Dagur - 01.04.1986, Side 9

Dagur - 01.04.1986, Side 9
1. apríl 1986 - DAGUR - 9 Nú fer í hönd tími vors og væntinga. Ymsir vorboðar fara þá á kreik að venju. í þeim hópi eru oft taldir knattspyrnu- mennirnir okkar sem nú búa sig í óða önn undir átök sumarsins. Flest lið hafa nú þegar leikið nokkra æfinga- leiki og það styttist óðum í aðalátökin, sjálft íslandsmót- ið. Víst er að margir bíða með óþreyju eftir fyrstu kapp- leikjunum og hlakka til að fylgjast með sínum liðum. Ýmsar breytingar verða oft á liðunum frá ári til árs, nýliðar bætast í hópinn og þeir gömlu tínast úr. íslenskir knattspyrnu- menn leggja margir hverjir ungir skóna á hilluna og fæstir halda þeir áfram keppni eftir að þrítugs- aldri er náð. Þó eru nokkrir sem halda áfram fram yfir þann aldur og virðast óslítandi að eltast við tuðruna. Einn af þessum mönn- um hefur nú verið ráðinn þjálfari þriðju deildar liðs Tindastóls á Sauðárkróki, Eiríkur Þorsteins- son fyrrum leikmaður með Vík- ingi og landsliðinu. Eiríkur sem nú er 35 ára, vakti fyrst athygli með Víkingsliðinu árið 1969. Á þessum árum var venja í lok Reykjavíkurmóts, að háð var bæjakeppni milli Reykja- víkur og Akraness. Reykjavíkur- úrvalið var þá yfirleitt skipað leikmönnum úr stóru félögunum, sem þá voru KR, Fram og Valur. Leikmenn úr litlu félögunum, Víkingi og Þrótti sem komust í þessi lið voru teljandi á fingrum annarrar handar. Einn af þessum fáu var Eiríkur Þorsteinsson sem þótti sjálfsagður í liðið á þessu tímabili. Eiríkur hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð og leikið með annarrar deildar liðinu frá Grimsás, sem er þúsund manna bær skammt frá Gautaborg. Hef- ur hann í tvígang verið kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu, síðast á seinasta keppnistímabili. Þegar Árni Stefánsson síðasti þjálfari Tindastóls dvaldi í Sví- þjóð var góður kunningsskapur milli hans og Eiríks. Þessi tengsl þeirra urðu til þess að forráða- mönnum Tindastóls barst vitn- eskja um að Eiríkur hefði hug á að koma heim og fást við þjálfun hér á landi. Þannig rak Eirík á fjörur Sauðkrækinga og er vonast til að þar hafi verið um góðan hvalreka að ræða. Skrásetjari Dags á Sauðár- króki leit inn hjá hinum nýráðna þjálfara um daginn, í þeim til- gangi að eiga við hann stutt spjall um það sem á daga hans hefur drifið í fótboltanum og væntan- lega veru hans hér á Króknum. Þegar mig bar að garði, stóð Ei- ríkur í stórþvotti, þar sem kona hans kemur ekki til landsins með synina tvo fyrr en skólum er lokið. „Maður verður að bjarga sér það þýðir ekkert annað,“ sagði hann og bauðst til að hella upp á könnuna. Enski boltinn rúllaði á skjánum og við horfðum og spjölluðum í rólegheitum, áður en við hófum formlegt spjall. Eftir nokkra stund lét ég svo fyrstu spurninguna vaða. - Hvernig er þinn knattspyrnuferill? „Ég byrjaði í Þrótti þegar ég var lítill strákur, en fór síðan í KR og var þar til tólf ára aldurs. Þá fluttu foreldrar mínir í Bú- staðahverfi og ég gekk í Víking. Ég lék með Víkingi upp yngri flokkana sem voru mjög sterkir á þessum árum. Árið 1969 lék ég minn fyrsta meistaraflokksleik, en við unnum aðra deildina það ár. Gengið var mjög misjafnt hjá Víkingsliðinu á þessu tímabili og við flæktumst milli deilda. Við duttum niður strax næsta ár, en unnum okkur aftur upp árið eftir ’71. við urðum einnig bikar- meistarar það ár og erum eina annarrar deildar liðið sem hefur leikið það eftir. Og aftur duttum við niður, en strax upp aftur ’73 og síðan hefur Víkingsliðið verið í fyrstu deild, þar til það féll í fyrra. Árið 1974 komst ég í lands- liðið og lék þrjá landsleiki. Gegn Finnum hér heima 2-2, gegn Dönum úti 2-3 og síðan 1-1 leikinn fræga i Magdegburg gegn A.-Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða. Ég var síðan fyrirliði Víkingsliðsins 1975, en meiddist illa í fyrsta leik íslandsmótsins í Vestmannaeyjum og var ekkert meira með það sumar. Hafa þessi meiðsli sjálfsagt orðið til þess að mínir landsleikir urðu ekki fleiri. Ég hóf síðan leik að nýju með Víkingsliðinu næsta vor og lék einnig með þeim árið eftir '11. En síðan hélt ég til Grimsás í Svíþjóð og hef leikið með þeim síðan. Liðið er mjög þekkt í Svíþjóð, vegna þess að það þykir frábært að lið frá svona litlum stað nái að halda sér í annarri deild, en að vísu féll það á síðasta keppnistímabili. Leikmenn liðs- ins eru úr bænum, en einnig nær- liggjandi þorpum og koma sumir úr 60 km fjarlægð. Allt atvinnulíf í Grimsás byggist á geysistórri verksmiöju sem framleiðir raf- magnskapla fyrir allan heiminn og styður hún félagið gífurlega mikið. Andinn í félaginu þykir mjög góður og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Ég hef lært mjög mikið í sambandi við knattspyrnuna sjálfa og þjálfun þarna úti.“ - Varstu ekki aðstoðarþjálfari hjá félaginu? „Jú, á síðasta ári ætlaði ég að hætta að spila og var þá gerður að aðstoðarþjálfara hjá félaginu. En þegar ég hafði spilað þrjá leiki með varaliðinu var ég kominn í aðalliðið aftur, sem var alls ekki ætlunin og lék ég með allt síðasta keppnistímabil. Við fjölskyldan höfum undan- farið verið að hugsa um að koma heim og svo gafst mér þetta tæki- færi að koma hingað að þjálfa, sem verður mjög gaman að glíma við.“ - Eiríkur Þorsteinsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls tekinn tali - Fannstu ekki til heimþrár fyrst eftir að þú komst út? „Nei, það var svo mikið að ger- ast í kringum fótboltann að ég fann aldrei til þess og kunni strax vel við mig. Það segja margir að Svíar séu montnir og leiðinlegir, en ég held að þeir séu ósköp líkir okkur íslendingum. Kannski bara svolítið lengur verið að kynnast þeim.“ - Finnst þér vera mikill munur að leika knattspyrnu í Svíþjóð og hér á landi? „Það er auðvitað aðstöðumun- urinn, sem er mikill. Grasvellirn- ir eru mjög góðir og það er æft og leikið á grasi, frá því yfirleitt í apríl og þar til keppnistímabilinu lýkur um miðjan október. Liðin hefja æfingar strax í byrjun janúar og æfa 3-4 sinnum í viku allt til loka keppnistímabils. Síð- an er haldið áfranr að mæta og leika sér fram í miðjan desem- ber. Þannig að menn eru í bolt- anum megnið af árinu og fara aldrei mikið niður í þreki og tækni. Hér á landi myndast of stór eyða yfir veturinn. Mér finnst sænsku leikmennirnir leiknari en þeir íslensku, en land- inn er duglegri. Ég sá þrjá leiki með Víkingi sl. sumar og þá virt- ist mér tæknin hjá yngri strákun- um hafa batnað og eflaust á gervigrasvöllurinn mikinn þátt í því. Eftir þessum leikjum að dæma er ekki dekkað eins stíft hér og í Svíþjóð. Þar er spilað nánast maður á mann og finnst mörgum það leiðinlegri fótbolti. Þessi stífa dekking gerir aðstæður miklu þrengri inni á vellinum og leikurinn verður ekki eins opinn fyrir bragðið. Þetta finnst mér vera helsti munurinn." - En snúum okkur nú að árinu sem þú varst með landsliðinu 1974. Hvernig var að leika með landsliðinu og hvernig kunnirðu við Tony Knapp? „Það var gaman. Það er alltaf gaman að leika fyrir land sitt. Hópurinn var sérstaklega sam- stilltur eins og hann er sjálfsagt líka núna. í liðinu á þessum tíma voru t.d. Marteinn, Búbbi, Ás- geir Elfasson, Ásgeir Sigurvins- son o.fl. En því miður varð ég fyrir þessum meiðslum sem urðu sjálfsagt til þess að ég komst aldrei í landsliðið aftur. Tony Knapp líkaði mér vel við að mörgu leyti. Hann var ákveðinn og harður, en gat verið grimmur og á rnóti mönnum. En ég held að oftast hafi hann vitað hvað hann var að gera. Kannski sem þjálfari var hann ekkert sérstak- ur, en mjög góður sálfræðilegur uppbyggjari, að byggja upp sjálfstraust og peppa menn upp fyrir leiki. Aftur á móti finnst mér mjög einkennilegt það sem ég hef heyrt, að hann hafi búið í öðru landi meðan hann var lands- liðsþjálfari hér síðast. Það finnst mér mjög einkennilegt fyrir- komulag og held það hljóti að hafa verið hægt að fá góðan mann búsettan hér á landi." - Að síðustu Eiríkur hvernig líst þér á það sem framundan er hjá þér hér á Króknum? * „Mér líst vel á aðstæður hérna, þó malarvöllurinn mætti vera betri. Auðvitað á Sauðárkrókur svona stór bær með slíka aðstöðu, að vinna sig upp í aðra deild og halda sig þar. Ég vona að strákarnir setji ákveðna stefnu á það. Ég er nú ekki búinn að sjá alla strákana ennþá, margir eru enn í körfuboltanum og aðrir í skóla að heiman. En þá sem ég hef séð, líst mér mjög vel á marga hverja. Nú, ég þekki sem sagt strákana lítið enn sem komið er, en það verður mitt verkefni að finna sterkasta liðið út úr þeim hópi sem æfir með í sumar. Svo þekki ég ekki hin liðin í þriðju deildinni og verð að reyna að stunda einhverjar njósnir áður en mótið hefst. Að síðustu vona ég að strákarnir mæti vel á æfingar, taki vel á og standi saman í bar- áttunni sem framundan er. Öðru- vísi nær liðið ekki settu marki.“ -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.