Dagur - 30.01.1986, Side 12

Dagur - 30.01.1986, Side 12
Akureyri, fímmtudagur 30. janúar 1986 CROWN j CHICKEN - AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Kjúkftngar eru gceðafœða i CROWN j. CHICKEN ' AKUREYRI Skipagrttu 12 • Sími 21464 Leikfélag Akureyrar: Æfingar b' á „Fóstbræðrum“ Það er stutt á milli stríða hjá Tónlist í verkinu er sú flókn- Leikfélagi Akureyrar og starfs- mönnum þess. Nýlega er búið að frumsýna Silfurtúnglið eftir Laxness og Jólaævintýri Dick- ens gengur enn og æfingar að hefjast á síðasta verkefni vetrarins. Það heitir á frum- málinu „Blood Brothers“ og er eftir Willy Russell. En hann varð frægur fyrir leikrit sitt „Educating Rita“. Það leikrit var síðan kvikmyndað og naut myndin mikilla vinsælda. Hjá L. A. mun verkið heita Fóst- bræður. Verkið, Blood Brothers, var frumsýnt í London 1983 og var kosið besti söngleikur þess árs. Það þykir mikill heiður í stórborg þar sem bestu söngleikir heimsins sjá dagsins Ijós. Magnús Þór Jónsson eða Megas hefur þýtt bæði talaðan texta og sunginn. Leikstjóri er Páll Baldvin Bald- vinsson sem nýlega leikstýrði Rauðhóla-Rannsý hjá Hinu leikhúsinu og fengið hefur lof gagnrýnenda. Myndlistarmaður- inn Gylfi Gíslason gerir leikmynd við Fóstbræður. Þetta er „magnað, dramatískt verk,“ eins og Signý Pálsdóttir leikhússtjóri orðaði það. Hjátrú er mikil í leiknum og kemur með- al annars fram að þegar aðskildir tvíburar uppgötva að þeir eru bræður munu þeir báðir deyja. Nafn á brýrnar Samtals hafa nú borist 48 til- lögur í hugmyndasainkeppni sem svæöisútvarpiö á Akureyri gekkst fyrir meðal hlustenda sinna um nafn á nýju brýrnar yfir Leirurnar. í síðustu viku hringdu 29 manns með 26 mismunandi til- lögur. í gær hringdu svo 21 og við það bættust 22 ný nöfn í hug- myndabankann, að sögn Finns M. Gunnlaugssonar, dagskrár- gerðarmanns. Hann sagði að enn væri hægt að koma hugmyndum á framfæri með því að hringja í síma 26499. Pað verður svo lík- lega Vegagerðarinnar að meta það hvort eitthvert af þessum nöfnum verður notað. - HS asta sem ráðist hefur verið i hjá L.A. að sögn Roar Kvam. Er um að ræða jass, rokk og dægur- músik. Níu manna hljómsveit spilar á sýningum. Leikarar eru Erla B. Skúladóttir og Sunna Borg sem leika mæðgurnar. Bræðurnir eru Ellert A. Ingi- mundarson og Barði Guðmunds- son. Sögumaður verksins er Þrá- inn Karlsson. Aðrir leikendur eru Pétur Eggerz, Kristján Hjart- arson, Haraldur Hoe Haraldsson og Sigríður Pétursdóttir. Frum- sýning er áætluð viku fyrir páska. gej- Yfirtekur Iðnaðar- deild reksturinn? Nær allir starfsmenn fatadeild- ar Sambandsins á Akureyri hafa ritað forráðamönnum Iðnaðardeildar Sambandsins bréf þar sem farið er fram á að það verði kannað hvort Iðnað- ardeildin geti yfírtekið rekstur- inn, en fatadeildin hefur að undanförnu verið rekin af Verslunardeild Sambandsins. Um 65 starfsmenn fatadeildar hafa nú fengið uppsagnarbréf í hendur. Jón Sigurðarson fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar sagði í samtali við Dag að Iðnað- ardeildin gæti að öllum líkindum tekið við flestu þessu fólki því það vantaði fólk til starfa við út- flutningsframleiðslu Iðnaðar- deildar. Starfsfólk það sem hefur unnið við fatadeildina mun sækja það fast að látið verði reyna á það hvort Iðnaðardeildin geti tekið yfir reksturinn þannig að fólkið geti sinnt sínum störfum áfram eins og það hefur gert, en verði ekki flutt í önnur störf. Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins sagði að það yrði kannað hvort hægt væri að reka fata- deildina hallalaust. Ef niðurstað- an verður jákvæð myndi Iðnað- ardeildin beita sér fyrir því að það yrði gert. gk-. í gærkvöld varð loks flugfært til Akureyrar eftir nokkra töf. Þá höfðu starfsmenn á flugvellinum nög að gera. Mynd: KGA Hótel KEA: Veitingarekstur- inn leigður út? - Starfsfólkinu sagt upp um helgina „Til athugunar er að leigja út allan veitingarekstur Hótel KEA frá og með 1. maí n.k. Ef af því verður mun hótelið ein- ungis reka gistiaðstöðuna en leigja út eldhúsið og veislusal- inn svo og kaffíteríuna Súlna- berg á jarðhæðinni. Pessi leið hefur t.d. verið farin hvað varðar rekstur Hótel Sögu í Reykjavík. Par rekur hótelið sjálft gistiaðstöðuna en leigir út alla veitingaaðstöðu. Þar hefur þetta fyrirkomulag gefið góða raun enda er vitað mál að hjá mörgum stærri hótelanna hefur reynst erfitt að láta veitingarekst- urinn standa undir sér með því að vera að öllu leyti með aðkeypt vinnuafl í þeim rekstri. Viðræður hafa staðið yfir við Kaupfélag Húnvetninga: Nýr tölvubúnaður í notkun Skömmu eftir áramót var tekin í notkun ný tölva hjá Kaupfé- lagi Húnvetninga en sú sem fyrir var, var orðin úrelt að sögn Guðsteins Einarssonar skrifstofustjóra kaupfélagsins þrátt fyrir að hún væri ekki nema fímm ára gömul. Nýja tölvan er af gerðinni „IBM-system 36“ og er hægt að stækka hana þannig að hún samsvari 120 milljón stafa diskettu. Til marks um öra þróun á þessu sviði sagði Guðsteinn að nýja tölvan hefði kostað 30 þús- und dollara en kostaði fyrir fimm árum 77 þúsund dollara. Um notagildi nýju tölvunnar sagði hann að þegar væri farið að vinna í henni bókhald og launa- bókhald og fljótlega yrði farið að vinna allt í henni varðandi af- urðauppgjör bænda og birgða- bókhald. Vélsmiðja kaupfélags- ins yrði fyrst deilda tengd tölv- unni eða strax og snjóa leysti og síðan hver deildin af annarri, en framleiðandinn ábyrgist að vinnuhraði tölvunnar haldist þótt fjarlægð milli staða sem eru tengdir henni sé allt að 1500 metrar, og dæmi eru til um allt að 5000 metra fjarlægð frá móð- urtölvu. Sex manns hafa þegar verið sendir í þjálfun til að læra á tölv- una, sumir til IBM, aðrir í Sam- vinnuskólann að Bifröst og enn aðrir í hugbúnaðarfyrirtæki sem sér um útbúnað fyrir tölvuna. Þá sagði Guðsteinn að fyrirhugað væri að tölvuskermar kæmu á hvert skrifborð og þættu jafn sjálfsagðir og reiknivélar eru í dag. Hver skermur kostar nú um 60 þúsund krónur. „Við fáum mikið fullkomnara bókhald," sagði Guðsteinn, en þess má geta að Kaupfélag Skag- firðinga er að breyta hjá sér og með því að þeir og Kaupfélag Húnvetninga ásamt SÍS stóðu sameiginlega í samningum varð- andi kaupin tókst að fá mjög hag- stætt verð. G.Kr. tvo einstaklinga, sem sýnt hafa áhuga á að taka veitingarekstur- inn að sér. Það eru þeir Þórhallur Árnason yfirþjónn Hótel KEA og Sigmundur Einarsson mat- reiðslumeistari, sem nú annast mötuneyti heimavistar Mennta- skólans á Akureyri. Ef samning- ar nást munu þeir taka við rekstr- inum þann 1. maí. Fundur var haldinn með starfs- fólki Hótel KEA á þriðjudags- kvöldið þar sem því var skýrt frá stöðu mála. Þar kom fram að leigutakar óskuðu eftir því að hafa frjálsar hendur um ráðningu starfsfólks. Af þeim sökum yrði að segja starfsfólkinu upp störf- um með venjulegum þriggja mánaða fyrirvara. Starfsfólkið mun því væntanlega fá uppsagn- arbréf með launum sínum þann 1. febrúar n.k. „Ef af þessu verður munum við setja ákvæði inn í samninginn um það að leigutakinn leitist við að endurráða sem mest af því fólki sem þarna hefur starfað," sagði Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri í samtali við Dag. Sem fyrr segir hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin en miklar líkur eru á að samningar takist. BB.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.