Dagur - 01.04.1986, Page 11

Dagur - 01.04.1986, Page 11
1. apríl 1986 - DAGUR - 11 —orð í belg. Leiruvegur, Vaöla- vegur eða hvorugur? Mikið hefur verið talað og tals- vert skrifað um nafn á þann veg, sem að mínu mati hefur illu heilli verið hafin bygging á. Hann stefnir þvert á öryggi flugfara og án þess að taka tillit til fegurðar fjarðarins, að viðbættum þeim vanda sem vegur eins og að er stefnt gæti valdið með truflun á rennsli árinnar. Stöldrum aðeins við og reynum að endurmeta aðstæður, því enn er það ekki of seint að bjarga okkur frá því að valda skaða, sem koma mundi hart niður á þeim sem við taka, erfa verkið. Til björgunar legg ég til að uppmokstur þessi sem kominn er, verði að miklum meirihluta notaður í framtíðar vegarbygg- ingu suður með ánni austan- verðri, en efnið tekið samkvæmt um það gerðri áætlun skipulega og skilja þá eftir lítið eitt í þeirri hæð sem það er nú í hæfilega stórar eyjar tvær eða þrjár að vel athuguðu máli, eftir að hafa komið fyrir á þeim nokkuð væn- um gróðurkolli, áður en skörðin yrðu rofin í uppmoksturinn. Fegurð fjarðarins og fuglar hans eiga það örugglega inni hjá íbú- um þessa byggðarlags að allt sé gert sem menn hafa best vit og efni til. Tjörnin sem myndast hefur við lagningu vegarins í suður, gæti hugsanlega komið að notum við fiskirækt og samtímis ef vel er að unnið, orðið til prýðis og ánægju- auka. Þá er komið að því sem fyrst og síðast hefur verið klifað á. Styttum leiðina. Spörum tíma og eldsneyti. Við því er mitt svar. Fánýtishjal í dag, sem flestir mundu naga sig í handarbökin fyrir, eftir skamman tíma. Hvort vegur er 15 til 20 kílómetrum lengri eða styttri skiptir svo litlu, ef hann er sléttur og vel gerður að maður verður þess naumast var, nema glápa stöðugt á teljar- ann. Tíminn sem í það fer að renna þessa viðbótarleið í dún- mjúkum bíl á gólfsléttum vegi er svo skammur að ekki er öryggi og ánægju fórnandi fyrir. Eða ert þú að flýta þér svo mikið? Ég held ekki. Svo megum við ekki gleyma því að við Eyjafjörð býr fólk á fleiri stöðum en á Akureyri og gæti þurft að flýta sér hæfilega mikið með annað í huga en þvengreið yfir fjörðinn. Frá mótum þeim sem vegur liggur í suður frá því sem nú er fyrirhugað að vegur liggi yfir fjörðinn í vestur, eru vegalengdir í suður, að Skálpagerði 5,7 km, Pverá 6,9 km, Öngulsstöðum 8,6 km, Tjarnarlandi 10 km. Á þessu svæði suður með ánni er víða fal- leg leið og yfir ána mundi þurfa fræðilega nána athugun á, hvar væri best vegar- og brúarstæði sem ekki væri ástæða til að vanda minna né áætla styttri en þá, sem gert hefur verið ráð fyrir bygg- ingu á, yfir vestanverðan fjörðinn. Með því að færa vegar- stæðið þetta í suður, yrði lending og flugtak algerlega opið og frjálst í norður, með lengingar- möguleika alveg óbundna og aðgengilega, auk svo til sömu lengingarmöguleikum í suður. Óbundna framtíð. Við höfum séð og vitum vel, hve bæði flugtak og lending geta verið ótrygg í Reykjavík og ætt- um því ekki að búa okkur til vanda, sem gæti valdið óhappi og enn síður slysi. Ekki getum við ætlast til þess að fólkið sem býr suður með ánni beggja vegna, geti til frambúðar sætt sig við að hlunkast eftir vegi, sem er of seinfarinn fyrir okkur, þar af leiðir að tæplega getur lið- ið á löngu þar til byggja þarf þar fullkominn veg. Ekki svona hér um bil. Að þessu athuguðu og viðurkenndu, væri vel þess virði að athuga sameiningu þessara tveggja verkefna, með framtíðina í huga og forða eftirkomendum okkar frá hugarangri þó að ekki sé meira sagt, vegna fljótfærni okkar. Ég hefi lengi beðið eftir því að mér pennafærari menn skrifuðu um og bentu á hve óheppileg þessi framkvæmd verður og algerlega óþörf sem leiðarstytting til tímasparnaðar. Ég skora á ykkur marga, fjölda manns bæði hér í bæ og ekki síð- ur í sveitunum sem ég finn á mér aö eruð og hafið frá upphafi verið andvíg þessari vegagerð, til að láta álit ykkar í ljós. Þó að búið sé að teikna eitt- hvað og reikna viðkomandi brú einni eða fleirum, sem hugsað hefur verið um að byggja í fram- haldi af uppmokstrinum áður- nefndum til tengingar við vestur- landið, þarf því ekki að vera á glæ kastað. Margt gæti verið mjög líkt, bæði efni svo til það sama nema þá eitthvað minna, aðstaða til að framkæma verkið svipuð nema þá eitthvað betri á syðri vegar- og brúarstað. Ég bið ykkur sem lesið að virða skrifað af góðum hug, vega og meta frjálshuga það sem ég legg til og ef þið sjáið möguleika á, bjarga því sem bjargað verður. Ákureyri 24. mars 1986. Sveinn Nikulásson. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grænumýri 20, Akureyri, þingl. eign Ingva R. Loftssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gunnars Sólnes hrl., Hreins Pálssonar hdl., Hákons Árnason- ar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl., Guðmundar Ó. Guðmunds- sonar hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri, Helga V. Jónssonar hrl., Benedikts Ólafssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hrl., Steingrlms Þormóðssonar hdl., Brunabótafélags (slands og Gísla B. Garðarssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apr- il 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sölu- og markaðsdeild Akurevri Slmar 21400 og 22397 LESTUNARÁÆTLUN Nauðungaruppboð annað og síðasta á Tryggvabraut 10, Akureyri, þingl. eign Skipaþjónustunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs, Verslunarbanka íslands, Ólafs Axelssonar hrl., innheimtu- manns ríkissjóðs, Sveins H. Valdimarssonar hrl., Valgarðs Bri- em hrl., Gísla B. Garðarssonar hrl., Steingríms Þormóðssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hrísalundi 10 e, Akureyri, þingl. eign Ólafs Einarssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Bæjargjaldkerans á Akureyri og Veðdeildar Landsbanka fslands á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ægisgötu 23, Akureyri, þingl. eign Sigurð- ar Pálmasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ragn- ars Steinbergssonar hrl., Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. og Inga H. Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 82. og 87 tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Skarðshlíð 36 c, Akureyri, þingl. eign Heiðbjart- ar Ingvarsdóttur, fer fram eftir kröfu kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands, Brunabótafélags (slands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68 tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Tryggvabraut 5-7, Akureyri, þingl. eign Þórs- hamars hf. fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og innheimtu- manns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Norðurgötu 17 a, e.h. Akureyri, þingl. eign Þuríðar M. Hauksdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Veðdeildar Landsbanka (slands á eigninni sjálfri föstu- daginn 4. apríl 1986, kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Aðalstræti 18, Akureyri, þingl. eign Guð- rúnar Jósteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl„ Veðdeildar Landsbanka (slands, Bæjargjaldkerans á Akureyri og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. REYKJAVIK ALLA MIÐVIKUDAGA AARHUS ALLA ÞRIÐJUDAGA GÖTEBORG SVENDBORG ALLA MIÐVIKUDAGA KOBENHAVN ALLA FIMMTUDAGA LARVIK ALLA FÖSTUDAGA ALLA LAUGARDAGA ALLA LAUGARDAGA ANTWERPEN ROTTERDAM HAMBURG ALLA ÞRIÐJUDAGA ALLA MIÐVIKUDAGA HELSINKI MÁNAÐARLEGA GLOUCESTER NEW YORK PORTSMOUTH MÁNAÐARLEGA MÁNAÐARLEGA MÁNAÐARLEGA Nauðungaruppboð annað og síðasta á Melgerði I, Akureyri, þingl. eign Gunnars Rögnvaldssonar, fer fram eftir kröfu lönaðarbanka (slands hf„ Gunnars Sólnes hrl„ Útvegsbanka íslands, Veðdeildar Landsbanka íslands, Jóns Kr. Sólnes hrl„ Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl„ Bæjargjaldkerans á Akureyri og Tryggingastofnun- ar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Langholti 16, Akureyri, þingl. eign Jóns Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl„ Lífeyris- sjóðs Verslunarmanna, innheimtumanns ríkissjóðs, bæjar- gjaldkerans á Akureyri, Brunabótafélags íslands, Árna Guð- jónssonar hrl„ Guðna Á. Haraldssonar hdl. og Gunnars Sól- nes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. apríl 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.