hún er veit ég ekki. Ég held að almenningur búi við lakan kost, á sama tíma er bersýnilegt bæði af einu og öðru, að það eru til miklir peningar. Hvar þeir eru og hverjir eiga þá veit ég ekki. Maður hefur velt því fyrir sér hvernig standi á því í metaflaári og minnk- andi verðbólgu, frá því sem var þegar verst lét, að fyrirtæki sem hafa ver- ið landsþekkt fyrir traust- leika, gömul og gróin, berjist í bökkum. Mig vantar svör við þessu," sagði Einar Ágústsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, í viðtal- inu við Dag. Þetta eru grundvallar- spurningar sem ekki verð- ur hjá því komist að spyrja á komandi ári. En það er ekki nóg - það verða að fást svör. Það sem meira er — það verða að finnast lausnir. Þær stoðir sem íslenska þjóðin byggir nær allt sitt á eru orðnar svo veik- byggðar, að ekki verður hjá því komist að styrkja þær. Allt of margir berja hausnum við steininn og neita að sjá þann raun- veruleika sem þjóðin býr við. J<oll — hnýsa. Skildir sem skyldi og stríðsleikir? I fyrstu viku nóvcmbermánaðar átti einn af þessum fátíðu forn- leifafundum sér stað í Váster- götland, Svíþjóð. Hann var fá- tíður annars vegar vegna þess að gripirnir sem fundust, að minnsta kosti 7 að tölu, eru að- eins til í 3 eintökum á öllum Norðurlönduni, (2 í Danmörku og 1 í Svíþjóð). Munirnir sem um er að ræða eru skildir frá bronsöld, um það bil hálfur metri í þvermál úr næfurþunnri bronsplötu. Líklega hefur plat- an verið lögð ofan á eitthvað haldbetra en bronsið, og þá helst tré. Hins vegar er það orð- ið afar fátítt að niunir finnist í jörðu við þær aðstæður sem þarna voru. Staðurinn sem grip- irnir fundust á er votlendi sem hefur verið mýri allt fram á mið- aldir, (á bronsöld jafnvel undir vatni). Nú á tímum þegar stórvirkar vélar sjá orðið uni allar jarða- bætur og landbúnað yfirleitt er hluti af hinu nána sambandi á milli bóndans og jarðvegsins horfið, það er komin vél á milli. f>ví sér hann ekki ef koma kynni hlutur úr málmi upp úr jörðinni (sökum frosts og plógs), og eftir nokkra mánuði er hluturinn týndur í veður og vind. En víkjum nú aftur að sjálf- um skjöldunum. Það er næsta víst að ef til átaka kæmi á milli manna með sinn hvorn skjöld- inn af þeirri tegund sem við erum að tala um, þá væru þeir jafn vel settir án skjaldanna og með þá. Til dæmis voru höld- urnar úr jafn þunnu bronsi og skjöldurinn sjálfur, en fylltar með leir til að gefa því meira rúmmál og fara betur í hendi. En að þeir héldu gegn meiri- háttar átökum er ómögulegt, jafnve) hefði ekki þurft meira en vindhviðu til að skilja að hönd og skjöld. Nú eru skildir varnarvopn, ekki árásarvopn, hvernig litu þá árásarvopnin út ef varnarvopnin voru ekki betri en þetta? Sverðin t.d. voru stutt, sljó en gátu verið oddhvöss. Þau voru hins vegar, eins og skildirnir, feiknalega falleg. Og kannski var það þar sem hið hernaðarlega gildi vopnanna var falið, í sjálfu út- litinu. Bronsið var dýrt, eftir- sótt og torsótt. Þeir sem höfðu málminn þurftu ekki annað en að sýna hann til að forðast ágengni annarra. Því sá sem átti brons hlaut að vera efnaður, og sá sem var efnaður var sterkur, þ.e.a.s. bjó í sterku samfélagi sem gat framleitt umfram þarfir og því skipst á vörum, þ.á m. bronsi. Langt í burtu er til þjóðflokk- ur í dag á mjög lágu tæknilegu stigi. Hann á í útistöðum við nágranna sína eins og gerist og gengur og fer jafnvel í stríð. Svo „árásar- eða stríðsglaður" er þessi þjóðflokkur að stríð eru orðin reglulegur viðburður ár hvert. Þá eru vopnin tekin fram, þvegin, lagfærð og skreytt. Menn og konur búast sínu fegursta og líkamar málað- ir hátt og lágt. Slíkt hið sama gerir „óvinurinn". Á fyrirfram ákveðnum tíma og stað mætast Bjarni Einarsson skrifar. svo þessar tvær ægilegu fylking- ar tilbúnar til alls, nema að drepa andstæðinginn. f*ví það fylgir sögunni að með í förum er mikið um áfenga drykki og mat- ur góður. „Stríðið“ stendur yfir í 2-3 daga þar sem fylkingarnar skiptast á ókvæðisorðum og einstaka örvum, sem þó koma engum að óvörum. Einstaka sinnum meiðist einhver lítils- háttar og í undantekningatilfell- um deyr einhver. í Iok „stríðsins“ eru öll hugsanleg vandamál á milli nágrannanna leyst og hver heldur til síns heima, fullnægður af árásarhvöt sinni og skemmtannafýsn í of- análag. Hjá þessum þjóðflokk- um var hið hernaðarlega gildi vopnanna ekki falið í styrk þeirra og getu, heldur í útliti þeirra og þeirra sem þau báru, þ.e.a.s. hermannanna. (Kon- urnar stóðu á bakvið og hvöttu sína menn og gættu líklega mat- ar og drykkjar). Víkjum nú aftur að skjöldun- um. Þeir voru sem fyrr sagði fal- legir en ónýtir. Þegar tímar liðu urðu vopn æ betri og gildi þeirra fór að feíast meir og meir í gæð- um þeirra sem slíkra. Svo langt gekk þetta að lokum að útlitið skipti engu máli og geta her- mannsins ekki heldur, byssan var komin til sögunnar. Og áfram hélt djöfulskapur- inn. í dag eru vopnin nánast ósýnileg en því áhrifaríkari. Bandaríkjamenn geta sprcngt heiminn sundur og saman u.þ.b. 30 sinnum. Rússar hins vegar 40 sinnum. Nægir þessum þjóðum ekki að geta eytt heim- inum okkar einu sinni. Af hverju 30-40 sinnum? Jú til að geta, eins og þjóðflokkarnir sem ég lýsti fyrr, staðið og ullað hvor framan f annan með vas- ana útroðna af gereyðingar- vopnum. Nota þau ætlar sér hvorugur nema í ýtrustu neyð, þau eru mikilvæg til að viðhalda hinum svokallaða vopnaða friði. Munurinn á vopnunum er sá að ef til kastanna kæmi í dag deyr ekki einn eða tveir. Sam- eiginlegt eigum við með fyrr- nefndum þjóðflokki að stund- um verða okkur á mistök. Baulaðu nú Búkolla mín. Við skulum taka undir. Bjarni Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.