Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. mars 1986 IþróttÍL Kórea - Hér komum við! - ísland verður á meðal þátttökuþjóða á hand- knattleikskeppni OI- ympíuleikanna í Seoul í S.-Kóreu árið 1988. Petta varö ljóst í gærkvöld, þrátt fyrir ósigur okkar manna gegn Svíum. A sama tíma sneru Ungverjar taflinu viö gegn S,- Kóreu - gestgjöfunum á OL - 1988 - og frelsuðu strákana okk- ar frá því að þurfa að leika um 9,- 10. sætið í keppninni. Pungu fargi var af okkur létt. Við eigum samkvæmt töflunni eitt af 6 bestu handboltalandslið- um í dag. Við, þessi litla þjóð. Samt sem áður voru margir sárir í gærkvöld eftir ósigurinn gegn Svíum. Heimtufrekja okkar ríð- ur ekki við einteyming. Hvað tekur nú við? - Líklegast þykir í stöðunni að hinn snjalli Bogdan verði kallaður heim til að taka við landsliði Póllands. Þar Þeir eru spenntir íslensku áhorfendurnir. „Það gekk allt „Fyrstu 15 mín. leiksins voru afleitar hjá okkar mönnum og þá náöu Svíar þeirri forustu sem nægði þeim,“ sagði Guð- mundur Þorbjörnsson knatt- spvrnumaður hjá svissneska liðinu Baden, en Guðmundur var á meðal áhorfenda á leik íslands og Svíþjóðar í gærkvöld. „Ég var ekki sáttur við hlut dómaranna í þessum leik, þeir voru á bandi Svía. Þeir ráku okk- ar menn út af fyrir brot sem Svíar fengu aðeins tiltal fyrir og svona dómgæslu hef ég ekki séð. Við vorum ekki grófari en Svíarnir. Pað gekk allt upp hjá þeim en ekkert hjá okkur. Við áttum all- taf undir högg að sækja og dæmið gekk einfaldlega ekki upp í dag,“ sagði Guðmundur Þorbjörnsson. KK-Sviss. Vantaði sigurvilja „Okkur vantaði sigurvilja,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson eftir leikinn í gærkvöld, sár í búningsklefanum. „Við fórum ekki í gang fyrr en á lokamínútum leiksins. Attum alltaf á brattan að sækja og náð- um að vísu að minnka forskot þeirra úr 6 mörkum í 3. Við náð- um þó að hanga í þeim eftir slæma byrjun og það var gott,“ sagði Þorbergur Aðaisteinsson eftir leikinn gegn Svíum í gær. KK-Sviss. varði Bogdan markið hér á árum áður og hvort sem menn eru sam- mála eða andvígir þjálfunarað- ferðum hans þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að í dag er ísland í 5.-6. sæti í heimin- um en Pólland í 14. sæti á HM í Sviss. Þetta segir okkur meira en margt annað. Nú þarf handknattleiksforust- an á íslandi að ganga til móts við landsliðsstrákana. Kanna þarf hug þeirra til þess að „klára dæmið“ og jafnframt þarf að gera þeim grein fyrir því hvernig hægt verður að koma til móts við þá. Þetta eru viðkvæmir hlutir, en hverjum er betur treystandi til þess en formanni HSÍ, Jóni Hjaltalín Magnússyni, sem hefur unnið þrekvirki með handknatt- leikssambandið okkar. Það er ekki nóg að stíga stríðsdans á sig- urstund, nú þarf að halda áfram því starfi se hafið hefur verið. gk-. STAÐAN Milliriöill I: Júgóslavía 5 5 0 0 120:97 10 A.-Þýskal. 5 3 0 2 111:100 6 Spánn 5 2 1 2 92:87 5 Sovétríkin 5 2 0 3 104:99 4 V.-Þýskal. 5 2 0 3 88:97 4 Sviss 5 0 1 4 82:107 1 Milliriðril! II: Ungverjal. 5 5 0 0 122:108 10 Svíþjóð 5 4 0 1 127:113 8 ísland 5 2 0 3 118:109 4 Danmörk 5 2 0 3 107:117 4 S.-Kórea 5 1 0 4 132:137 2 Rúmenía 5 1 0 4 98:108 2 Það er því ljóst að Júgóslavía og Ungverjaland keppa um gullverðlaun í heimsmeistara- keppninni í Sviss. Svíar fá að eiga við A.-Þjóðverja í bar- daganum um bronsverðlaunin og ísland leikur gegn Spáni um 5, sætið. Allar þessar þjóð- ir hafa tryggt sér sæti á Olymp- íuleikunum í Seoul í S.-Kór- eu. Það ver ekki beint illa um okkar nafn innan um þessar mestu afreksþjóðir heims. KK-Sviss. „Við vorum betri“ „Ég hefði viljað fara í úrslita- leikinn, en Ungverjar hafa haft heppnina með sér, unnið þrjá leiki með eins marks mun,“ sagði Björn Jilsen fyrirliði Svía eftir leikinn i gær. „Við höfum aðeins tapað ein- um leik hér í Sviss. Við erum í færi við verðlaunasæti og við ætl- um okkur að ná 3. sætinu. Um leikinn í kvöld er það að segja að við þekkjum íslenska liðið mjög vel, höfum „stúderað" það á myndböndum og í kvöld vorum við betra liðið og unnum sanngjarnan sigur. Þriðja sætið hér í Sviss verður sænskum hand- knattleik lyftistöng," sagði þessi snjalli leikmaður í viðtali við Dag. KK-Sviss.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.