Dagur - 19.02.1986, Page 12

Dagur - 19.02.1986, Page 12
Akureyri, miðvikudagur 19. febrúar 1986 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24 222 Iþróttahúsið á Siglufirði: „Skynsamleg lausn en ekki minnisvarði" - segir Kristján Möller, íþróttafulltrúi Siglufjarðar „Síðustu tölur um byggingu á íþróttahúsi eru frá Sauðárkróki og þar kemur í Ijós að kostnað- ur er um 56 milljónir og húsið hálfnað. Húsið sem við erum að byggja hér á Siglufirði mun kosta um 27 milljónir fullbúið með íþróttasal og baðaðstöðu. Þetta styrkir okkur í þeirri trú að við séum að gera rétt með því að byggja ódýrt,“ sagði Kristján Möller íþróttafulltrúi á Siglufirði, en þar stendur yfir bygging íþróttahúss. Bæjarstjórn Siglufjarðar tók nýlega tilboði frá Límtré h/f á Flúðum um límtrésboga í þak íþróttahússins. Hljóðaði tilboðið upp á 1 milljón 302 þúsund, sem er 74% af kostnaðaráætlun. Oddgeirsson, Stefán Haraldsson, Sigurgeir Aðalgeirsson og Hreið- ar Karlsson. Með umræddar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál, en þær eingöngu notaðar nefndar- mönnum til leiðbeiningar við uppstillingu á framboðslista Framsóknarflokksins. IM/GS Húsavík: Framsóknarmenn undirbúa framboð - Stuðningsmenn geta komið vilja sínum á framfæri bréflega Kjörnefnd á vegum Framsókn- arfélags Húsavíkur er tekin til starfa, til að undirbúa uppstill- ingu á lista Framsóknarllokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Ekki verður efnt til prófkjörs, en nefndin hefur sent flokksbundnu fólki bréf, þar sem farið er fram á að það komi á framfæri hugmynd- um og tillögum um uppstill- ingu á lista flokksins. Hugmyndum sínum eiga flokksmenn að koma á framfæri með þeim hætti, að senda til kjörnefndar lista með nöfnum þeirra manna, sem viðkomandi kýs að skipi 6 efstu sætin á listan- um. Þessum hugmyndum skal skila í lokuðu ómerktu umslagi til kjörnefndarinnar fyrir kl. 22 þriðjudaginn 25. febrúar. Stuðningsfólki flokksins, 18. ára og eldri á Húsavík, er frjálst að taka þátt í könnuninni. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn geta sótt þau til kjörnefndar- manna, en þeir eru Einar Njálsson, Lilja Skarphéðinsdótt- ir, Sigrún Hauksdóttir, Jón Sigurður Amórsson framkvæmda- stjóri Lindu Sigurður Arnórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Plastein- angrunar hf., hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Súkku- laðiverksmiðjunnar Lindu hf. Sigurður tekur við starfinu um næstu mánaðamót. „Ég er ekki að setjast í helgan stein, en Sigurður tekur hér við allri yfirstjórn. Ég er nú orðinn það fullorðinn, 79 ára gamall, að mér ætti að vera orðið óhætt að slaka aðeins á,“ sagði Eyþór H. Tómasson, forstjóri og eigandi Lindu. Hann hefur rekið verk- smiðjuna á Akureyri frá því 1948. - GS Áætlaður kostnaður við byggingu íþróttasalarins er tæplega 20 milljónir króna. Búnings- og bað- aðstaða verður byggð í tengslum við sundlaugina, en úr búnings- klefunum verður tengibygging við íþróttahúsið og mun það verk kosta um 7 milljónir. „Við erum þess fullvissir að þessi kostnaðar- áætlun standist og erum jafnvel á því að þessar tölur eigi eftir að lækka,“ sagði Kristján. Þá bjart- sýni byggir hann á ferð sem hann ásamt fleirum frá Siglufirði fór til Danmerkur til að skoða íþróttahús í sama flokki og íþróttahúsið á Siglufirði er. Hann sagði að í Danmörku hafi þeir skoðað nokkur hús og sannfærst um að þar hafi þeir séð „ódýrar og skynsamlegar lausnir á bygg- ingu íþróttahúsa sem hafi verið lausar við minnisvarðagerð arki- tekta." . . ., Þegar Kristjan var spurð- ur um það hvenær íþróttahúsið á Siglufirði yrði tilbúið til notkun- ar, sagði hann að slíkt færi mikið eftir framlagi ríkis og bæjar á þessum tímum fjársveltis. „Við látum okkur dreyma um að húsið verði tilbúið um áramót 1987-8 og vonum að sá draumur verði ekki að martröð.“ gej- Dalvík: Lækkun útsvara -og þjónustugjalda Bæjarráö Dalvíkur leggur til að útsvarsprósentan á Dalvík fyrir þetta ár lækki um 0,6%, verði 10,4% í stað 11% áður. Jafnframt leggur bæjarráð til að þjónustugjöld bæjarstofn- ana verði lækkuð um 5%, nema dagvistargjöld, sem hækki hlufallslega minna en gert hefur verið ráð fyrir. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Dalvíkur á mánudagskvöld. Þá var tekið til afgreiðslu erindi frá Launanefnd sveitarfélaga, þar sem bæjarráð er beðið um að taka afstöðu til tillagna um lækkun beinna skatta um ca. 5,5% og þjónustugjalda um 5-10%. Gert er ráð fyrir að þessar lækkanir verði hluti af Starfsmcnn Slippstöðvarinnar undirbúa smíði bakka á 'Júpíter. Mynd: KGA. Breyting á Júpíter - Verður nú rækjufrystiskip Slippstöðin á Akureyri hefur fengið það verkefni að setja rækjufrystibúnað í togarann Júpíter. Er þegar byrjað að vinna verkið. Auk frystibún- aðar eru ráðgerðar fleiri endurbætur á skipinu, m.a. verður settur bakki á skipið. Áætlaður tími til verksins er 9 vikur. Kostnáður er áætlaður liðlega 20 milljónir króna. Einnig mun Slippstöðin sjá um vélaskipti og fleiri endurbætur á loðnuskip- inu Guðmundi Ólafi frá Ólafs- firði. Það verk mun kosta um 10 milljónir króna og á því að verða lokið síðari hluta maí. Þetta starf verður unnið sam- hliða breytingum á 4. Kanada- togaranum sem verið er að lengja og endurbæta hjá Slipp- stöðinni. Á föstudaginn verða opnuð í Reykjavík tilboð í raðsmíða- báta Slippstöðvarinnar. Er reiknað með mörgum tilboðum í bátana. Einnig verða opnuð á föstudaginn tilboð skipasmíða- stöðva í breytingar á togaranum Júní. Slippstöðin býður í það verk og „bíða menn spenntir eftir opnun tilboðanna,“ sagði Sigurður Ringsted yfirverk- fræðingur Slippstöðvarinnar. Þar er um margra mánaða verk að ræða ef fæst. Breyta á togar- anum Júní í frystiskip af svip- aðri gerð og Akureyrin er í dag. gej- kjarasamningum. Auk þess að lækka útsvars- álagninguna og þjónustugjöldin, var samþykkt að 10% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka átti gildi 1. janúar s.l., verði ekki látin koma til fram- kvæmda. Þessi samþykkt er gerð með þeim fyrirvara að samningar náist á grundvelli þeirra tillagna sem byggja á þessum lækkunum. Bæjarstjórn mun taka þessar tillögur til afgreiðslu í næstu viku. Þá verður væntanlega kom- ið í ljós hvort skattalækkunar- leiðin hafi reynst fær við gerð kjarasamninga og þar með hvort þörf verði á að staðfesta tillögur bæjarráðs. BB. 12 frambjóðendur í skoðanakönnun sjálfstæðismanna á Húsavík Skoðanakönnun sjálfstæðis- manna á Húsavík, vegna fram- boðs við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor, fer fram helgina 1.-2. mars nk. Úrslit skoðana- könnunarinnar eru bindandi, ef 75% flokksbundinna sjálf- stæðismanna á Húsavík taka þátt í henni og frambjóðandi fær yfir 50% greiddra at- kvæða. Skoðanakönnunin fer þannig fram, að flokksbundnum sjálf- stæðismönnum á Húsavík verða færðir heim nafnalistar. Þátttak- endur eiga síðan að merkja við þá sem þeir vilja að skipi 6 efstu sætin. Þeir sem taka þátt í skoðana- könnuninni eru: Bryndís Þ. Jóns- dóttir, húsmóðir; Einar Gústavs- son, sjómaður; Guðrún Snæ- björnsdóttir, skrifstofumaður; Hanna Stefánsdóttir, afgreiðslu- maður; Haukur Ákason, rafverk- taki; Jón Gestsson, bifreiðaeftir- litsmaður; Katrín Eymundsdótt- ir, húsmóðir og bæjarfulltrúi; Leifur Grímsson, skrifstofu- stjóri; Reynir Jónasson, kaup- maður; Sigríður Sigfúsdóttir, sjúkraliði; Ulrik Ólason, skóla- stjóri Tónlistarskólans og Þor- valdur Vestmann, tæknifr. Hörður Þórhallsson, bæjarfull- trúi, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Við síðustu bæjar- stjórnarkosningar hlaut listi sjálf- stæðismanna 2 menn kjörna í bæjarstjórn Húsavíkur. IM/GS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.