Dagur - 11.03.1986, Page 2

Dagur - 11.03.1986, Page 2
2 - DAGUR - 11. mars 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.____________________________ Missa samning- amir matte? Blekið var vart þornað á nýju kjarasamning- unum og ákvarðanir þeim tengdar höfðu varla tekið gildi, þegar gífurleg holskefla auglýsinga um verðlækkun á bílum, heimilis- tækjum o.fl. skall á landsmönnum. „Stórkost- leg verðlækkun, stórkostleg verðlækkun" skall á hlustum útvarpsnotenda og bílasala í landinu tók mikinn fjörkipp, vafalaust með stórauknum innflutningi nýrra bifreiða í kjöl- farið. Ástæða var til að óttast að þetta myndi gerast, en stórfelldur innflutningur með vax- andi viðskiptahalla við útlönd gæti einmitt orðið til þess, ásamt með öðru, að kjarasamn- ingarnir og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar misstu marks. Raunar höfðu sumir óttast það að þessir samningar og þær ráðstafanir sem gerðar yrðu í tengslum við þá kæmu þeim best sem væru í innflutningi og verslun. Því miður virð- ast sumir þeir sem í viðskiptum standa með vörur, sem tollar voru lækkaðir á, hafa ætlað sér aukinn hlut vegna þessara aðgerða. Kom- ið hefur í ljós að t.d. bifreiðar lækkuðu ekki eins mikið í verði og til stóð vegna tollalækk- ana. Sumir innflytjendur höfðu sem sagt freistast til þess að hækka álagninguna. Sem betur fer voru starfsmenn Verðlagsstofnunar vel á verði og virðast jafnvel hafa gert ráð fyr- ir að þetta yrði reynt. Þeir gerðu verðkönnun eftir tollalækkun og geta borið hana saman við könnun sem gerð var fyrir lækkunina. Ef í ljós kemur að innflytjendur hafa hækkað álagningarprósentu sína þá verða nöfn þeirra birt. Til álita hlýtur að koma að lögbinda álagningarprósentuna, ef mikil brögð eru að því að menn misnoti það frelsi sem fyrir er. Gróðafíkn nokkurra aðila má ekki verða til þess að draga úr áhrifamætti samninganna og þeirra aðgerða sem þeim fylgdu. Það er alfarið í höndum opinberra aðila að sjá til þess að forsendur kjarasáttmálans, sem svo hefur verið nefndur, standist. Að vísu geta stjórnvöld ekki ráðið þróun erlendra gjaldmiðla, olíuverði, fiskverði erlendis og fleiru sem úrslitaáhrif hefur um það hvort til tekst eða ekki. En hægt er að beita ýmsum aðferðum til þess að beina málunum inn á réttar brautir t.d. að reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir hallarekstur ríkissjóðs með lækkuðum útgjöldum og sparnaði. _viðtal dagsins. ,Ég hef varla opnað bók í heilan mánuð. segir Axel Pétur m.a. í viðtalinu KGA „Ég vona að við fáum góða aðsókn“ - segir Axel Pétur Ásgeirsson, formaður Listadaganefndar M.A. í viðtalið dagsins „Listadagar eru viðburður sem framtakssamir menn í Mennta- skólanum á Akureyri komu á fyrir 9 árum, að ég held og til- gangurinn var að efla menn- ingu og listir í Menntaskólan- um og á Akureyri. Listadagar eru samþjöppuð dagskrá með þekktum listamönnum, jafnvel heimsþekktum, og óþekktum listamönnum innan skólans, í bland.“ Þannig lýsir Axel Pét- ur Ásgeirsson Listadögum Menntaskólans á Akureyri sem hófust í gær og lýkur þann 20. mars n.k. Axel er formað- ur Listadaganefndar og ég spurði hvernig hann hefði ver- ið valinn í það hlutverk. „Ég varð forseti Hagsmuna- ráðs í fyrra og samkvæmt hefð fékk ég sem slíkur það hlutverk að vera formaður Listadaga- nefndar." - Hvernig er dagskrá Lista- daga? „Hún verður svipuð og verið hefur á undanförnum árum. Það verða kvikmyndasýningar, bók- menntakynningar, tónleikar og myndlistarsýningar. Ef allt fer sem horfir verða Stuðmenn í íþróttahöliinni á föstudagskvöld- ið. Við erum að vísu ekki búnir að ganga endanlega frá samning- um við þá en við getum sagt að það sé samt orðið 99% öruggt að þeir koma. Annar stórviðburður verður á fimmtudaginn en þá opnar Balt- asar málverkasýningu í Möðru- vallakjallara klukkan 16:00. Einar Kárason rithöfundur kemur og les upp úr verkum sín- um á laugardaginn klukkan 15:30. Hann hlaut nýlega Menn- ingarverðlaun DV fyrir skáldsög- ur sínar og er einn af bestu skáld- um yngri kynslóðarinnar á ís- landi. Hamrahlíðarkórinn kemur og syngur á sunnudaginn klukkan 17:00 í Akureyrarkirkju. Tvær kvikmyndir verða á dagskrá Listadaga og verða þær báðar sýndar í Borgarbíói þriðju- dagana 11. og 18. mars klukkan 17:00. Sú fyrri er Síðasta lestin eftir Truffaut og síðari myndin er Nútíminn með Chaplin, hvort tveggja sígild meistaraverk. Þetta er nú svona það helsta af aðfengnu efni en auk þess verða nemendur sjálfir með uppákom- ur og má þar nefna Listakvöld sem var í gærkvöld. Þar lásu nemendur skáldskap eftir sjálfa sig og aðrir léku á hljóðfæri og var það upphafsatriði Listadaga. Annað kvöld verður Djass- kynning í Möðruvallakjallara. Þá verða leikin af plötum, verk kunnra djassleikara. Á mánu- dagskvöldið verður Setustofu- djass í setustofu Heimavistar M.A. Þar koma saman nokkrir djassleikarar úr bænum og leika nokkra létta „standarda". Laugardaginn 15. mars verður opnuð Ljósmyndasýning fram- haldsskólanna. Það er farandsýn- ing sem gengur á milli skóla og á henni eru ljósmyndir eftir nem- endur ýmissa framhaldsskóla á landinu. Hún verður á göngum Möðruvalla, raunvísindahúss M.A. Þriðjudaginn 18. mars verður svo önnur ljósmyndasýn- ing opnuð í kjallara Möðruvalla og þar verða eingöngu myndir teknar af nemendum Mennta- skólans. Miðvikudaginn 19. mars verð- ur kvöldvaka í Möðruvallakjall- ara þar sem nemendur verða með blandaða skemmtidagskrá og Listadögum lýkur svo fimmtu- daginn 20. mars. Þá verður kaffi- kvöld í Möðruvallakjallara þar sem veitt verða verðlaun fyrir ljóð, sögur, tónverk, ljósmyndir og plakat en Listadaganefnd efndi til samkeppni um ofantalið, líkt og gert hefur verið á undan- förnum árum. Höfundar verð- launaverkanna munu kynna þau við þetta tækifæri.“ - Er þá allt talið? „Ætli það ekki. Við ætluðum að hafa útvarpsstöð í gangi í tengslum við Listadagana og von- um búin að fá leyfi til þess en gekk eitthvað illa að fá sendi og því verður líklega ekkert af út- varpssendingum að þessu sinni. - Er ekki mikið verk að koma saman svo veglegri dagskrá? „Jú, þetta er búið að vera brjáluð vinna. Ég hef varla opn- að bók í mánuð og verð bara að viðurkenna að ég er orðinn hálf- taugaveiklaður. Það þýðir ekkert að ætla að reyna að leyna því því það sjá það allir í kring um mig.“ Ekki gat ég nú séð að Axel væri illa farinn af álaginu, enda glotti hann þegar hann sagði þetta. - Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég vona bara að við fáum góða aðsókn því við erum búin að leggja mikið undir til að koma saman vandaðri dagskrá. Það mega allir koma á öll dagskrár- atriði, jafnt nemendur sem aðrir og aðgangseyri er stillt mjög í hóf. Reyndar er frítt þar sem því verður við komið, enda er mark- miðið ekki að græða heldur er ætlunin að leyfa fólki að kynnast sem flestu í listum.“ -yk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.