Dagur - 29.04.1986, Side 1

Dagur - 29.04.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. apríl 1986 79. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHÚSIÐ ( Hatnarstræti 106 Síml 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á ' laugardögum frá kl. 9-12. Dagur hefur ráðið til starfa tvo nýja blaðamenn, sem báðir eru staðsettir á Norðurlandi vestra. Gestur Kristinsson, sem verið hefur fréttaritari blaðsins á Blönduósi og í Húnaþingi, byrjar í fullu starfi upp úr næstu mánaðamótum og Þórhallur Ásmundsson, fréttaritari á Sauðárkróki, byrjar í fullu starfi í júní og mun annast frétta- og efnisöfl- un á Króknum og í Skagafirði. Með þessum ráðningum er fram haldið framkvæmd þeirrar stefnu Dags að dreifa starfs- mönnum ritstjórnar um Norður- land, en í fyrrahaust var fyrsta skrefið stigið með ráðningu Ingi- bjargar Magnúsdóttur á Húsa- vík. Hefur sú ráðning mælst mjög vel fyrir meðal Húsvíkinga og Pingeyinga og er það von að- standenda Dags að sama verði uppi á teningnum á Norðurlandi vestra. Þess má geta að þeir Gestur og Þórhallur eru eftir því sem best er vitað fyrstu blaðamennirnir sem eru í fullu starfi og staðsettir á Norðurlandi vestra. HS Raufarhöfn: Mokveiði karla Dæmi eru um að grásleppu- veiðimenn frá Raufarhöfn séu komnir með meiri afla nú þeg- ar en þeir fengu á allri vertíð- inni sl. ár. Alls eru það 12-14 bátar sem stunda grásleppuveiðar frá Rauf- arhöfn, og eru yfirleitt tveir menn á hverjum báti. Byrjað var að leggja netin 10. mars og síðan þá hefur veiðin verið stöðug og góð. Menn hafa fengið allt upp undir 10 tunnur í róðri og er það gott þegar tekið er tillit til þess að tunnan af grásleppuhrognum gef- ur nú 16.500 krónur samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur. gk-. Vörubíll getur verið fyrirtaks leikfang - ef hann er kyrrstæður og ekki í gangi. Mynd: KGA. Útvegsmenn á Norðurlandi: Vilja olíuverðslækkun - Hugmyndum um að fiskvinnslufyrirtækin fái umráðarétt yfir aflakvóta harðlega mótmælt Á fundi Útvegsmannafélags Norðurlands sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku kom fram mikil og almenn óánægja útgerðarmanna með að olíu- verð hafí ekki lækkað eins og um var talað er síðasta físk- verðsákvörðun var tekin. „Menn voru að ræða það á þessum fundi að knýja á um að þessi lækkun náist fram,“ sagði Sverrir Leósson formaður útvegs- mannafélags Norðurlands í sam- tali við Dag. „Við eigum erfitt með að skilja það að á sama tíma og olíuverðið hefur farið stig- lækkandi hefur það ekki skilað Húsavík: Verður kosið um áfengisútsölu? Fyrir fundi bæjarstjórnar Húsavíkur sem haldinn verður í dag liggur fyrir tillaga frá Gunnari B. Salómonssyni bæjarfulltrúa um að kjósendur á Húsavík greiði um það atkvæði hvort opnuð verði áfengisútsala í bænum. Tillag- an er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkir að samhliða bæjarstjórn- arkosningunum 31. maí nk. fari fram kosning um hvort opna skuli áfengisútsölu á Húsavík." „Ég hef verið hvattur til að Ieggja fram þessa tillögu,“ sagði Gunnar í samtali við Dag. „Það er langt síðan kosið var um þetta Fundur með Alexander í kvöld verður haldinn almennur stjórnmálafundur að Hótel KEA á Akureyri. Gest- ur fundarins verður Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra. Upphaflega stóð til að fá einnig Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra á fundinn en það tókst ekki af óviðráðanlegum orsökum. Alexander mun m.a. ræða um nýja húsnæðisfrumvarpið og er ekki að efa að marga fýsir að fræðast um það. Fundurinn verð- ur sem fyrr segir á Hótel KEA í kvöld og hefst klukkan 20.30. síðast og það eru bara mannrétt- indi að fólk fái að segja álit sitt á málinu. Ég veit að margir sem eru fylgjandi áfengisútsölu vilja hafa sérstakar kosningar um þetta, en ég held að það komi fram sannari mynd af vilja fólks- ins ef allir koma á kjörstað en ekki bara þeir sem ætla að kjósa með þessu.“ - Nú eru 1688 manns á kjör- skrá á Húsavík. Við alþingis- kosningarnar í apríl 1983 var síð- ast kosið um opnun áfengisútsölu í bænum. Þá greiddu 1219 atkvæði, nei sögðu 721 en 498 voru því: meðmæltir að áfengisút- sala væri opnuð í bænum. Árið 1970 var kosið um opnun áfengis- útsölu á Húsavík, þá voru 127 því meðmæltir en 753 voru á móti. IM/Húsavík sér í lækkuðu verði til okkar. Ég skal ekki segja til um það hverjir eru dragbítar á þetta. Það er alveg útilokað að á sama tíma og við getum fengið olíulítrann fyr- ir 5,40 krónur í Bretlandi skulum við borga 10,70 krónur fyrir hann hér heirna." Á fundinum var einnig rætt um uppstokkun þá sem gerð hefur verið á sjóðakerfi sjávarútvegsins og sagði Sverrir að menn hefðu verið sammála um að þessar breytingar væru til góða enda hefðu þessi mál verið orðin allt of flókin og viðamikil. Þá urðu snarpar umræður um ræðu sem Friðrik Pálsson fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna flutti á fundi í Reykjavík í síðustu viku þar sem hann varpaði fram þeirri hug- mynd að fiskvinnslan fengi alfar- ið allan aflakvóta og hefði ráð- stöfunarrétt yfir honum til útgerðarinnar. „Allar umræður um þetta mál urðu á einn veg, menn voru alfar- ið á móti þessum hugmyndum svo ekki sé sterkara til orða tekið,“ sagði Sverrir Leósson., „Mönnum finnst það furðulegt að fiskvinnslan skuli koma fram með svona hugmynd á þessum tíma því mörkuð hefur verið fisk- veiðistefna í landinu fyrir þetta ár og það næsta. Svona tillögur eru ekki til neins nema valda leiðinda- deilum innan sjávarútvegsins," sagði Sverrir Leósson. gk-. Blaðamenn ráðnir á Blönduósi og Sauðár- króki

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.