Dagur


Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 4

Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 11. mars 1986 —á Ijósvakanum Isjónvarpi ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 3. mars. 19.20 Ævintýri Olivers Sögulok. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur um víðförl- an bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarpid. (Television). 10. Áhrif til góðs og ills. Breskur heimildamynda- flokkur í þrettán þáttum um sögu sjónvarpsins, áhrif þess og umsvif um viða veröld og einstaka efnisflokka. í þessum þætti er rakið hvernig sjónvarpið getur bæði verið mannskemm- andi og til menningar- auka. Þýðandi: Kristmann Eiðs- Þulur: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.35 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1986. íslensku lögin kynnt - 4. þáttur. Stórsveit Sjónvarpsins leikur tvö lög. Söngvarar: Eiríkur Hauks- son og Pálmi Gunnarsson. Útsetning og hljómsveitar- stjórn: Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson. Kynnir: Jónas R. Jónsson. Stjóm upptöku: Egill Eð- varðsson. 21.50 í vargaklóm. (Bird of Prey II). Breskur sakamálamynda- flokkur í fjómm þáttum. Framhald fyrri þátta sem sýndir vom 1983. Aðalhlutverk: Richard Griffiths. Tölvufræðingurinn Henry Jay á enn í vök að verjast vegna baráttu sinnar við alþjóðlegan glæpahring sem hann fékk veður af í tölvugögnum sínum. Þýðandi: Bogi Arnar Finn- bogason. 22.40 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. 23.10 Fréttir i dagskrárlok. \útvarpM ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Opiö hús" eftir Marie Cardinal. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (8). 14.30 Middegistónleikar. 15.15 Barid ad dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustadu með mér. - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulifinu - Iðnaður. Umsjón: Sverrir Alberts- son og Vilborg Harðardótt- ir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjóns- son. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Margrét S. Björnsdóttir talar. 20.00 Vissirðu það? - Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öllum aldri. Fjallað er um staðreyndir og leitað svara við mörg- um skrýtnum spurningum. Stjórnandi: Guðbjörg Þór- isdóttir. Lesari: Árni Blandon. 20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur þáttinn. 20.55 „Eins og grasið." Jón frá Pálmholti les les úr óprentuðum ljóðum sínum. 21.05 Islensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „ífjall- skugganum" eftir Guö- mund Daníelsson. Höfundur les (7). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (38). 22.30 „Ég var skilinn eftir á bryggjunni." Pétur Pétursson ræðir við Svein Ásmundsson um vertíðir í Vestmannaeyjum og leigubílaakstur í Reykjavík. (Hljóðritað skömmu fyrir lát Sveins.) 23.00 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir • Dagskrár- lok. MIÐVIKUDAGUR 12. mars 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Dagný og engill- inn Dúi" eftir Jónínu S. Guðmundsdóttur. Jónína H. Jónsdóttir les (5). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurð- ur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. Irás 21 ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna í umsjá Guð- laugar Mariu Bjarnadótt- ur. 10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Sögur af sviðinu. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikj- um og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.00 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. RI KISLnVARPI D A AKURhYRI 17.03 18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. hér og þar „Eins og að vera sjálfiir mættur i slaginn í Sviss“ - Rætt við Birgi Bjömsson, fyrmm fyrirliða landsliðsins og landsliðsþjálfara í handbolta, en hann var í HM-liði íslands 1961, sem náði þá 6. sæti „Jú, það hefur verið óskaplega gaman að fylgjast með leikjun- um hjá strákunum og sjón- varpið hefur fært mann nær því sem hefur verið að gerast úti í Sviss. Það hefur stundum leitt til óviðráðanlegra við- bragða handa og fóta þegar spenningurinn hefur verið sem mestur, rétt eins og maður væri sjálfur mættur í slaginn.“ Þetta sagði Birgir Björnsson, hinn gamalkunni handbolta- kappi, þegar við slógum á þráð- inn til hans fyrir helgina. Birgir var fyrirliði landsliðsins 1961, þegar íslendingar náðu 6. sæti í heimsmeistarakeppninni í Vest- ur-Þýskalandi. Þá léku „okkar menn“ til úrslita við Dani um 5. sætið. Hvernig fór? „Ó, danskurinn vann okkur með einu marki, eftir að við í upphafi leiksins á móti Tékkum á HM í Þýskalandi 1961. Birgir Björnsson heilsar Vica, fyrirliða Tékka, en hann var síðar lengi þjálfari hjá landsliði Tékka. Birgir Björnsson. höfðum verið þremur mörkum yfir þegar fáar mínútur voru til íeiksloka. Þá greip okkur einhver taugaveiklun og við misstum allt úr böndum. Þeir skoruðu sigur- markið á síðustu sekúndunni. En við gátum vel sætt okkur við 6. sætið, því íslenskt handknatt- leikslið hafði aldrei náð svo langt á heimsmælikvarða. Og í milli- riðlinum gerðum við jafntefli við Tékka, sem síðan áttu eftir að leika til úrslita við Rúmena, en töpuðu þeim leik eftir að hann hafði verið framlengdur í tvígang. Við gátum því borið höfuðið hátt.“ Fyrsti leikur íslendinga á heimsmeistaramótinu 1961 var við Dani og þá fór fyrir landanum líkt og gegn Kóreumönnunum nú; strákarnir fengu skell. En síðan áttu þeir eftir að rétta úr kútnum, líkt og nú, með sigrum yfir Svisslendingum, Frökkum og hápunkturinn var jafnteflið við Tékka. Okkar menn töpuðu hins vegar fyrir Svíum þá eins og nú. Birgir Björnsson var einnig fyrirliði landsliðsins í fyrstu heimsmeistarakeppninni sem ís- # Situr Freyr áfram.. ? Um næstu helgi verður prófkjör Alþýðuflokksins á Akureyri þar sem valið verður í efstu sæti lista krata til bæjarstjórnar- kosninga. Kratar eiga nú einn bæjarfulltrúa, Frey Ófeigsson, og hefur hann setið í bæjarstjórn i 12 ár eða þrjú kjörtímabil. Svo virðist sem sumum félög- um hans í Alþýðuflokkn- um þyki sem Freyr hafi setið nógu lengi og er uppi hreyfing meðal þeirra um að velta honum úr sessi. Þarfer fremstur í flokki, Gísli Bragi Hjartar- son og herma fregnir úr röðum krata að hann sé með mikla smölun í undir- búningi. Prófkjör krata verður opið og geta því allir tekið þátt sem ekki eru félagar í öðrum stjórn- málaflokkum. # ...eða veltir Bragi honum úr sessi? Gfsli Bragi er einn af eig- endum og yfirmönnum Híbýlis hf. sem hefur eins og aðrir byggingaverktak- ar í bænum orðið illa úti vegna mikils samdráttar í byggingaframkvæmdum á siðustu árum. Hann hefur ekki verið feiminn við að skella skuldinni á bæjar- yfirvöld og segir brýnasta verkefni bæjarstjórnar vera að stuðla að atvinnu- uppbyggingu f bænum. Með þessum málflutningi hefur hann eflaust aflað sér einhvers stuðnings og auk þess er talið að hann geti sótt sér nokkurt fylgi inn í ýmis félög sem hann hefur starfað í, aðallega innan íþróttahreyfingar- innar. Hann er m.a. for- maður Golfklúbbs Akur- eyrar. # Spennandi keppni Freyr á hins vegar sína dyggu stuðníngsmenn sem munu ekki standa álengdar og horfa á Braga draga að fylgi. Þeir hyggj- ast verjast og segja sumir að Bragi ætli að nota þetta sem leið til að yfirgefa sökkvandi skip sitt, nefni- lega Hfbýli. í annað sætið ætia þeir svo að velja konu og hefur helst verið rætt um Huldu Eggerts- dóttur í þvf sambandi. Það þarf ekki að horfa lengra aftur f tímann en fjögur ár til að finna dæmi þess að með hressilegri smalamennsku er hægt að komast langt upp eftir lista Alþýðuflokksins á Akureyri og Ijóst að þar stefnir í spennandi keppni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.