Dagur - 17.03.1986, Page 1
69. árgangur
Akureyri, mánudagur 17. mars 1986
52 tölublað
íþróttir helgarinnar
Akureyrskir júdódrengir
náðu mjög góðum árangri á
íslandsmóti júníora sem hald-
ið var í Reykjavík á Iaugar-
dag. Þeir sigruðu í tveimur
flokkum, urðu í öðru sæti í
þremur flokkum og í þriðja
sæti í tveimur flokkum.
Á Dalvík fór fram bikarmót í
alpagreinum í flokki 13-14 ára í
blíðskaparveðri. Á Siglufirði
fóru fram bikar- og punktamót í
göngu í bæði fullorðins- og
unglingaflokkum.
Þórsarar eru komnir í úrslit á
íslandsmótinu í þriðja aldurs-
flokki í handbolta eftir sigur á
KA-mönnum í gær í Höllinni.
Everton og Chelsea gerðu
jafntefli 1:1 í 1. deild ensku
knattspymunnar í gær. Everton
heldur engu að síður efsta sæti
deildarinnar.
Nánari fréttir af íþróttum
helgarinnar eru á bls. 6 og 7 í
blaðinu í dag.
Á útkíkki. Mynd: KGA
p Norðurland:
Astand símamála
batnar vemlega
„Ástandið í símamálum á
Norðurlandi fer verulega batn-
andi og ætti að vera orðið
mjög gott í byrjun sumars,“
sagði Ársæll Magnússon
umdæmisstjóri Pósts og síma á
Norðurlandi í samtali við Dag.
Nokkrur vandræði hafa komið
upp varðandi símkerfin á ein-
staka stöðum á Norðurlandi þeg-
ar álagið er hvað mest. Þessir
staðir sem um er að ræða eru
Sauðárkrókur, Ólafsfjörður og
Húsavík. Á Sauðárkróki var
húsnæði símstöðvarinnar orðið
of lítið og tækin önnuðu ekki því
álagi sem fyrir hendi var. Að
sögn Ársæls verður ný símstöð
væntanlega tekin í notkun á
Sá hörmulegi atburður gerðist
nm miðjan dag á laugardag, að
5 ára drengur varð fyrir bíl á
Aðalgötu á Sauöárkróki og
lést samstundis.
Barnaskemmtun var haldin á
Hótel Mælifelli þar sem börnin
skemmtu sér með Bjössa bollu.
Slysið gerðist er skemmtuninni
Sauðárkróki í næsta mánuði. Um
er að ræða nýja, stafræna
símstöð. Búið er,að setja stöðina
upp en prófun er ekki iokið.
Bráðabirgðastöð var sett þar upp
í júlf í sumar og síðan þá hefur
ástandið verið gott. Sú stöð geng-
ur undir nafninu „Flakkarinn"
vegna þess að hún er í húsi sem
hægt er að flytja á milli staða.
Stöðin er stafræn og hefur 1024
línur.
„Ástæðan fyrir því að við höf-
um slíka stöð í húsi sem er
flytjanlegt er sú, að það lágu fyrir
áætlanir um að stækka ýmsar
símstöðvar vegna aukins álags.
Húsnæði þeirra var hins vegar
orðið of lítið. f>á stóðum við
var að ljúka og börnin að hverfa
heim. Drengurinn hljóp út á
Aðalgötu, í veg fyrir bíl og lést
samstundis. Svell var á götunni
og nýfallinn snjór, svo ökumanni
tókst ekki að stöðva bílinn, sem
var á lítilli ferð. Drengurinn hét
Kjartan Ingi Einarsson.
ÞA/gej-
frammi fyrir tveimur valkostum.
Annars vegar að fara yfir í nýja
og betri tækni þar sem tækin taka
minna pláss, eða þá að stækka
húsnæðið og nota gamla kerfið
áfram. Við völdum þann kostinn
að byggja ekki, heldur breyta um
búnað og notum því „Flakkar-
ann“ á meðan að breytingarnar
eiga sér stað,“ sagði Ársæll.
Hvað Ólafsfjörð varðar hefur
línum til Dalvíkur verið fjölgað
um 10, en stöðin þar er hnútstöð
fyrir Árskóg, Hrísey og Ólafs-
fjörð og flutningslínum til Ólafs-
fjarðar verður fjölgað um fjórar í
vor. Þessar ráðstafanir munu
væntanlega duga þar til stafrænt
kerfi verður sett upp á þessu
svæði.
Þegar stöðin á Sauðárkróki
hefur verið tekin í notkun verður
„Flakkarinn" fluttur til Húsavík-
ur og settur þar í samband. Ný
stöð verður svo væntanlega tekin
í notkun þar á árinu.
„Við höfum verið að bæta við
línum á Húsavík en það dugar
ekki til. Þessar gömlu stöðvar
virðast bara ekki anna þessu
mikla álagi. Færanlega stöðin
verður væntanlega komin í sam-
band á Húsavík í maí eða júní og
þá verður einnig sett upp sams
konar stöð á Kópaskeri. Við það
verða allir símnotendur í Öxar-
firði komnir með sjálfvirkt sím-
kerfi. Þannig fara vandræðin
smám saman að heyra sögunni
til,“ sagði Ársæll Magnússon að
lokum. BB.
Banaslys á
Sauðárkróki
Hverjir fá
raðsmíða-
skipin?
Fara Slippstöðvarskipin á Blönduós,
Kópasker eða til Akureyrar?
Ekki er Ijóst hverjir hljóta
raðsmíðaskipin cftirsóttu.
Mörg tilboð bárust í skipin
þegar þau voru auglýst á sínum
tíma. Og það var vel boðið,
óeðlilega vel að mati margra
sem til þekkja. Það sem stafar
af því hversu lítið framboð er á
nýjum flskiskipum, með kvóta
og á viðráðanlegum greiðslu-
kjörum.
Unnið er að því hjá skipa-
smíðastöðvunum, að meta til-
boðin og á föstudaginn áttu vænt-
anlegir kaupendur að hafa lagt
fram tryggingu fyrir greiðslum.
Samkvæmt heimildum Dags er
allt útlit fyrir að Blönduósingar
fái annað skipið, sem er í smíð-
urn hjá Slippstöðinni. Um hitt
stendur barátta milli nýja útgerð-
arfélagsins á Akureyri, Tanga
hf., og aðila á Kópaskeri. Einnig
er hugsanlegt að nýtt útgerðarfé-
lag á Svalbarðseyri verði í sam-
vinnu við þá á Kópaskeri um
kaup á skipinu. Tilboð Kópa-
skersmanna og Akureyringa
munu vera mjög áþekk. Einnig
koma Hornfirðingar til greina, en
þeir buðu mjög gott verð fyrir
bæði skipin. Tilboð þeirra fyrir
hvert skip fyrir sig eru hins vegar
öllu lægri.
Það er því hart barist um skip-
in hjá Slippstöðinni og sömu sögu
mun vera að segja af skipunum
sem eru í smíði hjá Stálvík í
Hafnarfirði og hjá Þorgeiri og
Ellert á Akranesi. - GS
Akureyri:
Fjórir
ölvaðir
við akstur
Þrátt fyrir rnikiö skemmtana-
hald á Akureyri um helgina
var frekar rólegt hjá lögreglu-
mönnum. Þó sátu menn e'kki
auðum höndum því afskipti
þurfti að hafa af nokkrum ein-
staklingum.
Frá föstudagskvöldi fram að
hádegi í gær voru fjórir teknir
fyrir ölvun við akstur. Sá fyrsti
klukkan eitt aðfaranótt laugar-
dags og sá síðasti fyrir hádegi í
gær sunnudag.
Lögreglan var við radarmæl-
ingar um helgina og gómaði 4
ökumenn á of miklum hraða.
Prófkjör Alþýðuflokksins:
Freyr og Gísli
Bragi sigruðu
Freyr Ófeigsson hlaut fyrsta
sætið í prófkjöri Alþýðu-
flokksins á Akurcyri, sem
lauk í gærkvöld. Hann hlaut
251 atkvæði í 1. sætið og 73
atkvæði í 2. sætið, eða sam-
tals 324 atkvæði.
Gísli Bragi Hjartarson hlaut
158 atkvæði í 1. sæti og 106
atkvæði í 2. sæti, eða samtals
264 atkvæði. Það er því ljóst að
Freyr og Gísli Bragi skipa tvö
efstu sætin á framboðslista
Alþýðuflokksins við komandi
bæjarstjómarkosningar, því
þqir náðu báðir bindandi kosn-
ingu.
I þriðja sæti varð Hulda Egg-
ertsdóttir me.ð 108 atkvæði, en
síðan komu Áslaug Einarsdóttir
með 95 atkvæði, Helga Árna-
dóttir með 57 atkvæði. Herdís
Ingvadóttir með 33 atkvæðí og
Jóhann Möller með 32 atl :ði.
Alls tóku 479 manns þátt í próf-
kjörinu, en 457 atkvæði voru
gild. Einn seðill var auður en 21
ógildur. - GS.