Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 3
17. febrúar 1986 - DAGUR - 3
Júlíus Krístjánsson framkvæmdastjóri AKVA ásamt þýskum sérfræðingi. Hér er vatnið komið í umbúðir.
Myndir: KGA.
„Stendur og fellur
með góðri vöm“
- Rætt við Þórarinn Sveinsson um vatnsútflutning AKVA
Þá er stundin runnin upp.
Byrjað er að pakka vatni til
útflutnings frá Mjólkursamlag-
inu á Akureyri. Hugmyndin
um vatnspökkun er nokkuð
gömul og margir hafa sýnt henni
áhuga. Kaupfélög á Norður-
landi tóku sig saman og stofn-
uðu fyrirtækið AKVA til að
hrinda þessum áformun í fram-
kvæmd og nú eru fyrstu fern-
urnar komnar í gegnum
pökkunarvélina. Er vatnið
framleitt undir heitinu Natural
Icelandic Aqua minerale.
Vélin sjálf er búin að standa
ónotuð nokkurn tíma, en ýmis-
legt hefur orðið þess valdandi að
ekki var byrjað að pakka fyrr en
í dag. Umbúðir voru ekki tilbún-
ar, bilun í prentvél og fleiri atriði
komu þar inn í.
Það var ríkjandi nokkur eftir-
vænting meðal starfsmanna þegar
pökkunin hófst. Menn voru að
líta inn í salinn þar sem vélarnar
komu frá sér fullpökkuðu vatn-
inu. Gul aðvörunarljós blikkuðu
þegar eitthvað var ekki eins og
það átti að vera. Þýskir sér-
fræðingar frá verksmiðjunni sem
framleiðir vélarnar voru að störf-
um ásamt starfsmönnum
Mj ólkursamlagsins. Vélin sér um
alla þætti pökkunarinnar, eða frá
því tómar umbúðir eru settar í
hana og þar til fernurnar eru
komnar í plastumbúðir og tilbún-
ar til útflutnings.
Þórarinn Sveinsson Mjólkur-
samlagsstjóri sagði að hreinlæti
væri stór liður í því að þessi til-
raun til útflutnings tækist. Enda
kemur mannshöndin hvergi ná-
lægt þegar vatnið streymir í um-
búðirnar. Vélin sér sjálf um geril-
sneiðingu vatnsins og pakkar því
undir þrýsting. Síðan er hátíðni-
hljóði beitt til að loka umbúðun-
um. Á vélum sem loka mjólkur-
fernum er hins vegar hiti, eða raf-
magn notað til þess. Þórarinn
sagði að það gæti komið bruna-
bragð af mjólk við slíka lokun
umbúða. „Vatn er þannig saman-
sett að það hefur ekki nein efni til
að fela aukabragð," sagði Þórar-
inn, „svo þessi aðferð er nauð-
synleg. Enda leggjum við mikið
kapp á að vatnið komist sem best
til notenda. Vatnið er pakkað
með 6 mánaða geymsluþol í
huga, en það endist mun lengur,"
sagði hann og bætti við, „Þessi
framleiðsla stendur og fellur með
góðri vöru og góðri sölu."
AKVA sér ekki um sölu
vatnsins, heldur er það danskt
fyrirtæki sem var stofnað sérstak-
lega til að annast sölu fyrir
AKVA. Nefnist það Icelandic
Supply APS og er staðsett í
Odense í Danmörku. Helsti
markaður sem þetta fyrirtæki er í
sambandi við eru Evrópulönd og
Bandaríkin. Einnig standa yfir
viðræður við aðila í Austurlönd-
um nær, en þar á áð vera stór
markaður ef að líkum lætur.
Umbúðirnar sem pakkað er í
eru 0,2 og 0,5 lítra og fær AKVA
6,10 krónur fyrir 0,5 lítra og 4,62
krónur fyrir 0,2 lítra. Þetta er
fob. verð á Akureyri. Áætlanir
um framleiðslu eru 10 milljónir
pakkninga á ári og er þá unnið í
dagvinnu við pakkninguna, en
framleiðslugeta verksmiðjunnar
er mun meiri. Ef framleiðsla í
dagvinnu selst, á verksmiðjan að
standa undir sér. Stofnkostnaður
verksmiðjunnar liggur ekki
endanlega fyrir, en talað er um
kostnað á bilinu 8-12 milljónir.
Þórarinn var spurður um vonir í
sambandi við sölu. „Við gerum
okkur góðar vonir og munum
kappkosta að vanda framleiðsl-
una. Það er mikið gæðaeftirlit
með framleiðslunni, bæði hjá
okkur og einnig hjá söluaðila er-
lendis svo þetta lofar góðu.“ gej-
Fóstrur - Starfsfólk!
Starfsfólk vantar að leikskólunum Árholti og
Lundarseli frá 1. apríl 1986.
Allar nánari upplýsingar á Félagsmálastofnun Ak-
ureyrar alla virka daga frá kl. 10-12, sími 25880.
Skriflegar umsóknir skilist inn fyrir 1. mars nk.
Dagvistarfulltrúi.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
leitar að manni til að starfrækja
vélahermi (simulator)
Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi lokið námi í vél-
fræði, véltæknifræði eða hliðstæðum greinum.
Starfsþjálfun fer fram erlendis.
Upplýsingar veitir skólameistari í síma 96-26811 og
fulltrúi bygginganefndar í síma 96-23251.
Skólanefnd.
Markaðsdagar í Grýtu
14. febrúar-22. febrúar
Hvítt postulín á tilboði!
Bastvörur - Trévörur -
Leir og postulín -
Glervörur - Plastvörur -
Stálvörur - Gólfmottur.
Hestamenn!
Látum ekki aka á okkur
í skammdeginu - notum
ENDURSKINSMERKI
LETTIR
>,
\ísuki»/
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR
Slolnað 5 nov 1928 P O Bo\ 348 - 60? At.uiey