Dagur - 19.02.1986, Side 2

Dagur - 19.02.1986, Side 2
2 - DAGUR - 19. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._______________________ Vandamál heimilanna Þrátt fyrir landfræðilega einangrun íslands búa landsmenn ekki lengur við einangrun. Sú staðreynd hefur sína kosti, en líka sína galla. Við erum fljót til að tileinka okkur ýmis konar framfarir, sem verða í heiminum, og flestar hverjar leiða til aukinnar velmegunar mann- kynsins. En það þarf sterk bein til að þola vel- megun. Aukin eiturlyfjaneysla er eitt af vandamálum nútímans, sem leitt hefur marga leiðina til glötunar. Til skamms tíma var eiturlyfjaneysla eitthvað sem tilheyrði útlöndum. En það er ekki lengur. Á síðasta ári komu 250 einstakl- ingar til meðferðar á Vogi, meðferðarstofnun SÁÁ, sem notað höfðu kannabisefni, eins og hass og amfetamín að staðaldri. Neyslan hafði staðið í þrjú ár eða lengur, daglega eða einu sinni í viku. Af þessum hópi eru 60 ein- staklingar, sem sprauta sig, flestir með amfetamíni, en örfáir hafa notað kókaín, helst þeir sem koma erlendis frá. Það eru því til ís- lendingar, sem eru háðir þessum efnum. Þeir sem komið hafa til meðferðar á Vogi eru að meirihluta 25 ára og eldri. Aðeins 6% þeirra sem þangað hafa leitað eru undir tví- tugu. Þetta segir þó ekki alla söguna, því ef- laust má í mörgum tilfellum rekja upphaf eit- urlyfjaneyslu þeirra sem eldri eru til ungl- ingsára. Það sannar hið fornkveðna, að mikil- vægt er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Að undanförnu hefur það farið í vöxt, að löggæslan hefur upplýst eiturlyfjasmygl. Það má þakka hertu eftirliti, en eflaust einnig aukinni ásókn í að smygla þessum efnum inn í landið og þá sennilega vegna aukinnar eftir- spurnar. Það hefur jafnvel verið fullyrt, að til séu á íslandi „fínir karlar", sem hafi atvinnu af eiturlyfjasmygli og eiturlyfjasölu. Það er orðið tímabært að gera róttækar að- gerðir til að sporna gegn þessari þróun. Það þarf að stórefla fíkniefnalögregluna og herða viðurlög. Læknastéttin verður einnig að standa undir þeirri ábyrgð, sem á hana er lögð, með útgáfu lyfseðla. En sterkasta vopn- ið er í höndum foreldra, heimila og skóla. Þessir aðilar móta komandi kynslóðir. Þeir hafa mestu áhrifin. GS —viðtal dagsins. Mynd: - KGA. Það vilja allir hafa frið - Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir frá Bárðartjörn vann ritgerðasamkeppni um hvernig hún viidi að þjóðfélagið yrði árið 2000. „Hvernig vil ég hafa þjóðfélag- ið árið 2000? Það er erfið spurning og mörgu til að svara. Að minnsta kosti þarf fólk að breyta hugsun sinni til að þjóð- félagið batni því að ekki vil ég hafa það eins og það er núna. Það sem mér dettur fyrst í hug er friður. Hver vill ekki hafa frið á jörðinni?“ Þessi eru upphafsorð rit- gerðar Guðrúnar Rósu Þor- steinsdóttur frá Bárðartjörn við Grenivík, en Guðrún Rósa vann til fyrstu verðlauna í rit- gerðasamkeppni á vegum Æskunnar, Rásar 2 og Flug- leiða. Efnið sem skrifa átti um var „í hvernig þjóðfélagi vilt þú búa árið 2000?“ Guðrún Rósa kom við hjá okk- ur á ritstjórn Dags og sagði okkur af ritgerðinni sinni og efni hennar. „Það var vinkona mín sem sagði mér frá þessari keppni, en hún hafði lesið um hana í Æsk- unni. Ég ákvað að taka þátt í þessari ritgerðasamkeppni. Nei, ég hef aldrei áður tekið þátt í svona keppni áður. Ég skrifa ekki mikið, bara í skólanum ef við eigum að skila stílum og svo- leiðis.“ - Hver eru verðlaunin? „Það er ferð til Luxemborgar. Við vorum tvær sem unnum, ég og önnur stelpa frá Akranesi. Við förum út í vor þegar skólinn er búinn. Við. fáum að skoða borgina. Jú, ég hlakka mikið til. Ég hef aldrei farið til útlanda áður, þannig að spennan er enn meiri.“ - Áttir þú von á að vinna? „Nei, það var hringt í mig 23. desember og méj tilkynnt úrslit- in. Ég varð mjög hissa, trúði þessu varla. Þetta kom mjög flatt upp á mig, en ég varð mjög ánægð þegar ég loksins fékk mál- ið aftur.“ Við lítum aftur í ritgerð Guð- rúnar Rósu: „Leiðtogar stórveldanna vilja frið og kenna hvor öðrum um að ekki séu kjarnorkulaus svæði hér eða þar. Samt keppast þeir um að eiga sem flest manndrápstæki. Ég vildi óska að þessi geðveikislega vopnakeppni hætti og fyrir pen- ingana, sem notaðir eru til vopnaframleiðslu, verði keyptur matur handa hungruðu fólki. Árið 2000 ætti enginn að þurfa að svelta og enginn að þurfa að ótt- ast kjarnorkuvopn.“ Seinna í rit- gerðinni talar Guðrún Rósa um að kynþáttahatur eigi ekki að fyrirfinnast á jörðinni og síðar beinir hún máli sínu að íslandi og segir: „Við eigum gott land, nægt landrými, nægt vatn, sem sé fagurt, friðsælt land. Árið 2000 á landið okkar að vera ómengað og fagurt, ekkert atvinnuleysi, engir glæpir.“ „Ég settist bara niður og byrj- aði að skrifa,“ sagði Guðrún Rósa, þegar við spurðum hvort hún hefði hugsað sig lengi um áður en hún hóf skriftir. „Ungl- :ingar hafa yfirleitt skoðanir á þessum málum. Það vilja allir hafa frið á jörðinni. Krakkar eru farnir að hugsa mikið um kjarn- orkuvopn og annað slíkt, enda er þetta alltaf fyrir manni í fjölmiðl- um.“ Guðrún Rósa er í níunda bekk Grunnskólans á Grenivík, þau eru 11 saman í bekk og sagði hún að þetta væri samrýmdur hópur. Það er dískó hálfsmánaðarlega og oft spilakvöld og aðrar skemmtanir. í sumar ætlar Guð- rún Rósa að vinna á frystihúsinu á Grenivík. „Ég er búin að vinna þar tvö sumur áður. Það er ekki um aðra vinnu að velja. Það er ágætt að vera á frystihúsinu og gott kaup meðan maður er á þessum aldri. Þetta er ekki gott kaup fyrir full- orðna.“ Næsta vetur sagðist Guðrún Rósa ætla að fara í Verkmennta- skólann. Líklega á verslunar- braut. „En það er ekki alveg ákveðið, það getur svo margt breyst á skemmri tíma.“ - Eitthvað að lokum? „Ég vona að þjóðfélagið breyt- ist í þá átt sem ég vil hafa það,“ sagði Guðrún Rósa og við endum á lokaorðum ritgerðar hennar: „Haldið friðinn! Verið eins við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur. Verið jákvæð gagnvart náunganum og lífinu. Trúið og eignist gott og áhyggjulaust þjóð- félag árið 2000.“ -mþþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.