Dagur - 11.03.1986, Side 5

Dagur - 11.03.1986, Side 5
11. mars 1986 - DAGUR - 5 land tók þátt í. Pá lentu „strák- arnir“ í sterkum riðli, með Tékkum, Ungverjum og Rúmen- um. Peir töpuðu fyrir Tékkum og Ungverjum en, unnu Rúmena. Slík undur hafa ekki gerst síðan, fyrr en í Sviss á dögunum. En þessi sigur dugði ekki til að kom- ast áfram í milliriðil. Okkar menn féllu út á óhagstæðara markahlutfalli og fóru heim, því þá var ekki keppt um 12.-16. sæti. Biggi var einnig með landslið- inu 1964 í heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakíu. Þá sigruðu „strákarnir okkar“ Svía með tveim mörkum og Egypta unnu þeir stórt. Þeir máttu því tapa fyrir Ungverjum með nokkrum mun, en hefðu samt komist áfram. Gallinn var bara sá, að þeir töpuðu fyrir þeim með mikl- um mun og voru þar með úr leik! Síðasta heimsmeistarakeppnin sem Biggi tók þátt í var 1967. Pá lenti íslenska landsliðið í auka- leikjum við Dani og Pólverja um sæti í keppninni. Þeirri viðureign tapaði landinn, en Danir náðu öðru sæti á HM, sem þá var hald- ið í Svíþjóð. Það er margs að minnast frá handboltaferli Birgis. Hann var t.d. þjálfari landsliðsins þegar við unnum Dani 15-10 hér heima í eftirminnilegum leik. Hann var einnig með landsliðið okkar þeg- ar ísland vann fyrst sigur yfir Þjóðverjum. Það var á móti úti í Sviss, þar sem ísland lenti í 2. sæti. Loks var Birgir aðstoðar- þjálfari hjá Pólverjanum Janusi Czerwinski sem var með liðið fyr- ir heimsmeistarakeppnina í Dan- mörku 1978. Sá undirbúningur lenti þó meira og minna á Birgi, því það var undir hælinn lagt hvort Janus fékk að yfirgefa heimahagana. Og það muna víst flestir eftir stóra skellinum í Dan- mörku. „Eflaust hefur flöktið með Jan- us skemmt fyrir okkur en þó held ég að það hafi munað mest um að missa aðalmarkaskorarann okkar, Ólaf Einarsson, sem handarbrotnaði á móti í Noregi skömmu fyrir keppnina. Það var meiri blóðtaka en við þoldum. Og HM í Danmörku var martröð fyrir okkur. En ég mótmæli því algerlega, að við höfum ekki spil- að sæmilegan bolta. Þjóðirnar sem við töpuðum fyrir í undan- keppninni röðuðu sér í þrjú af sex efstu sætunum.“ - Ertu ánægður með frammi- stöðu „strákanna okkar“ í mót- inu núna? „Já, ég held það, þetta er mjög góð útkoma. Tapið fyrir Kóreu- mönnunum; ég held að strákarnir hafi vanmetið þá undir niðri. Þeir áttuðu sig hreinlega ekki á styrk- leika þeirra. Fleiri þjóðir hafa fallið í sömu gryfju. Þessir kapp- Sjö FH-ingar voru í landsliðinu 1961. í fremri röðinni eru f.v. Pétur Antons- son, framkvæmdastjóri í Krossanesi, Hjalti Einarsson og Einar Sigurðsson, í aftari röðinni f.v. eru Ragnar Jónsson, Örn Hallsteinsson, Kristján Stefáns- son og Birgir Björnsson. íslendingarnir fagna jafntefli, 15-15, í Iciknum gegn Tékkum. ar eru ekki auðunnir, með allri sinni leikni og snerpu. Við áttum ágætan leik gegn Ungverjum og sigurinn gat dottið hvorum megin sem var. Sömu sögu er að segja um leikinn við Rúmena, en þá höfðum við lánið með okkur í lokin. Það var stórkostlegt að vinna Dani og sá leikur var mjög góður. Þreyta og meiðsli lykil- leikmanna háðu okkur á móti Svíum. Við máttum ekki við slíku, þar sem Svíarnir náðu toppleik. Þar við bættist, að dóm- gæslan var „ediótisk" fyrstu tíu mínútur leiksins og það bitnaði nær eingöngu á okkar mönnum. Þetta varð til þess að Svíarnir komust 6 mörk yfir, losnuðu við stressið, en okkar menn urðu hálf lamaðir af mótlætinu. En Svíarn- ir voru betri aðilinn í leiknum og þeir náðu ótrúlega vel að brjóta okkar kerfi niður.“ - Þegar þetta viðtal birtist verður leikurinn við Spán búinn, en hverju spáir þú um úrslitin? „Ég held að þetta verði fjörug- ur leikur og það verða skoruð mörg mörk. Óskhyggjan segir mér að ísland sigri, 25-23.“ - Hefur þú verið sáttur við uppstillinguna hjá Bogdan? „Já, yfirleitt, af því hann er að keyra kerfi sem hann er greini- lega búinn að leggja mikla vinnu í. Hann hefur mesta trú á þeim mönnum sem hann byggir allt á og eflaust gerir hann það sam- kvæmt tölfræðilegum upplýsing- um. sem hann hefur eftir langan tíma með liðið. En það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er ekki alveg ánægður með skipting- ar. Ég hefði t.d. viljað hvíla Kristján Arason meira frá vörn- inni, því það er ætlast til þess að hann sé endahnúturinn á flestum sóknum liðsins. Ég held líka, að Bogdan hafi gert mistök með þeim breytingum sem hann gerði á liðinu í hálfleik á móti Ungverj- um. En í heildina hefur Bogdan farist þetta mjög vel úr hendi." - Þú varst lengi með Alfreð Gíslason undir þinni hendi sem þjálfari hjá KA. Hefðir þú ekki viljað sjá meira til hans á HM? „Jú, ég hef saknað hans. En ég veit að Bogdan hefur sínar ástæð- ur fyrir því að nota hann ekki. Hann virðist ekki vera sáttur við Alfreð." í landsliði íslands í handbolta. sem náði 6. sætinu á HM 1961. voru auk Birgis: Pétur Antons- son, Ragnar Jónsson. Einar Sig- urðsson. Örn Hallsteinsson. Kristján Stefánsson og Hjalti Einarsson, allir úr FH. Karl Benediktsson Fram. Karl Jó- hannsson KR. Guttnlaugur Hjálmarsson ÍR. Erling Lúðvíks- son ÍR og Sólmundur Jónsson Val. Háskólakórinn í tón- leikaferð á Norðurlandi Háskólakórinn mun sækja Norðlendinga heim og halda tónleika á ýmsum stöðum nú í þessari viku. Kórinn heldur tónleika á fjórum stöðum á Norðurlandi, á Hvammstanga, Miðgarði í Skagafírði, á Akur- eyri og á Dalvík. Fyrstu tónleikar kórsins verða á Hvammstanga miðvikudaginn 12. mars og hefjast þeir kl. 20.30. Fimmtudaginn 13. mars syngur kórinn í Miðgarði í Skagafirði og hefjast tónleikarnir kl. 21.00. A föstudagskvöld, 14. mars verða síðan tónleikar í Víkurröst á Dalvík. Síðustu tónleikar kórs- ins í ferðinni verða laugar- daginn 15. mars í Borgarbíói á Akureyri og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnisskrá Háskólakórsins að þessu sinni verður eingöngu ís- lensk tónlist. Flutt verður Cant- ata V. eftir Jónas Tómasson, Spjótalög eftir stjórnanda kórsins, Árna Harðarson, auk nokkurra þekktra íslenskra þjóð- laga. Einnig mun kórinn frumflytja í þessari ferð „Raddir á daghvörf- um - tilbrigði við tíu þjóðsögur," eftir Kjartan Ólafsson við ljóð Hannesar Péturssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.