Dagur - 17.03.1986, Blaðsíða 11
17. mars 1986 - DAGUR - 11
Athugasemd við frétt um lokun laxastiga í Laxá:
Laxársamningarnir
hafa verið þverbrotnir
- segir Eysteinn Sigurðsson bóndi á Arnarvatni
Vegna fréttar í Degi frá 26.
febrúar s.l. þar sem rætt var
um að bændur við Laxá og
Mývatn vildu loka laxastigan-
um við Laxárvirkjun hafði
Eysteinn Sigurðsson bóndi á
Arnarvatni og formaður Veiði-
félags Laxár og Krákár sam-
band við blaðið og vildi koma
eftirfarandi á framfæri:
„Þegar ég las frétt í Degi þann
26. febrúar sl. um lokun laxastiga
í Laxá hjá Brúum, fannst mér
fréttaflutningurinn minna mig
um of á þá blaðamennsku sem
kynnast má á síðum DV og
HP. Farið er rangt með flestar
staðreyndir og ekki hirt um að
leita álits þeirra sem málið
snertir. Ég tel það lágmarkskurt-
eisi að Veiðifélag Laxár og
Krákár, en þar er ég formaður,
hefði fengið að fylgjast með
þessu máli frá upphafi. Ég get
nefnt nokkur dæmi þess að rang-
lega sé farið með staðreyndir. í
fyrirsögn greinarinnar segir að
veiðibændur við Laxá og Mývatn
vilji loka laxastiganum. Ég spyr,
hvaða bændur við Laxá og Mý-
vatn hafa farið fram á slíkt. Hér
er ruglað staðreyndum, því ein-
ungis á þetta við um bændur við
Mývatn. Þá er líka farið rangt
með, þar sem talað er um spreng-
ingu Miðkvíslarstíflu árið 1972.
Sagt er að samningar hafi farið
fram milli Landeigendafélags
Laxár og Mývatns og Laxár-
virkjunar, fyrir milligöngu ríkis-
valdsins. Það er rétt að það fóru
fram samningar, en sprenging
Miðkvíslarstíflu var einungis lið-
ur í langri baráttu, sem stóð í 4 ár
og var kölluð Laxárdeila. Þessari
deilu lauk 19. maí 1973. Einn lið-
ur í þeim samningum var að
ríkisvaldið skyldi byggja laxa-
stiga hjá Brúum. í framhaldi af
þessum samningum var síðan sett
löggjöfin um verndun Laxár og
Mývatns.
Ein staðreynd er hér enn sem
rangt er með farið, en hún er sú
að þessi fiskvegur var ekki
byggður 1974-6. Staðreyndin er
sú að það tók Landeigendafélag
Laxár og Mývatns 4 ár að knýja
ríkisvaldið til þess að hefja fram-
kvæmdir við byggingu Íaxastig-
ans, sem var þó eitt af þeim atrið-
um samningsins, sem ríkisvaldið
átti að uppfylla til þess að létta
því lögbanni sem var á vatnstöku
úr Laxá til virkjunarinnar. Bygg-
ingu laxastigans lauk 1979-80. Eg
vil geta þess í þessu sambandi, að
Laxársamningarnir hafa verið
þverbrotnir hin síðustu ár. Við
vitum það að það er geysileg of-
framleiðsla á rafmagni og vélar
Kröfluvirkjunar hafa staðið ónot-
aðar undanfarin sumur í 3-4 mán-
uði og hluti véla í Laxárvirkjun
hefur líka staðið ónotaður yfir
sumarið.
Það segir í fyrrgreindum Lax-
ársamningi að rekstri virkjana
við Laxá skuli hagað þannig á
hverjum tíma að sem minnstu
tjóni valdi á fiskræktarmöguleik-
um árinnar. Fiskvegurinn er
hannaður með það fyrir augum
að virkjanirnar séu reknar með
fullum afköstum. Þegar það svo
gerist að 2 vélasamstæður við
Laxá eru stöðvaðar, þýðir það
einfaldlega að fiskvegurinn verð-
ur ófiskgengur og hefur það gerst
2 undanfarin sumur.
Það er ýmislegt fleira sem ég
hef við þessa frétt að athuga. Ég
get sagt það að vísu, að ég úti-
loka ekki að það geti verið um
sjúkdómshættu að ræða á silungs-
stofnunum í Laxá og Mývatni.
Hins vegar tel ég hana hverfandi
litla af sjógengnum laxi. Einfald-
lega vegna þess að sjúkur lax sem
gengur til sjávar kemur ekki
aftur. Ef um sjúkan lax er að
ræða í sjónum, þá kemst hann
tæpast upp í Laxá, því áin er ein
erfiðasta á sem um getur fyrir
lax. Ég tel að meiri hætta stafi af
erlendum túristum, sem veiða
bæði í Laxá og Mývatni. Það er
hugsanlegt að þeir geti borið með
sér sjúkdóma með ósótthreinsuð-
um veiðarfærum. En ég hef engan
heyrt nefna það að eigi að banna
þessar veiðar.
Þessi frétt minnti mig á það, að
á dögum Laxárdeilu voru margir
sem hlynntir voru því að byggð
yrði 57 metra há stífla og Laxár-
dal sökkt undir vatn. Þessir hinir
sömu menn ræddu mjög um það
að hætta væri því samfara að
sleppa laxi upp í efri hluta Laxár
og nefndu ýmsa sjúkdóma í því
sambandi. Sá grunur læðist að
mér að sá, eða þeir, sem á aðal-
fundi Veiðifélags Mývatns s.l.
sumar beindu því til stjórnar
hvort ekki væri rétt að loka fisk-
veginum við Brúar, hafi viljað
leiða athyglina frá ríkjandi ástandi
í Mývatni og orsökum þess.
Ég tel það óhjákvæmilegt að for-
maður Veiðfélags Mývatns svari
eftirfarandi spurningum skýrt og
afdráttarlaust.
1. Hvers vegna var ekki haft
samband við þá aðila sem laxa-
stiginn heyrir undir, það er Land-
eigendafélagið, eða Veiðifélag
Laxár og Krákár? Síðan var eðli-
legt að málið væri sent til stjórnar
Rannsóknastöðvarinnar við
Mývatn. Ég spyr var það gert?
2. Um álit hvaða manna er
rætt, þegar talað er um sýkingar-
hættu af samgangi lax og silungs
og við hvaða sjúkdóma er átt?
Hér vil ég fá nöfn, bæði á mönn-
um og sjúkdómum alveg af-
dráttarlaust."
Arngrímur Geirsson er for-
maður Veiðifélags Mývatns. Svar
hans er á þessa leið:
„Stjórn veiðifélagsins fékk til-
lögu þess efnis að athugað skyldi
hvort um sýkingarhættu gæti ver-
ið að ræða. Jafnframt var tekið
fram að leita skyldi álits Náttúru-
verndarráðs á málinu. Stjórn
veiðifélagsins sendi tillöguna
áfram eins og gert var ráð fyrir, til
Náttúruverndarráðs í stað þess
að senda hana til Rannsókna-
stöðvarinnar við Mývatn. Það
hefði að ýmsu leyti verið eðlilegt
að láta stjórn Veiðifélags Laxár
og Krákár vita formlega um
þetta. Ég hygg að það sem varð
til þess að það var ekki gert, er að
einn stjórnarmaður í Veiðifélagi
Mývatns er jafnframt stjórnar-
maður í Landeigendafélaginu,
sem stiginn heyrir undir. Það er
því ekki um algert sambandsleysi
að ræða þar á millif"
Varðandi kröfu um að gefa
upp nöfn á mönnum og sjúkdóm-
um sem rninnst er á í fyrrgreindri
frétt, skal tekið fram að þær upp-
lýsingar eru ekki frá Arngrími
komnar, heldur eru það upplýs-
ingar sem blaðamaður hefur afl-
að sér. Telur hann sér ekki skylt
að gefa upp nöfn manna í því
sambandi. gej-
Vinnustígvél
St. 40-46. Verð frá kr. 535.-
Kvenstígvél
St. 36-41. Verð aðeins kr. 295.-
Barnastígvél
St. 27-31. Verð kr. 295.-
Sportskór í miklu úrvali allar stærðir.
Verðið alveg frábært.
WEyfjörð ®
Hjaitayiwgötu 4 simi 22275
Húsvíkingar - Þingeyingar
41585
er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur
blaðamanns Dags.
Skrifstofan er að Stóragarði 3.
Opið frá kl. 9-11 f.h.
Það kemst
tilskilaíDegi
Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^^
Á að sökkva Laxárdal?
MYVflTN
?T? ? ¥ ?? T ?
DORGVEIÐIKEPPNI Á ÍS
51L5TAR
veiöarfæri fyrir sumariö
SPORTVEIÐI-
BLAÐIÐ
VEIÐIFÉLAG
MÝVATNS
FLUGLEIDIR
Viö bjoöum fjölþætta
feröaþjónustu
Dorgveiöikeppni fyrir alla fjölskylduna
verður haldin á Mývatni
laugardaginn 29. mars n.k.
Keppnin stendur frá kl. 11.00 til 16.00.
Skráningu lýkur kl. 10 sama dag.
Margvisleg verölaun.
Skráning og allar upplýsingar eru veittar i:
Hótel Reynihlið
Eldá
Ævintýrateröir
s. 96-44170
s. 96-44220
s. 91-33050
Feröaskrifstolan Ævintýraferðir
og Hótel Reynihlið
bjóöa sérstakan páskaafslátl
i tilefni keppninnar.
KiMMtKH
Ánanaustum
Stml2SSSS
EYFJÖRÐ
HEILDVERSLUN
FERÐAMÁLAFÉLAG
MÝVATNSSVEITAR
Venö velkomin
■ Hotel Reynihlið
■'"V'^RnVlHLID