Dagur - 19.02.1986, Side 8

Dagur - 19.02.1986, Side 8
8 - DAGUR - 19. febrúar 1986 JokdreifaL Vilja efla þýsk- ísiensk samskipti Stofnað hefur verið félag til eflingar þýsk-íslenskra við- skiptatengsla og geta fyrirtæki, félög og almenningur nýtt sér þjónustu þess. Formaður fé- lagsins er Edgar Forster, sem átti hugmyndina að siofnun þess, ásamt Johannes Hampe. Yaraformenn eru Sigurlaug Sæmundsdóttir, arkitekt, og Þorsteinn Halldórsson, eðlis- fræðingur. Gjaldkeri er Nio- laus Lutje og Ásgeir Eggerts- son er ritari. í stefnuskrá félagsins segir í 9 atriðum hvert hlutverk þess sé og fara þau hér á eftir. 1. Afla skal upplýsinga fyrir meðalstór fyrirtæki um: - markaðsástand í Þýskalandi og á íslandi. - markaðsmöguleika í báðum löndunum. 2. Komið skal á sambandi á milli meðalstórra fyrirtækja og ráðu- neyta, yfirvalda, samtaka, ráða og fjölmiðla. 3. Miðlun ráðgjafa til samnings- gerða fyrirtækja. 4. Gerðar verði rannsóknir á fjárfestingamöguleikum og sam- vinnu meðalstórra fyrirtækja í báðum löndunum. 5. Leitað verði að íslenskum fyrirtækjum og aðilum sem áhuga hefðu á að yfirtaka þýskar verk- smiðjuvélar og/eða flutning á þýskum verksmiðjuvélum til íslands. 6. Ráðgjöf með tilliti til stað- setningar iðnaðarhúsnæðis á Is- landi. 7. Miðlun á tækniþekkingu og lögum sem ná yfir tæknisvið. 8. Framkvæmdar verði hagfræði- legar rannsóknir og þær gefnar seinna út. 9. Miðlun ráðgjafa til stofnunar meðalstórra þýsk-íslenskra fyrir- tækja. Nú gæti fólk spurt sig hvernig það gæti notfært sér þjónustu fé- lagsins. Pví er einfalt að svara. í fyrsta lagi verður að greina á milli hvort það hefur áhuga á að flytja vörur til Þýskalands frá íslandi eða hvort það er að leita að ákveðinni vöru sem það telji eiga góða möguleika á Islandsmark- aði. Senda verður félaginu, þ.e.a.s. formanni þess, nákvæm- ar upplýsingar um þá vöru sem um ræðir. Vinnur félagið þá úr þeim upplýsingum og kemur þeim á framfæri við viðkomandi aðila í Þýskalandi. Erfitt er að alhæfa neitt um hvaða möguleika íslenskar vör- ur eiga á þýskum markaði en víst er að eitt símtal getur rutt mörg- um vafaatriðum úr vegi. Heimilisfang félagsins er hjá formanni þess: Dr. Edgar Forster, Viktualienmarkt 5, 8000 Múnchen 2. Síminn frá íslandi er: 90 49 89-22 17 00. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ Kvihsandur Höfundur: Michael V. Gazzo. Þýðing: Ásgeir Hjartarson. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Sýningar í Freyvangi fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24936. Miðasala við innganginn. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 19. febrúar 1986 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Sigurður Jóhann- esson og Sigurður J. Sig- urðsson til viðtals í fundar- stofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Almennur félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð fimmtud. 20. febrúar kl. 21.00. Fundarefni: Staða samninga. Öflun verkfallsheimildar. Félagar fjölmennið Stjórnin. A hrifamikill auglýsingamiðill Eiturlyf eru ekki bara í útlöndum - Sýning Freyvangsleikhússins á Kviksandi vekur til umhugsunar Eiturlyfjaneysla er orðin staðreynd á íslandi, því miður. Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið „Kviksand“, sem fjallar um eiturlyf og eitur- lyfjaneytendur. Þetta leikrit vekur áhorfandann til um- hugsunar; það dregur fram það kviksyndi, sem bíður þeirra sem leiðast út í eitur- lyfjaneyslu. Það er því rétt að hvetja Eyfirðinga til að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. í leikskránni er við- tal við Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni í Voginum. Það er Emilía Baldursdóttir sem ræðir við Þórarin og hún hef- ur veitt Degi leyfi til að birta viðtalið í heild. Eiturlyf og eiturlyfjaneysla eru orð sem heyrast æ oftar hérlendis. Hvort heldur er í tali manna á milli eða í fréttum í fjölmiðlum. Helst vakna slfkar umræður í tengslum við að upp kemst um ólöglegan innflutning vímuefna eða að lögreglu tekst að gera slík efni upptæk. Minna er rætt um það magn vímuefna sem hér er í umferð, hvert vandamálið er í raun, hvernig eigi að bregðast við því eða hvernig sporna megi gegn vímu- efnaneyslu. Orðin eiturlyf og eiturlyfja- neysla hafa í sjálfu sér óljósa merkingu; hvar eru mörkin milli lyfja og eiturlyfja, milli al- menns sjúklings og „dópista"? Hvernig eða hvort við svörum þessum spurningum er efalaust einstaklingsbundið. Hinu verð- ur ekki á móti mælt að eiturlyf eru ekki lengur eitthvað sem er bara í útlöndunum. Við höfðum samband við Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni á Voginum og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. A Voginn koma flestir þeirra sem leita meðferðar í fyrsta sinn vegna vímuefna, þótt ekki dugi það öllum að koma einu sinni. - Á hvaða aldri eru þeir sem koma inn vegna ólöglegrar vímuefnaneyslu? „Aldursdreifingin er þannig að ca. 6% er undir tvítugu, um 35% á aldrinum 20-25 ára og af- gangurinn eldri, og það eru þeir sem eru í raun hörðustu neyt- endurnir. Við höfum þó fengið inn unglinga sem hafa fiktað við að sprauta sig, en það er ekki algengt." - Er eitthvað sérstakt sam- eiginlegt í fari þeirra ungmenna undir tvítugu sem til ykkar koma? landi sé fólk sem stundar eitur- lyfjasölu í hagnaðarskyni? „Ég veit ekki hvort slíkt er fyrir hendi hérlendis. Gróði í slíkri sölu liggur fyrst og fremst í sölu á miklu magni af dýrari efnunum. Ég held að hérlendis sé fyrst og fremst um að ræða fólk sem fjármagnar þannig sína eigin fíkniefnaneyslu." - Hvernig er að þínum dómi helst hægt að sporna gegn fíkni- efnaneyslu? - Hversu margir komu til innlagnar á sl. ári hjá ykkur vegna eiturlyfjaneyslu og hvaða efna neyttu þeir? „Um 1500 einstaklingar komu inn á Voginn sl. ár bæði vegna vínneyslu og annarra vímuefna. Af þeim voru um 250 einstaklingar sem hafa notað kannabisefni, aðallega hass og amfetamín, að staðaldri - dag- lega eða einu sinni í viku - í eitt til þrjú ár eða lengur. Um hundrað og fimmtíu þessara einstaklinga neyta að mestu amfetamíns. Af þessum hópi eru um 60 einstaklingar sem sprauta sig, flestir með amfet- amíni, en örfáir hafa notað kókaín, helst þeir sem koma erlendis frá. Þannig að við höf- um fengið inn fólk sem er háð slíkum efnum.“ „Flest þessara ungmenna búa við erfiðar heimilisaðstæður eða aðra félagslega örðugleika. Þar með er ekki sagt að vandinn komi ekki upp við aðrar félags- legar aðstæður, en þar eru heimilin betur í stakk búin til að taka sjálf á vandanum, að minnsta kosti framan af. Þess vegna koma unglingar frá „sterkari heimilum" ekki inn á meðferðarstofnanir, eða alla vega ekki eins snemma.“ - Hverjar eru batahorfur þessa fólks? „Hérlendis eru batahorfur bæði alkóhólista og annarra vímuefnanotenda bærilega góðar, þótt oft taki það lengri tíma en við hefðum kosið að ná batanum. Það er t.d. mikið verk að ná unglingi út úr vímuefna- notkun, oft ekki síst vegna fé- lagslegra aðstæðna.“ - Hefur þú trú á að hér á „Vímuefnanotkun hérlendis er vandamál sem heimilin verða fyrst og fremst að leysa. En það þarf að koma til meiri fræðsla til lækna, hjúkrunarfólks, kennara og síðast en ekki síst foreldra- fræðsla. Það hefur helst verið rætt um hvernig þessi efni líti út, og hvernig megi þekkja ein- kenni af neyslu þeirra. En það er staðreynd að einstaklingur getur verið búinn að nota kann- abisefni í 2-3 ár, án þess að öðr- um fjölskyldumeðlimum verði það ljóst. Það er mjög áríðandi að for- eldrar fái fræðslu um þau úrræði sem fyrir hendi eru gagnvart fíkniefnaneyslu. Foreldrar telja oft að þeir geti ekkert gert, en í raun eru þeir kannski einmitt þeir einu sem geta eitthvað gert,“ sagði Þórarinn Tyrfings- son að lokum. Við þökkum Þórarni fyrir Ijúfmannlegar undirtektir og vonum að þetta spjall megi ein- hverjum að gagni koma, eða alla vega vekja til umhugsunar. - EB.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.