Dagur - 13.05.1986, Page 2

Dagur - 13.05.1986, Page 2
2 - DAGUR - 13. maí 1986 _w'ðía/ dagsins: ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.______________________________ Atvinna aukist á Akureyri í stefnuskrá framsóknarmanna á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í lok maí seg- ir svo um atvinnumál: „Atvinnulíf á Akureyri hefur á undanförn- um áratugum byggst á þróttmiklum rekstri fyrirtækja samvinnumanna, einstaklinga og félagslegum rekstri bæjarbúa. Atvinnustarf- semi á Akureyri er afar fjölbreytt og hefur leitt til stöðugra atvinnulífs en víðast annars staðar. Mikil verðbólga í upphafi áratugarins og minnkandi sjávarafli ollu miklum óstöðug- leika í atvinnulífi landsmanna, m.a. veruleg- urn samdrætti í byggingarframkvæmdum, sem bitnaði harkalega á Akureyringum. Þrátt fyrir það hefur atvinna stöðugt aukist á Akur- eyri, svo sem fram kemur í athugun á trygg- ingaskyldum vinnuvikum. Undirstaða stöð- ugs atvinnulífs á Akureyri er því afar traust, auk þess sem útlit er fyrir að breyting á hús- næðislöggjöf hleypi nýju lífi í byggingarfram- kvæmdir. Atvinnumálanefnd Akureyrar og Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar hafa náð umtalsverðum árangri í starfi. Stofnun iðngarða á vegum atvinnumálanefndar er merk nýjung. Ýmsar nýjar atvinnugreinar hafa hafið starfsemi á síðustu árum. Mikilvægt er að huga vel að þeim og efla á allan hátt. Nýta verður alla möguleika til fjölgunar atvinnutækifæra á Eyjafjarðarsvæðinu, sem falla vel að því atvinnulífi sem fyrir er. Leggja verður enn meiri áherslu á úrvinnslu og nýt- ingu hráefna lands og sjávar. Fjölbreytt atvinnulíf bæjarins stendur og fellur með frumatvinnuvegunum, þ.e. landbúnaði og sjávarútvegi. Efla þarf þann fjölbreytta matvælaiðnað sem fyrir hendi er og tengja hann væntanlegum háskóla, sem sinnti grundvallarrannsóknum og yrði í nánum tengslum við atvinnulífið. Efla þarf Framkvæmdasjóð Akureyrar þannig að honum sé kleift að takast á við fleiri verkefni á borð við stofnun hins nýja fyrirtækis Oddeyrar hf. Einstaklingar og fyrir- tæki geti leitað til Framkvæmdasjóðs eða atvinnumálanefndar eftir áhættufjármagni, til að kanna arðsemi og framkvæmdamögu- leika nýrra fyrirtækja." Þá segir m.a. að hlutverk bæjarins í atvinnumálum verði fyrst og fremst að skapa atvinnuvegunum þær aðstæður að þeim sé kleift að þróast, markvisst verði unnið að uppbyggingu ferðamannaþjónustu, markaðs- starfsemi verði stórefld svo og kynning og upplýsingamiðlun í tengslum við atvinnuveg- ina í bænum. „Þetta leggst mjög vel í mig“ - segir Þorsteinn Thorlacius sem keypt hefur Bókabúðina Eddu á Akureyri Þetta er viðtal dagsins við Þor- stein Thorlacius. Þorsteinn Thorlacius er fæddur á Akur- eyri. Það var þann 12. ágúst. Og árið var 1946. Á eftir árinu 1946 kemur árið 1947. Þá flutti Þorsteinn til Reykjavíkur. Og af því tíininn líður hratt, jafn- vel þó ekki sé gervihnattaöld, þá er það næst af Þorsteini að segja að hann flutti til Noregs árið 1952. Ekki til Bergen, heldur Oslóar. Faðir hans var Þorleifur Thorlacius sendi- herra. En ætlunin var ekki að rekja búferlaflutninga Þor- steins nánar. Tilefni þessa viðtals er það einkum og sér í lagi, að Þorsteinn hefur keypt bóka- búðina Eddu á Akureyri. Við komum samt að því síðar. Sumsé, Porsteinn á ættir að rekja til Akureyrar og hann er giftur Akureyringi sem er Guðný Jónasdóttir. Þau eiga þrjú börn, fimmtán ára stelpu og tvo stráka, átta og tveggja ára. Við förum fljótt yfir hinn svo- kallaða feril. Þorsteinn gekk í barnaskóla úti í Osló, sem og fyrsta bekk gagnfræðaskóla. Kom til íslands og lauk gagn- fræðaskólanum. Fór í Mennta- skólann á Akureyri og lauk stúd- entsprófi árið 1966. „Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta hafa verið ákaflega skemmtilegur tími. Ég bjó á heimavist öll árin sem ég var í skólanum og það voru í gildi strangar reglur um útivistartíma. Mig minnir mér hafi ekki þótt þær sérlega indæl- ar. Annars gekk námið ósköp átakalaust fyrir sig.“ Frístundum var varið til skíða- og skautaiðkana. Þetta voru bernskuár íshokkysins á Akur- eyri. „Við eltumst við svellin upp um öll fjöll. Einnig vorum við talsvert inni á Leirum.“ Aðstaða til skíðaiðkana var ekki sem best. „Við þurftum að labba með skíð- in á bakinu upp í Stromp. Jú, jú, maður lét sig hafa það.“ Eftir stúdentspróf lá leiðin í viðskiptafræðibraut Háskólans og lauk Þorsteinn námi í janúar 1972. Fór þá að vinna hjá Flugfélagi íslands. „Flugið hefur alltaf heillað mig,“ sagði Þor- steinn. í ellefu ár vann Þorsteinn hjá Flugfélaginu og Flugleiðum. Lagði gjörva hönd á ýmis störf. Var fulltrúi í flutningadeild, full- trúi framkvæmdastjóra, deildar- stjóri farskrárdeildar, markaðs- stjóri markaðsáætlana. Starfið var spennandi, mikið um ferða- lög. „Flugið hefur alltaf verið rík- ur þáttur í mínum áhugamálum. Þetta er harður samkeppnis- markaður. Það verður að taka snöggar ákvarðanir. Málin þola enga bið, aðstæður breytast svo snöggt. Að því leytinu finnst mér flugið heillandi." Þorsteinn hóf rekstur eigin fyrirtækis og stofnsetti ásamt félaga sínum fyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrar- ráðgjafar og á svipuðum tíma stofnsettu þeir félagar fyrir- tæki á tölvusviði. „Ég varð að gera það upp við mig, hvort ég ætlaði að halda áfram að vinna hjá öðrum, eða að gera eitthvað sjálfur. Mig langaði til að prófa að fara út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur.“ En þá er komið að bókabúð- inni Eddu. „Ég fékk augastað á búðinni í ágúst í fyrra. Spáði dálítið í þetta, en ekkert gerðist. í janúar, febrúar fara af stað umræður og ég kaupi reksturinn frá og með 1. mars á þessu ári.“ - En af hverju Akureyri? „í fyrsta lagi þá er konan mín héðan og við eigum bæði skyld- fólk hér. Það hefur alltaf togað í okkur bæði að búa hér. Og þegar þetta tækifæri gafst, að reka hér þessa verslun, þá ákváðum við að láta slag standa. Þá er einnig gaman að geta þess að afi minn Þorsteinn Thorlacius frá Hólum í Eyjafirði rak bókaverslun við Ráðhústorgið á sínum tíma. Það er gaman að feta í fótspor hans.“ Eins og áður sagði stofnsetti Þorsteinn, ásamt félaga sínum fyrirtæki sem sérhæfði sig í inn- flutningi og sölu á tölvum. Merk- ið er Amstrat og nú hefur bóka- búðin Edda tekið tölvur og allt sem þeim viðkemur til sölu. „Það er fyrirsjáanlegur sam- dráttur í tölvusölu á þessu ári, að ég tel. Sú ofsalega sala sem verið hefur undanfarin tvö ár á tölvum hlýtur að fara að stöðvast. Ég reikna ekki með eins mikilli sölu á tölvum í ár og undanfarin ár, en eðlileg endurnýjun hlýtur að eiga sér stað.“ Þá má nefna að í bókabúð Eddu er nú hægt að kaupa alls konar tímarit, sem ekki hafa áður verið til á Akureyri. Um er að ræða fagtímarit ýmiss konar og einnig tímarit um tölvur. Annars er sjón sögu ríkari. „Þetta eru helstu nýjungarnar hjá okkur. Ég hef bara haft svo lítinn tíma til að sinna þessu, er ennþá með fulla starfsemi í Reykjavík. En við munum flytja alkomin hingað norður um næstu mánaðamót. Þetta leggst vel í mig, ég hef trú á að dæmið gangi upp. Við erum þarna með nýja hluti, nýjan markað. Það er geysilega mikið keypt af tímaritum. Fólk hefur farið svo víða og séð þessi tímarit erlendis. Það vill fá meira en dönsku blöðin." Og að lokum þetta: Þó að ég sé nú orðinn bókabúðareigandi, þá mun konan mín alfarið sjá um rekstur búðarinnar. Ég er þessa dagana að leita mér að vinnu.“ -mþþ Þorsteinn Thorlacius fetar í fótspor afa síns og nafna, sem rak bókaverslun á Akureyri í eina tíð. Þorsteinn er eigandi Bókabúðarinnar Eddu. Mynd KGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.