Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. apríl 1986 Hestamannafélagið Léttir á Akureyri er 58 ára um þessar mundir og eru félagar nú rúm- Iega 300 talsins. Sú tala segir þó lítið um þann fjölda sem stundar hestamennsku á Akur- eyri, því algengt er að aðeins einn fjölskyldumeðlimur sé skráður félagi þó allir í fjöl- skyldunni taki virkan þátt í hestamennskunni. Auk þess eru ekki allir hestamenn í félaginu. Nýlega bauð stjórn Léttis blaðamönnum og bæjar- fulltrúum til fundar til þess að kynna starfsemi félagsins og þau mál sem efst eru á baugi hjá akureyrskum hestamönn- um. Þar á meðal voru brýn hagsmunamál hestamanna eins og það að bæta þurfi úr skorti á reiðvegum og um leið að leggja af hættulegar reiðleiðir sem hestamenn neyðast nú til að nota. Kynntar voru tillögur að skipulagi reiðleiða um bæjarlandið sem Kristján Þor- valdsson hafði samið og farið í kynnisferð um hesthúsahverfi bæjarins og nokkrar reiðleiðir. Til þess að fá gleggri mynd af því sem þarna var rætt varð það að samkomulagi að for- maður Léttis, Jón Olafur Sig- fússon, bauð blaðamanni Dags í reiðtúr svo hann mætti kynn- ast aðstöðu hestamanna betur af eigin raun. Við mæltum okkur mót við hesthús Jóns sem stendur við Blesagötu 3 í Breiðholti. Fyrir þá sem halda að Breiðholtsnafnið sé einhvers konar eftiröpun af sam- nefndu íbúðahverfi í Reykjavík, sem eins og Breiðholt á Akureyri stendur nokkuð ofan við eldri byggð, skal það upplýst að svæð- ið þar sem hverfið stendur heitir Breiðamýri og dregur hverfið nafn sitt af henni. Allar götur í Breiðholti bera einhver hesta- nöfn og eru þar m.a.. auk Blesa- götu: Sörlagata, Perlugata, Skjónagata og Gránagata. Bleyta og drulla En hús Jóns er sem sagt við Blesagötu og er eitt af fyrstu hús- unum sem reist voru í þessu hverfi. Jón segist reyndar lítið skilja í því af hverju hann lét hafa sig út í að byggja hesthús á þess- um stað því að þar sem húsið stendur er botnlaus mýri. Mið- húsaklappirnar standa framan við mýrina þannig að ómögulegt er að ræsa hana fram, að mati Jóns, og það gerir mörgum hesta- mönnum erfitt um vik. Á þessum árstíma, þegar frost er að fara úr jörðu, er bleyta og drulla allsráð- andi í stórum hluta Breiðholts vegna framangreindra ástæðna og Jón bað mig að koma vel stíg- vélaðan í reiðtúrinn, sem ég og gerði. Þegar ég mætti við hesthús Jóns á tilsettum tíma var hann kominn og var eitthvað að dútla í Jón Ólafur með tvo af hestum sínum. í reiðtúr Blaðamaður Dags ríður út í fylgd Jóns Ólafs Sigfússonar, formanns Hestamannafélagsins Léttis kring um hestana, kemba þeim o.þ.h. Hann spurði mig hvort ég væri vanur. Ég svaraði sam- kvæmt bestu samvisku að ég teldi mig hafa verið orðinn nokkuð vanan þegar ég steig síðast á hestbak en það væru bara að verða 12 ár síðan. Jón sagði að það væri nú í lagi, teymdi út tvo hesta og lagði á þá. Þá var ekkert annað að gera en að vinda sér á bak og ríða af stað. Brú yfir Glerá Við riðum norður í gegn um Breiðholtið og út á Súluveg. Þar telja hestamenn að sé mikil slysa- gildra þar sem umferðin á Súlu- veginum er þung og oft eru þar fullhlaðnir malarbílar á ferð ofan brekkurnar. Þegar þeir koma ofan af hæðunum ofan við Vega- gerðina í skammdeginu er hætta á að þeir blindi knapa og reið- skjóta og Jón fullyrðir að þarna hafi oft legið við slysum. Hesta- menn segja að lausnin á þessum vanda sé að setja brú á Glerána skáhallt á móti Vegagerðinni þar sem áin rennur á kafla um mjög þröngt gljúfur. Þarna eru fyrir vatnsstokkar yfir ána. Ef brú yrði sett þarna fyrir hestamenn gæti hún líka nýst gangandi vegfar- endum sem hefðu hug á að skoða sig um í Glerárgilinu, þessari náttúruperlu okkar Akureyringa sem hingað til hefur fremur verið notuð sem ruslagryfja en útivist- arsvæði. En þangað til hestamenn fá ósk sína uppfyllta um brú yfir Glerá þurfa þeir að ríða niður að Möl og sandi og yfir gömlu brúna sem þar er. Hún er orðin illa far- in og stendur til að rífa hana. í vetur lá nærri stórslysi á brúnni og þá voru sett á hana ný handrið. Skeiðvöllur í Lögmannshlíð Uppi í Lögmannshlíð er annað og nýrra hesthúsahverfi og þang- að var för okkar heitið. Þar eru þegar risin nokkur hús og skipu- lagið gerir ráð fyrir að þeim geti fjölgað þó nokkuð. Verið er að byggja upp skeiðvöll við hverfið og er lokið við 400 metra braut. Þá er eftir að byggja hringvöll og auk þess hyggjast Léttisfélagar græða og jafna svæðið í kring og setja upp áhorfendasvæði í stöllum. Pegar við höfðum riðið um svæðið og skoðað það héldum við sömu leið til baka. Við mættum mörgum hestamönnum sem voru að ríða út í góða veðrinu. Jón sagði mér sögu af því hvernig ljós að hann hafði farið vestur á Strandir. Þegar óseldum miðum var skilað kom í ljós að miði númer 56 var annar af tveim mið- um sem höfðu selst af þeim mið- um sem fóru vestur á Strandir þannig að við gátum ekki keypt hann. Við förum svo á mótið og þeg- ar dregið er í happdrættinu kem- ur fyrsti vinningurinn á miða númer 56. Þessi hestur var í vinn- ing en í ljós kom að maðurinn sem átti miðann átti enga hesta og hafði enga aðstöðu til að hafa hest. Hann hafði bara keypt mið- ann að gamni sínu og til að styrkja málefnið. Það varð því úr að ég keypti klárinn af karlinum og auðvitað varð hann að heita Draumur.“ Þegar við komum til baka að hesthúsi Jóns spurði hann mig hvort ég héldi að ég þyldi lengri reið. Ég hélt það og þá sagði hann að við skyldum skipta um hesta. Við sprettum af hestunum og lögðum á aðra tvo sem Jón sagðist vera með í tamningu. Ég átti að fara á 5 vetra meri sem hann sagði að væri svo til ótamin og ég spurði ósköp varlega hvort hún kastaði mér ekki af baki. „Nei, hún gerir ekkert svoleiðis," sagði Jón. „Pásustaður“ hestamanna Við riðum svo aftur af stað og að þessu sinni til suðurs. Merin hristi hausinn svolítið til að byrja með og virtist ekki ánægð með taumhaldið en fljótlega tókust með okkur sættir og ótti minn við Staldrað við á „pásustað“ hestamanna, norðan við Brún. S - * ■-m W\ A þessum slóðum vilja hestamenn fá brú yfir Glerá til þess að losna við að þurfa að ríða niður fyrir Möl og sand og yfir brúna sem þar er. Mynd: -yk hann eignaðist hestinn sem ég reið. Draumur „Fyrir fjórðungsmótið á Mel- gerðismelum 1983 sá ég um að senda út miða í happdrætti sem haldið var í tengslum við mótið. Stuttu fyrir mót vorum við hjónin í heimsókn hjá tengdaforeldrum mínum vestur í Skagafirði og sváfum þar um nótt. Þá dreymir konuna mína að hún sé stödd á mótinu sem í vændum var og að hún væri að keppa í firmakeppn- inni. Henni þótti sem hún ynni keppnina en fékk þó engin verð- laun. Hún mundi að hún hafði verið með rásnúmer 56. Þegar hún er vöknuð ber hún þennan draum undir móður sína. Hún segir að líklega sé þetta fyrir því að vinningur í happdrættinu komi á miða númer 56. Við ákváðum að kaupa þennan miða ef hann væri ekki seldur og þegar ég kom heim gáði ég að því hvert þessi miði hefði farið. Þá kom í það að setjast á ótamið hrossið reyndist ástæðulaus. Við riðum niður að Jaðarsrétt og áfram suð- ur og niður að Brún. Þar, á gatnamótunum norðan við Brún, sagði Jón að væri helsti „pásu- staður“ hestamanna og þar eru jafnvel hengdar upp tilkynningar á staur. Á þessum tíma árs hafa hesta- menn þennan veg nánast alveg fyrir sig en þegar líður á vorið fer bílaumferð vaxandi á þessu svæði. Fólk fer í bíltúr til að skoða lömbin og hestana. Einnig er vegurinn frá Brún og inn í Kjarna mikið ekinn á sumrin og á veturna meðan snjór er á göngubrautinni þar. Hestamenn vilja gjarnan fá reiðveg suður að Hömrum, ofan við túnin sem eru ofan Hamrabrautarinnar. Eftir hæfilega „pásu“ riðum við til baka, bundum hestana á sína bása og þar með var fróð- legri og skemmtilegri ferð um svæði akureyrskra hestamanna lokið. -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.