Dagur - 01.04.1986, Síða 3
1. apríl 1986 - DAGUR - 3
Eins og fram kemur í frétt á baksíðu var gcysileg aðsókn í Hlíðarfjall um páskana. Þessi mynd var tekin þar á laug-
ardag og sýnir biðröð við neðstu lyftuna. Mynd: - KK.
Orlofedvöl fyrir
bændur aðHólum
í útvarpsfréttum 17. mars sl.
var þess getið að bændur ættu
kost á orlofsdvöl á Hóluni í
Hjaltadal í sumar. Stéttarsam-
band bænda stendur þar fyrir
byggingu tveggja parhúsa, sem
í verða fjórar orlofsíbúðir.
Á fyrra húsið að vera tilbúið til
afhendingar um miðjan júní og
verði mikil eftirspurn eftir orlofs-
dvöl er fyrirhugað að byggja fleiri
hús á staðnum.
Eftir fréttinni að dæma gátu
ókunnugir haldið að bygging hús-
anna væri langt á veg komin. Fólki
í Hjaltadal fannst því fréttin
nokkuð skondin, þar sem aðeins
er búið að steypa sökklana undir
húsin og jarðvegsfylla grunnana.
Samt er engin ástæða til að halda
að húsin komist ekki upp á til-
settum tíma, þau á að byggja úr
timbri á staðnum á næstu vikum.
Aðeins slæmt tíðarfar gæti hugs-
anlega komið í veg fyrir að það
takist. Það er Trésmiðjan Borg á
Sauðárkróki sem sér um verkið.
Ástæða er til að halda að fólk
geti átt góða orlofsdvöl á Hólum,
því staðurinn hefur upp á margt
að bjóða: Nýbyggða sundlaug,
gott og fallegt útivistarsvæði í
skógarlandinu, nágrennið hent-
ugt til gönguferða, stutt í veiði
t.d. í Hjaltadalsá og síðast en
ekki síst er mjög veðursælt í
Hjaltadalnum. -þá
Samvinnuferðir - Landsýn:
Knattspyrna og sælu-
líf í Hollandi
Samvinnuferðir-Landsýn
bjóða landsmönnum nú upp á
„heimsmeistaralegan afslátt“ í
sæluhús sín í Hollandi og er
mikill afsláttur í boði fyrir fjöl-
skyldur.
Á tímabilinu 23. maí til 3. júlí
nemur þessi afsláttur 11 þúsund-
um króna fyrir þriggja vikna fjöl-
skylduferð, 7 þúsund krónum í
tveggja vikna ferð og 3.500 krón-
um fyrir viku. Þótt aðalmarkmið-
ið með þessum afslætti sé að laða
knattspyrnuáhugamenn til Hol-
lands þar sem þeir geta fylgst
með 66 klukkustundum af bein-
um útsendingum frá Heimsmeist-
arakeppninni í Mexico er ýmis-
legt annað hægt að gera í sælu-
húsunum sem notið hafa mikilla
vinsælda undanfarin ár.
Sem fyrr sagði geta gestir sælu-
húsa SL á þessu tímabili fylgst
með 66 klukkustunda efni í
beinni útsendingu frá Mexico,
eða í tvær klukkustundir á dag.
Hver einasti leikur keppninnar er
í boði enda hægt að ná þýskum
og belgískum sjónvarpsstöðvuin
auk stöðva í Hollandi.
í Kempervennen, þar sem
sæluhús SL eru, er geysilega fjöl-
breytt aðstaða í boði fyrir þá sem
þar gista. Af löngum lista má
nefna baðströnd, seglbáta,
gúmmíbátasiglingar á síkjunum,
árabáta, hjólabáta, seglbretti,
sundlaugarparadís, minigolf, sól-
bekki, golfvelli, hjólabrautir, tor-
færuhjólabraut, nuddpotta,
gönguleiðir, bowlinghöll, sól-
baðsgarð, opin leiksvæði, blak-
velli, skóga, vötn og akra,
diskótek, fjölskrúðugt dýralíf,
uppákomur í miðbænum, leik-
tækjasali, veitingastaði, blóma-
sýningar, barnaheimili og áfram
mætti telja.
Það er því ljóst að flestir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, þótt
knattspyrnuáhuginn sé ekki fyrir
hendi.
e
Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur
Verið welkomin og kynnist því hvernig hægt er að matreiða allan venjuiegan mat í Toshiba brbylgjuof ríinum
á ótrulega stuttum tíma. Hvers vegna margir réttir verða betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavelinni.
Og þér er óhætt að láta börnin baka.
Og síðast en ekki sist. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofninum þínum höldum við matreiðslunámskeið fyrir
eigendur Toshiba ofna._______________________________________________
Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna
SIEMENS
Þvottavélar, eldavélar, ísskápar
og fleira, einnig smá heimilistæki
í úrvali
til dæmis:
Hitateppi:
Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu
eða afa og ömmu.
Einnig kaffikönnur,
handhrærivélar ásamt fylgi-
hlutum, brauðristar með hita-
grind, eggjasjoðarar,
straujárn með og án gufu,
hraðgrill og ótal margt fleira.
Blomberq
þvottavélar, ísskápar
og eldavélar.
Viðurkennd gæðavara.
2ja ára ábyrgð.
Búsáhöld í úrvali
Tótu barnastollínn
Sérstaklega hentugur og þægilegur i flutningi.
PETRA
' smá heimilistæki í úrvali.
Nýjung t.d. hraðsuðukanna,
nytsöm til margra hluta.
M — NYLAGNIR
BkAf sr
Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400
Verslið hjá fagmanni.
J?
Hlutabréf til sölu
Til sölu eru hlutabréf í Sæplasti hf. Dalvík
af nafnveröi kr. 400.000.
Upplýsingar gefur Hilmar Daníelsson
á Bókhaldsskrifstofunni hf. Dalvík,
sími 61318 og 61319.
Fundarboð:
Lífeyrissjóður KEA boðar til almenns sjóðfélaga-
fundar fimmtud. 3. apríl kl. 20.30 í sal Starfs-
mannafélags KEA Sunnuhlíð.
Fundarefni:
1. Ákvæði nýgerðra kjarasamninga um skulda-
bréfakaup lífeyrissjóða af byggingarsjóðum ríkis-
ins og ríkissjóði.
2. Fjárhags- og framtíðarstaða lífeyrissjóðs KEA.
Sjóðfélagar (þar með taldir lífeyrisþegar) eru
hvattir til að fjöimenna.
Stjórn lífeyrissjóðs KEA.
BILARAFMAGN
ÖLL ÞJÓNUSTA
VARÐANDI RAF-
KERFIBIFREIÐA
Ai:n;uxAT<)itAU
M
jnorourljós sf
RAFVERKTAKAR
FURUVÖLLUM13
SÍMI25400
Ritstjórn
Auglýsingar
Afgreiösla
Sími (96) 24222