Dagur - 17.03.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 17. mars 1986
_á IjósvakanurrL
Isiónvarpi
MANUDAGUR
17. mars
19.00 Aítanstund.
Endursýndur þáttur frá 5.
mars.
19.20 Aftanstund.
Barnaþáttur. Klettagjá,
brúðumyndaflokkur frá
Wales. Þýðandi: Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður
Kjartan Bjargmundsson.
Snúlli snigill og Alli álfur,
teiknimyndaflokkur frá
Tékkóslóvakíu.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir, sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir og
Amma, breskur brúðu-
myndaflokkur sögumaður
Sigríður Hagalín.
19.50 Fréttaágrip á tákn-
mali.
20.00 Fréttir og vedur.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Poppkorn.
Tónlistarþáttur fyrir tán-
inga. Gísli Snær Erlingsson
og Ævar Öm Jósepsson
kynna músíkmyndbönd.
Stjórnupptöku: Friðrik Þór
Friðriksson.
21.05 íþróttir.
Umsjónarmaður: Bjarni
Felixsson.
21.40 Hándel.
Bresk sjónvarpsmynd um
tónskáldið Georg Friedrich
Hándel. Handrit skrifaði
John Osborne. Leikstjóri
Tony Palmer. Trevor How-
ard leikur öldunginn
Hándel en Dave Griffiths
fer með hlutverk hans á
miðjum aldri. Hándel
fæddist á bænum Halle í
Saxlandi árið 1685 og var
300 ára afmælis hans
minnst víða um heim á síð-
asta ári.
Á blómaskeiði ævinnar
starfaði hann í Englandi
og lést í Lundúnum 1759,
74 ára að aldri.
Myndin gerist á þeim dög-
um er tónskáldið lá bana-
leguna. Minnisstæðustu
atvikin á lífsleiðinni verða
ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum hans, bæði sigrar
og ósigrar. Tónlist i mynd-
inni er öll eftir Hándel,
m.a. úr Messíasi og öðmm
óratóríum hans, úr ópemm
og Vatnasvítunni. Enska
kammersveitin leikur,
Charles Mackerras
stjórnar. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
23.40 Fréttir í dagskrárlok.
útvarp B
MÁNUDAGUR
17. mars
11.30 Stefnur
Haukur Ágústsson kynnir
tónhst. (Frá Akureyri)
12.00 Dagskrá • Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir.
12.45 Vedurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Sam-
vera.
Umsjón: Sverrir Guðjóns-
son.
14.00 Miðdegissagan: „Á
ferð um ísrael vorid 1985“
Bryndís Víglundsdóttir
byrjar frásögn sína.
14.30 íslensk tónlist.
15.15 Bréf frá Danmörku.
Dóra Stefánsdóttir segir
frá.
(Endurtekinn þáttur frá
laugardagskvöldi).
15.45 Tilkynningar • Tón-
leikar.
16.00 Fréttir • Dagskrá.
16.15 Vedurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Barnaútvarpid.
Stjórnandi: Kristín Helga-
dóttir.
17.40 Úr atvinnulífinu -
Stjórnun og rekstur.
Umsjón: Smári Sigurðsson
og Þorleifur Finnsson.
18.00 Á markaði.
Fréttaskýringaþáttur um
viðskipti, efnahag og
atvinnurekstur í umsjá
Bjarna Sigtryggssonar.
18.20 Tónleikar • Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál.
Örn Ólafsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Haraldur Henrýsson lög-
fræðingur talar.
20.00 Lög unga fólksins.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Þjóðfræöispjall.
Dr. Jón Hnefill Aðalsteins-
son tekur saman og flytur.
b. Kórsöngur.
Alþýðukórinn syngur unð-
ir stjórn dr. Hallgríms
Helgasonar.
c. Ferðasaga Eiríks frá
Brúnum.
Þorsteinn frá Hamri les
fjórða lestur.
Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.30 Útvarpssagan: „í fjall-
skugganum" eftir Guð-
mund Daníelsson.
Höfundur les (9).
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma
(43).
Lesari: Herdís Þorvalds-
dóttir.
22.30 í sannleika sagt - Um
næðinginn á toppnum.
Umsjón: Önundur Björns-
son.
23.10 Frá tónskáldaþingi.
Þorkell Sigurbjörnsson
kynnir Guus Jansen,
Simon Holt og George
Benjamin.
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
18. mars
7.00 Veðurfregnir • Fréttir •
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir • Tilkynningar.
8.00 Fréttir • Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Beta, heimsmeist-
arinn“ eftir Vigfús
Björnsson.
Ragnheiður Steindórsdótt-
ir les (2).
9.20 Morguntrimm • Til-
kynningar • Tónleikar,
þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Dagiegt mál.
Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem Örn
Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugrein-
um dagblaðanna.
10.40 „Ég man þá tíð“.
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.10 Úr söguskjóðunni -
Viðhorf til kvenna á 18.
og 19. öld.
Umsjón: Sigríður Jóhanns-
dóttir.
Lesarar: Árni Snævarr og
Sigrún Valgeirsdóttir.
Irás 21
ÞRIÐJUDAGUR
18. mars
MANUDAGUR
17. mars
10.00 Kátir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu
hlustenduma í umsjá Guð-
laugar Maríu Bjarnadóttur
og Margrétar Ólafsdóttur.
10.30 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Ásgeir Tómas-
son.
12.00 Hlé.
14.00 Út um hvippinn og
hvappinn
með Inger Önnu Aikman.
16.00 Allt og sumt.
Stjórnandi: Helgi Már
Barðason.
18.00 Dagskrárlok.
3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16,
og 17.
17.03-18.30 Ríkisútvarpið
á Akureyri - Svæðisút-
varp.
10.00 Kátir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu
hlustendurna í umsjá.Guð-
laugar Maríu Bjarnadóttur
og Margrétar Ólafsdóttur.
10.30 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé.
17.03-18.30 Ríkisútvarpið á
Akureyri - Svæðisútvarp.
L
Baltasar, Kristjana Samper og dóttir þeirra, Míreyja, á tali við tvo sýningargesti.
Listadagar Menntaskólans á Akureyri:
Málverk Baltasars
- Frá opnun sýningar í Möðruvallakjallara
Síðastliðinn fimmtudag opnaði
Baltasar sýningu á málverkum,.
pastelmyndum og teikningum í
kjallara Möðruvalla og er sýning-
in liður í Listadögum Mennta-
skólans á Akureyri.
Að sögn Baltasars er þetta
ekki í fyrsta skipti sem hann sýnir
á Akureyri en þó er þetta fyrsta
stóra einkasýning hans hér. Þeg-
ar Baltasar var spurður að því
hvernig honum litist á að sýna í
Möðruvallakjallara sagði hann:
„Aðstaðan er ágæt og betri en ég
bjóst við. Að vísu flutti ég Ijós
með mér hingað en ef þessi lýsing
væri hér til staðar og ýmsar smá-
vægilegar breytingar aðrar gerðar
þá væri þessi salur tilvalinn sýn-
ingarsalur."
Baltasar var að safna saman
verkum til sýningar á Kjarvals-
stöðum en deilurnar um loftið
þar settu nokkurt strik í reikning-
inn og því tók hann feginshendi
tilboði Listadaganefndar um að
koma norður og sýna í skólanum.
Flest verkin á sýningunni eru
ný eða nýleg og sagðist Baltasar
hafa verið að gera tilraunir með
ný viðfangsefni að undanförnu og
það væri gaman að geta komið
þeim á sýningu. „Þar sem þetta
er skóli fannst mér líka tilheyra
að sýna vinnubrögð,“ sagði hann
og því hengdi hann upp nokkur
verk á mismunandi vinnslustig-
um.
Sýningunni lauk á sunnudag og
á morgun verður ný sýning sett
upp í Möðruvallakjallara. Þá
sýna nemendur skólans ljós-
myndir sem þeir hafa sjálfir tekið
og unnið. -yk.
opnun sýningarinn-
ar. Myndir: - KGA.
Núverandi og fyrr-
verandi skólameist-
ari; Tryggvi Gísla-
son og Steindór
Steindórsson virða
fyrir sér listaverkin.
# Söngva-
keppnin og
lögbanns-
krafan
Það gekk ýmislegt á í
kringum kynninguna á
Eurovision-lögunum í
sjónvarpinu. Umdeildasta
vögguvísan i íslandssög-
unni var þar meðal laga,
svo sem alþjóð veit. En
við heyrðum að einhver
styr stæði um a.m.k. þrjú
lög til viðbótar og þá
vegna þess að ekki væri á
hreinu hvort þau féllu
undir þær reglur sem sett-
ar höfðu verið hvað varð-
aði opinbera birtingu. Auk
þess telur gamalreyndur
hljómlistarmaður sig
„eiga“ eitt lagið í keppn-
inni, án þess þó að hafa
sent það inn sjálfur. Það
gerði einhver fyrír hann
og skrifaði sjálfan sig fyrfr
laginu. Það er Ijótt ef satt
er en alla vega voru sjón-
varpsmenn búnir að fá
lögbannskröfu inn á borð
til sín á föstudaginn ein-
hverra hluta vegna.
# Kæra
vegna
búning-
anna
Það síðasta sem við
heyrðum á skotspónum
um þessa keppni var að
ákveðinn aðili hefði (
hyggju að kæra vegna
þeirra búninga sem flytj-
endur notuðu í keppninni!
Þannig er nefnilega mál
með vexti að Dóra Einars-
dóttir fatahönnuður var
fengin til að hanna sér-
staklega alla búnlnga á
keppendur, alla nema
Björgvin Halldórsson,
sem eins og Páll Magnús-
son „hefur einfaldan
smekk og velur aðeins
það besta. Föt frá Sævari
Karli.“ En einn aðill er
sagður ákaflega óhress
með búningana vegna
þess að hann segir að
Dóra hafi verið búin að
selja honum nákvæmlega
þessa hönnun, til notkun-
ar á allt öðrum vettvangi
en undankeppni Evrópu-
söngvakeppninar.
• Sjálfsagt
mál
Það gæti sem sagt orðið
einhver rekistefna fram
eftir þessari vfku vegna
alls þessa og ætli endi
ekki með því að eitt lag
eða svo verði eftir og flytj-
endurnir búningalausir.
Er ekki bara sjálfgefið að
senda hljómsveitina „Með
nöktum“ út til Bergen og
leyfa henni að spreyta
sig?