Dagur - 01.04.1986, Page 6
6 - DAGUR - 1. apríl 1986
1. apríl 1986 - DAGUR - 7
íþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Úrslit í ein-
stökum greinum á
skíðalandsmótinu
10 km ganga pilta: Mín.
1. Bjarni Gunnarsson í, 29,17,50
2. Rögnvaldur Ingþórsson í, 30,09,21
3. Baldur Hermannsson S, 31,30,48
Boðganga karla (3x10 km):
-1. ísafjöröur 80,08,83
2. Akureyri 83,22,60
3. Ólafsfjörður 83,33,72
Stökk 40 metra pallur: Stig
1. Þorvaldur Jónsson Ó, 282,4
stökk lengst 48,5 metra
2. Ólafur Björnsson Ó, 240,1
stökk lengst 43,5 metra
3. Haukur Hilmarsson Ó, 236,9
stökk lengst 43,5 metra
Stökk 47 metra pallur:
1. Þorvaldur Jónsson Ó, 240,7
2. Ólafur Björnsson Ó, 215,3
3. Björn Þór Ólafsson Ó, 185,9
Norræn tvíkeppni karia:
1. Þorvaldur Jónsson Ó, 460,7
2. Ólafur Björnsson Ó, 403,8
3. Björn Þór Ólafsson Ó, 379,2
Svig karla: Mín.
1. Daníel Hilmarsson D, 1,34,82
2. Björn B. Gísiason A, 1,37,83
3. Guömundur Jóhanness. í, 1,38,39
Stórsvig kvenna:
1. Tinna Traustadóttir R, 1,43,10
2. Snædís Úlriksdóttir R, 1,43,53
3. Guðrún H. Kristjánsd. A, 1,44,62
Svig kvenna:
1. Ingigerður Júlíusdóttir D, 1,51,86
2. Tinna Traustadóttir R, 1,52,40
3. Guðrún H. Kristjánsd. A, 1,52,55
15 km ganga (17-19 ára):
1. Bjarni Gunnarsson í, 44,51,07
2. Rögnvaldur Ingþórsson í, 46,40,20
3. Baldur Hermannsson S, 47,11,78
5 km ganga stúlkna:
1. Stella Hjaltadóttir í, 15,45,44
2. Auður Ebenesardóttir í, 16,53,71
3. Ósk Ebenesardóttir í, 17,07,49
Tvíkeppni (17-19 ára): Stig
1. Bjarni Gunnarsson í, 0,00
2. Rögnvaldur Ingþórsson {, 7,00
3. Baldur Hermannsson S, 12,80
Tvíkeppni karla:
1. Einar Ólafsson í, 0,00
2. Haukur Eiríksson A, 17,17
3. Þorvaldur Jónsson Ó, 19,79
Tvíkeppni stúlkna (16-18 ára):
1. Stella Hjaltadóttir í, 1,78
2. Auður Ebenesardóttir í, 7,22
3. Ósk Ebenesardóttir í, 15,79
15 km ganga karla: Mín.
1. Einar Ólafsson í, 38,49,78
2. Haukur Eiríksson A, 43,43,58
3. Þorvaldur Jónsson Ó, 44,06;76
3,5 km ganga stúlkna:
1. Auður Ebenesardóttir í, 11,32,74
2. Stella Hjaltadóttir í, 11,45,05
3. Ósk Ebenesardóttir í, 12,21,98
Samhliöa svig kvenna:
1. Snædís Úlriksdóttir R. '
2. Tinna Traustadóttir R.
3. Bryndís Ýr Viggósdóttir R.
Samhliða svig karla:
1. Örnólfur Valdimarsson R.
2. Guðmundur Jóhannesson í.
3. Guðjón Ólafsson í.
Stórsvig karla:
1. Daníel Hilmarsson D, 1,36,40
2. Einar Úlfsson R, 1,38,99
3. Guðm. Sigurjónsson A, 1,39,22
30 km ganga karla: Mín.
1. Einar Ólafsson í, 86,28,18
2. Þröstur Jóhannesson í, 88,53,67
3. Haukur Eiríksson A, 90,24,93
Alpatvíkeppni kvenna: Stig
1. Tinna Traustadóttir R, 3,76
2. Guðrún H. Kristjánsd. A, 16,21
3. Guðrún J. Magnúsdóttir A, 43,61
Alpatvíkeppni karla:
1. Daníel Hilmarsson D, 00,0
2. Guðmundur Sigurjónsson A, 56,35
3. Björn B. Gíslason A, 66,09
Nú var í fyrsta skipti keppt í samsíða svigi á skíðalandsmóti. Hér sjást stúlkurnar sem
urðu í þremur fyrstu sætunum í þeirri grein. Mynd: - KGA.
„Himinlifandi"
- sagði Tinna Traustadóttir
skíðadrottning íslands
„Mjög óvænt“
- sagði ingigerður Júlíusdóttir Dalvík
heima á Dalvík hefur farið mjög
batnandi og það er mikill upp-
gangur í íþróttinni þar.“
Hnökrar á
framkvæmd
keppni á Skíðalandsmótinu, og
kannski ekki nema von þar
sem Tinna vann bæði stórsvig
og alpatvíkeppni auk þess sem
hún var önnur í bæði svigi og
samhliðasvigi.
- Áttirðu von á þessum ár-
angri?
„Nei, eiginlega ekki. Allavega
ekki í stórsvigi, sem hefur ekki
verið mín grein fram að þessu.
Þetta kom mér vægast sagt mjög
á óvart. í sviginu gerði ég mér
hins vegar vonir vegna þess að
mér hefur alltaf gengið vel í því.
En að sjálfsögðu er ég himinlif-
andi yfir árangrinum.“
- Hvernig finnst þér þetta
landsmót hafa tekist?
„Mér finnst það hafa verið
ágætt. Ágætar brautir og veður
og færi eins og best verður á
kosið. Að vísu svolítið um tafir,
en maður setur það ekki fyrir sig
í svona veðri.“
- Ertu búin að æfa stíft í
vetur?
„Ekki mjög. Ég var svo óhepp-
in að meiðast í byrjun vetrar, og
svo hefur skólinn tekið sinn tíma,
en ég er að læra í Strassbourg í
Frakklandi. Ég er nú samt í ágæt-
is þjálfun og vissi alveg að ég gæti
staðið í stelpunum hér heima.“
Björn Víkingsson.
Mynd: ■
KGA.
Það lá vel á Tinnu Trausta-
dóttur þegar blaðamaður Dags
tók hana tali að aflokinni
Tinna Traustadóttir.
Mynd: - KGA.
■
■
Það er óhætt að segja að Ingi-
gerður Júlíusdóttir hafl komið,
séð og sigrað í svigkeppninni á
Skíðalandsmótinu. Eftir að
hafa farið seinni ferð án þess
að tími hafl náðst á henni fór
hún upp aftur og náði í annarri
tilraun besta tíma í seinni ferð,
og sá tími nægði til sigurs.
Óhætt er að fullyrða að þetta
þóttu einhver óvæntustu úrslit
mótsins og vöktu þau mikla
athygli.
- Áttirðu von á að ná þessum
árangri?
„Nei, alls ekki. Ég hef aðeins
einu sinni náð því að vinna þessar
stelpur sem ég keppti við hér, svo
að þetta er mjög óvænt.“
- Hvernig var að verða að fara
seinni ferðina tvisvar?
„Ég held að það hafi bara hert
mig. Auðvitað er maður þreyttur
eftir að hafa farið hana einu
sinni, en ég er ekki frá því að
seinna skiptið hafi ég náð betri
tíma.“
- Hefurðu æft vel?
„Já, býsna stíft. Aðstaðan
Þorvaldur Jónsson í göngukeppni.
Mynd: - KGA.
Isfiröinqar
með flest gull
ísflrðingar hlutu flest gullverðlaun á skíðalandsmótinu.
Annars skiptust verðlaun þannig milli bæjarfélaga:
Gull Silfur Brons
ísafjörður 10 8 5
Reykjavík 4 4 1
Dalvík 4
Ólafsfjörður 3 3 6
Akureyri 6 5
Siglufjörður 3
„Það var skylda að vinna“
-sagði Þon/aldur Jónsson Ólafsfirði sem vann stökk- og tvíkeppni
Þorvaldur Jónsson frá Ólafs-
flrði sigraði um helgina í nor-
rænni tvíkeppni flmmta árið í
röð jafnframt því sem hann
náði þriðja sæti í 15 kílómetra
göngu og því fjórða í 30 kíló-
metra göngu.
- Ertu ánægður með árangur-
inn?
„Já, mér tókst næstum allt sem
ég stefndi að. Það eina sem brást
var að ég komst ekki í verðlauna-
sæti í 30 km. göngunni. Það tókst
í 15 km. og þetta er í fyrsta sinn
sem ég næ því í flokki 20 ára og
eldri. Mér fannst eiginlega skylda
að vinna stökkið og tvíkeppnina
fimmta árið í röð.“
- Hvað er framundan?
„Ég er að hugsa um að fara í
Háskólann næsta haust þannig að
maður kemur líklega til með að
draga úr æfingum.“
- Ekkert að hætta?
„Ekki alveg, ég vona allavega
að ég eigi fleiri landsmót eftir.
Það er svo gaman að þessu í
svona veðri og færi.“
Þrátt fyrir að Skíðalandsmótið
færi í heild sinni mjög vel fram
þá voru þó nokkrir hnökrar á
ýmsum þáttum, og það versta
var að þeir skiptu sköpum í
sumum tilfellum. Auk þessara
alvarlegu óhappa sem uppá
komu í framkvæmd mótsins
voru tafir verulegar á köflum,
en vegna veðurblíðunnar
kipptu menn sér ekki mikið
upp við það.
Álvarlegustu mistökin urðu í
sambandi við svig kvenna þar
sem það gerðist að í seinni ferð
mældist ekki tíminn á Önnu Mar-.
íu Malmquist sem hafði bestan
tíma eftir fyrri ferð og Ingigerði
Júlíusdóttur sem hafði annan
besta tímann eftir fyrri ferð.
Stjórnendur mótsins töldu skýr-
inguna vera þá að stúlkurnar
hefðu rennt sér undir geislann,
en flestir viðstaddir töldu það út í
hött. Stúlkurnar voru sendar upp
aftur og í það skiptið datt Anna
María. Tækjabilun hafði því að
líkindum af henni sigurinn, í það
minnsta verðlaunasæti.
í samhliðasviginu var það hins
vegar starfsmannabilun sem sló
Önnu Maríu út því eftir að hafa
lagt Tinnu Traustadóttur að veili
þurfti Anna að endurtaka einvíg-
ið vegna þess að Tinna kærði
ræsinguna. í aukaferðinni gerðist
það sama og í sviginu, Anna datt
og var þar með úr leik. Einnig
tóku menn eftir því að tímamæl-
ingin í samsíðasviginu var eitt-
hvað broguð.
V
Ingigerður Júlíusdóttir, sigurvegari í svigkeppninni.
Mynd: - KGA.
„Svekkjandi endir
á góðum vetri“
Skíöalandsmótiö varð engin
gleðihátíð fyrir bikarmeistara
11. landsmot
hjá Bimi
- sagði Anna María Malmquist
Islands, Önnu Maríu Malm- ég átti ekki von á þessum ár-
quist. Hún náði aðeins 5. sæti í angri.“
stórsvigi og féll úr keppni í
bæði svigi og samhliðasvigi eft-
ir klúður mótshaldara eins og
fram kemur annars staðar.
Björn Víkingsson tók um helg-
ina þátt í sínu 11. landsmóti og
sýndi það að hann getur ennþá
staðið í þeim bestu þrátt fyrir
að hafa lítið sem ekkert æft
síðustu 3 ár. Hann varð 4. í
stórsvigi, 9. í svigi og 7. í alpa-
tvíkeppni. Að auki komst
hann í átta manna úrslit í sam-
hliðasvigi, en var sleginn út af
Guðmundi Jóhannssyni.
- Er alltaf jafn gaman að taka
þátt?
„Allavega þegar gengur svona
vel. Svo hefur veðrið alveg bjarg-
að þessu. Mér finnst hafa verið
óþarflega miklar tafir á mótinu
en maður setur það ekki fyrir sig
í þessu veðri.“
- Finnst þér hafa verið miklar
framfarir á þeim árum sem þú
hefur verið í þessu?
„Ja, topparnir eru orðnir betri,
en mér finnst breiddin ekki hafa
aukist eins og skyldi. Þú sérð það
að maður hangir í þeim æfingar-
laus. Það er ekki nógu gott.“
- Ertu ánægður með hlut
Akureyringa á þessu landsmóti?
„Nei, allra síst hlut stelpnanna,
'æn það er þó bót í máli að við eig-
um svoiítið í Tinnu. En svona
grínlaust þá var þetta svolítið
sorglegt hvernig fór fyrir þeim.“
- Fáum við að sjá þig á lands-
mótinu að ári?
„Það er aldrei að vita fyrst það
gekk svona vel í þetta sinn.“
- Ertu svekkt eftir þetta mót?
„Alveg geysilega, sérstaklega
út í það að falla úr keppni á
þennan hátt. Ég var ánægð með
seinni ferðina í sviginu og varð
fokvond yfir því að þurfa að fara
aðra ferð og tókst ekki að ná upp
stemmningu. Samhliðasvigið var
líka mjög svekkjandi."
- Ertu búin að æfa vel?
„Já, ég er búin að æfa mjög vel
í vetur, en æfði ekkert í fyrra, svo
Anna María Malmquist.
„Hefði viljað
gera betur"
- sagði Guðmundur Sigurjónsson
Guðmundur Sigurjónsson.
Guðmundur Sigurjónsson var
sá Akureyringanna sem ásamt
Birni Brynjari Gíslasyni stóð
sig best í karlaflokki. Guð-
mundur náði öðru sæti í alpa-
tvíkeppni, en Björn Brynjar
náði öðru í svigi og þriöja í tví-
keppninni. Blaðamaður náði-
tali af Guðmundi:
- Ánægður?
„Nja. .’. hefði viljað gera
betur. Sérstaklega í stórsviginu.
En það var mjög gaman'að keppa
í samhliðasviginu og það er til
mikilla bóta að mínu mati að
fella niður flokkasvig og fá það í
staðinn.“
- Ertu ánægður með veturinn
í heild?
„Ég held að ég geti ekki
annað. Annar í tvíkeppni á
landsmóti og þriðji í bikarnum
svo maður þarf ekki að kvarta.
En það má alltaf gera betur.“