Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 1
Stjórnir og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélaganna afla sér verkfallsheimildar 32. tölublað Hauganes: Bátaafli mjög góður Bátar frá Hauganesi hafa aflað mjög vel síðustu daga. Bátarn- ir Arnþór og Heiðrún lönduðu á sunnudag. Var hvor bátur með 35-40 tonn eftir einn sólarhring. Voru þ<?ir á veiðum við Kol- beinsey. Gekk fiskurinn svo skarpt í netin að þau voru full eft- ir stuttan tíma og var þá kastað aftur þar til þessi ágæti afli var kominn um borð. Er þetta mjög góður fiskur. Eru bátarnir komn- ir á nriðin aftur og hafa aflað vel. Minni bátar hafa verið á grunnslóð og aflað mjög vel. eða upp í 6 tonn eftir nóttina. sem þykir gott. Segja sjómenn að þessi góði afli fáist á sania tírna og á sama stað og var fyrir ári. Aflinn er að mestu verkaður í salt. gej- 69. árgangur Akureyri, mánudagur 17. febrúar 1986 Hitastigið hjá mér er búið að vera alveg niður undir 50° síð- an ég flutti í húsið fyrir rúmum fjórum árum. Eg hef staðið í því tvisvar til þrisvar á ári að fá þá hjá hitaveitunni til að auka vatnsmagnið til mín en það er alltaf minnkað jafn- hraðan aftur,“ sagði Gunnar Valur Guðbrandsson húsa- smiður í samtali við Dag. Gunnar býr úti f Síðuhverfi á Akureyri, nánar tiltekið í Bakka- síðu. íbúar Síðuhverfis hafa margir verið óánægðir með hita- stigið á vatninu frá Hitaveitu Ak- ureyrar. Gunnar sagði að þegar hemla- kerfið hefði verið við lýði hefði hann tekið inn tvo og hálfan lítra af vatni en það hefði ekki dugað til. Að lokum hefði hann fengið tæpan lítra í yfirstillingu vegna hins lága hitastigs. Eftir að rennslismælar og voru settir upp hefur Gunnar, eins og aðrir, greitt fyrir það magn sem hann notar, en fengið afslátt vegna þess hversu hitastigið er lágt. Að sögn Gunnars hefur mælirinn hjá honum undanfarna daga sýnt 50- 52° hita. „Eins og er er ég með 20% af- slátt frá gjaldskrá en sá afsláttur segir ósköp lítið. Hjá hitaveit- unni er mér sagt að ég fái ekki frekari leiðréttingu fyrr en í fyrsta lagi með vorinu. Ég sé því ekki fram á annað en ég verði að leggja inn kæru á hitaveituna hjá rannsóknarlögreglunni til að eitt- hvað fari að gerast í þessum málum. Þetta er rán eða þjófnað- ur, eða hvað maður á að kalla það og ég hef ekki það rúm fjár- ráð að ég sætti mig við þessar greiðslur,“ sagði Gunnar. Hann sagðist ætla að gera eina tilraun enn til að ná samkomulagi við forráðamenn hitaveitunnar og ef ekkert kæmi út úr þeim við- ræðum legði hann inn kæru. Degi er kunnugt um tvo aðila til viðbótar sem hafa í hyggju að kæra Hitaveitu Akureyrar til rannsóknarlögreglunnar. Með því vilja þeir fá fram rannsókn á því hvort upphæð hitaveitureikn- inganna sé réttlætanleg. BB. „Við viljum mýið“ - Mývetningar hafa áhyggjur af lífs- skilyrðum silungsins Má ekki bjóða ykkur tíu -ja, því ekki það. Sjaldan neitar landinn kaffisopa og það er ótrúlegt magn af kaffi, sem rennur ofan í íslendinga á degi hverjum. En það eru til mismunandi tegundir afkaffi og það er ekki sama hvernig hellt er ugp á könnuna. Það erkúnst að laga gott kaffi. Kaffidýrkendurgeta fræðst nánar um þetta atriði á bls. 9 í blaðinu í dag. Á myndinni má sjá glaðbeitta „riddara hringborðsins" á Súlnabergi. Þeir slokra í sig ótrúlegt magn af kaffi á degi hverjum. ' Mynd: KGA Skoðanakönnun G-listans á Húsavík: Kristján Valgerður Valgerður Gunnars- dóttir, skrifstofumaður hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, fékk flest atkvæði í skoðanakönn- un Alþýðubandalagsins og óháðra kjósenda á Húsavík, sem fram fór um helgina. Valgerður fékk samtals 88 at- kvæði. Kristján Ás- geirsson, útgerðar- stjóri, fékk hins vegar flest atkvæði í 1. sæti, eða 50, en Valgerður fékk 49 atkvæði í 1. tO 2. sæti. Flest atkvæði í 3. sæti fékk Örn Jóhannsson, múrari, með 37 atkvæði og Hörður Amórsson, forstöðumaður, fékk sama atkvæðamagn í 4. sætið. Regína Sígurðar- dóttir, launafulltrúi, fékk 44 atkvæði í 5. sætið. í næstu sætum koma í þeirri röð sem talið er: Arnar Björns- son, kennari; Þuríður Freysdóttir, fóstra; Guðmunda Þórhalls- dóttir og Einar Jónas- son. 114manns tóku þáttí skoðanakönnuninni. í kosningunum 1982 Kristján Asgeirsson, útgerðarstjóri, 53 ára. og efst hlaut G-listinn 342 at- kvæði og tvo bæjarfull- trúa; Kristján Ásgeirs- son og Jóhönnu Aðal- steinsdóttur. Jóhanna sagði síðan af sér sem bæjarfulltrúi á miðju kjörtímabili, en hennar sæti tók Freyr Bjarna- son. Hann gefur ekki kost á sér nú. GS/IM Valgerður Gunnars- dóttir, skrifstofú- maður, 30 ára. Hitaveitan kærð til rannsóknarlögreglu? Verður blásið til verkfalla eftir viku? Vitað er að áta í vatninu hef- ur minnkað svo að fiskur sem vitað var um hefur ekki skilað sér. Hins vegar hefur borið mun meira á smærri silungi og horn- sílum. Bændur hafa gert sam- þykkt um möskvastærðir neta sem eiga að auka veiði á smærri silungi. Eins eru líkur á því að mýgöngur verði minni en venju- lega í sumar og skapar það óvissu varðandi veiðina og ástand andastofna á vatninu. En öndum hefur fækkað stór- lega undanfarin sumur vegna þeirra líffræðilegu breytinga sem hafa átt sér stað. Nánar um þetta á bls. 11. Vetrarblíða Magnús Jónsson, veður- fræðingur, spáir vetrarblíðu áfram, a.m.k. til fimmtudags. Eitthvað kólnar þó, samfara austan- og norðaustanátt, en það verður ekki nema rétt til að halda aftur af gróðri. Engin teikn eru sjáanleg um noröan- áhlaup í uppsiglingu. - GS. Á almeimum félagsfundi í Verkalýðsfélaginu Einingu sem haldinn var í Alþýðuhús- inu á laugardaginn var sam- þykkt samhljóða að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til verkfalls- boðunar. Fundurinn var haldinn strax á eftir fundi sem nokkrir forsvars- menn úr samninganefnd Alþýðu- sambands íslands héldu með stjórnum veraklýðsfélaga af Norðurlandi. Sá fundur var hald- inn til þess að kynna stjórnar- mönnum störf samninganefndar til þessa og bera saman bækur manna um framhaldið. Þar hvatti forseti ASÍ, Ásmundur Stefáns- son stjórnir verkalýðsfélaga til að afla sér verkfallsheimilda hið fyrsta. í samtali við Dag sagði Ás- mundur að það væri fullur vilji fyrir því innan verkalýðshreyf- ingarinnar að semja þannig að ekki verði um beinar prósentu- hækkanir að ræða sem síðan yltu út í verðlagið heldur yröi launþegum tryggður sá kaup- máttur sem um yröi samið og hann yrði að vera meiri en nú er. Vinnuveitendur hefðu líka geng- ið til viðræðna með svipaðar hug- myndir að leiðarljósi og því væri undarlegt það tilboð sem þeir hefðu lagt fram í síðustu viku því það fæli í sér enn lægri kaupmátt en fólk heföi haft í lok síðasta árs miðað við bjartsýnustu verð- bólguspár, á sama tíma bötnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar og hagvöxtur meira en undanfarin tvö ár. Sævar Frímannsson, formaður Einingar, sagði í samtali við Dag að það hefði verið fyllilega gefið í skyn á fundi Einingar á laugar- daginn að verkfallsheimildinni yrði beitt ef á þyrfti að halda. „Ef hlutirnir fara ekki að ganga í þessari viku held ég að við verð- um að beita þessari heimild. Rýrnun kaupmáttarins er svo mikil dag frá degi að við getum ekki beðið öllu lengur. Það er Ijóst að þeir sem sitja í samninga- nefnd gera ekki mikið netna hinn almenni félagsmaður standi að baki þeim. Það virðist vera niikill einhugur í fólki núna urn að ná fram einhverjum raunverulegum kjarabótum." Því rná bæta hér við að verkfall þarf að boða með 7 daga fyrirvara þannig að ef ekki gengur neitt saman í vikunni má hugsa sér að einhver félög boði verkfall um næstu hlegi sem tæki þá gildi helgina þar á eftir. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.