Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 27.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. desember 1985 Æám Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri og listmálari með meiru. Hvers vegna ertu alltaf svona sérstakur í útliti og klæðaburði? „Á unga aldri gekkst maður upp í því að vera pínulítið öðruvísi en aðrir menn. Þá lét maður sér vaxa hár og skegg og gerðist listamannslegur í útliti. einkum mun ég hafa gengist upp í þessu, eftir að ég hélt mína fyrstu einkasýningu. en ég held að það sé langt síðan ég hætti að hafa gaman af því að láta bera á mér, en það getur vel verið að til þess megi rekja upphafið. enda var auðvelt að skera sig úr í klæðaburði á mínum ungdómsárum, því þá fóru allir snöggklipptir, vel greiddir og hreinrakaðir, auk þess sem menn gengu um í venjulegum fötum. En ég hafði þann háttinn á, að teikna mín föt sjálfur og fá síðan Jón M. Jóns- son til að sauma þau. Þá gerði ég í þessu, en það er löngu liðin tíð. En ég hafði gaman af þessu. Og hvers vegna ekki? Af hverju eiga allir að vera eins?“ - Því var hvíslað í eyra mér, að þú værir ekki fæddur Akureyringur. „Það er rétt farið með, því ég er fæddur á Dalvík, í húsi sem heitir Dröfn. Það er í miðbænum, beint á móti bíóinu og mér til sárinda er húsið nú ákaflega illa farið. ’Eg er hræddur um að Dalvíkingar ætli ekki að gera það að safni, mér til heiðurs! í það minnsta yrði það þeim afskaplega kostnaðarsamt úr því sem komið er!“ - En ungur frá víkinni á Eyrina? „Já, ég flutti tveggja ára frá Dalvík til Akureyrar og þar er ég alinn upp á stríðsárunum. Við bjuggum í Zíon, við Brekkuræturnar, með braggahverfi hersins rétt við húsvegginn. Það er tími sem lítið hefur verið fjallað um; Akur- eyri stríðsáranna. Það er helst í „Vor- göngu í vindhræringi“ eftir sr. Bolla, jú og í „Norðan við stríð“ eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem þessum tíma eru gerð einhver skil í bókmenntum. Þetta var mjög undarlegur tími í sögu bæjarins, þó maður hefði ekki alltaf vit á því að taka atburðina eins og þeir í rauninni voru. Leikvangur okkar strák- anna var á túninu sunnan við Zíon, þar sem nú er fatahreinsunin. Þar austan við, allt austur að núverandi Geisla- götu, var braggahverfi." Hvernig upplifðir þú stríðið? „Þessi tími er mjög kvíð- inn í rnínum huga. Raunar höfðum við krakkarnir af- skaplega ánægjuleg samskipti við her- mennina og sjaldséð sælgæti varð ekki til þess að spilla þeirri vináttu. En undir niðri bjó kvíði, sem ekki síst skapaðist af loftvarnarmerkjum og þýskum flug- vélum yfir bænum. Þá spígsporuðu eftirlitsmenn um stræti, sem áttu að gæta þess að allir kæmu sér í var, í loft- varnarbirgjum eða í kjöllurum húsa sinna. Og í húsin var borinn sandur, sem átti að nota til að slökkva elda, ef húsin yrðu fyrir loftárás. Þar að auki voru all- ar fréttir um stríð. Og hermenn eru menn og næturlíf þeirra barst inn um gluggann hjá okkur í Zíon. Þetta ann- arlega ástand skapaði kvíðvænlega spennu, með tyggjó og torkennilegu súkkulaði, en náði samt ekki að skemma okkar glöðu æsku.“ - Varstu dæll í æsku? „Já, það held ég. Ef til vill hefur það fremur helgast af kjarkleysi en þægð.“ - Var Hreiðarsskóli upphafið af þinni skólagöngu? „Upphafið að minni skólagöngu var í sunnudagaskóla kristniboðsins í Zíon. Jú, og síðan fór ég í Hreiðarsskóla, sem þá var neðst í Eiðsvallagötu. Ég minn- ist þess, að þangað þótti nokkuð langt að fara að heiman. Þess vegna urðu þau blessuð hjónin, Jenna og Hreiðar, oft að fylgja mér heim þegar eitthvað blés. Þau hafa eðlilega ekki treyst veimiltít- unni, til þess að koma sér heim áfalla- laust, án aðstoðar. Ég á góðar minning- ar urn þennan skóla. Hann fór vel í mig. Mér gekk hins vegar mun verr að aðlagast „Barnaskóla íslands". Fyrsta árið þar var með einhverjum ósköpum. Mig minnir að ég hafi alveg neitað að fara uppeftir. Gott ef það það þurfti ekki að sækja mig heim. Það var nú ekki björgulegt í byrjun skólagöngu.“ - Hver var ástæðan? „Hræðsla í bland við þrjósku. En þetta lagaðist og í þessum skóla átti ég eftir að eiga góða daga. Ég minnist Önnu Snorradóttur, sem míns fyrsta kennara, en síðan tók við hver snill- ingurinn á fætur öðrum. Síðasta vetur- inn minn kenndi mér Örn Snorrason. Þetta var á þeim árum, sem litið var á kennslu sem vinnu, jafnvel fyrir karlmenn, og karlar í stórum meiri- hluta t' kennaraliðinu. Þá átti þessi stétt vissan virðingarsess í bæjarlífinu." „Krakkarnir í Miðbænum héldu hóp- inn og þar var mikið mannval. í Upp- sölum átti heima Gunni Berg, í Brekkugötu 12 voru mínir bestu vinir, Óli „danski“ og það fólk, í Gránufé- lagsgötunni voru Guðmundur „Muggur" Hallgrímsson og Hafliði bróðir hans, „Dúddabræður“, Haukur, Gunnar og Jakob Jakobssynir voru rétt fyrir innan okkur, þar sem Landsbank- inn er núna. Fleiri gæti ég nefnt, en þetta var fjörugt lið.“ Hefðbundin skólaganga? „Já, hún var það, barnaskóli, gagn- fræðaskóli, landspróf og síðan mennta- skóli. Ég varð stúdent 1956. Leiðin var því bein, en ég átti mér hliðarbraut. Ég var ekki nema 12 ára þegar Jónas Jak- obsson, myndhöggvari, flutti hingað í bæinn. Hann setti hér upp vinnustofu og ég komst í nám til hans, í myndmót- un og teikningu. Ég var mjög upptek- inn af þessu. Síðar kom Haukur Stef- ánsson, listmálari, inn í spilið, en hann var með góða menntun að baki. Visku- brunnur þessara listamanna heillaði mig, þannig að mestur hluti af mínum frítíma fór í að bergja af honum". ar öflugt listalíf á Akureyri á þessum árum? „Já, það held ég, í það minnsta vantaði ekki áhug- ann hjá þeim sem stóðu þar í fylkingar- brjósti. Emil Sigurðsson, sem lengi var hjá KEA og síðar Amaro. var þar í for- ystusveit. Einnig Jón Gíslason, sem nú hefur endurbyggt „Gamla Lund“. Þess- ir hugsjónamenn komu hér á fót lista- skóla, sem þeir héldu úti í nokkur ár. Skólinn skiptist í tvær deildir, mynd- höggvaradeild og málaradeild, og nem- endurnir voru þar af áhuga. Fyrst feng- um við inni í Fjórðungssjúkrahúsinu, sem þá var fokhelt. Þar var rúmgott, en sú dýrð stóð ekki lengi. Það þurfti að nota húsið til þess sem það var ætlað og skólinn var á hrakhóium. Ég man að við vorum einn vetur í íþróttahúsinu við Laugagötu. Þessi skóli var afskaplega merkilegt framtak og ég hygg að hann hafi verið fyrsti vísirinn að myndlistarskóla á Ak- ureyri. Eftir að starfsemi hans lagðist niður var ég í námi hjá Hauki Stefáns- syni þar til hann lést. Eftir það var úr vöndu að ráða fyrir mig, þegar báðir meistarar mínir voru horfnir“. - Varstu síteiknandi sem barn? „Nei, það held ég ekki. Ég held að ég hafi ekki fundið fyrir þessum fiðringi fyrr en ég kom upp í gagnfræðaskóla. Ég minnist þess ekki. Þetta var í blóð- inu. Faðir minn hafði fengist við mynd- list sem ungur maður og það er hann sem kemur mér í myndlistarnám. Og hann gaf mér fyrsta olíulitakassann sem ég eignaðist“. - Mikið málað? „Já, ég lét gamminn geysa og lét allar stefnur fara lönd og leið. Þetta varð til þess, að ég hélt mína fyrstu einkasýn- ingu þegar ég var aðeins 17 ára. Hún var haldin í Hótel Norðurland, þar sem nú er anddyri Borgarbíós. Þar var lítill salur. Mig minnir að það hafi verið um 60 verk á sýningunni og veggimir í saln- um voru nánast fóðraðir með málverk- um frá lofti og niður í gólf.“ - Hvernig voru móttökur? Afskaplega elskulegar. Mig minnir að verðið á snilldarverkunum væri frá 75 krónum upp í 150 krónur. Og það seldust nær allar myndirnar.“ - Nei, nei, en það voru ekki svo margir um hituna. Þegar ég var hér ungur maður, þá var í rauninni ekki nema einn listmálari til, sem Akureyr- ingar eignuðu sér. Hann var Örlygur Sigurðsson, ímynd listamannsins; ögn hrekkjóttur, óútreiknanlegur, fjörmik- ill og dálítill snillingur. Og þegar talað var um listamenn í mín eyru, þá var það Örlygur. Ekki þar fyrir; sýning mín hefur vafalaust vakið athygli og ég gekkst upp í því.“ Stúdentspróf. Eftir það setjast menn gjarnan niður og spyrja sig, jafnvel í fullri alvöru, hvað ætla ég nú að verða þeg- ar ég er orðinn stór? Hvað gerðir þú? Ég held að ég hafi aldrei hugsað til annars, en að nýta mér það sem ég hafði lært í myndlist og læra meira. Ég fór því suður að loknu stúdentsprófi og var þar einn vetur í Myndlista- og hand- íðaskólanum, en hann átti ekki við mig; ég fann mig ekki þar. Það var ábyggi- lega miður, því í þessum skóla hefði ég eflaust getað lært margt nytsamlegt. Ég var bara ekki tilbúinn til þess. í og með held ég að ég hafi talið mig hafinn upp yfir námsefni skólans, en það var mikill misskilningur.“ - Hvað gerðir þú þá? „Til að byrja með fór ég heim aftur og í íhlaupavinnu málaði ég leiktjöld. Ég var svolítið skotinn í leiklistinni. En síðan fór ég til Edinborgar og nam þar við listaháskólann í tvö ár. Það var góð- ur skóli. Þá tók við allt annað líf, því þar þurfti maður að berjast fyrir því að vera. Þá var ekki vaðið í námsstyrkjum, þannig að ég kom heim eftir tvö ár og stoppaði við í Reykjavík, vann þar um tíma við að teikna í Vikuna. Það var í tíð Jökuls Jakobssonar við ritstjórn. Á þessum árum sýndi ég ört, en samt sem áður sá ég fram á það, að það var ekki raunhæft að ætla sér að lifa af málara- listinni. Enda var mikið af snillingum í Reykjavík. Útkoman varð sú, að ég fór til Patreksfjarðar og gerðist þar kenn- ari. Þar var ég í tvo vetur, en málaði á sumrin. Fór svo í Kennaraskólann haustið 1961. Patreksfjarðardvölin var eins og prufukeyrsla fyrir skólann; ég vildi reyna til þrautar hvort ég kynni við mig í kennslunni. Eg átti góða daga í Kennaraskólan- um, lagði mikið kapp á námið, en mál- aði með og sýndi. Ég tók þátt í samsýn- ingu Félags íslenskra listamanna og haustið 1962 hélt ég mína fyrstu einka- sýningu í Reykjavík, í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Þar réði þá ríkjum Kristján Eldjárn. Mér var tekið vel. Það kom meira að segja umsögn um mig í Stefni, blaði ungra Sjálfstæðis- manna. Þeim þótti eitthvert púður í því, að eigna sér einn listamann, en þeim þótti það þá flestum við hæfi, að halla sér til vinstri í pólítík.“ - Er Ólafsfjörður næstur? „Já, ég var að vísu að stússast við 100 ára afmæli Akureyrar sumarið eftir Kennaraskólann, en síðan fór ég að hugsa minn gang. Ég hafði ekki áhuga á að verða kennari með annan kennara yfir mér. Ég stefndi því strax nokkuð ákveðið að skólastjórastöðu; hafði raunar stefnt að því strax í skóla, með því að taka mjög hátt kennarapróf. Eft- ir að hafa skoðað ýmsa kosti sótti ég um skólastjórastöðu í Ólafsfirði, við barna- og unglingaskólann þar, en fékk ekki.“ óttir þú of ungur og galgopa- legur? „Nei, það held ég ekki. En umsókn mín olli nokkrum óróleika i plássinu. Ég vissi það raunar ekki fyrr en allt var afstaðið, því ég fór aldrei úteftir til að fylgja umsókn minni eftir. Sá sem sótti á móti mér var hinn mætasti skólamaður, sem hafði verið við skólann í áratugi. Ýmsum þótti því ástæðulaust annað en að hann fengi starfið. Það var skiljanlegt og eðlilegt.“ - En í Ólafsfjörð fórstu? „Já, það gerði ég og tók að mér kennslu. Því embætti gegndi ég í eitt ár, en þá var skólanum skipt upp í barna- skóla og gagnfræðaskóla og ég tók að mér stjórn þess síðarnefnda. Þeirri stöðu gegndi ég í á átjánda ár.“ - Hvernig var að koma til Ólafs- fjarðar? „Það var afskaplega gott að vera skólastjóri í Ólafsfirði. Þar er afskap- lega hlýtt mannlíf og ég hef aldrei fund- ið fyrir einangrun, þar sem gott er að vera. Ég var einn af stórri samhentri fjölskyldu. Þá var ekki kominn vegur fyrir Múlann, þannig að eina sam- gönguleiðin á landi var um Lágheiði og hún var ekki fær nema 5 mánuði á ári. En Drangur var okkar far og hann kom í Ólafsfjörð tvisvar í viku yfir veturinn, þegar gaf. Oft var ófært og mér þótti það ekki verra. Ég setti það hreint ekki fyrir mig. Mér þótti einangrunin jafnvel til bóta, sérstaklega eftir að ég tók við skólanum. Hún leiddi til þess, að mínir nemendur voru ekki á neinu randi um allar sveitir. Þeir voru heima við, og það sem meira var, þeir urðu að vera sjálfum sér nógir. Þess vegna var félags-. líf blómlegt." - Svo lentir þú inn í pólitík. „Já, ég held að ég hafi lent inn í flestu sem hægt var að komast í á staðnum. Ég festist þar í leiktjaldagerð og leikstjórn til fjölda ára, ekki bara hjá Leikfélagi Ólafsfjarðar, því það var einnig starfandi öflugt leikfélag innan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.