Dagur


Dagur - 01.04.1986, Qupperneq 8

Dagur - 01.04.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 1. apríl 1986 Knattspyrna: Naumt tap KA gegn a-liði KR Á föstudaginn ianga léku síðan KA og a-lið KR. KR-ingar sigruðu naumlega með 3 mörk- um gegn 2. Fyrrum leikmaður KA Ásbjörn Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mín. með hörkuskoti af stuttu færi. Stein- grímur Birgisson jafnaði stuttu síðar fyrir KA eftir að markvörð- ur KR hafði misst knöttinn fyrir fætur Steingríms á mjög klaufa- legan hátt. KA-menn náðu svo forystunni 10 mín. síðar er Bjarni Jónsson skorar mark eftir góðan undir- búning Porvaldar Örlygssonar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks bjarga KR-ingar á marklínu skoti frá Steingrími. Boltinn berst fram völlinn og Ásbjörn nær að skora sitt annað mark fyrir KR á síð- ustu sek. hálfleiksins. í hálfleik 2:2. En Ásbjörn Björnsson átti eftir að gera fyrr- um félögum sínum lífið leitt og snemma í síðari hálfleik skoraði Ásbjörn sitt þriðja mark fyrir KR og reyndist það vera úrslitamark leiksins. KA-menn spiluðu vel í fyrri hálfleik og réðu þá algerlega gangi leiksins. Leikurinn jafnað- ist í sfðari hálfleik og áttu KA- menn allavega skilið jafntefli í þessum leik. Steingrímur Birgisson rennir boltanum í tómt mark KR eftir mistök mark- varðar. Mynd: - KK Björn Olgcirsson. Knattspyrna: Völsungur sigraði KR Völsungar komu til Akureyrar og léku gegn b-Iiði KR á laug- ardaginn. Var greinilegt að Völsungar ætluðu að selja sig dýrt enda fór svo að þeir sigr- uðu með einu marki gegn engu. Völsungar voru mjög frískir í fyrri hálfleik og spiluðu þeir oft ágætlega. í hálfleik var þó staðan jöfn 0:0. í síðari hálfleik náði hinn eitilharði leikmaður Völs- ungs Björn Olgeirsson að skora mark með föstu skoti frá vítateig og reyndist það verða eina mark leiksins. Er það altalað nú á Húsavík að þar með sé marka- kvóti Björns fylltur en hann hef- ur yfirleitt náð að skora eitt mark á hverju tímabili, þó ekki í fyrra. Knattspyrna: Öruggur KA-sigur gegn KR KA-menn léku gegn b-liði KR á skírdag og sigruðu örugglega 2:0. Hinrik Þórhallsson skoraði fyrsta mark KA með skalla í fyrri hálfleik. Helgi Jóhannsson sem nú hefur gengið til liðs við KA frá Leiftri skoraði síðara mark KA með góðu skoti frá vítateig í blá- hornið. KA-menn voru betra liðið í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. Bjarni kominn á skotskóna á ný - skoraði 2 mörk fyrir Þór gegn KR * íUm páskana var eins konar páskamót í knattspyrnu hér á Akureyri. Liðin sem léku voru KA, Þór og KR. Einnig voru Þór og KR með b-lið. Fyrsti jeikurinn var á milli Þórs og KR. Leikurinn var nokkuð jafn en var þó ekki mikið fyrir augað. Þórsarar náðu forystunni á 35. mín. fvrri hálfleiks. Þar var að verki Oskar Gunnarsson beint úr aukaspyrnu. Gunnar Gíslason jafnaði fyrir KR mínútu síðar eft- ir hrikaleg varnarmistök Óskars. í byrjun síðari hálfleiks skor- aði Bjarni Sveinbjörnsson annað mark Þórs með glæsilegu skoti af stuttu færi. Gunnar Gíslason jafnaði aftur fyrir KR 10 mín. síðar úr vítaspyrnu eftir að Árni Stefánsson hafði brotið á honum inn í teig. Skömmu síðar komst Bjarni Sveinbjörnsson einn inn fyrir vörn KR-inga en gott skot hans fór í stöngina. Seint í síðari hálf- leik var Sigurbirni Viðarssyni vikið af leikvelli eftir gróft brot á einum KR-inganna. Það var svo Bjarni sem tryggði Þórsurum sigur. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn KR frá Baldri Guðnasyni og skoraði með góðu skoti frá vítateig. Úrslit leiksins 3:2 fyrir Þór. Knattspyrna: Þór siaraði KR öruggíega 2-0 Þór og KR reyndu með sér að nýju á laugardaginn og enn voru það Þórsarar sem höfðu betur þeir sigruðu með tveim- ur mörkum gegn engu. Fyrra markið kom eftir góðan undirbúning Bjarna Sveinbjörns- sonar og það var Hlynur Birgis- son sem batt endahnútinn á þá sókn með marki af stuttu færi. Hlynur var svo aftur á ferðinni er hann skoraði mark eftir hrikaleg- an misskilning á milli markvarðar KR og varnarmanns. Þeir hlupu saman og boltinn barst til Hlyns sem var ekki í vandræðum með að senda hann í tómt markið. Hlynur Birgisson. KR-ingar náðu því ekki að hefna tapsins frá fimmtudeginum og fóru heim með tvö töp gegn Þór og einn sigur gegn KA eins og fram kemur annars staðar á síðunni._________________ Knattspyrna: Þór sigr- aðiKA Aðalleikur helgarinnar átti að vera viðureign Þórs og KA á páskadag. En það verður að segjast eins og er að lítill glans var yfir þeim leik. Það voru KA-menn sem voru öllu frísk- ari ef eitthvað var þrátt fyrir sigur Þórs. Fyrri hálfleikur var tíðindalaus og jafnt í hálfleik 0:0. í síðari hálfleik náði Hlynur Birgisson að pota marki fyrir Þór og reyndist það vera úrslitamark leiksins. Þórsarar fengu víti í lok leiksins en Haukur Bragason hinn nýi markvörður KA gerði sér lítið fyrir og varði máttlaust skot Jón- asar Róbertssonar án mikillar fyrirhafnar. Ólafur Hilmarsson. Mikill hiti - í leik Þórs og KR B-lið Þórs og KR léku mikinn hasarlcik á föstudaginn langa og var lítið gefið eftir í þeim leik. Þórsarar léku mun betur í fyrri hálfleik en það voru KR-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var það gegn gengi leiksins. Hlynur Birgisson jafnaði fyrir Þór seint í fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik. Ólafur Hilmarsson náði foryst- unni fyrir Þór með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu snemma í síðari hálfleik. Kristján Kristjánsson innsiglaði svo sigur Þórs með tveimur mörkum úr vítum í lok leiksins. Lokatölur því 4:1 fyrir Þór. íþrÓttÍL Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag urAu þessi: 1. deild: Birmingham-Man.United 1:1 Chelsea-West Ham 0:4 2 Coventry-Nottm.Forest 0:0 x Everton-Nesvcastle 1:01 Leicester-Luton . 0:0 x Man.City-Aston VUIa 2:2 x Oxford-Q.P.R. 3:3 x Sheff.Wed.-Liverpool 0:0 x Tottenham-Arsenal 1:0 Watford-Ipswich 0:0 x W.B.A.-Southampton 1:0 1 2. deild: Blackburn-Stoke 0:12 CarlLsle-Sheff.U. 1:0 C.Palace-Brighton 1:0 1 Huddersf.-Middlesbro 0:3 Hull-Bamsley 0:1 2 Millwall-Charlton 2:2 Norwich-Fulham 2:1 Portsmouth-Wimbledon 1:1 Shrewsbury-Grimsby 0:2 Sunderland-Bradford 1:1 Oldham-Leeds 3:1 Úrslit leikja í 1. og 2. dcild ensku knattspyrnunnar ■ gær, annan páskadag urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Watford 0:2 Aston Villa-Leicester 1:0 Ipswich-Coventry 1:0 Livcrpool-Man.City 2:0 Man.United-Everton 0:0 Newcastle-Sheff.Wed. 4:1 Nottm.Forcst-Birmingham 3:0 Q.P.R.-Chelsea 6:0 West Ham- Tottenham 2:1 2. deUd: Barnsley-Huddersf. 1:3 Bradford-Oldham 1:0 Brighton-Portsmouth 2:3 Charlton-Norwich 1:0 Fulham-MUIwall 1:2 Leeds-Blackburn 1:1 Middlesbro-Carlisle 1:3 Sheff.U-Sunderland 1:0 Stoke-Shrewsbury 2:2 1. deild Liverpool 36 Everton 35 Man.United 35 Chelsea 33 West Ham 31 Arsenal 33 Sheff.Wed 35 Luton 35 Newcastle 34 Nottm.Forest 34 Tottenham 34 Watford 31 Q.P.R. 37 Man.City 36 Southampton 34 Ipswich 34 Leicester 35 Coventry 36 Oxford 34 Aston Villa 35 Birmingham 36 W.B.A. 35 20- 10- 6 73:36 70 21- 7- 7 74:39 70 19- 8- 8 57:28 65 18- 8- 7 49:41 62 18- 6- 7 50:28 60 17- 7- 9 42:35 58 16- 8-11 52:51 56 15-10-10 51:38 55 15- 10- 9 53:49 55 16- 6-12 60:47 54 14- 6-14 45:40 48 13- 7-11 50:45 46 13- 6-18 43:49 45 11-10-15 40:49 43 11- 7-16 40:44 40 10- 6-18 27:45 36 8-11-16 48:62 35 8-10-18 43:61 34 8- 9-17 51:69 33 7- 12-16 38:56 33 8- 5-23 29:57 29 4- 9-22 28:76 21 STAÐAN 2. deild Norwich 34 Portsmouth 35 Charlton 33 Wimbledon 33 Sheff.U. 35 Brighton 34 C.Palace 34 Hull 34 Oldham 33 Stoke 35 Barnsley 35 Grimsby 34 Millwall 34 Huddersf. 35 Blackburn 36 Bradford 31 Shrewsbury 35 Leeds 35 Sunderland 35 Carlisle 34 Middlesbro 35 Fulham 32 21- 7- 6 70:33 70 20- 6- 9 59:32 66 17- 8- 8 59:37 59 16- 9- 8 44:31 57 15- 8-12 56:52 53 15- 7-12 58:49 52 15- 7-12 42:40 52 13- 10-11 54:48 49 14- 6-13 55:52 49 12-13-10 43:44 49 12-11-12 37:38 47 12- 10-12 50:49 46 13- 6-15 50:51 45 11- 10-15 45:57 43 10- 12-14 43:53 42 12- 5-14 39:47 41 11- 8-16 41:52 41 11- 8-16 45:59 41 9-10-16 36:53 37 10- 6-18 37:60 36 8- 9-18 34:47 33 8- 5-19 32:48 29

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.