Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 3
7. mars 1986 - DAGUR - 3 mannlít Ellilífey risþegar! Hópferð á gamanleikinn Ingiríður Óskarsdóttir að Melum Hörgárdal sunnud. 9. mars. Sýningin hefst kl. 21.00. Miðapantanir og upplýsingar hjá Helgu Frímannsdóttur í síma 22468 og 23595 fyrir kl. 17 á laugardag. U.M.F. Skriðuhrepps. Sporin tekin í léttu ,jive“ Mynd: gej- Höldum áfram með jive-sporin“ Litið inn í danstíma hjá hressu fólki Það var pása hjá dansfólk- inu þegar við litum inn á dansœfingu, eða á kannski að kalla það danskennslu, ingjar fljótlega. Aðrir eru lengur að ná þessu og þurfa meiri æf- ingu,“ segir Adda, en hún er eig- inkona og samkennari Sigvalda Þorgilssonar danskennara. hjá ungu fólki á öllum aldri í Dynheimum eitt kvöldið. Menn sátu og slöppuðu af yfir gosdrykk og sígarettu. Það var búið að dansa nokkurn tíma og því allir vel heitir. Ekkert var gefið eftir, því danskennarinn hún Adda, eða Ástríður Jónsdóttir eins og hún heitir, kallaði fólk fram á gólfið. „Við höldum áfram með jive- sporin," sagði Adda. Plötuspilar- inn í gang með hröðum dansi og allir af stað. Sumir fipuðust og duttu út úr dansinum, en reyndu að komast inn aftur. Yfirleitt gekk það vel og allir brostu og hlógu, því það var mikið fjör í dansinum. Platan var spiluð aftur og aftur þannig að flestir voru að ná sporunum. Nú fór eitt og eitt par að hætta og horfa á hin pörin, það var nefnilega komin örlítil þreyta í liðið, að vísu bara um stundar- sakir. „Jæja við skulum hvíla okkur og taka cha-cha-cha. Af stað með músíkina," hrópaði Adda og cha-cha-cha var komið af stað. Fiestir voru búnir að ná þessum sporum og svifu um gólf- ið af öryggi. Fyrir þá sem ekki eru miklir dansmenn og hafa aldrei farið á dansnámskeið er mjög gaman að sjá fólk á öllum aldri dansa af kunnáttu. „Það er mjög misjafnt hvað fólk er fljótt að ná sporunum. Fyrir suma er þetta lítið mál og geta því dansað eins og herfor- Einnig er ung stúlka, Sigurbjörg Sigfúsdóttir að læra danskennslu hjá þeim hjónum og kennir með þeim. Þegar þurfti að sýna ný spor dönsuðu þær saman, Adda og Sigurbjörg. Pað var farið í gegnum sömbu, rúmbu og jive þetta kvöld og kannski eitthvað fleira og allir lögðu sig fram. - Kemur þessi danskunnátta að góðum notum á venjulegum dansleikjum? „Hún getur gert það. Hins veg- ar eru dansgólf það lítil og yfirfull af fólki, svo menn geta ekki gert miklar kúnstir í dansinum,“ segir Adda. - Dansar fólk þá heima í stofu? „Sumir gera það. Annars höf- um við opna tíma á laugardögum þar sem allir geta komið og dansað. Það þarf nefnilega gott pláss þegar þessir dansar eru dansaðir og það pláss höfum við hér í þessum opnu tímum. Eins höldum við okkar eigin böll, þar sem allir fá sitt pláss." Það fólk sem var að dansa þetta kvöld í Dynheimum hefur verið í danskennslu hjá Sigvalda og Öddu í 3-4 ár og hefur því náð góðri kunnáttu í ýmsum dönsum. „Það er félagsskapurinn fyrir utan það að dansa sem dregur mann hingað. Þetta er lífsfylling að dansa. Þrátt fyrir það getur þetta reynt á hjónabandið líka,“ segir Sigurður Stefánsson bif- vélavirki og golfari. „Þegar við hjónin komum heim eftir dans- tíma, prófum við stundum ný spor sem við höfum Iært. Þá slær í brýnu þegar við erum ekki sam- mála. Ég segi að þetta sé svona og frúin segir að þetta sé öðru- vísi,“ segir Sigurður og hlær létt. „En það er allt í góðu.“ - Ef einhver vill koma í tíma og finnur sig ekki í því að mæta upp úr þurru. Hvað á hann að gera? „Hafa samband við okkur f dansskólanum, eða einhvern sem er að læra. Það eru allir meira en velkomnir,“ segir Adda og hrópar: „Við förum í gegnum þetta aftur.“ gej- Kntmagakvöld kl. 19.30 í kvöld, föstudag. Opið öllum karlmönnum á svæðinu. Meiríháttar karlakvöld. Hleypt inn kvenfólki kl. 24.00. Videótek og Skriðjöklar leika fyrir dansi. Laugardag: Opnað kl. 19.00. Vandaður matseðill. Kristján Guðmundsson og Grímur Sigurðsson leika fyrir matargesti. Dansað til kl. 03.00. Skriðjöklar skemmta. Geislagötu 14 Hvernig væri að nýta sér frábaert tilboð og taka sér frí frá eldamennskunni. 20% verðlækkun Nú bjóðum við 3 gerðir af fjölskyldupökkum 6 bitar af kjúklingum. 3 sk. franskar. 3 sk. sósa, 3 sk. salaí. Verð kr. 595,- 8 bitar af kjúklingum, 4 sk. franskar, 4 sk. sósa, 4 sk. salat. Verð kr. 795,— 10 bitar kjúklingar. 5 sk. franskar. 5 sk. sósa, Lítið inn, það borgar sig! Lumum á einhverju fyrir smáfólkið. 5 sk. salat. Verð kr 995,- •L CR0WN CHICKEN AKUREYRI Skipagötu 12, Akurevri. Sími 21464. Upp með hægri fót og þurrka af enninu. Golfarar Munið kaffíð í golfskálanum að Jaðri á sunnudag kl. 15-17. Fjölmennið. Nefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.