Dagur - 01.04.1986, Qupperneq 5
íþróttic
1. apríl 1986 - DAGUR - 5
Veðurpuðirnir í aðal-
hlutverki á skíðalandsmótinu
- ekkert gull til Akureyrar að þessu sinni
Um páskahelgina var 38.
skíðalandsmótið haldið í
skíðalandi Reykvíkinga í Blá-
fjöllum. I heild má segja að
mótið hafí tekist vel og segja
má að veðurguðirnir hafí verið
í aðalhlutverki því alla dagana
var glampandi sól og kyrrt
„Aranqur
mikilía
æfinga“
- segir Daníel Hilmarsson sem vann
þrenn gullverðlaun í Alpagreinum
Daníel Hilmarsson frá Dalvík
er óumdeilanlega skíðakóngur
íslands árið 1986. Hann varð
bikarmeistari íslands og vann
þrefalt á Skíðalandsmótinu í
Bláfjöllum nú um helgina.
Vann bæði stórsvig og svig og
þar af leiðandi einnig alpatví-
keppnina. Allar þessar greinar
vann Daníel með nokkrum
yfírburði og var í nokkrum sér-
flokki. Að vísu tókst Daníel
ekki að vinna samhliðasvig
sem keppt var í fyrsta sinn á
skíðalandsmóti að þessu sinni.
Að vísu voru hvorki áhorfend-
ur né Daníel sjálfur ánægðir
með tímatökuna í þeirri
keppni.
Blaðamaður átti stutt spjall við
Daníel og fylgir það hér á eftir:
- Ert þú ánægður með árang-
urinn?
„Já, ég er geysilega ánægður
með sigrana á þessu móti, það er
alltaf gaman að vinna. Sérstak-
lega var gaman að rjúfa þriggja
ára einokun Guðmundar Jó-
hannssonar í stórsviginu. J>að
var að vísu leitt að vinna ekki
samhliðasvigið, en það verður
ekki á allt kosið. Það var geysi-
lega skemmtilegt að keppa í því,
og ég held að það hafi líka verið
mjög skemmtilegt fyrir áhorfend-
ur, þetta er virkilega skemmtileg
nýbreytni á landsmóti. Að vísu
var ég ekki fyllilega sáttur við
tímatökuna, en Örnólfur Valdi-
marsson átti þennan sigur samt
fyllilega skilinn.“
- Hefurðu æft stíft í vetur?
„Já, það er óhætt að segja það.
Ég hef æft því sem næst sem
atvinnumaður á íslenskan mæli-
kvarða, þó að það sé eiginlega
dútl ef miðað er við þá sem eru
alvöru atvinnumenn þarna úti.
Ég er búinn að vera erlendis við
æfingar og keppni mikinn hluta
vetrarins. Byrjaði á því að fara til
Austurríkis í haust og æfði þar á
jökli. Síðan hef ég verið við
æfingar og keppni bæði í mið-
Evrópu og í Skandinavíu."
- Hefur þetta verið erfitt?
„Já, það er óhætt að segja það,
og ég hef lært það í vetur að þess-
ar ferðir mega eiginlega ekki vera
of langar. Þá er eins og það komi
þreyta í mann og maður missir
áhugann.“
- Hvað er framundan?
„Ég fer út í vikunni að keppa
og vonast til að bæta mig í
punktum. Það hefur ekki gengið
nógu vel hjá mér, og mér finnst
að ég eigi að geta betur. Tak-
markið er að lækka mig um 30
punkta bæði í svigi og stórsvigi,
og ég held að það geti tekist ef
allt gengur upp, sem hefur að
vísu ekki gerst ennþá.“
- Ert þú ekki ánægður með að
Dalvíkingar skuli eiga sigur-
vegara bæði í svigi karla og
kvenna?
„Jú, að sjálfsögðu er ég það,
og það er að skila sér stórbætt
aðstaða á Dalvík til æfinga. Við
eigum líka mjög efnilega krakka
í yngri flokkunum sem verður
gaman að sjá hvað gera þegar
þeir koma upp.“
veður. Svo gott var veðrið að
menn létu smávægilegar tafír á
mótshaldinu ekkert á sig fá
heldur nutu bara veðurblíð-
unnar. Einu leiðindin sem
komu upp á voru bilanir í
tímatökutækjum.
Keppendur voru 80 talsins og
komu flestir frá 5 byggðalögum,
Reykjavík, ísafirði, Akureyri,
Ólafsfirði og Siglufirði.
Skíðakóngur mótsins var Einar
Ólafsson göngumaður frá ísafirði
en hann vann til fernra gullverð-
launa á mótinu. Daníel Hilmars-
son frá Dalvík stóð sig einnig vel
og vann til þriggja gullverðlauna.
Skíðadrottning mótsins var
Reykjavíkurmær sem er Akur-
eyringum ekki að öllu ókunn,
Tinna Traustadóttir. Hún hlaut
fern verðlaun, tvö gull og tvö
silfur.
Þrátt fyrir fámenni tókst dal-
vísku keppendunum að setja sitt
mark á mótið með því að hafa á
brott með sér fern gullverðlaun
en létu hin verðlaunin alveg eiga
sig.
ísfirðingar hlutu gullverðlaun í
öllum greinum göngu. Einar
Ólafsson var yfirburðamaður í
göngu karla og Auður Ebenesar-
dóttir stóð sig einnig mjög vel í
göngu stúlkna og hlaut tvenn
gullverðlaun og eitt silfur. Engir
keppendur mættu til leiks í göngu
kvenna.
Ólafsfirðingar unnu þrefalt í
skíðastökki enda þeir einu sem
sendu keppendur í þá grein.
Á mótinu var í fyrsta sinn
keppt í samsíðasvigi og vakti sú
nýbreytni geysilega ánægju jafnt
hjá keppendum sem og áhorf-
endum.
Að þessu sinni varð hlutur
Ákureyringa óvenju rýr en þó að
ekkert gull hafi unnist þá var það
stórglæsilegur árangur að hreppa
annað og þriðja sætið í alpatví-
keppni beggja kynja. AE/KK
Skíðakóngur mótsins Einar Ólafsson frá ísafirði.
Mynd: - KGA.
ijm?
Daníel Hilmarsson á fullri ferð í svigkeppninni en í þeirri grein hafði hann mikla yfirhurði
Mynd: - KGA.