Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari________________________ Raunhæft samningstilboð Ríkisstjórnin telur að hægt verði að ná verð- bólgunni niður í 9% í lok þessa árs ef ekki verða verulegar breytingar til hins verra á viðskiptakjörum eða öðrum ytri aðstæðum í þjóðfélaginu. Á þessu er boð samninganefnd- ar ríkisins í kjarasamningaviðræðunum grundvallað. Þar er gengið út frá því að al- mennum verðhækkunum á árinu verði haldið innan við 9% og launaliðir kjarasamninga hækki alls um 7% á gildistímanum. Það er ekki mikil hækkun í prósentum talið en á móti kemur að í tilboðinu lofar ríkisstjórnin að beita sér fyrir margs konar aðgerðum til að auka kaupmátt og vinna bug á verðbólgunni. Þannig er gert ráð fyrir að lækka tekjuskatt og útsvar, gjaldskrár opinberra stofnana, bensín og olíu svo og bankavexti. Þegar allt er talið er ljóst að um verulega kjarabót er að ræða — og raunhæfa. Launþegahreyfingin vill fá 8% hækkun kaupmáttar, enda er kaupmáttur nú nokkrum prósentum lægri en hann var á sama tíma í fyrra. Kaupmáttartrygging er forgangskrafa launþegasamtakanna og hljóta allir að vera sammála um að sú krafa er eðlileg og sjálfsögð. Samstaða náðist ekki um að fara skatta- lækkunarleiðina í kjarasamningaviðræðum fyrir ári. Þar var öll áherslan lögð á prósentu- hækkun launa enda stuðluðu þeir samningar að rýrnun kaupmáttar. Ríkisstjórnin sýnir með tillögum sínum nú að hún vill fara skynsamlegri leið að þessu sinni. Ytri aðstæður eru þjóðarbúinu mjög hag- stæðar eins og málum er komið. Nægir þar að nefna að fiskverð á erlendum mörkuðum hef- ur farið hækkandi að undanförnu á meðan að olíuverð lækkar jafnt og þétt. Góðæri í þjóðar- búskapnum getur þó verið tvíeggjað vopn við gerð kjarasamninga. Það skapar aukið svig- rúm fyrir samningsaðila en getur jafnframt ýtt undir að óhóflegar kröfur komi fram að hálfu launþegasamtakanna. Vonandi er ríkis- stjórnin ekki ein um það, að hafa dregið lær- dóm af samningunum í fyrra. Við núverandi aðstæður er erfitt að benda á skynsamlegri leið en fram kemur í tilboði ríkisins og launþegahreyfingin hugsar sig væntanlega tvisvar um áður en því verður hafnað. Meirihluti fólks vill semja með hóf- samlegum hætti og forðast í lengstu lög ófrið á vinnumarkaðinum. Launþegum finnst að kominn sé tími til að gera skynsamlega kjarasamninga. Nú er lag. BB. _viðtal dagsins. - segir Freydís Halldórsdóttir blikksmiður, en hún er eini kven- biikksmiðurinn á landinu. - Aldrei komið til greina að hætta við þetta allt saman? „Ég byrjaði að læra árið 1979, en kláraði ekki fyrr en 1984. Ég nefnilega tók mér frí árið 1981 og fram á árið 1982 vegna þess að ég var ófrísk. Vissulega var ég í vafa um hvort ég ætti að klára námið, eða einfaldlega hætta og fara að vinna á frystihúsinu. En það var allt of auðveld lausn. Ég átti líka góða að og með stuðningi og hvatningu frá fjölskyldunni ákvað ég að halda áfram. Og sé ekki eftir því.“ - Svo eignastu dótturina, Hjördísi Elmu Jóhannsdóttur, sem bráðum verður fjögurra ára. Hvernig finnst henni að eiga mömmu sem er blikksmiður? „Ég held henni finnist mín vinna ekkert frábrugðin vinnu annarra mæðra.“ - Má ekki bjóða þér að segja eitthvað að lokum? „Ég hefði sennilega aldrei komist þetta nema af því ég er frek. Nei, ég hef ekki mikið sjálfstraust, en er smám saman að öðlast það. Ef maður klárar ein- hvern áfanga sem lengi hefur ver- Er stimpluð sem alger kvenremba og rauðsokka af því ég valdi mér þetta stefnt að, þá eykur það sjálfs- starf. Mynd: KGA traustið." -mþþ „Ég var orðin leið á að vinna í búð. Oddur bróðir minn sem er blikksmiður spurði mig ein- hvern tíma af hverju ég prófaði ekki blikksmíðina. Ég labbaði niður á Odda einn daginn og talaði við Jóhannes Kristjáns- son. Hann sagði að það hefðu aldrei komið stelpur í þessum erindagjörðum og hann hvatti mig til að líta á aðstöðuna sem ég og gerði. Mér leist vel á þetta og byrjaði því fljótlega að læra blikksmíði,“ sagði Freydís Halldórsdóttir, en hún er eini kvenblikksmiður landsins. Hún lauk sveinsprófi árið 1984. Eftir sveinsprófið bauðst Frey- dísi vinna á Varma og hóf hún þar störf. Bróðir Freydísar sem áður er nefndur hóf að reka eigin blikksmiðju ásamt Karli Magn- ússyni, en það er fyrirtækið Blikkrás. Flutti Freydís þá sjálf- krafa yfir til þess fyrirtækis og vinnur hún þar í dag. „Pessi vinna er eins og önnur vinna, það er stundum gaman og stundum ekki. En yfirleitt er þetta mjög fjölbreytt. Ég fæ að tlakka míkið á milli, bæði utan- bæjar og innan. Ég er töluvert send út fyrir bæinn og það er mikil tilbreyting. Ég er farin að þekkja ansi margar nýbyggingar að innan og það kemur varla fyrir að ég smíði tvö eins stykki á viku. Hér á Blikkrás er unnin öll venjuleg blikksmíðavinna, við erum mikið í þakrennu- og kantasmíði og einnig í smíði loft- ræstikerfa. Pað er nóg að gera hjá okkur.“ - Hver eru viðbrögðin þegar þú mætir á staði og ferð að vinna? „Það er mikið horft á mig. Menn gjóa á mig augunum, en þora ekki að yrða á mig í fyrst- unni. Svo hleypa menn í sig kjarki og koma og spyrja hvort ég sé nýbyrjuð að læra. Jú, ég hef tekið eftir því að það er meira fylgst með því hvernig ég vinn verkin. Það er auðvitað allt í lagi þegar vel gengur, en ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það náttúr- lega leiðinlegt. Ég hef tekið eftir því að ég er stimpluð alger kvenremba og rauðsokka af því ég er í þessu starfi. Menn fara gjarnan að tala um kvenréttindamál við mig og eru yfirleitt búnir að ákveða mín- ar skoðanir fyrirfram. Mér finnst það frekar leiðinlegt." - Almennt, er fólk jákvætt? „Það eru dálítið skiptar skoðanir þar um. Kvenfólk um og yfir fimmtugt hefur verið mjög jákvætt og finnst það sniðugt að kvenfólk sæki í hefðbundin karlastörf. Karlar eru yfir höfuð jákvæðir. En það sem mér finnst furðulegast er að yngri konur, svona á milli tvítugs og þrítugs eru neikvæðastar út í þetta starf mitt. En manni finnst einmitt að þær ættu að vera opnastar fyrir þessu. Skrýtið. Hitt er svo annað mál, að það er skoðun mín að jafnrétti kemst aldrei á nema við vinnum saman, karlar og konur.“ - Ráðleggur þú konum að velja sér störf við iðnað? „Já, ég geri það hiklaust. Ég tel t.d. að blikksmíði henti kon- um mjög vel. Petta er ekki erfitt starf, ekki sóðalegt á neinn hátt og yfirleitt er þetta mjög nett vinna. Alveg kjörið fyrir kvenfólk. Ef sú staða kemur upp að það þarf að taka upp þunga hluti sem ég treysti mér ekki í, þá kalla ég bara á strákana, en þeir eru fínir strákarnir hérna. Þeir setja ekki samasemmerki á milli jafnréttis og þess að kven- fólk taki upp þunga hluti.“ - Hvað með sveinsprófið, ekkert kvíðin að fara í það? „Reyndar var ég dálítið kvíðin, en það stafaði einkum af því að í það skipti sem ég fór f prófið kom prófdómari að sunn- an í fyrsta skipti og við vissum ekki alveg út í hvað við vorum að fara. En þetta gekk allt saman vel og ég fór í gegn.“ - Þú ert fyrsta konan sem gengur í Félag málmiðnaðar- manna á Akureyri. Var það ekki svolítið gaman? „Jú, það var mjög gaman. Það var eins og að eignast hundrað bræður. Þetta eru mjög góðir náungar í félaginu og þeir sendu mér rósir þegar ég gekk í félagið, þannig að þetta var mjög vinalegt allt saman.“ Eins og að eignast hundrað bræður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.