Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 9
17. febrúar 1986 - DAGUR - 9
Má bjóða
ykkur tíu?
-Um „brúna gullið“, þjóðardrykk Islendinga
íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem drekka hvað
mest kaffi, sé miðað við íbúatölu. Að meðaltali notar
hvert mannsbarn á landinu 10 kg af kaffi á ári, mælt í
óbrenndu kaffi, eða sem svarar til u.þ.b. 3 bollum á
dag. Það eru ekki mörg ár síðan að kaffi var kaffi. Þá
var ekki spurt um margar mismunandi tegundir eða
bragðeinkenni. Þá var Ríó kaffi frá Brasilíu allsráð-
andi og enn í dag er það mest notaða kaffið hérlendis.
Nú eru hins vegar margar mismunandi tegundir af
kaffi á markaðinum með ýmsum bragðeinkennum.
Má bjóða þér kajfisopa?
Já kannski tíu.
Allir geta lagað kaffi, en það tekst
ekki öllum jafnvel í að laga gott
kaffi. Ef þú ert meðal þeirra sem
finnst að kaffið bragðist ekki alltaf
jafn vel, ættirðu að athuga eftirfar-
andi. Yfirleitt þarf ekki mikið til að
auka gæðin á nýlagaða kaffinu sem
þú hellir í bollann.
Þar sem 98,5% af lagaða kaffinu er
vatn, skiptir miklu máli að vatnið sé
gott. Gott kaffivatn verður að vera
ferskt og súrefnisríkt. Vatn sem hef-
ur staðið lengi, eða verið hitað upp
áður, er snautt af súrefnum, en sú-
refni þarf til ef hin góðu bragð- og
ilmefni eiga að losna úr kaffinu.
Þannig vatn vantar allan ferskleika
og bragðið af kaffinu fer eftir því.
Hversu sterkt eða veikt kaffið á að
vera, er smekksatriði, en viljirðu fá
virkilega bragðmikið kaffi er hæfilegt
að nota milli 60 og 70 g af kaffi á móti
1 lítra af vatni, eða um 10 g á bolla,
miðað við að stærð bollans sé 15 cl.
Við uppáhellinguna er best að
nota trekt með kaffifilter, hvort sem
notuð er gamla uppáhellingaraðferð-
in, eða sjálfvirk kaffikanna. Áríð-
andi er, að filterinn passi í trektina
og athugið að filterinn sem fæst í
verslunum, er af misjöfnum gæðum.
Það er ekki hægt að mæla með málm-
síum eða nylonsíum. Þessum síum er
gjamt að þéttast og kaffileifar sem
festast í þeim geta jafnframt gefið
frá sér vont bragð.
Þegar hellt er upp á með gamla
laginu er rétt að hefja „uppáhelling-
una“ strax og suðan hefur komið upp
í katlinum. Rétt er að láta bununa
fara í miðja trektina og sumir telja
mikilvægt að láta bununa aldrei
slitna. í það minnsta er mikilvægt, að
Gunnar Karlsson er fram-
kvæmdastjóri Kaffibrennslu
Akureyrar, en þaðan kemur
vinsælasta kaffið á íslandi í dag,
Braga-kaffið, en Kaffibrennsla
Akureyrar hefur framleitt kaffi
allt frá árinu 1931. Og Kaffi-
brennslan hefur fylgst með þró-
uninni, því nú er hægt að fá 5
mismunandi kaffitegundir
þaðan. En mönnum er mislagið
að „hella upp á“. í meðfylgj-
andi grein bendir Gunnar á
ýmsar leiðir til að laga betra
kaffi, jafnframt því sem hann
gerir grein fyrir þeim mismun-
andi tegundum, sem Kaffi-
brennsla Akureyrar býður upp
á.
láta ekki setjast í trektinni fyrr en
uppáhellingu er lokið. Það er líka
matsatriði, hvort allt vatnið er látið
fara í gegnum trektina, því þegar
hellt er upp á er vatnið búið að taka
það besta úr kaffinu, þegar um það
bil helmingnum af því hefur verið
hellt í gegnum trektina. Sumir hafa
því þann háttinn á, að hella um það
bil helmingnum af vatninu í trektina,
en afganginum beint í könnuna.
Þessi aðferð kemur í veg fyrir, að
ýmis óæskileg efni losni úr korginum.
En sé þessi aðferð viðhöfð þarf að
sjálfsögðu að hrista vel upp í könn-
unni, þannig að kaffið og vatnið
blandist vel saman.
Munið þegar uppáhellingu er
lokið, að hræra í könnunni, því að
fyrstu 40 prósentin af vatninu sem
fara í gegnum kaffið, taka með sér 80
prósent af styrknum. Sé það ekki
gert, situr sterka kaffð á botninum,
en það veikara efst í könnunni. Hell-
ið hins vegar aldrei lagaða kaffinu
Fimm kaffitegundir
Elsta og þekktasta tegundin er
gulur Bragi, sem er hreint
Ríó kaffi frá Brasilíu. Gulan
Braga er hægt að fá fínmalað-
an í 250 g og 1 kg pokum og
grófmalaðan í 1 kg pokum.
Santosblanda í rauðum pok-
um er það nýjasta á markaðin-
um frá Kaffibrennslunni. í
nýju Santosblöndunni er Sant-
os kaffi af mun hærri gæða-
flokki en það sem var í gamla
Santos kaffinu frá Kaffi-
brennslunni, blandað með há-
gæðakaffi frá Colombiu og'
Mið-Ameríku.
Santosblandan er fínmalað
kaffi í 250 g pokum.
Colombia kaffið í grænu
pökkunum er að stærstum
hluta hágæðakaffi frá Col-
ombiu, blandað með Costa
Rica kaffi, einnig af háum
gæðaflokki. Gæðalega séð
besta kaffið frá Kaffibrennsl-
unni. Coiombia kaffið er fín-
malað í 250 g pokum.
Ameríka, í bláum pokum,
er blandað úr ýmsum tegund-
um af Mið-Ameríku kaffi.
Þetta ct goít kaffi sem Kaffi-
brennslan hefur reynt að
bjóða á hagstæðu verði.
Ameríku kaffið er milli gróf-
malað í 1 kg pokum. Á næst-
unni verður einnig hægt að fá
þetta kaffi í 250 g pokum.
Koffínlaust kaffi. Fyrir
rúmu ári hóf Kaffibrennslan
að framleiða koffínlaust
kaffi. Þetta er gæðakaffi
frá Mið-Ameríku. Koffínið
er fjarlægt úr baununum
með sérstakri aðferð, en síðan
eru þær meðhöndlaðar á sama
hátt og aðrar kaffibaunir. Þó
að koffínið sé fjarlægt úr kaff-
inu, hefur það engin áhrif á
bragð eða ilm kaffisins og það
er hellt upp á koffínlausa kaff-
ið á sama hátt og annað kaffi.
aftur yfir korginn. Við það losna að-
eins óæskileg efni úr korginum og
nokkuð af góðu bragð- og ilmefnun-
um sem fengist höfðu úr kaffinu
tapast. Best er síðan að framreiða
kaffið eins fljótt og auðið er, því að
eftir tiltölulega stuttan tíma á könn-
unni tapast mikið af gæðunum.
Hreinsun kaffikönnunnar
er mikilvœg.
Sérstaklega að innan
Engin eða lítil hreinsun sjálfvirkra
kaffivéla er ein algengasta ástæða
þess að kaffið bragðast ekki eins og
það á að gera. Sjálf kannan er ekkert
vandamál, heldur vatnsgeymirinn og
rörin innan í könnunni. Ástæða þess
að könnurnar stíflast, er yfirleitt ekki
vegna kalks í vatninu, því hér á landi
er yfirleitt hverfandi lítið kalk í
drykkjarvatni. Hins vegar nota flestir
sjálfa kaffikönnuna þegar þeir setja
vatn í kaffivélina, án þess að þvo
könnuna nægilega vel áður. Með
þessu móti fara kaffileifar og fita úr
kaffinu með vatninu í kaffivélina og
festast f rörunum ásamt óhreinindum
úr sjálfu vatninu. Skánin sem þannig
myndast innan í rörunum gefur frá
sér bragð og minnkar auk þess
innanmál röranna. .Við það verður
uppáhellingin hægari og sá tími sem
vatnið er í snertingu við kaffiduftið
lengri, en við það leysast óæskileg
efni úr kaffinu og árangurinn verður
beiskt og biturt kaffi.
í verslunum fæst hreinsiefni, sem
er sérstaklega gert til að fjarlægja
þessa skán. Það skal tekið fram, að
edikssýruupplausn vinnur ekki á
þessari skán, heldur eingöngu á
kalki, en eins og áður sagði er það
yfirleitt ekki vandamálið hérlendis.
Það á hins vegar við í löndum eins og
til dæmis Danmörku, þar sem mikið
kalk er í drykkjarvatni.
Við val á sjálívirkum kaffikönnum
ætti að hafa eftirfarandi í huga:
1. Tímann sem tekur könnuna að
tæma vatnið í gegnum sig. Sá tími
ætti ekki að fara yfir 5 mínútur. Þeim
mun lengri sem tíminn er framyfir
það, þeim nrun verra kaffi án tillits til
magns. (Það er jú notaður sami
steikingartími hvort heldur það er
eitt eða tvö læri í ofninum.)
2. Hitastigið á vatninu þegar það
kemur í snertingu við kaffið, en það
á að vera milli 92 og 96°C. Ef hitinn
er lægri losna ekki öll æskilegu
bragðefnin, en ef hann er hærri losna
óæskileg efni úr kaffinu, þannig að
kaffið verður beiskt og biturt.
3. Hitaplatan undir kaffikönnunni
má ekki vera heitari en 80-85°C.
Að lokum, - nokkrar góðar upp-
skriftir.
• Kaffi með rjómaís.
1 dl sterkt, kalt kaffi - 2 dl. rjómaís.
Hrært og skreytt með þeyttum
rjóma. Borið fram í háu glasi með
sogröri.
• ískaffi.
Kalt kaffi, sykur og ísmolar (helst
frystir úr kaffi). Framreitt í háu glasi.
• Hawaiikaffi.
6 cl sterkt, kalt kaffi - 3 cl grapesafi -
4 cl ananassafi - sykur - 1 matskeið
vanilluís - mulinn ís. Hrært og síað í
rauðvínsglas. Skreytt með vanilluís.
Sogrör.
• Sumarblær.
2 dl sterkt, kalt kaffi - 1 dl appel-
sínusafi - 1 eggjarauða - sykur -
mulinn ís. Hrært og borið lram í háu
glasi. Skreytt með vanilluís og app-
elsínusneið. Sogrör.
• Súkkulaðikaffi.
Heitu kaffi og heitu súkkulaði bland-
að saman í jöfnum hlutföllum.
Skreytt með þeyttum rjóma og kanil
stráð yfir. Framreitt í bolla.
Firmakeppni
í knattspyrnu innanhúss
Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku
í firmakeppni innanhúss 1986.
Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og í
nágrenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið í
keppnina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki í lið. Með
þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leik-
menn er þátt taka og er óheimilt að breyta þeim lista eftir
að keppni er hafin.
Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem voru á launaskrá
fyrirtækis 1. febrúar sl.
Bent skal sérstaklega á að leikið verður samkvæmt nýj-
um reglum er samþykktar voru á síðasta K.S.Í. þingi.
Þátttökulistum, ásamt þátttökugjaldi, kr. 3.000 fyrir 1 lið,
kr. 5.000 fyrir 2 lið og kr. 1.000 fyrir hvert lið umfram 2,
skal skila til Sveins Björnssonar Plastiðjunni Bjargi eða
Davíðs Jóhannssonar N.T. umboðinu, fyrir 22. febrúar
1986.
K.R.A.
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður að Hótel KEA
föstudaginn 21. febrúar
og hefst kl. 20.30.
Góð verðlaun.
Allir velkomnir. „
Framsoknarfelag Akureyrar.