Dagur - 13.05.1986, Side 6

Dagur - 13.05.1986, Side 6
6 - DAGUR - 13. maí 1986 Byggðastefnan: Ein þjóð í einu landi Frá ráðstefnu Lífs og lands Landssamtökin Líf og land gengust fyrir ráö- stefnu á Akureyri fyrir nokkru. Viðfangsefnið var byggðastefnan undir kjörorðinu ein þjóð í einu landi. í ávarpi Gests Ólafssonar formanns samtakanna kom fram að það væri engin tilvilj- un að þetta mál væri tekið til meðferðar. „Frá síðustu aldamótum hefur átt sér stað alger koll- steypa í búsetu á íslandi, sem hefur engan veginn verið sársaukalaus fyrir land og þjóð. Nú er svo komið að 90% íslensku þjóðarinnar búa í þétt- býli, en einungis um 10% í dreifbýli. Þau öfl sem hér hafa verið að verki eru samt engan veginn hætt að hafa áhrif. Því er ekki úr vegi að við stöldrum aðeins við í dag, skyggnumst bæði til fortíðar og framtíðar, veltum því fyrir okkur hvort við séum algerir leiksoppar þessara afla, eða hvort pólitískar, efnahagslegar og stjórnun- arlegar forsendur séu fyrir því að við getum búið okkur betri framtíð.“ Árni Steinar Jóhannsson: Áhyggjuefni að umfjöllun um þjóðmál streymi frá einum punkti „ísland er miðstýrt þjóðfelag. A fjöliniðlasviðinu, eins og í flestu öðru situr höfuðborgar- svæðið með miðstöðvar fjöl- miðlunar í landinu innan sinna marka. Áhrifamáttur fjölmiðla fer sífellt vaxandi. Þáttur fjöl- miðla í skoðanamyndun er viðurkenndur. Þegar litið er á blaðaútgáfu í landinu kemur í Ijós að aðeins eitt dagblað er gefíð út utan höfuðborgar- svæðisins. Þetta er Dagur á Akureyri sem starfrækt hefur verið sem dagblað um nokk- urra mánaða skeið.“ Þetta sagði Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar á ráðstefnu Lífs og lands um byggðastefnuna. „Dagblöð, sem gefin eru út á höfuðborgarsvæðinu eru blöð allra landsmanna. Dreifing þeirra er jöfn um allt landið og nær allur boðskapur þeirra út um allt æðakerfi þjóðfélagsins,“ sagði Árni. Hvað önnur blöð varðar er dreifing héraðs- eða svæða- bundin og er dreifing blaða frá landshlutum til höfuðborgarinnar hverfandi. Sama gildir um fjöl- miðlun á öldum ljósvakans þó að sá meginmunur sé á að um ríkis- rekið fyrirtæki er að ræða. „Stofnun deildar útvarpsins á Akureyri er þróun sem hefur gef- ið góða raun, og svo er einnig um svæðisbundnar útsendingar hljóðvarpsins." Sagði Árni það áhyggjuefni, að flæði frétta og umfjöllun um þjóðmál skuli í svo ríkum mæli streyma frá einum punkti og að þessi staða hefði eflaust átt stór- an þátt í að dregist hefði í fylk- ingar landsbyggðarfólks og þétt- býlinga við Faxaflóa. Árni sagði einstreymi miðlunar báðum fylk- ingum andstætt, auk þess sem það yki einnig hættuna á því að þjóðleg menningarverðmæti glatist. í erindi Árna kom fram að útbreiðsla landsmálablaða inn á höfuðborgarsvæðið leiddi af sér umfjöllun um landsmál á breiðari grunni, og að staða íslendinga væri verri en staðan í þeim sem við berum okkur saman við m.a. vegna þess að hér á landi býr yfir helmingur þjóðarinnar innan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og hefur í þessari stöðu vald yfir umfjöllun um landsmál og allt fréttamat. „Þeir sem búa á lands- byggðinni greina einnig hvernig fjölmiðlarnir vinna stöðugt í þágu höfuðborgarsvæðisins. Það er eðlileg afleiðing miðstýring- ar.“ Árni gerði að umtalsefni stefnu eða stefnuleysi stjórnvalda í málefnum ríkisfjölmiðlanna og taldi hana ámælisverða. „Það vekur furðu, að nú á tímum stór- kostlegra tækniframfara, er valin sú leið að byggja rándýra mið- stöð ríkisfjölmiðlunar í Reykja- vík. Nú ber þó að nefna, að stofnuð hefur verið deild ríkisút- varpsins, RÚVAK, á Akureyri. Það er þó ekki vegna stefnu stjórnvalda heldur þrátt fyrir hana.“ Síðan sagði Árni að reynslan af RÚVAK ætti að verða okkur hvatning til stefnu- breytingar og í stað stöðugrar uppbyggingar á höfuðborgar- svæðinu, ættu ríkisfjölmiðlarnir að byggja upp samhæft net hér- aðsstöðva. „Með þessari stefnu- breytingu væri hægt að vega á móti áhrifum frá einhliða miðlun dagblaðanna, auka upplýsinga- streymi og skoðanaskipti." -mþþ íslendingar lifa í tveimur heimum - Öðrum er tekið blóð en hinum gefið vítamín sagði Tómas Ingi Olrich á ráðstefnu Lífs og lands Á ráðstefnu Lífs og lands þar sem yfirskriftin var ein þjóð í einu landi, hélt Tómas Ingi Olrich erindi sem hann nefndi tvær þjóðir í einu landi. Sagði Tómas það einkum tvennt sem einkennt hefði bú- setuþróun á íslandi á 20. öld. Annars vegar fólksflutningar úr sveitum til þéttbýlisstaða, en um aldamótin bjuggu 78,5% þjóðar- innar í sveitum, en nú eru það 9% íbúanna. Hitt einkenni bú- setuþróuninnar á þessari öld eru búferlaflutningar frá svokallaðri landsbyggð til höfuðborgar- svæðisins. Höfuðborgarsvæðið skilgreindi Tómas sem land- svæðið frá Selfossi um Reykja- nes til Hvalfjarðarbotns, en inn- an þess svæðis sagði Tómas að hægt væri að njóta þeirrar þjón- ustu, félagslegrar og menningar- legrar sem höfuðborgarstarf- semin býður upp á. Vöxtur suðvestursvæðisins var örastur um 1930 og eftir síðari heimsstyrjöldina. „Síðastliðin 6 ár stefnum við hraðbyri til þeirrar búsetuþróunar sem einkenndi kreppuárin og haftatímabilið, sem voru mest á uppgangstíma suðvestursvæðisins. Með áfram- haldandi þróun munu 56% þjóð- arinnar búa á höfuðborgarsvæð- inu laust eftir næstu aldamót. Skipuleggjendur á þessu svæði virðast þó sjá ástæðu til að búast við mun hraðari fólksflótta frá landsbyggðinni og hafa búið sig undir að taka við 35.000-45.000 manns á næstu 25 árum. Ekki er reiknað með að þjóðinni fjölgi að ráði. Sagði Tómas að þessi þróun ætti sér enga hliðstæðu í Evrópu, en hins vegar er hún vel þekkt í ríkjum þriðja heimsins, þar sem höfuðborgir hafa víðast hvar vax- ið gífurlega frá seinni heimsstyrj- öld. Það sem mestu ræður í þess- um efnum sagði Tómas að væri einhæft efnahagslíf, mjög óhag- stæður viðskiptajöfnuður, há- gengisstefna stjórnvalda og opin- ber erlend skuldasöfnum. Sagði Tómas það í meginatriðum sömu öfl sem verkað hefðu á fólks- flutninga til höfuðborgarsvæðis- ins. Þó er sá munur á að til þess eru engin dæmi að rúmlega helm- ingur þjóðarinnar hafi flust til höfuðborgar Afríkuríkis eins og raunin er á hér á landi. Þessu næst talaði Tómas um þau áhrif sem búsetuþróunin hefði haft í för með sér og sagði augljósustu afleiðinguna þá að þjóðin hefði eignast vísi að borgamenningu. „íslendingar styðjast ekki við neinar hefðir í borgarasamfélagi. Þeim hættir til að haga sér eins og nýríku fólki, sem fær glýju í augun af því sem falt er, þar sem margt er um manninn." Sagði Tómas að mannafli væri orðinn í huga veru- legs hluta íslendinga grundvallar- skilyrði íslenskrar menningar og að langvarandi minnimáttar- kennd gagnvart erlendum borg- arasamfélögum hafi leitt þjóðina til að trúa því að vöxtur höfuð- borgarinnar væri undirstaða íslenskrar þjóðmenningar. „Fálmkenndar tilraunir lands- byggðarinnar til að fá rönd við reist, verka á þá sem byggja suð- vesturhornið sem óþjóðlegt brambolt og fáránlegir tilburðir til að stöðva framgang náttúru- lögmála.“ Tómas sagði að landsbyggðin hefði rýru hlutverki að gegna í íslensku þjóðlífi og það færi hraðminnkandi. Landsbyggðin hefði hingað til verið framleið- andi og útflytjandi, en nú væri séð fyrir um að vöxtur yrði á sviði hefðbundinna atvinnugreina og „núgildandi efnahagsstefna, hágengis- og innflutningsstefna, hallarekstur ríkissjóðs og erlend skuldasöfnun, mun sjá fyrir því að landsbyggðin mun ekki fá hlutdeild í nýjum atvinnumögu- leikum, sem tengjast þekkingu og þjónustu." Síðar í erindi sínu sagði Tómas að ekki þyrfti mikla skarpskyggni til að sjá að þjóðfélag sem þróast hefði með þessum hætti er ekki eitt þjóðfélag heldur tvö. „í því ríkir ekki einhugur heldur and- stæður. íslendingar lifa í tveimur heimum. Öðrum er tekið blóð en hinum gefið vítamín. Síðasta blóðtakan heitir fastgengisstefna, nýjasta vítamínið er lækkaðir innflutningstollar." -mþþ Miðstýring fisk- veiða hefur skapað vandamál í sjávarplássum - sagði Sveinbjörn Jónsson sjómaður frá Súgandafirði „Aðalatvinnuvegir dreifbýlis á íslandi standa á brauðfótum í dag,“ sagði Sveinbjörn Jóns- son sjómaður frá Súgandafirði. Sagði Sveinbjörn að í kjölfar tæknivæðingar og aukinnar framleiðni sem og breyttra neysluvenja hafi orðið offram- leiðsla í landbúnaði, sem að einhverju Ieyti mætti rekja til getu eða áhugaleysis söluaðila. „I sjávarútvegi og fiskvinnslu sem staðið hafa undir mest allri gjaldeyrissköpun þessarar þjóðar hafa uggvænlegir hlutir gerst.“ Sagði Sveinbjörn að með stöðugri kröfu um núll viðmiðun- arlínu samfara vaxtaokri og hlut- drægri gengisskráningu í þágu gjaldeyriseyðenda, hafi fisk- vinnslan verið rænd miskunnar- laust um nokkurt skeið. Þá sagði Sveinbjörn að fiskveiðiflotinn væri að verða úreltur vegna lang- varandi fjársveltis og lagaákvæða sem orkuðu tvímælis. „Miðstýring fiskveiða hefur skapað vandamál í sjávarplássum," sagði Svein- björn. „Stöðug krafa um aukna fram- leiðni í frystihúsum sem fæddi af sér skuldasöfnun og heilsuslít- andi bónuskerfi hljómar undar- lega í dag þegar allt útlit er fyrir að fiskvinnslufólk gangi um atvinnulaust á haustmánuðum ár hvert og sums staðar jafnvel af og til allt árið. Fölsku gólfin í þjóð- félaginu og í verðmyndunarkerfi sjávarútvegs og fiskvinnslu hljóta að koma í ljós eitt af öðru þegar hægt er að selja óunninn fisk er- lendis fyrir hærra verð en afurðir sama magns af fiski gefa af sér í skilaverði til frystihúsanna." Sagði Sveinbjörn að sú spurn- ing hlyti að vakna hjá fiskvinnslu- fólki hverjir ættu fiskinn í sjónum. „Ég er þeirrar skoðunar að forgangsréttur landshluta til að nýta þær náttúruauðlindir sem næst honum liggja verði að vera aðalatriði byggðastefnu næstu ára.“ -mþþ Atvinnulíf má stórefla - í öllum byggðarlögum landsins, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. „Víst er það rétt að í allmörg ár hafa margháttaðir erfiðleik- ar steðjað að, heimatilbúin kreppa. Við lifum um efni fram og erfiðleikarnir eru duldir með óhóflegum erlend- um lántökum. En að því hlaut að koma að menn rönkuðu við sér og sæju að af braut ofstjórnar og stöðnunar yrði að hverfa. Auðvitað er oft erf-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.